Morgunblaðið - 22.08.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
Ljósm. Mbl. Rax.
„Lengi dreymt um
að fá svona mót-
tökur hér heima“
— Ég vil endilega
þakka fólki fyrir góðar
móttökur. Mig hefur
lengi dreymt um að fá
svona móttökur, þetta
hefur verið stórkostlegt.
Ég held að fólkið hér
heima sé núna fyrst að fá
verulegan áhuga fyrir
myndunum mínum, sagði
Sveinn Björnsson, list-
málari og lögreglufor-
ingi úr Hafnarfirði, þeg-
ar blaðamaður leit við á
sýningu hans á Kjarvals-
stöðum á miðvikudaginn.
Sýningin hefur verið
„success“ eins og þeir
segja í útlandinu, þús-
undir manna hafa séð
hana og 21 mynd hefur
selst.
Sveinn hefur fram til þessa
ekki verið mikill spámaður í
sínu föðurlandi, list hans hefur
fengið mun betri hljómgrunn
hjá útlendum listavinum en
íslenzkum. En nú virðist breyt-
ing ætla að verða á og því má
telja þessa sýningu Sveins
tímamótasýningu á ferli hans.
Jafnvel kollegar Sveins þurftu
langan tíma til að viðurkenna
hann sem einn úr sínum hópi,
en það er liðin tíð.
Sveinn byrjaði á sjónum 14
ára gamall og var það óslitið í
14 ár. Árið 1948, þegar Sveinn
var 23 ára gamall byrjaði hann
að mála á frívöktum á togur-
um. Það var svo árið 1953 að
Sveinn fór í land til þess að
geta helgað málaralistinni bet-
ur krafta sína. Alla tíð hefur
hann unnið fulía vinnu með,
lengst af í rannsóknarlögregl-
unni í Hafnarfirði. Sveinn hef-
ur haldið fjöldann allan af
sýningum, þá stærstu í Den
frie í Danmörku 1978. Á sýn-
ingunni nú eru 85 verk, sem
aldrei hafa verið á sýningu
áður. í þessum verkum má sjá
helstu viðfangsefni Sveins,
fantasíu, sjávarmyndir og
landslagsmyndir.
VINN HELMINGI
MEIRA EN AÐRIR
Þeir sem þekkja til Sveins
undrast mjög afköst hans,
hann heldur fleiri sýningar en
margir málarar, sem eingöngu
helga sig listinni. Hver er
galdurinn spyrjum við Svein?
— Galdurinn er sá að ég
vinn helmingi meira en aðrir.
Ég hef vanið mig á að vinna
mikið. Þegar andinn kemur
yfir mig get ég málað 10—15
tíma án hvíldar. Þegar ég er
búinn í vinnunni klukkan fimm
á daginn fer ég í vinnustofuna
mína í Krísuvík. Og ef ég er í
stuði mála ég stanzlaust til
klukkan 4—5 á morgnana og
held þá heim til mín. Éggleymi
mér alveg þegar ég er að mála.
Ég er eins og í öðrum heimi,
gleymi að borða og ef ég á
danskan bjór gleymi ég meira
að segja að drekka hann.
— Þú talaðir um að andinn
kæmi yfir þig. Málar þú ekkert
nema andinn komi yfir þig?
— Nei, en sem betur fer
kemur andinn oft yfir mig. Það
kemur eitthvað sem ég ræð
ekki við, ég verð óstöðvandi og
gleymi stund og stað.
— Málar þú mest allt í
Krísuvík?
— Þar mála ég allt nema
litlu myndirnar, þær mála ég
heima í Hafnarfirði. Mér
finnst óskaplega gott að mála í
Krísuvík. Ég byrja gjarnan á
myndunum úti og klára þær
svo inni í húsinu sem ég hef
þar. Krísuvík verkar vel á mig.
Ég sé ýmsar kynjamyndir í
björgunum og klettunum og
reyni að koma þeim á léreftið.
Annars var ég óskaplega lán-
samur að fá þessa aðstöðu í
Krísuvík. Ég ætlaði að byggja
vinnustofu við húsið mitt
heima í Hafnarfirði og var
búinn að láta teikna það. En
herrarnir hjá bænum neituðu
mér um leyfi til að byggja. Ég
þurfti því að leita mér að öðru
og fann þá hús í Krísuvík, sem
staðið hafði ónotað í 15 ár. Ég
fékk afnot af húsinu, gerði það
upp og hef notað síðan. Þetta
er mátulega langt frá Hafnar-
firði, 20—25 mínútna keyrsla
og þegar maður er kominn
þangað er maður alveg útaf
fyrir sig.
FANTASÍURNAR
SKEMMTILEGASTAR
— En ef við snúum okkur að
málaralistinni. Þú hefur haldið
þínu striki þar hverju sem
tautar og raular?
