Morgunblaðið - 07.09.1982, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982
26
Fólk og fréttir í máli og myndum
Tim Dwyer:
„Vonast til þess að
keppnistímabilið verði
spennandi og skemmtilegt“
— Eg er mjög ánægður yfir því að
vera kominn aftur til íslands í mitt
gamla félag, Val. Og ég er sannfærð-
ur um að við í sameiningu hér í
körfuknattleiksdeildinni eigum eftir
að gera góða hluti í vetur. Þá tvo
vetur sem ég lék með Val náðum við
góðum árangri. Fyrra tímabilið sigr-
aði Valur i 14 leikjum af tuttugu, og
síðara timabilið sigruðum við í 16
leikjum af tuttugu í íslandsmótinu.
Og ég stefni að því að bæta þetta
met í vetur i íslandsmótinu, sagði
Tim Dwyer er Mbl. spjallaði litillega
við hann á dögunum.
Tim hefur undanfarin tvö ár
dvalið í Frakklandi og leikið þar
og þjálfað með 2. deildar liði.
— Eg var ekkert sérlega
ánægður í Frakklandi. Mér finnst
Frakkar vera hrokafullir í fram-
komu. Ég var ekki tekinn sem einn
af þeim. Hér á landi er þetta allt
öðru vísi. Hér eignast maður vini,
og allir sýna manni elskulegheit.
Þá eru leikmennirnir mjög eig-
ingjarnir í leik sínum í Frakk-
landi. Þegar ég varð að velja á
milli þess að fara aftur til Frakk-
lands eða koma til Islands var ég
ekki í neinum vandræðum að gera
það upp við mig að koma hingað
til lands.
— Þetta verður síðasta árið
sem ég ieik körfubolta. Ég er bú-
inn að fá loforð fyrir góðri vinnu í
heimabæ mínum í Kaliforníu og
þá hætti ég að þjálfa og leika
körfubolta. Mér er því mikið í mun
að standa mig vel í vetur með Val.
— Ég vonast bara til að keppn-
istímabilið hér verði spennandi og
skemmtilegt. Mér hefur skilist að
það hafi verið lægð í körfunni hér
í fyrravetur. Ég hef mikla trú á
því að mótið verði jafnt og það
verði hart barist í vetur. Hér hef-
ur leikmönnum farið fram. Hér
eru í það minnsta kosti tuttugu
íslenskir leikmenn sem gætu leik-
ið í 1. deildinni í Frakklandi með
sóma.
Það er vel æft hjá mér í Val
þessa dagana, og mikill fjöldi
leikmanna á æfingum. Við munum
koma með ýmisiegt nýtt í vetur.
Og við munum leika hvern leik
eins og að hann væri sá síðasti.
Við ætlum okkur að verða meist-
arar. En ég geri mér alveg grein
fyrir því að róðurinn verður þung-
ur. Lið eins og Fram, UMFN og
KR eru öll líkleg til þess að vera
sterk. Nú, nýliðar Keflavíkur geta
líka komið á óvart. Ég er persónu-
lega hræddastur við KR með Jón
Sigurðsson í broddi fylkingar.
Hann er frábær leikmaður. Og að
lokum vildi Tim koma því að, að á
Islandi væri að finna einu sönnu
áhugamennina í íþróttum.
— Jafnvel í 2. deildar liðinu í
Frakklandi þar sem ég lék körfu-
bolta voru sex menn á launum. Já,
þið getið verið stoltir yfir því
hversu sterkir þið eruð þegar þess
er gætt að hér eru eingöngu
áhugamenn í íþróttum, sagði Tim.
- ÞR.
Athyglisverðustu afrekin í kvennagreinum eru langstökksafrek rúmensku langstökkvaranna Valeria Ionescu og
Anisoara Cusmir. A rúmenska meistaramótinu setti sú fyrrnefnda hcimsmet, stökk 7,15 í fyrstu umferðum lang-
stökksins, en það dugði ekki til, því í siðustu umferð náði Ionescu að bæta um betur og stökkva 7,20 metra. Myndin
er af Ionescu í metstökkinu. Gamla heimsmetið átti sovézka stúlkan Vilma Bardauskine, 7,09 metrar, en hún varð
fyrst kvenna til að stökkva yfir sjö metra.
