Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 13 en ég get hér nokkurra af handa- hófi er iipp í hugann kom við skrif þessi. Ágúst Petersen á sterkar myndir er undirstrika sérstöðu hans í íslenskri myndlist. And- stæða Ágústs í litameðferð er gegnt myndum hans í salnum og eru eftir Einar Hákonarson. þær virka nokkuð skrautlegar í lit en þar sem hann gætir hófs, svo sem í myndunum „Uppstilling" I og II (58—58), nær hann heillegustu tökunum á myndefni sínu. Guð- mundur Björgvinsson kemur hér fram með áhugaverðustu myndir er ég hef séð frá hans hendi og mynd Guðbergs Auðunssonar af Alfreð Flóka er vafalítið sterkasta mynd hans í langan tíma. Gunnar örn blómstrar á þessari sýningu og framlag hans er það sterkasta um langt skeið. Konuhöfuð hans er í senn mjög fallegt og laust við allt skraut og tilgerð. Honum nægir ekki yfirborðið eitt en leitast við að skyggnast inn í sálardjúpið. Jóhanna Bogadóttir virðist í hægri en jafnri sókn innan marka listar sinnar og Jón örn Ásbjörnsson er öllu kraft- meiri og umbúðalausari en áður. Höggmynd eftir Guðmund Bene- diktsson. Fanney Jónsdóttir sýnir opinská- ar og einlægar akrylmyndir úr hjarta borgarinnar, Lækjartorgi og Hafnarstræti. Magnús Kjart- ansson leikur með hæfileika sína í nokkrum sáldþrykksmyndum og sprengir gjarnan hið hefðbundna svið tækninnar. Sigurður Ey- þórsson er samur við sig í hrifn- ingu sinni á Leonardo og samtíð hans. Loks má geta þess að Sigurður Örlygsson er mættur með stór og kröftug málverk er gefa til kynna að hann sé sem- óðast að skapa sér persónulegan stíl á málverkum sínum. í heild er Haustsýningin 1980 mjög falleg sýning en fátt kemur á óvart, ef undanskildnar eru gólf- myndir Leifs Breiðfjörðs. Næsta sýning mætti verða meira krass- andi og þá dugar ekki minna en allt húsið, því að það er bjargföst trú mín, að eftir þessa sýningu muni félagsmenn verða öllu ólat- ari við að senda inn myndir á næstu árum og það er vafalítið hið mikilvægasta og ánægjulegasta við þessa sýningu. Ber að óska sýningarnefnd til hamingju með verk sitt og hvetja sem fyrr fólk til að fjölmenna á Kjarvalsstaði helgardagana sem í hönd fara. Bragi Ásgeirsson. Féð rennur af fjalli. Sjaldan hefur safnið verið fallegra og frjálslegra: Spikfeitir, lagðprúðir dilkar, á stærð við mæður sínar, eftir blítt sumar á kjarngresi afréttarlandanna. Féð er rekið til réttar, og réttardagurinn rennur upp. Fólk drífur að. Réttardagurinn er mesti viðburðadagur haustsins í sveit- inni. Ungir og gamlir fara í réttirnar. Auk heimamanna og nærsveitamanna koma þarna ýmsir langt að. Réttirnar draga menn til átthaganna. Minningarn- ar um fyrstu göngurnar og rétt- irnar ber hátt alla æfi. Reykvík- ingar fara norður í land til þess að vera í réttum, iðjuhöldar, kaup- menn og bankastjórar eru meðal réttargesta. Hér sátu þeir ungir á réttarvegg. Þeir þekkja synina af feðrunum, líkt og fjárbændur þekkja lömbin af ánum. Bændur eru glaðir yfir því að sjá sitt fallega fé svo vænt af fjalli, og yfir því að hitta sveit- unga og vini á góðum degi. Að- komumenn eru glaðir yfir því að sjá heimabyggðina og blessaða sauðkindina, svona hvíta á lagð- inn, svona tilgerðarlausa á svip- inn, stolta og stresslausa. Menn eiga vín á flöskum og pelum, nóg vín, því bændur eru ríkir, og aðkomumenn eru líka með ferðapela. Menn standa í smáhópum, við bíla sína eða hjá reiðtygjum sínum, láta pytluna ganga, spjalla og hlæja og hnykkja sér til í hnjáliðunum af sjálfsánægju og vellíðan. Menn- irnir verð nærri því eins frjálsir þessa stundina