Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 234. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1980
13
í bæjarmálum. í stjórnmálum
nutu sín vel mannkostir hans,
trúmennska og lipurð, og marg-
þætt reynsla á öðrum sviðum. Á
Gísla hlóðust alls konar félags-
störf, í nefndum og stjórnum, og í
öllum þeim félögum, sem hann var
í, reyndist hann styrk stoð og var
víðast við stjórnvölinn á þeim
félagsgnoðum, þar sem hann var
skráður. Þá eru ótalin þau störf
sem hann vann að af ósérhlífni
fyrir félaga sína og samferðar-
menn. Honum stóð ætíð hjartan-
lega á sama hvaða lífsskoðun var
á vettvangi eða stjórnmálaskoðun
í fyrirrúmi. Fullkomið drenglyndi
var aðalsmerki hans í öllum þeim
málum sem hann hafði afskipti af,
og skipti engu hver í hlut átti.
Gísli naut trausts og trúnaðar
stjórnvalda og fór í margar sendi-
ferðir fyrir þeirra hönd til samn-
ingagerðar um viðskipti. Enda
voru þeir ekki margir samninga-
hnútarnir sem hann leysti ekki
með lipurð sinni og sanngirni. Á
þennan hátt naut þjóðin öll sér-
þekkingar hans. Auk þessa gegndi
hann trúnaðarstöðu hér í Eyjum
fyrir erlenda stórþjóð, og í því
starfi komu einkarvel fram hæfi-
leikar hans og glæsimennska, svo
að landi og þjóð var til mikils
sóma.
Það var mesta og stærsta gæfa
vinar míns, þegar hann eignaðist
sinn trygga og hjartfólgna lífs-
förunaut, og síðar manndómsbörn.
Gísli var einstakur heimilisfaðir,
ávallt gleðjandi og bætandi þá
sem hann umgekkst og hafði
kynni og samband við. Þau hjón
voru samstillt í því að veita öðrum
og hjálpa þurfandi af rausn sinni
og örlæti. Slíkri aðstoð og þeim
stuðningi, sem þau létu af hendi
rakna, var ekki flíkað, enda and-
stætt skaphöfn þeirra að halda
slíku á loft.
Því er og ekki gleymt hve
eiginkonan var Gísla mikil stoð og
stytta í erilsömu og fjölþættu
athafnastarfi á löngum ævivegi,
ekki síst er heilsa hans tók að bila,
en það mótlæti bar Gísli með
miklum kjarki.
Um leið og ég kveð vin minn
látinn, vil ég fyrir hönd konu
minnar og mína votta eiginkonu
hans, börnum og öðrum vanda-
mönnum dýpstu samúð okkar. Ég
bið æðri máttarvöld að vera þeim
hjálp og styrkur í miklum harmi.
Verum minnug þess, að sagt er, að
þeir sem deyja, þeir lifi, og
vissulega lifa þeir í minningum
okkar.
Veri góður vinur kært kvaddur.
Jón í. Sigurðsson.
Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar minnzt á Alþingi
„Aður en gengið verður til
dagskrár vil ég minnast Stefáns
Jóhanns Stefánssonar fyrrver-
andi alþingismanns og ráðherra.
Hann andaðist í sjúkrahúsi í
gær, mánudaginn 20. október, 86
ára að aldri.
Stefán Jóhann Stefánsson var
fæddur 20. júlí 1894 á Dagverð-
areyri við Eyjafjörð. Foreldrar
hans voru hjónin Stefán Ágúst
bóndi þar Oddsson og Ólöf hús-
freyja Árnadóttir. Stefán Jó-
hann lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík vor-
ið 1918 og lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1922. Hæsta-
réttarlögmaður varð hann 1926,
og hann kynnti sér félagsmála-
löggjöf á Norðurlöndum með
styrk úr Sáttmálasjóði árið 1928.
