Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 19. MAÍ 1982
57

Dóttir listamannsins (Maria), 1960, (blýantur).
erts, einsog Robert Abraham
var nefndur í Háskólanum á
sínum kennsluárum þar. Það
yljaði mér um hjartarætur, er
ég gerði mér ljóst, að íslend-
ingar, sem eru svo bundnir
minningum um þá Abraham og
Zier og eiga þeim svo mikið upp
að inna, skuli hafa sýnt í verki
þakklæti sitt og virðingu. Það
mætti bæta við, að einnig ætti
að minnast Hitlers sáluga fyrir
að hafa flæmt þessa ágætis-
menn úr landi, allar götur út til
hins fjarlæga íslands. Það er
gott til þess að vita, að þessir
menn fóru þá ferð ekki að er-
indislausu, og það er enn betra
að vita til þess, að íslendingar
urðu varir við ferð þeirra og
gerðu sér grein fyrir vitsmun-
um og þekkingu, sem þeir fluttu
með sér.
Það er menningarlegur blær
yfir þessari sýningu á Kjar-
valsstöðum og hún hefur sam-
felldan heildarsvip, og allur
frágangur er þar til sóma fyrir
skólann og þá er verkið unnu.
011 þessi verk Kurt Ziers eru í
eigu ættingja hans og því ein-
stakt tækifæri til að kynnast,
hver myndlistarmaður hinn
þekkti þúsundþjalasmiður var.
Sá maður, sem einna mestan
þátt hefur átt í að koma íslend-
ingum á bragðið með að sjá og
meta myndlist.
Það eru 69 verk á þessari sýn-
ingu Elíasar: Olíumálverk,
vatnslitamyndir og olíumyndir
undir gleri, málaðar á pappír.
Allar þessar myndgerðir falla
vel að vinnubrögðum Elíasar, og
ef nokkuð má að finna hér, er
það viss þungi, er gerir vart við
sig, í abströktu verkunum, eink-
um og sér í lagi. í heild er þarna
um góða útkomu að ræða hjá
Elíasi B. Halldórssyni, og að
mínu mati má hann vel við una.
Ég nefni aðeins örfá verk, er
mér komu sérlega vel fyrir sjón-
ir á þessari sýningu: Nr. 41, 44,
46, 52 og 57. Elías er vandaður
listamaður í eðli sínu, lætur
ekki frá sér fara nema það, er
höfðar fyrst og fremst til hans
sjálfs. En eins og margir aðrir
góðir menn, er Elías, án nokk-
urs efa, dálítið sérsinnaður, og
er það aðeins til hins betra, þeg-
ar list á hlut að máli.
Ég held ég svíki engan með
því að mæla með þessari sýn-
ingu, sem nú er í Norræna hús-
inu. Hún stendur aðeins út
þessa viku, og því ættu menn
ekki að láta dragast fram á
kosningadag að heimsækja Elí-
as B. Halldórsson. Hann er
jafnan góður gestur í þessari
borg, og ég vonast til, að þeir á
Króknum geri sér grein fyrir,
að þeir eiga ágætan myndlist-
armann, þar sem Elías er. Ég
hafði ánægju af að sjá þessi
nýju verk Elíasar og einnig að
fylgjast með framþróun mála
hjá honum. Hann er í sókn, og
hún er örugg, og nýjar leiðir
virðast vera að opnast. Hafðu
þökk fyrir komuna, Elías.
Ned ad trappen og ud paa
gaden — eftir Lean Nielsen
rnnxni
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Lean Nielsen mun vera þekktur
sem ljóðskáld í Danmörku, en ljóða-
bækur hans hef ég ekki lesið. Það er
þó augljóst af skrifum danskra
blaða eftir að fyrsta skáldsaga
hans, „Ned ad trappen og ud paa
gaden", kom út nú fyrir fáeinum
vikum, að gagnrýnendur hafa búizt
við annars konar bók frá hans
hendi. Hann mun hafa gefið út ell-
efu ljóðabækur, og í stað þess að
taka yrkisefni Ijóða sinna fyrir og
útfæra þau í smásögunum, er aug-
Ijóst að hann velur annan kost. Það
er sögusviðið er vinnustaðurinn, í
raun og veru er þessi bók kannski
vinnustaðabókmenntir,         öreiga-
skáldskapur eða hvað á að kalla
þessar sögur. Það er kannski íhug-
unarefni að eftir allar þær bækur,
sem hafa verið skrifaðar í þeim
anda síðasta áratuginn og vel það í
Danmörku, skuli ljóðskáld á miðj-
um aldri velja sér það yrkisefni.
Það er auðvitað hans mál og væri
ráð að víkja að sögunum sjálfum.
