Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981
Þjóðleikhúsið:
Gustur í kvöld - fáar sýningar eftir
í kvöld verður sýning á rússn-
eska söngleiknum Gusti í Þjóð-
leikhúsinu. Leikurinn er eftir
Mark Rozovskí og er byggður á
sögu um veðhlaupagæðinginn
Gust, eftir Lev Tolstoj.
Sýning þessi hefur fengið mjög
góða dóma gagnrýnenda blaðanna.
— Það er Bessi Bjarnason sem
leikur Gust sjálfan, en aðrir í
aðalhlutverkum eru Arnar Jóns-
son, Árni Tryggvason, Flosi Ólafs-
son, Gunnar Eyjólfsson, Róbert
Arnfinnsson, Sigríður Þorvalds-
'dóttir og Sigurður Skúlason. Tólf
aðrir leikarar fara með hlutverk
hestastóðs og kórs og auk þeirra
er sígaunahljómsveit á sviðinu
sem skipuð er Laufeyju Sigurðar-
dóttur á fiðlu, Karli Sighvatssyni
á harmonikku, Sigurði I. Snorra-
syni á klarinett og Snorra Erni
Snorrasyni á gítar.
Árni Bergmann þýddi leikinn,
Þórhildur Þorleifsdóttir er leik-
stjóri, leikmynd og búningar eru
eftir Messíönu Tómasdóttur, Atli
Heimir Sveinsson hafði umsjón
með tónlistinni og Árni Baldvins-
son með lýsingunni.
Aðeins þrjár sýningar eru eftir
á Gusti.
La Bohémc annað kvöld
— fáar sýningar eftir
Annað kvöld, sunnudag, verður
síðasta sýningin sem Kristján
Jóhannsson, Sieglinde Kahman og
Elín Sigurvinsdóttir syngja sem
gestir í uppfærslu Þjóðleikhússins
á óperunni La Bohéme, eftir Pucc-
ini.
Óperan hefur þegar verið sýnd
yfir tuttugu sinnum og oftast fyrir
fullu húsi við góðar undirtektir.
Eftir helgina eru aðeins þrjár
sýningar eftir á þessari vinsælu
óperu og verða þær allar í næstu
viku. Munu þá Garðar Cortes, Ólöf
K. Harðardóttir og Ingveldur
Hjaltested syngja á ný í sýning-
unni. Aðrir einsöngvarar eru
Halldór Vilhelmsson, John
Speight, Jón Sigurbjörnsson,
Kristinn Hallsson og Guðmundur
Jónsson.
Söngleikurinn Gustur hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda blaðanna
Guðbcrgur Auðunsson
Ljósm. SigurKcir SÍKurjónsson
Gallerí Langbrók:
Guðbergur Auðuns-
son opnar sýningu
í dag kl. 15.00 opnar Guðbergur Auðunsson sýningu i Galleri
Langbrók í Bernhöftstorfu. Þar sýnir hann 30 myndir unnar með
blandaðri tækni.
Guðbergur er fæddur í Reykjavík árið 1942. Hann nam í
Kunsthaandværkerskolen í Kaupmannahöfn árið 1959—63 og í
Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976—77. Hann hefur haldið
einkasýningar í Vestmannaeyjum 1977; á Kjarvalsstöðum 1978; á
veitingastaðnum Á næstu grösum 1978; í Gallerí Suðurgötu 7 1979; í
FÍM-salnum 1980, og í Gallerie Baden-Baden, V-Þýskalandi 1980. Þá
hefur hann tekið þátt í haustsýningum FÍM og á þessu ári tók hann
þátt í Rostock-bíenalnum í A-Þýskalandi.
Sýningin er opin virka daga frá kl. 12—18 og 14—18 um helgar, en
henni lýkur 29. þ.m.
Tónleikar í Ak-
ureyrarkirkju
BLÁSARASVEIT Tónlistarskólans á Akureyri undirbýr nú
þátttöku í alþjóðlegri keppni og móti lúðrasveita sem fer fram i
Ilamar í Noregi dagana 19.—29. júní nk.
í tilefni þessa heldur blásara-
sveitin tónleika í Akureyrar-
kirkju annað kvöld, og hefjast
þeir kl. 20.30. Á efnisskránni
verða innlend og erlend lög og
m.a. verður tónverkið „íslensk
æska“, rapsódía eftir Roar
Kvam, sem er stjórnandi sveit-
annnar, flutt í fyrsta skipti.
Tónverkið er byggt á íslenskum
þjóðlögum.
Um 6—7.000 gestir munu
sækja lúðrasveitahátíðina í
Hamar og 140 lúðrasveitir taka
þátt í keppninni.
Alls munu 13 listamenn sýna verk sin á sýningunni i vestursal Kjarvalsstaða.
Tvœr sýningar opnað-
ar á Kjarvalsstöðum
í dag verða tvær sýningar opnað-
ar á Kjarvalsstöðum. þ.e. sýning á
verkum Jóhannesar S. Kjarvals,
sem eru i eigu Reykjavikurhorgar,
en hún verður i Kjarvalssal. og svo
sýningin Leirlist, Gler, Textíll,
Silfur og Gull sem verður í Vestur-
sal. Þeir listamenn sem sýna þar
sýndu saman i Hasselby-höll i
Svíþjóð fyrr í vor, að Sigrúnu
Ólöfu Einarsdóttur undanskilinni,
en hún hefur ekki sýnt verk sín
opinherlega fyrr hér á landi.
Forstöðumaður Hásselby-hallar,
Birger Olsson, valdi þátttakendur
og listmuni á sýninguna í samráði
við Stefán Snæbjörnsson innan-
hússarkitekt sem síðan hafði allan
veg og vanda af uppsetningunni þar
og á Kjarvalsstöðum.
Þessir listamenn eru: Steinunn
Marteinsdóttir sem sýnir leirlist,
Haukur Dór Sturluson sem er með
listaverk á sýningunni sem kallast
„Magn og gæði“ en hann sýnir
leirlist, Jónína Guðnadóttir er einn-
ig með leirlist, svo og Elísabet
Haraldsdóttir.
Hulda Jósefsdóttir sýnir Textíl,
ullarvörur í sauðalitum og Sigríður
Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð
eru með Textíl-myndvefnað. Guðrún
Auðunsdóttir sýnir Textíl-tauþrykk
og einnig Ragna Róbertsdóttir. Ás-
dís Sveinsdóttir Thoroddsen sýnir
skartgripi úr gulli og silfri og Jens
Guðjónsson er einnig með ýmsa
muni unna úr silfri og gulli. Guð-
brandur J. Jezorski er með gull- og
silfurverk en að síðustu er Sigrún
Ólöf Einarsdóttir með glervörur, en
hún er nýkomin heim frá námi í
Kaupmannahöfn.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14—22 til 23. ágúst og er ókeypis
aðgangur. Kaffistofa Kjarvalsstaða
er opin daglega frá kl. 14—19 og
einnig á kvöldin þegar sérstök
dagskrá er í húsinu, t.d. tónleikar.