Hann var starfsmaður bæjar-
fógetans í Reykjavík á háskóla-
árum sínum og til haustsins
1923, fulltrúi í lögfræðiskrifstofu
1922—1925, er hann stofnaði
málflutningsskrifstofu,     sem
hann rak með öðrum málflutn-
ingsmanni til 1945. Á árunum
1945—1957  var  hann  fram-
kvæmdastjóri Brunabótafélags
íslands. Sumarið 1957 yar hann
skipaður sendiherra íslands í
Danmörku og var jafnframt
'sendiherra í írlandi og Tyrk-
landi. Lausn frá því starfi vegna
aldurs fékk hann vorið 1965.
Stefán Jóhann Stefánsson var
alþingismaður 1934—1937 og
1942-1953, sat alls á 17 þingum.
Vorið  1939  varð  hann  félags-
málaráðherra og fór jafnframt
með utanríkismál. Lausn frá
þeim ráðherradómi fékk hann
snemma árs 1942. Frá 4. febrúar
1947 til 6. desember 1949 var
hann forsætis- og félagsmála-
ráðherra.
Auk þeirra meginstarfa, sem
'hér hefur verið getið, voru Stef-
áni Jóhanni Stefánssyni falin
mörg aukastörf á sviði þjóðmála
og ýmiss konar félagsmála. Skal
hér getið nokkurra af þeim
störfum. Hann var bæjarfulltrúi
í Reykjavík 1924—1942 og átti
sæti í bæjarráði frá 1932. í
menntamálaráði var hann
1928-1933 og í bankaráði Út-
vegsbanka íslands 1930—1957,
formaður bankaráðsins frá 1935.
Hann átti sæti í Þingvallanefnd
1946—1950. Hann formaður
Norræna félagsins 1936—1952 og
var kjórinn fulltrúi íslands í
Norðurlandaráði fyrsta starfsár
þess, 1953. Fulltrúi íslands í
Evrópuráði var hann 1950—
1957. Hann var kjörinn í mið-
stjórn Alþýðuflokksins og Al-
þýðusambandsins 1924, var for-
seti Alþýðusambandsins 1938—
1940, ritari í stjórn Alþýðu-
flokksins 1928—1938 og formað-
ur hans 1938—1952.
Stefán Jóhann Stefánsson ber
nafn föður síns, sem fórst í
sjóferð á Eyjafirði nokkrum
vikum fyrir fæðingu hans. Hann
stundaði á æskuárum sínum
algenga vinnu til sveita og sjáv-
ar og þekkti kröpp kjör alþýðu á
þeim tímum. Hugur hans stefndi
til langskólagöngu. Hann að-
hylltist jafnaðarstefnu í þjóð-
málum, var ötull málsvari henn-
ar strax á skólaárum og lengi
síðan einn hinna fremstu þar í
flokki. Þeir áratugir, sem mest
kvað að honum á vettvangi
stjórnmála, voru miklir um-
brotatímar bæði hér' á íslandi og
erlendis. Stefán Jóhann fór ekki
varhluta af deilum um stefnur
og störf. Hann var alla tíð
stefnufastur forvígismaður jafn-
aðarstefnu og lýðræðis. Hann
hafði náin samskipti við póli-
tíska samherja sína á Norður-
löndum og var traustur stuðn-
ingsmaður norrænnar sam-
vinnu. Honum voru falin ein hin
mikilvægustu störf stjórnmála-
manns á örlagatímum í íslenskri
þjóðarsögu.
Ég vil biðja háttvirta alþing-
ismenn að minnast Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar með því að
rísa úr sætum."
Stefnuræða á fímmtudag:
Afbrigði um skipt-
ingu ræðutíma
GUNNAR Thoroddsen, forsætisráð-
herra, mun flytja stefnuræðu sína á
Alþingi nk. fimmtudag. Jón Helga-
son, forseti Sameinaðs þings. kunn-
gerði á Alþingi i gær, að þingflokk-
ur Sjálfstæðismanna, sem er i
stjórnarandstöðu, hefði farið fram
á, að fá samsvarandi ræðutima og
aðrir þingflokkar. Þá hefði forsæt-
isráðherra farið fram á að fá 10
mlnútna ræðutima i siðari umferð
umræðna um stefnuræðuna.