og féð á heiðinni. Réttardagurinn líður eins og aðrir dagar við félagsskap og réttarstörf, raunar hraðar en aðr- ir dagar, því veðrið er svo gott og lundin glöð. Aðrir dagar taka við, önnur störf, leiðinlegri störf. Bændur reka heim fé sitt, og þurfa nú að merkja það til slátrunar. Kaupstaðarbúarnir halda líka heim og taka til við sín störf. Bankastjórarnir setjast við stóru skrifborðin sín, sem ekkert blað er á, og hugsa eins og fjárbændurnir: Hverju eigum við að slátra? Er hægt að heila- þvo hinn bráð- vitra íslending Undanfarin ár hefur verið venja, að hinir svokölluðu við- skiptabankar, undir forustu ríkis- valds og Seðlabanka, hafi tilkynnt takmarkanir á útlánum, þegar kemur fram á haustið. Núna virðist gert meira úr þessu heldur en venjulega, líklega vegna hins merkilega stjórnarfars, sem við búum við. Áherzlan, sem á þetta er lögð núna, á víst að sýna almenningi að einhverjir valda- menn í þjóðfélaginu hafi áhyggjur af ástandinu, og ef til vill er ennþá eitthvað að fólki, sem trúir því að slíkir menn séu meðal stjórnend- anna, þó það sé vafasamt. Þessar haustrokur virðast helzt stafa af því, að áramótareikningar bankanna þurfa að líta fallega út, svo hægt sé að vitna í þá, til marks Hjörtur Jónsson: um hve vel sé á fjármálum haldið. Slíkar forsendur, svo sem margar aðrar í áróðrinum, eru jafn ómerkilegar, þótt hægt sé að kreista inn skuldir við bankana með reikningskúnstum og inn- heimtu hjá þeim allra meinlaus- ustu síðustu mánuði ársins og lána svo jafn mikið eða meira rétt eftir áramót. Allar svona sveiflur eru að sjálfsögðu hvimleiðar fyrir at- vinnureksturinn, enginn getur treyst því að eðlilegt framhald sé í lánamálum. Með fádæma áróðri hefur verið reynt um langt árabil að snúa almenningsálitinu gegn atvinnu- rekstrinum. Einn af okkar banka- stjórum hefur bent á þetta, og varað við þeirri hættu, sem af slíkum áróðri stafaði. Fjöldi fyrirtækja er rekinn af dugnaði, áræði og ótrúlega mikilli vinnu, einkum í einkarekstri. At- vinna fólksins í landinu og vel- megun byggist á því, að þessum fyrirtækjum vegni sem bezt. Upp- bygging þeirra og vöxtur er undir- staða góðra lífskjara. Þessu er víst erfitt að mótmæla. Engu að síður er hugsunarháttur manna að verða sá, að sjálfsagt sé að láta atvinnufyrirtækin berjast í bökk- um, helzt að þau sýni tap. Rekstr- arhagnaður er hreint eitur í bein- um áróðursmanna. Afleiðing þessa er auðvitað sú, að eigið fé fyrirtækjanna er allt of lítið, og þau því háð lánsfé langt umfram eðlileg mörk. Það er hart að þurfa að trúa því, að hægt sé að heilaþvo hinn bráðvitra íslending svona. Bændur eiga 40 þingmenn alveg — og hina 20 að mestu leyti Nú þrengjum við lánsólina segja yfirvöld fjármála. Einhverjar leið- ir hljóta atvinnurekendur að finna nú eins og áður, segja bankastjór- arnir. Við viljum fyrirtækjunum ekkert illt með þessu, segja þeir. Man nokkur söguna um karlinn, sem var að skera kálfinn? Kálfur- inn spriklaði og var óþægur. Þá sagði karlinn: „Láttu ekki svona kálfskratti, ég er ekkert að gera þér.“ Það er víst enginn vafi á því að mikil nauðsyn er á að draga úr hinum skipulagslitlu útlánum. Mörgum finnst að draga mætti úr fjárveitingum til ríkisumsvifa, til pólitískra minnisvarða atkvæða- veiða og margskonar eyðslu, en það verður eitthvað að gerast fleira en að skrúfa fyrir útlán bankanna til einstakra stétta, til þess að almenningur líti upp og trúi því, að þetta séu ráðstafanir, sem mark sé á takandi. Og jafnveí þó hið ótrúlega ge.