Morgunblaðið - 22.08.1980, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
Magnús A. Arna
son — Minning
Listamaðurinn Magnús Á. Árna-
son heldur ekki fleiri sýningar.
Síðustu sýningu á verkum hans sá
ég fyrir nokkrum mánuðum, þegar
hann var hálfníræður. Það var
yfirlitssýning, þar sem gaf að líta
margar fallegar myndir, hluta af
því besta sem hann hafði gert.
Listamaðurinn stóð ljúfur og
hress að sjá meðal gesta sinna, og
fram að þeim tíma hafði hann
haldið áfram að vinna að list
sinni, eftir því sem ég best veit.
Nú voru margir sem vildu votta
honum virðingu sína, og það var
ekkert að undra, svo innilegur sem
hann var í list sinni og frábitinn
loddarabrögðum. Ég komst ekki
að til að tala við hann nema fáein
orð. En þarna voru myndirnar.
Þær gat ég skoðað. Þær fluttu mér
boð frá gamla íslandi. Og þær
fluttu mér einnig boð frá heims-
iistinni, einhver tengsl við
impressjónistana, sem ég þóttist
vita að hefðu haft áhrif á hann,
þegar hann var ungur maður. Og
þó er það aðeins getgáta mín. Ég
veit ekkert um það. En mér hefur
oft fundist ég sjá þessi áhrif í
málverkum hans.
Fyrir mörgum árum var ég að
hugleiða þann sérkennilega milda
blæ, sem er á landslagsmyndum
hans, þennan blæ sem gat sýnst
einhverskonar daufleiki, þar til
maður áttaði sig á því, að þetta
var beinlínis aðferð hans og stíll.
Þá fannst mér ég merkja skyld-
leika með honum og Jónasi Hall-
grímssyni, líkt og hann væri
okkur í málaralistinni að nokkru
leyti það sem Jónas var okkur í
skáldskapnum. Hann orti um
landið í litum og línum með
reynslu frá erlendum straumum í
myndlistinni eins og Jónas orti í
orðum og lagaði sig eftir erlendum
straumum í kvæðagerð. Og báðir
höfðu rómantískt viðhorf til ís-
lands, mildir og lágværir, þótt
myndir beggja gætu orðið sterkar
engu að síður, hvort sem þær voru
í ljóðum eða litum og línum. Þessi
orð eru óskiljanleg nema menn
hafi séð bestu landslagsmyndir
Magnúsar, því myndir hans voru
margar og misjafnar, hann vann
eins og náttúrubarn, málaði oft
mikið á stuttum tíma, sumt
heppnaðist vel, sumt miður, en
allt hlaut það að standa nokkurn
veginn eins og það kom fyrst á
léreftið, því hann föndraði lítt við
myndir sínar eftir á, það hentaði
honum ekki.
Þegar ég skrifa þessar línur, er
ég nýkominn norðan frá Akureyri,
þar sem ég hafði vinnuaðstöðu í
skólahúsi og sat löngum við ritvél-
ina mína í þreytandi þýðingar-
puði. Jafnan þegar mér fannst
höfuðið á mér vera orðið að kletti,
stóð ég upp til að rétta úr mér,
gekk út á ganginn og að málverki
einu eftir Magnús Á. Árnason.
Það var gamall torfbær eða eyði-
býli, undarlega sterk mynd, að
mér þótti. Það brást ekki, að höfuð
mitt varð léttara við að horfa á
myndina og ég gat aftur fundið
hæfileg íslensk orð til að þýða
sögu úr erlendri sveit.
Sumir segja, að Magnús hafi
haft meiri hæfileika til að vera
myndhöggvari en málari. Það
kann vel að vera, en ef til vill
hefur honum þótt það of viðamikil
listgrein, of kostnaðarsöm, og
óhugsandi að lifa af henni á
íslandi á þeim tíma, þegar Magn-
ús var að brjóta sér braut. Hann
hefur þó látið eftir sig nokkrar
höggmyndir eða myndir mótaðar í
leir og síðan steyptar í annað efni.
