Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 196. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. AGUST 1980
Hrossahringekjan var vinsæl meðal yngri kynslóöarinnar
Menn verða víst seint sammála
um fegurðarsamkeppni, en því verður
þ6 varla neitað að hér er glæsilegur
hópur samankominn.
Ljoxmynd Ól.K.M.
i.ji.-myndir iiaiidúr      Kílahrautin var alltaf vinsæl meðal ungra sem aldinna.
Gamla
Tívolí:
Ævintýraheimur
í Vatnsmýrinni
Nú þegar Heimilið '80 hefur endur-
vakið tivoli á íslandi er ekki úr vegi
að rifja upp, að hér var á árum áður
Tívolí í Vatnsmýrinni og er ekki að
efa það, að margir eiga þaðan góðar
minningar. Þar komu saman bæði
ungir og gamlir og skemmtu sér
konunglega saman í alls konar leik-
tækjum og á dansstaðnum þar, Vetr-
argarðinum. var ævinlega líf og f jör.
Það var 9. febrúar 1946 að hlutafé-
lagid Tívoí hf. var stofnað og stóðu að
því þeir Þorleifur H. Eyjólfsson húsa-
smíðameistari, Thor R. Thors, verzlun-
armaður, Sigurgeir Sigurðsson hæsta-
réttarlögmaður, Stefán Bjarnason,
verkfræðingur og Kjartan Asmunds-
son, gullsmiður. Bæjarráð veitti hluta-
félaginu tveggja hektara lóð í Vatns-
mýrinni og það varð fyrsta hlutverk
þeirra félag að ræsa landið fram og
þurrka, en þarna var votlendi mikið.
Þá festi félagið kaup á skemmtitækj-
um frá Englandi og Danmörku og í júlí
1946 var Tívolí opnað í fyrsta sinn.
Ævintýraheimur
Og þá var ævintýrið hafið. Meðal
þess, sem þá var hægt að fullnægja
ævintýraþörfinni og leikgleðinni við,
var bílabraut, parísarhjól, hestahring-
ekja og áttfótungurinn svokailaði, en
hann þótti fullglæfralegur og oft kom
fyrír að mðnnum varð bumbult í
hringferðunum með honum, fljótlega
var hætt að nota hann. Á hverju ári
var svo einhverju nýju bætt við og
þegar á leið gátu menn séð sig í réttu
Ijósi í speglasalnum, látið hræða úr sér
líftóruna í draugahúsinu, sem síðar
varð að undrahúsi. Menn gátu farið í
ævintýralegar flugferðir í rakettu-
brautinni og staðið tímunum saman
við skotbakkana til að telja sér trú um
að þeir væru beztu skyttur bæjarins.
En það, sem fullorðna fólkið fékk hvað
mesta útrás við, var að mölva postulín-
ið, og er ekki að efa að það hefur komið
í veg fyrir margan heimilisófriðinn og
það hefur að sjálfsögðu verið kúguðum
eiginmönnum sðnn ánægja að Jhefna
sín athelvítis diskunum.
Fyrir yngstu kynsl«3ðina var að
sjálfsögðu fjöldinn allur af leiktækj-
um, svo sem rólur, vegasölt, renni-
brautir og margt fleira.
Þá var þarna Hka leiksvið, þar sem
ýmsir skemmtikraftar komu fram og
sýndu listir sínar, bæði innlendic og
erlendir. Þar á meðal voru loftfim-
leikamenn, kraftakarl, sem dró bíl
fullan af fólki með tungunni, fakír,
sem Jagðist á flðskubrot og lét síðan
mölva gangstéttarhellu með sleggju á
maganum á sér.