• Tim Dwyer og félagar hans í Val æfa af miklum krafti og ætla sér stóran
hlut út úr mótum vetrarins.
Búast má við að
frjálsíþróttakonur
blómstri
GÍFURLEGAR framfarir hafa
orðið í frjálsíþróttum kvenna, ekki
einvörðungu hér á landi, heldur
ekki hvað sízt víðs vegar úti í
heimi. Þetta kemur hvað bezt í
ljós þegar gluggað er í skrá yfir
tíu beztu afrek í kvennagreinum.
Skráin er yfir afrek unnin fram til
22. ágúst, en í millitíðinni hafa
verið haldin mörg alþjóðleg mót
og smávægilegar breytingar orðið.
Hins vegar er við því að búast, að
skráin riðlist verulega á Evrópu-
meistaramótinu í Aþenu 6,—12.
september, því þar munu evrópsku
frjálsíþróttakonurnar verða í
beztri æfingu. Jafnvel kunna þær
í Aþenu
að skyggja á karlmennina. Þannig
er við því að búast að tímarnir í
millivegalengdunum, verði stórum
bættir. Einna athyglisverðastur er
árangur rúmensku kvennanna
Ionescu og Cusmir i langstökki,
þótt af gífurlega miklu sé að taka.
Eins og sjá má, eru bandarískar
stúlkur sterkar í spretthlaupum,
hástökki og ýmsum öðrum grein-
um, en þær verða að sjálfsögðu
ekki með í Aþenu. Þar hefði Mary
Decker-Tabb þó getað storkað
veldi austur-evrópsku stúlknanna
í lengri hlaupunum. En lítum þó
nánar á skrána.
Heimsafrekaskrá kvenna
100 m: 12,73 Ginka ZaRortsjeva, Búlg.
10,88 Marlies (iiihr, A l»ýsk. 12,77 Tatjana Anisimova, Sovét.
10.93 Kvelyn Ashford, IJSA 12,79 Stepbanie llightower, USA
lfl,S5 Barbel Wöckel, A-I>ý»k. 12,81 Marija Mertsjuk, Sovét.
11,01 MariU Koch. A l>j»k. 400 m grindahlaup:
11,06 Merlene Oltey, Jamaica 54,96 Kllen Fiedler, A-I»ýsk.
11,10 J. KratrM-hvikiva, Tékk. 55,00 Jcl. Filipiajina, SovcL
11,12 FlorcBr.'tíriffith, IÍSA 55,04 Ann-L Skoglund, Svíþj.
11,14 Oianr Williams, l/SA 55,12 Anna Kastetskaja, Sovét.
11,14 Anelija Nuneva, Búlg. 5531 1. van Kensburg. S-Afr.
200 m : 55,83 Birfiit llibd, A-Þýsk.
21,76 Marita Koeh, A-I»ýsk. .65,94 Nad. Asenova, Búlg.
22,10 Kvelyn Ashford, USA .66,14 (’harmaine Fick, S-Afr.
22,17 Merlene Ottey, Jamaica Ifástttkk
22,18 Barhcl W«rkd, A-I»ýak. 2,00 (’oleen Sommer, tJSA
22,24 <ÍCHÍnc Walther, A l'ýnk. 2,00 IJIrikc Mcyfarth. V-Þý»k.
22,36 J. Kratochvilova, Tékk. 1,99 Debbie Brill, Kanada
22J7 Sahinc Kicgcr, A-Þýak. 1,99 Andrea Bienias, A-l»ýsk.
22,39 Florencc (.riffith, IJSA 1,99 Katalin Sterk, Ungverjal.
400 m: 1,98 Tamara Bykova, SovéL
48,77 Marita Koch, A-I»ýsk. 1,97 Xhanna Nekrasova, Sovét.