Þannig mótaði hann Kópavogs-
skáldin sem hann kallaði svo á
sinni tíð. Ég lenti í þeim hópi, þar
sem ég var heimilisfastur í Kópa-
vogi um skeið, þó ekki væri það
lengi. Ég átti heima úti á Kársnes-
inu, stutt frá heimili þeirra Magn-
úsar og Barböru, eða við Hlégerði,
en á milli okkar, yst á nesinu, var
Þorsteinn frá Hamri, og einhvers-
staðar í hinni áttinni var Þor-
steinn Valdimarsson. Það var mér
útlátalaust, þar sem svo skammt
var á milli okkar þegar Magnús
greip mig glóðvolgan, að ganga
yfir til hans og sitja fyrir hjá
honum eða standa meðan hann
var að móta hausinn á mér í leir.
Þá undraðist ég, hversu harður
hann var að vinna, hversu snögg
og þó liðleg handtökin voru og
hversu fljótur hann var að ná
svipnum. Ég held ég hafi ekki
þurft að fara nema þrisvar til
hans og hann íþyngdi mér ekki
meira en í tuttugu mínútur eða
hálftíma í hvert skipti. Þá mun
hann hafa verið búinn með mynd-
irnar af Þorsteinunum báðum.
Veit ég ekki betur en þessar
myndir hafi tekist með ágætum.
Magnús hafði áður gert málverk
af Jóni úr Vör, sem bjó í næsta
nágrenni við hann, og má það hafa
verið upphafið að þessari ræktar-
semi hans við Kópavogsskáldin
eins og hann nefndi þau.
Það var ætíð gaman að koma í
sérkennilegt hús þeirra Magnúsar
og Barböru, konu hans, við Kárs-
nesbraut, þar sem allt bar listinni
fagurt vitni, að utan sem innan.
Barbara hafði til dæmis mynd-
skreytt vegginn sem sneri upp að
götunni. En kynni okkar Magnús-
ar höfðu hafist nokkru áður en
hann mótaði á mér höfuðið. Það
var skömmu eftir að ég gaf út aðra
ljóðabók mína, sem út kom 1958,
að Magnús hringdi til mín, sagði
til nafns og bað mig að koma og
tala við sig, því hann ætti dálítið
erindi við mig, en þau hjónin
bjuggu þá niður undir sjó við
Borgartún, skammt frá Kirkju-
sandi. Ég furðaði mig á, hvað þessi
kunni myndlistarmaður gæti vilj-
að mér, en erindi hans var þá það,
að hann var búinn að þýða alla
fyrrgreinda ljóðabók (Nóttin á
herðum okkar) á ensku. Ég er ekki
dómbær á það hvernig til hafði
tekist, en Barbara, kona Magnús-
ar, sem hafði yfirfarið þýðingarn-
ar, var ensk að ætterni og vel að
sér bæði í íslenskum og enskum
bókmenntum. Handritið að þýð-
ingunum lenti reyndar á villigöt-
um, en það er önnur saga, og var
ekki hans sök.
Fjölhæfni Magnúsar var með
ólíkindum. Hann þýddi fyrir utan
þetta fjölda ljóða eftir aðra höf-
unda og voru margar þýðingar
hans notaðar í sambandi við
útgáfu íslenskra ljóða í Rúmeníu,
þar sem þýðendurnir, lærðir í
skandinavískum málum, en ekki
fullvel læsir á íslensku, lögðu
þýðingar hans til grundvallar þýð-
ingum sínum á rúmensku. Einnig
frumorti hann sjálfur og skrifaði
bækur í óbundnu máli, svo sem
kunnugt er. En ég hafði einnig
kynni af enn einum þætti fjöl-
hæfni hans. Svo er mál með vexti,
að Magnús lærði ekki aðeins
myndlist í Kaupmannahöfn og
San Francisco, heldur gekk hann
einnig á skóla í tónlist. Og einn
góðan veðurdag tilkynnti hann
mér, að hann væri búinn að semja
lag við órímað ljóð eftir mig. Þótti
mér það merkileg tilviljun, að
þessi þúsundþjalasmiður, sem
fæddur var fyrir aldamót, skyldi
verða fyrstur til að semja lag við
eitt af rímleysuljóðum mínum. En
ef til vill var það ekki nein
tilviljun. Það var sami maður, sem
mörgum árum áður, hafði fyrstur
samið lög við mörg þau sérkenni-
legu kvæði Steins Steinarrs, sem
fáir litu við á þeim tíma.