Dýragarður
Á tímabili var vísir að dýragarði í
Tívolí og mátti þar sjá alls konar dýr,
sem fengin voru að láni frá dýragörð-
um í Evrópu. Það voru meðal annars
Ijón, hlébarðar, birnir, apakettir, leð-
urblökur og margar tegundir fugia,
fiskar, skaldbökur og froskar. Eitt af
því sem mesta athygli, ringulreið og
hamagang vakti, var þegar flugvél
flaug yfir svæðið og dreifði yfir það
ýmis konar sælgætispökkum. Sáust
menn oftast lítt fyrir þegar reynt var
að góma bðgglana og oft hafðist lítið
annað upp úr því en marblettir og
kúlur.
Vetrargarðurinn
Á tívolísvæðinu var byggður allmik-
ill skáli og var ætlunin að hafa þar
veitingarekstur í sambandi við
skemmtistaðinn, en það kom fljótt í
Ijós að fyrir því var ekki grundvöllur.
Var hann því leigður einstaklingum og
var frá því rekinn óháður skemmti-
staðnum sjálfum. Skáli þessi gekk
undir nafninu Vetrargarðurinn og var
bæði veitingastaður og danshús og
varð þetta einhver annálaðasti staður
borgarinnar. Þar voru haldin einhver
fjörugustu og svakalegustu böll sem
sögur fara af.
Ungfrú og herra ísland
Það verður ekki skilið svo við Tívolí
að ekki verði sagt frá fegurðarsam-
keppnunum, sem þá voru farnar að
tíðkast undir stjórn Einars Jónssonar,
sem lengi var forstjóri Tívolís. Þar
voru valdar fegurðardrottningar ís-
lands og hlutu þær gjarnan utanlands-
ferðir í verðlaun fyrir meðfædda feg-
urð sína. 1954 fékk fegurðardrottning
íslands Parísarferð með 1.000 kr. að
auki í vasapeninga í verðlaun. En það
voru ekki bara fegurðardrottningar,
sem valdar voru í gamla Tíyolí. Einu
sinni var líka valinn herra ísland, en
það  varð  að  vísu  bara  einu  sinni.
Mönnum hefur líklega þótt valið hafa
tekist svo vel, að ekki væri ástæða til
að velja annan í nánustu framtíð.
Hallar undan fæti______
Fyrstu 7 árin var Tívolí rekið af
stofnhlutafélagi þess, en þá keypti
íþróttafélag Reykjavíkur staðinn, og í
fyrstunni var ætlunin að reiða sig á
sjálfboðavinnu félagsmanna, en fljót-
lega varð ljóst að það gekk ekki og var
þá brugðið á það ráð að leigja bæði
Vetrargarðinn og Tívolíið út til ein-
staklinga og félagasamtaka. ÍR rak svo
staðinn fram til 1961 eða '62, þá tók
Einar Jónsson við rekstrinum næstu
tvö árin og síðastur í röðinni var
Guðmundur Þórðarson, sem verið
hafði verkstjóri Tívolís því sem næst
frá upphafi. Hann hélt út í tvð ár, en
þá var orðið ljóst að ekki var grund-
völlur fyrir rekstrinum vegna hins
risjótta veðurfars.
Fyrst í stað var Tívolí opið frá því í
maílok og fram í september og þá á
hverju kvöldi og um helgar, ef veður
leyfði og eftir að það hafði starfað í 10
ár hafði á aðra milljón manns sótt
staðinn. En því má ekki gleyma að
Tívolí hafði ekki þak yfir höfuðið og
fyrir þeim sem þannig er komið, fer oft
illa í umhleypingasamri veðráttu a
norðurhjara veraldar. Þegar á leið var
opnunartími þá einskorðaður við helg-
ar og eitt sumarið var ekki hægt að
hafa opið nema 12 heila daga.
Það sér hver maður að þannig var
varla hægt að reka staðinn, oft höfðu
verið fengnir til lands dýrir skemmti-
kraftar, en lítið varð um sýningar
vegna veðurs og því lítið um gróða af
því ævintýrinu. Það endaði því þannig
að vinsælasti útiskemmtistaður lands-
ins stóðst ekki íslenzku veðráttunni
snúning og lognaðist hann út af um
1965. Eftir það þjónaði hann Hafskip
um tíma sem vöruskemma.
HG.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72