Samkvæmt þingsköpum ber að
útvarpa stefnuræðu og umræðum
um hana. Þar segir og: „í fyrri
umferð hefur forsætisráðherra til
umráða allt að hálfri klukkustund og
fulltrúar annarra þingflokka en for-
sætisráðherrans 20 mínútur hver. í
annarri umferð hefur hver flokkur
10 mínútur til umráða". Vegna þess
að þorri þingmanna Sjálfstæðis-
flokks er  í stjórnarandstöðu þarf
afbrigði frá þingsköpum til að þing-
flokkur þeirra fái ræðutíma í fyrri
umferð, til móts við aðra þingflokka;
og ennfremur til þess, að forsætis-
ráðherra fái sérstakan ræðutíma í
síðari umferð. Þessi afbrigði vóru
samþykkt með 42 atkvæðum gegn 1.
Umræðan fer því þann veg fram að
fyrst talar forsætisráðherra í allt að
hálfa klukkustund, síðan hafa ræðu-
menn þingflokka, fjögurra talsins,
20 mínútna ræðutíma. Þingflokkar
hafa síðan 10 mínútur til umráða i
síðari umferð og forsætisráðherra
jafnlangan ræðutíma.
Sameiginlegum loðnuleið-
angri lýkur i vikunni
LOÐNULEIÐANGRI rannsókna-
skip.sins Bjarna Sæmundssonar og
norska rannsóknaskipsins G.O. Sars
mun ljúka um miðja þessa viku og
verður þá fundur visindamanna um
niðurstöður ieiðangursins. Skipin
eru nú á hafinu milli íslands og
Grænlands.
Samkvæmt  upplýsingum  Jakobs
Jakobssonar, fiskifræðings, mun leið-
angurinn hafa gengið vel og hefur
verið gott veður á þeim slóðum, sem
skipin eru á. Þó mun eitthvað hafa
orðið vart við rekís, en rannsóknir
hafa gengið vandræðalaust. Leiðang-
ursstjóri um borð í Bjarna Sæmunds-
syni er Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur.
Mikil loðnu-
veiði síðustu
sólarhringa
EKKERT lát er á loðnuveiðinni
þessa dagana og síðan á laugardag
hafa skipin verið fljót að fylla sig
á miðunum vestur af Halanum.
Gott veður hefur verið síðustu
daga og heildaraflinn á vertíðinni
er nú orðinn um 150 þúsund tonn. Á
mánudagskvóld og fyrri hluta
þriðjudagsins tilkynntu eftirtalin
skip um afla til Loðnunefndar:
Mánudagur: ísleifur 450, Óskar
Halldórsson 440, Hafrún 630, Hrafn
640, Fífill 630, Súlan 800, Júpiter
1200. Samtals á mánudag 7960 tonn.
Þriðjudagur: Jón Finnsson 580,
Örn 580, Börkur 1170, Rauðsey 580,
Húnaröst 600, Eldborg 1500, Hilmir
1370, Grindvíkingur 1050, Svanur
580, Ljósfari 550, Bergur 450. Sam-
tals 11 skip með 9010 tonn til
miðaftans í gær.
Gjöf in sem
gleður strax!
Nýja gerðin af Kodak Instant myndavélinni
er komin. Fallegri og nettari.
Kodak Instant framkallar myndirnar um
leið í björtum og fallegum Kodak litum
— Engin bið og árangurinn af vel
heppnuðu ,,skoti" kemur íljós.
<«<T«onit fui,
Kodak Instant
Ek 160
Kr. 26.600.-
Umboðsmenn um allt land
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI    AUSTURVER    GLÆSIBÆR
S: 20313         S: 36161        S: 82590
Kodak Instant
Ek 160-EF
Kr. 47.200.-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32