Eftir er að geta eins þáttar enn
í fjölhæfni Magnúsar, þar sem var
samtalsgleði hans og frásagnar-
gáfa. Hann hafði kynnst mörgum
á lífsleiðinni, ekki síst skáldum og
listamönnum, var til dæmis náinn
vinur Halldórs Laxness og hafði
verið samtíma honum í Ameríku.
Hann kunni margar sögur að
segja af því fólki, sem hann hafði
kynnst og sagði þær vel, sumar
skráði hann í bók, en bestar voru
þær, þegar hann sagði þær í
vinahópi.
Ég tel mig eiga Magnúsi Á.
Árnasyni mikið að þakka, eins og
af framanrituðu má sjá, en einnig
minnist ég með söknuði vináttu
beggja, hans og Barböru, við mig,
konu mína og dóttur. Magnús
heldur ekki fleiri sýningar. En
verk hans og konu hans lifa áfram
með þjóðinni.
Jón óskar
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
+
Dóttir mt'n og móðir okkar,
MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR,
Hólmgaröi 7,
lézt í Landspítalanum aö morgni 20. ágúst.
Sigríöur Pólsdóttir og börn hinnar létnu.
t
Maöurinn minn,
ÓSKAR KRISTJÁNSSON,
frá Brautarholti, Njarövík,
andaöist í Borgarspítalanum miövikudaginn 20. ágúst.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Guörún Þorsteinsdóttir.
+
Maöurinn minn og faöir okkar,
SNORRI GÍSLASON
Torfastööum,
Grafningi,
lést aöfaranótt 21. ágúst.
Valgerður Hannesdóttír og dætur.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
BALDVIN SIGURÐSSON,
Hjalteyri,
Arnarneshreppi,
sem andaöist á fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. ágúst, veröur
jarösunginn frá Mööruvallakirkju, Hörgárdal, laugardaginn 23.
ágúst kl. 2 e.h.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Siguröur Kr. Baldvinsson, Magöalena Stefónsdóttir,
Ingvi R. Baldvinsson, Þórunn Elíasdóttir,
Margrét Baldvinsdóttir,
Óli Þ. Baldvinsson, Halla Guömundsdóttir,
Ari S. Baldvinsson, Sonja Baldvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför,
SIGMUNDAR K. GUÐMUNDSSONAR,
garöyrkjumanns,
Hveragerói.
Kristín Jónsdóttir,
Guöfinna Sigmundsdóttir, Árni Guðmundsson,
Karlinna Sigmundsdóttir, Magnús Gíslason,
Ingibjörg Sigmundsdóttir, Hreinn Kristófersson,
og barnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför
SIGRÍDAR GÍSLADÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavfk.
Sigþór Þórarinsson Sigríöur Guómundsdóttir,
Jón G. Þórarinsson, Helga Jónsdóttir,
Gyöa Þórarinsdóttir, Kristinn Guöbrandsson,
Kristbjörn Þórarinsson, Katrín Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR,
frá Borg.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Lundi, Hellu fyrir
alla hjálp henni veitta.
F.h. vandamanna,
Hafliói Pétursson.
+
Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall
litla drengsins okkar
SÓLMUNDAR ARNAR HARALDSSONAR,
Belgsholti.
Sigrún Sólmundsdóttir,
Haraldur Magnússon,
systkini, afar og ömmur.
+
Hugheilar þakkir til þeirra mörgu sem sýnt hafa okkur samúö og
vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa,
ANDRÉSAR GUDNASONAR
frá Vöölum,
Bergstaóastræti 57, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild I A á Landakotsspítala fyrir
frábæra umönnun sl. 2 ár.
Guörún J. Bergsdóttir,
Anna J. Andrásdóttir Fish, James C. Fish,
Bergljót Andrésdóttir,
Mekkin J. Fish, Lf#a c_ Fi,h>
Andrea M. Fish, Guörún Anna Friðbertsdóttir.