ðist, að stjórn- völd vor yrðu samtaka um ábyrgar ráðstafanir, til þess að bægja frá okkar heimatilbúna vanda, þú mundu þau engu koma fram, nema fólkið í landinu sannfærðist um að stjórnmálamenn væru hættir við leikaraskapinn, og það hefur of oft verið kallað úlfur, úlfur, til þess að almenningur hlaupi nú afar hratt til bjargar. Útvarpið leitaði álits atvinnu- rekenda á ráðstöfunum bankanna í lánamálum. Þar komu fulltrúar frá fiskveiðum og fiskiðnaði, og þar komu fulltrúar frá hinum almenna iðnaði og heildsölum. Bændur voru ekki þar og ekki kaupmenn heldur. Bændur geta sjálfsagt fætt það sóttlítið, þó þeir séu ekki til kvaddir, þeirra lána- mál eru í ágætum og föstum skorðum, enda eiga þeir um 40 þingmenn alveg, og hina 20 að mestu leyti. Sjávarútvegur taldi þetta ekki koma við þá atvinnu- grein, því þeirra fjármögnun væri fastbundin. Heildverzlunin er nú að mestu umboðsverzlun. Vörurn- ar tollafgreiddar og sendar beint til kaupmanna í fyrirfram gerðar pantanir. Verzlunarálagning í heildsölu leyfir engar vörubirgðir á lager. Þannig færist hin raun- verulega heildverzlun úr landi, svo sem stórkaupmenn hafa bent á. Minnkandi fjármagn heildsölunn- ar flyzt því þráðbeint yfir á bök smásöludreifingarinnar. Iðnaður- inn var lítið hrifinn. Hin mikla verzlunarvelta síðustu mánuði ársins kallar auðvitað á meiri fjárfestingu hjá iðnaðinum ein- mitt á þessum tíma. Yfirstjórn fjár- mála hefur merkt sitt sláturfé En hvað um smásöluverzlunina, hvað um kaupmenn? Langmesti annatími og sölutími kaupmanna eru næstu þrír mánuðir. Fjár- magnsþörf kaupmanna fram til jóla er í flestum greinum marg- föld miðað við annan tíma ársins. Þessu veldur, svo sem allir vita, hin stóraukna velta í sambandi við skóla, jólahald o.fl. Verzlun ein stétta hefur enga lögbundna lána- aðstöðu. Kaupmenn þurfa stór- aukið fjármagn næstu 2—3 mán- uði. en ekki minnkandi fjár- magn. Þetta vita fjármagnsyfir- völd mjög vel, og forráðamenn útvarps hljóta að renna grun í þetta líka. Kaupmenn voru þeir, sem fyrst átti að kalla á og spyrja álits. Það vekur líka nokkra furðu hjá atvinnurekendum í iðnaði og verzlun, að Verzlunarbankinn og Iðnaðarbankinn skuli verða að taka þátt í þessu möglunarlaust. Ekkert orð hefur frá þeim heyrzt. Geri bankarnir einhverja alvöru úr þessum mikið auglýsta sam- drætti á útlánum, sjá allir að það hlýtur fyrst og fremst að lenda á kaupmannastéttinni og að nokkru á iðnaði. Verzlunarstéttin er vissulega ýmsu vön frá ríkisvaldi og fjöl- miðlum, það er einskonar þrauta- lending að þrengja kost þessarar stéttar, og sannarlega hefur hún ekki haldið uppi vörnum sem skyldi. Neyðist viðskiptabankarnir til þess að draga úr lánum til verzl- unarinnar á næstu mánuðum, er óhætt að segja: „Sláturtíðin er hafin, yfirstjórn fjármála hefur merkt sitt sláturfé. Gjörið svo vel, komið og fáið ykkur lifur og hjörtu." ’\ \ köríubolta Nú gefst íslendingum tækifæri til aö sjá þessa bráðskemmtilegu íþrótt leikna á þann hátt sem bezt gerist. Júgóslavnesku bikarmeistararnir, Cibona Za- greb, meö 5 af Ólympíumeisturum 1980 ásamt fyrirliða og þjálfara landsliös Júgóslava innan- borös, mæta Reykjavíkur-, íslands- og bikar- meisturum Vals 1980 í Evrópukeppni bikarhafa 1980 í Laugardalshöllinni 16. og 17. október kl. 20. Júgóslavarnir vanmeta greinilega Valsmenn, sem munu ieika meö John Johnson og Ken Barrett og gera allt til aö veita þessum annars góöu leikmönnum haröa keppni. KOMIÐ OG HVETJIO LANDANN í ÍÞRÓTT, SEM STÖOUGT VERÐUR VIN- SÆLLI OG VINSÆLLI VALUR Sláturtíðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.