Morgunblaðið - 11.10.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Haustsýning Félags íslenzkra
myndlistarmanna að Kjarvals-
stöðum keyrir nú fyrir fullu er
þetta birtist, raunar er nokkuð
liðið á sýningartímann því að
henni lýkur á sunnudagskvöld.
Sýningin hefur hlotið uppörvandi
viðtökur gagnrýnenda sem gesta,
enda er hún með taisvert öðruvísi
sniði en tíðkast hefur hingað til,
sem gerir hana í senn áhugaverð-
ari og ásjálegri. Sá er hér ritar vill
hvetja sem flesta til að skoða
þessa sýningu því að hún markar
mjög sennilega tímamót, eftir að
haustsýningar félagsins hafa ver-
ið í öldudal um nokkurt skeið. Lítt
skiljanlegum öldudal.
Sýningarnefnd markaði sér í ár
þá réttu stefnu, að í stað þess að
taka sem flesta með, jafnvel
marga með aðeins eitt verk, er
meirihluti sýnenda með þrjú verk
og fleiri. Þá hefur sú nýjung verið
' tekin upp að bjóða nokkrum fé-
lagsmönnum að taka þátt í sýn-
ingunni sem sérstökum gestum og
er það rétt þróun, en þó er sá
agnúi á að þessu sinni, að þeir eru
of margir (5), þar sem einungis er
sýnt í hálfu húsinu. Þetta tak-
markar mjög rými aðsendra verka
og sýningin fær nokkurn svip af
samsýningu nokkurra einstakl-
inga, sem ekki á að eiga sér stað.
Að sjálfsögðu eru heiðursgestirnir
alls góðs maklegir enda setja þeir
sterkan svip á sýninguna, bera
hana uppi ef svo má að orði
komast, en það hefði verið nóg að
hafa þá þrjá og þá einkum þá sem
standa á tímamótum í lífi sínu, en
þau Ásgerður Búadóttir, Guð-
mundur Benediktsson og Valtýr
Pétursson eru öll komin á sjötug-
asta áratuginn hve ótrúlegt sem
það hljómar. Raunar eru viðkom-
andi ári á eftir áætlun um að
heiðra Valtý. Hér er, þó í smáu
sniði sé, endurvakin gömul og góð
hefð félagsins, sem legið hefur
niðri um árabil en hún fólst í því
að heiðra félagsmenn með sérsýn-
ingum á verkum þeirra er þeir
komust á miðjan aldur.
— Það er mjög snyrtilegur og
þokkafullur svipur yfir sýning-
unni í heild og hún er t.d. algjör
andstæða sýningarinnar í fyrra er
minnti helst á flóamarkað. Um
framlag einstakra er það að segja,
(svo maður byrji fyrst á gestun-
um) að Ásgerður Búadóttir á
einstaklega fallega veggteppasam-
stæðu, sem undirstrikar sterkan
persónuleika og þá sérstöðu er
hún hefur markað sér með verkum
sínum á Norðurlöndum, Guð-
mundur Benediktsswn heldur
áfram með að þróa á markvissan
hátt hinar þokkafullu eirmyndir
sínar, Leifur Breiðfjörð fer á
kostum þar sem hann hefur
sprengt af sér fjötra hins hefð-
bundna sviðs glerlistar og blandar
hér saman á áhrifaríkan hátt hinu
fagra og dýra gleri og ódýrari og
almennari efnum t.d. vikurhellum.
Hér kemur fram skemmtileg þörf
*
Höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson. í bakgrunni sér i myndir eftir Guðmund Björgvinsson og Sigurð Örlygsson.
Haustsýning FÍM 1980
til að víkka út svið glerlistar, hún
er að vísu síður en svo ný af
nálinni í heiminum en það er
hressilegt að sjá hér að Leifur
ætlar ekki að láta sér nægja
alfarið hefðbundna sviðið þótt
verkefnin séu yfrið nóg. Valtýr
Pétursson er í senn litríkur sem
hressilegur í myndröð sinni og
stórum kraftmeiri en t.d. á Sept-
em-sýningunni. Ég hef tekið eftir
því, að þessi myndstíll Valtýs
nýtur meiri skilnings listfróðra í
útlandinu en hérlendis og mætti
hér vísa til nokkurra listdóma
m.a. frá Rostock og V-Þýskalandi.
Þórður Hall er mjög menningar-
legur í myndgerð sinni, næstum
um of á köflum, framlag hans er
mjög hrifmikið, máski einum of
fallegt og snurfusað, hann mætti
að ósekju taka meiri áhættu í
myndgerð sinni.
— Það vekur athygli á sýning-
unni hve veglegan sess Valgerður
Briem skipar með myndaröð
sinni, verðskuldaðan sess að mínu
mati, því að myndir hennar eru
mjög magnaðar og sérkennilegar.
Þetta er röð andlita þar sem
megináherslan er lögð á að
þrengja fram hugsýnum um innri
gerð persónuleika fólks. Þetta
kunna í senn að vera ákveðnar
persónur eða hugsýnir listakon-
unnar. Fyrir þessar myndir hefði
ég kosið mettaðari bakgrunn því
að þá hefðu myndirnar komist
betur til skila.
Of langt mál væri að telja alla
upp sem eiga myndir á sýningunni
Myndir eftir Valgerði Briem.