Sögurnar eru ekki fínpússaðar
sem smásögur, öllu heldur skissur,
mismunandi haganlega gerðar og
þær eiga það sameiginlegt að snú-
ast um þann sem verður undir í
þjóðfélaginu, af hverju sem það nú
stafar,   hvort   það   er   hans   eigin
skuld eða samfélagsins. I sumum
sögunum hvarflar að manni að í
þeim sé sjálfsögulegt ívaf, ég veit
svo ekki meira um það. Forlagið
sýnir lesendum þá ljómandi tillits-
semi að skrifa ekki vitra umsögn á
kápu, heldur leyfir þeim að draga
sínar eigin ályktanir. Þó svo að það
sé ekki alltaf ýkja bjart yfir í þess-
um sögum, er þó ákveðin von í þeim,
þó að verið sé að tala um vonda
vinnustaði, vont andrúmsloft, kúg-
un, fyllerí og ástarmæðu. 011 efni af
þessu tagi eru vandmeðfarin, sögur
þessarar gerðar gætu orðið af-
spyrnu leiðinlegar eða yfirmáta
væmnar. Lean Nielsen er hvorugt,
og er hann þó mjög svo nærri í sög-
unum, og þar á ég við að hann tekur
afstöðu í hverri sögu, en lætur sér
ekki nægja að draga upp þessa
mynd. Mér finnst út af fyrir sig
óþarfi að fara út í að gefa sögunum
einkunn hverri og einni, en ákveð-
inn áhugi á því að lesa meira eftir
Lean Nielsen er ótvírætt vaknaður.
Bókin er áhrifamikil, ekki ljóðræn
en persónuleg og trúverðug. Og
hana skrifar höfundur, sem sann-
arlega hefur orðið ofan á.
Ukendt offer
- eftir Paul Örum
ANTIHETJUR eru mikið vinsælar í
afþreyingabókmenntum, kannski
það sé svarið við James Bond elleg-
ar rekja megi áhrifin til Maigrets
leynilögreglumanns Simenon. I
mörgum af þessum bókum er sögu-
hetjan — sem leysir venjulega af
stakri kúnst flókið mál, oft morð-
mál,— ekki einu sinni lögga, heldur
bara hversdagslegur einstaklingur,
sem enginn býst við neinu af.
Þannig er því farið í Ukendt
Offer eftir Paul Örum. Söguþráður-
inn er í sem stytztu máli sá, að einn
af máttarstólpunum í litlu þorpi
finnst drukknaður. Það er eitthvað
grunsamlegt við lat hans, að
margra dómi. Kona hans leitar
halds og trausts hjá Villi Mantel,
sem er að vísu lögreglufréttaritari
svona stundum, en virðist ekki hafa
neitt sérstakt til brunns að bera.
Það hefur systirin eiginlega ekki
heldur, hún kemur fyrir sem ein-
staklega geðstirð og hvimleið
manneskja og þegar fara að skýrast
mál og það kemur í ljós að hún hef-
ur átt ýmislegt til, varð ég reglu-
lega hissa. En það eru ýmsar spurn-
ingar sem Villi Mantel þarf að
svara. Hann hefur að vísu aldrei
sætt sig almennilega við þetta smá-
borgaralega og þrönga líf sem syst-
ir hans og mágur hafa lifað, en auð-
vitað verður forvitnin öðru yfir-
sterkari — þó nú væri og þar sem
hann uppgötvar fljótlega að ýmsir
bæjarbuar vilja koma honum til að
trúa einhverju, sem stangast á við
tilfinningu hans, verður hann hinn
þverasti og auðvitað er gátn leyst
að lokum. Paul Örum skapar dálitið
simenonskt andrúmsloft. En þrátt
fyrir að margir ágætir krítíkkerar í
Danmörku hafi staðhæft að þetta
væri hið merkasta verk sem slíkt,
finnst mér bókin hafa einn galla,
sem dregur svo úr öðru jákvæðu, að
ég er að minnsta kosti ekki dús við
hana: persónurnar eru svo sérstak-
lega leiðinlegar, að engu tali tekur.
Paul Örum er enginn byrjandi í
skrifum, hann hefur skrifað bækur
í næstum fímmtíu ár, kannski sé
komin of mikil rútína í bækur hans.
Kannski hefur hann orðið kaldrifj-
aðri með árunum. Þar sem ég hef
ekki lesið nægilega margar bóka
hans get ég ekki kveðið upp úr með
það, en mér fannst hann sem sagt
gera persónurnar leiðinlegri en
boðlegt er af svo reyndum höfundi.
sdrykkur i heimi-stendur líka þértil boða
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72