— Já, það hef ég gert, málað
landslagsmyndir, sjávarmynd-
ir og fantasíur. Mér þykir
skemmtilegast að mála þær
enda hef ég gert það óslitið
síðan 1962. Þeir sem hafa
málað fantasíur hér á íslandi
hafa átt erfiða daga en nú er
þetta að breytast sýnist mér.
Ég held að fólk virði það við
mig að ég hef haldið mínu
striki. Á þessari sýningu hef ég
selt margar fantasíur, þær
hafa sáralítið selst áður. Danir
eru aftur á móti hrifnir af
fantasíunum og þegar ég sýndi
þar 1978 seldust fantasíurnar
bezt. Nú langar mig mest til
þess að mála risastórar fanta-
síur, eins stórar og stærstu
sjávarmyndirnar mínar, 2x6 og
2x4 metrar. Mér þykir gaman
að mála stórar myndir og vil
endilega mála sem flestar áður
en ég verð gamall, maður getur
„Nú langar mig mest til
þess að mála risastórar
fantasíur.“
ekki bisað þessu þegar maður
er orðinn gamall.
— Hefurðu aldrei hugsað
um það að snúa þér alveg að
listinni?
— Mikil ósköp, ég hef mikið
gælt við þá hugmynd. Það fer
að styttast í það að ég komizt á
eftirlaun og þá sný ég mér
eingöngu að málaralistinni.
Annars hefur mér fundist lög-
reglustarfið verka hvetjandi á
listina. Þegar maður er búinn
að vinna heilan dag við lög-
reglustörfin hefur maður
óskaplega löngun til að mála.
Mér finnst ég hafa svikist um
við að mála. Það spilar líka
inní að, það er svo dýrt orðið að
mála. Litirnir, striginn og
rammarnir, allt er þetta
feiknadýrt. Það er eiginlega
ekki fyrir aðra en milljóna-
mæringa að mála í dag. Þess
vegna held ég að unga fólkið sé
svo mikið í grafíkinni núorðið.
Hún er ekki svona óskaplega
dýr.
— Nú fer ekki hjá því að þú
umgangist margt fólk í starfi
þínu sem lögreglumaður. Skýt-
ur ekki upp á sýningum hjá þér
fólki, sem þú hefur nýlega
verið að yfirheyra?
— Jú mikil ósköp. Það koma
á sýningarnar menn, sem mað-
ur hefur sett í steininn. Þeir
rjúka á mig, kalla mig Svenna
og kaupa af mér mynd. Þetta
kann ég að meta, þetta sýnir að
ég er ekki illa liðinn.
AÐSÓKNIN SLÆR
ÖLL FYRRI MET
— Nú hefur aðsóknin að
þessari sýningu slegið öll fyrri
met hjá þér. Varstu ekkert
hræddur að sýna í ágúst?
— Það voru margir sem
vöruðu mig við því. En ég gaf
mig ekki. Ef ég hef ákveðið
eitthvað þá stendur það. Sama
var með sýninguna í Dan-
mörku, margir vöruðu mig við
því að leggja í hana, en ég hélt
mínu striki, setti myndirnar
mínar í gámana, sendi þá út og
allt gekk vel. Það sama hefur
gerst núna, aðsóknin hefur
verið góð og 21 mynd seld,
jafnvel þótt fólk sé nýbúið að
fá skattseðlana sína. Ágúst-
mánuður virðist a.m.k. henta
mér. Ég er einnig ánægður með
Kjarvalsstaði, myndirnar mín-
ar virðast njóta sín þar vel.
Eins og fram hefur komið
hér í blaðinu varð Sveinn
nýlega þess heiðurs aðnjótandi
að vera valinn í ítölsku lista-
akademíuna. Fékk hann gull-
medalíu senda því til staðfest-
ingar og meðlimakort, sem
opnar honum allar dyr að
ítölskum listasöfnum.
— Mlg langar mjög mikið til
að fara til Italíu og skoða
söfnin þar. Það hlýtur að vera
ógleymanlegt. Ég hef ekki
áform um að halda þar sýn-
ingu, það kemur kannski
seinna. Næst langar mig til að
fara til Ameríku og sýná
Ameríkönum myndirnar mín-
ar, segir þessi síungi listamað-
ur í lok samtalsins.
Sýningu Sveins á Kjarvals-
stöðum lýkur á sunnudaginn.
Þangað ættu allir listunnendur
að halda áður en dyrum Kjar-
valsstaða verður lokað klukkan
22 á sunnudagskvöldið. _ SS.
Spjallað við
Svein Björnsson
listmálara og lögreglu-
foringja í Hafnarfirði