4H.8S J. Kratnrhvilova, Tckk. 1,97 Jutta Kirst, A-I»ýsk.
48,66 Barbel Wttekel, A l»ýsk. .60,41 T. KocemlMiva, Tékk. 1,97 Jelena l'opkova, Sovét.
50,62 Dagmar Kúbsam, A-I*ýsk. Langstökk:
50,54 Irina Bankakova, Hovct. 7,20 Valeria lonescu, Kúmen.
50,6:1 Mirhcllc Scutt, Brcll. 7,15 Anisoara ('usmir, Kúmen.
.60,75 J. Iloyte Smith, Bretl. 6,98 Hcikc Pautc, A-I*ý»k.
800 m: 6,93 Jodi Anderson, USA
1.55,02 Doina Melinte, Kúmen. 6,90 Sabine Möbiu.s, A-I*ýsk.
1.57,22 Olga Mincjcva, Sovét. 6J<8 Kamon Neubert, A-l>ýsk.
1.57,68 R. Agletdinova, Sovét. 6,86 Svetlana Xorina, Sovét.
1.57,85 L Veselkova, Sovét. 6.86 Brigittc Wujak, A-I"ý»k.
1.58,08 T. Providokhina, Sovét. Kúluvarp
1.58,09 Ljubov (iurina, Sovét. 21,80 llona Slupianek, A-I*ýsk.
158,33 Mary Derkcr Tabb, IWA 21,50 Vcrzh. Vcsclinova, Búle.
1.58,71 Totka f*etrova, Búl#. 21,27 Liane Schmuhl, A-I*ýsk.
1500 m: 21,20 Nunu Ahasjidze, A*l*ýsk.
3.54,23 Olga Dvirna, Sovét. 21,14 11. Fibingerova, Tékk.
3.56,14 Xamira XaiLseva, SovéL 20.77 Margitta Pufe, A-I»ýsk.
3.56,50 T. Kozdnjakova, Sovét. 20,72 lnc» MUIIcr, A-I>ý»k.
3.57,05 Svetlana (iuskova, Sovét. 20,61 Maria Sarria, Kúba
3.57,48 Maricica Puica, Rúmen. Kringlukast:
3.58,17 Nad. Kaldugina, Sovét. 71,40 Irina Meszynski, A*l*ýsk.
4.00,53 Svetlana l'opova, Sovét. 69,90 Calina Savinkova, Sovét.
4.(81,96 Irina Nikitina, Sovét. 69,76 liiitda Ikyer, A-I*ý»k.
3000 m: 69,40 Tsvetlana Khristova, Búlg.
8.36,78 Svetl. (Jlmasova. SovéL 68,% Maria Vergova, Búlgaría
8.29,36 Svetlana Ouskova, Sovét. 68,24 Fl. (’raciuneseu, Kúmen.
8.29,71 Mary Pcckcr Tabb, PSA 67,90 Pctra Hziegaud, A-I>ý«k.
8.31,67 Maricira Puica, Kúmen. 67,24 Galina Murasjova, Sovét.
8.33,40 Oalina Xakharova, Sovét. Spjótkaal:
8.35,20 Jelena Sipatova, Sovét. 72,40 Tiina Liilak, Fitinl.
8.,'15,31 T. IWjaknva, SovéL 69,28 Petrea Kivers, Ástralía
8.35,74 Alla Libutina, Sovét. 68,86 Sofia Sakorafa, GrtkkL
100 m grindahlaup: 68,10 Ingrid Thywicn, V-Þýnk.
12,44 Jordanka Donkova, Búlg. 68,04 Antje Kempe, A-I*ýsk.
12,55 Luryna Kalck-Langrr, l’éll. 67,68 Anna Verouli, (irikkl.
12,57 Bettina (.artz, A-Pýsk. 67,00 (orina Girbea, Rúmen.
12,62 Keratin Knabc, A-Þýnk. 66,98 Fatima Whitbread, Bretl.