Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 19 „Kjarnorkuvígbúnaður, helstefna eða lífsstefna," var heitið á 1. des. hátíð sem stúdentar við Háskóla íslands héidu i Háskólabíói í gær. I>ar voru haldnar ræður, sungið og leikjiáttur fluttur af f élögum úr Alþvðuleikhúsinu, lesið úr Ijóðum og Bubbi Morthens söng nokkur lög. Dagskránni lauk með balli sem haldið var í Sigtúni um kvöldið. „Brauðlausir“ prestar hyggjast stofna félag í UNDIRBÍJNINGl er nú stofnun fé- lags brauðlausra presta, þ.e. þeirra presta, sem ekki inna af hendi þjón- ustu hjá ákveðinni sókn, en gegna ýmsum sérembættum. Er þar um að ræða æskulyðsfulltrúa þjóðkirkjunn- ar, fangaprest, sjúkrahúsprest, skóla- prest o.fl. Séra Jón Bjarman er for rnaður undirbúningsfélags, en stofn- fundur er ráðgerður í tengslum við prestastefnu næsta sumar. Séra Jón Bjarman tjáði Mbl., að þeir prestar, sem ekki þjóna ákveðnum söfnuði hafi í raun vant- að ákveðna stöðu innan samfélags presta og félagið sé stofnað til að þeir geti átt samleið og samfélag og verði félagið deild í Prestafélagi Is- lands. Sagði hann t.d. hugmynd að standa fyrir námskeiðum og útgáfu fræðsluefnis. Hér er um að ræða embætti bisk- upsritara, æskulýðsfulltrúa þjóð- kirkjunnar, sjúkrahúsprests, fanga- prests og þeirra presta, sem launað- ir eru úr kristnisjóði, t.d. frétta- fulltrúa kirkjunnar, rektor Skál- holtsskóla og sendiráðsprest og presta, sem ráðnir eru til starfa hjá öðrum aðilum, t.d. skólaprest og prest SÁÁ sem vigja á bráðlega. Þá sagði sr. Jón Bjarman hugmyndir uppi um að þessir prestar yrðu á einhvern hátt tengdir við ákveðnar sóknir og hefðu þar takmarkaða prédikunarskyldu. Nafnið, Félag brauðlausra presta, mun ekki endanlega ákveðið, en sem fyrr segir verður hinn eiginlegi stofnfundur haldinn um presta- stefnuna seint í iúní á næsta ári. Bjartur heim á morg- un eða fimmtudag VÉLBÁTURINN Bjartur er væntan- legur hingað til lands á fimmtudag eða föstudag, en Bjartur hefur síð- ustu 18 mánuði verið í sérstöku þróunarverkefni á Grænhöfðaeyjum. Bjartur hafði viðkomu í Cork á ír landi á heimleið, en hélt þaðan á mánudag. Við heimkomu verður Bjartur Halldór Haraldsson seldur og hafa margir spurst fyrir um skipið, sem er hentugur vertíð- arbátur, en Bjartur er 270 tonn að stærð, byggður í A-Þýzkalandi. Ekki er ólíklegt að kaupverð Bjarts verði í kringum 8—9 millj. kr. og verður það fé þá notað til smíða á öðru skipi, sem notað verður við þróunaraðstoð. Ólafur Egilsson, sendiherra sagði í samtali við Morgunblaðið að markvisst væri unnið að undir- búningi nýs skips í stað Bjarts. Kvað hann frumteikningar nú liggja fyrir og væri gert ráð fyrir að skipið yrði smíðað í íslenzkri skipasmíðastöð, en gert er ráð fyrir að það verði 150 tonn að stærð og sérhannað fyrir frekari aðstoð á Grænhöfðaeyjum og ann- ars staðar í þróunarríkjum. Að sögn Ólafs verður hið nýja skip hannað og byggt af þeirri reynslu sem fengist hefur af Bjarti við þróunaraðstoð og sagði hann að bygging þess þyrfti að hefjast sem fyrst, sem þýddi að ákvörðun um það yrði tekin alveg á næstunni. Halldór Haraldsson á Háskólatónleikum SÍÐUSTU Háskólatónleikar fyrir jól verða föstudaginn 4. desember í Norræna húsinu kl. 12.30—13.00. Haildór Haraldsson leikur á pianó verk eftir Béla Bartók þ.e. rúm- enska þjóðdansa, svítu op. 14 og sónötuna frá 1926. INNLENT Blúsbandið snýr aftur THE MISSISSIPPI Delta Blues Band mun halda tónleika í Reykja- vík á fimmtudag og föstudag. Verða tónleikarnir á fimmtudag í Súlnasal Hótel Sögu og hefjast kl. 21.00. Tónleikarnir á föstudag verða í klúbbi NEFS, verður húsið þá opnað kl. 20.00 en hljómsveitin hefur leik sinn klukkustund síðar. Það er Jazzvakning sem stendur íyrir þessum hljómleikum, en hljómsveitin er nú á heimleið til Bandaríkjanna eftir hljómleika- ferð um Evrópu. í byrjun október sl. hélt The Mississippi Delta Blues Band tvenna tónleika hér og var uppselt á þá báða. SKOÐUN: SHARP myndsegulbandið er sjálfvirkt og framhlaðið lárétt, nokkuð sem er stór kostur þegar varna þarf ryki og óhreinindum að setjast á viðkvæman tækni- búnað 7-7-7 UPPTÖKUR/PRÓGRAMMINNI: Með stillingu getur tækið tekið upp 7 þætti frá 7 mismunandi stöðvum á allt að 7 dögum fram í tímann. Tækið kveikir og slekkur á sér sjálft. Verð frá kr. 14.300.- ÆMB Tækið getur fundið strax nákvæmlega það atriðfá filmunni sem þú ætlar að skoða. — „frystir" filmuna eða sýnir í hægagangi, jafnvel mynd fyrir mynd — eykur hraöann, spólar til baka eða áfram. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999 mynd band með óendanlega möguleika SHARP myndsegulbandið byggir á háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því— myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæðum og tækninýjungum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.