Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGlffl'l-.OKTÓBER 1982
13
Thorvaldsen
vel samtíðarmaður okkar Pic-
asso komst ekki í hálfkvisti við
Thorvaldsen, hvað aðdáendur
snertir. Það er til ágætt lesmál
um meistarann og hans daglega
líf, sem þjónn hans skrifaði, og
ef ég man rétt, hefur það verið
lesið hér í útvarpið.
Afköst Thorvaldsen voru einn-
ig með ólíkindum. Hann hafði
fjölda manns í vinnu og var
sjálfur afar iðjusamur. Um tíma
þótti það ekki mjög
framúrstefnulegt að vera að-
dáandi Thorvaldsen, en nú á
seinni árum hefur frægð hans
blossað upp að nýju. Þannig
gengur það nú einu sinni til í
listaheiminum, eitt er gott í dag,
annað á morgun. Til eru þó þau
listaverk, er standast allar
sveiflur líðandi stundar. Þannig
er um verk meistarans Bertil
Thorvaldsen, þau eru sígild og
hafa allt það sem höggmyndum
er mest til kosta fundið. Það er
jafnmikið ævintýri að koma í
Smíðahús Thorvaldsen í kóngs-
ins Kaupmannahöfn á líðandi
stundu, eins og þegar íslands-
bóndinn Eiríkur frá Brúnum
gekk þar um dyr á árum áður.
Og nú hafa Danir sýnt mikla
rausn og gefa okkur tækifæri til
að kynnast bæði sjálfum meist-
aranum og einnig verkum hans,
á þeirri sýningu, er hér er ritað -
um. Kjarvalsstaðir voru ekki
nægilega hentugir fyrir þessa
sýningu, svo að menn gerðu sér
lítið fyrir og endurbyggðu
Kjarvalssal og gerðu nokkurs
konar eftirlíkingu af því um-
hverfi, sem sýningarmunir eiga
heima í dagsdaglega. Þetta er
mjög vel heppnað fyrirtæki hjá
þeim dönsku og sýnir, hvað er
mógulegt, þegar vilji og fé er
fyrir hendi.
Þarna á sýningunni er margt
til að gleðja augað, bæði verk
meistarans, og einnig þeir hlutir,
er honum voru hvað kærastir.
Það má til að mynda benda á
nokkrar teikningar, eða frum-
myndir eftir Thorvaldsen, sem
sýna hver meistari hann hefur
verið á því sviði. Það yrði of
langt mál að tíunda þessa sýn-
ingu að nokkru ráði hér, ég fer
því fljótt yfir sögu og læt fólki
eftir að skoða hina einstöku
muni. En það er heildin og and-
rúmsloftið á þessari sýningu
sem heillar mig. Öllu er þarna
sérlega vel fyrirkomið, og allt
hefur verið vandað til þessarar
sýningar. Enda hafa margir að-
ilar sameinast um þetta fyrir-
tæki, og er sómi að.
Gefið hefur verið út fallegt rit
í tilefni þessarar sýningar, og er
það sérlega skemmtilegt. Þar er
fróðlegt lesmál og myndir af
mörgum verkum Thorvaldsen.
Ekkert hefur verið til sparað í þá
veru að gera þessa heimsókn
Thorvaldsen til íslands sem
veglegasta. Enda er hér einn
merkasti listviðburður fyrir
okkur í áraraðir, og hafi Danir
mikla þökk fyrir þessa ágætu
sýningu.
Aðgangur er ókeypis, og ég
óska þess af heilum hug, að sem
allra flestir hafi tækifæri til að
kynnast þessum listviðburði. Þar
á ég bæði við unga og aldna, sem
ég veit að hafa munu mikla
skemmtan af þessari merku sýn-
ingu. Með henni hefur enn einu
sinni verið styrktur sá vinarhug-
ur, sem ríkt hefur millum Dana
og íslendinga, síðan samkrulli
þeirra var slifcið hér á árunum.
Bcrtel fhorvald sen
1770-1844
kunnar. „Leiðin til frama", eftir
Bjarne Jörnæs, segir frá því þeg-
ar styrkur Thorvaldsen til Róm-
arveru er á þrotum og allt bendir
til að hann verði, þess ófús, að
snúa aftur heim. Enskur auðmað-
ur, Thomas Hope, gerði honum
kleift að vera áfram í Róm og
hefur það án efa haft drjúg áhrif
á áframhaldandi þroskaferil hans
sem listamanns. Sami höfundur
skrifar einnig kaflann „Dvöl í
Kaupmannahöfn". Þar er vikið að
ýmsum listaverkum sem Thor-
valdsen gerði að beiðni danskra
og voru sett upp í Kaupmanna-
höfn meðan hann lifði. „Stóru
minnisvarðarnir",  eftir  Bjarne
Jörnæs lýsir helztu stórverkum
Thorvaldsen. Höfundur segir þar:
„Minnisvarðar eru minnismerki
um sögulega atburði eða merkt
fólk, þar sem oftast liggja
ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða
þjóðerni8hugmyndir að baki.
Ekki skiptir máli, hvort verkið
hefur verið unnið í þágu konungs,
kirkju, aðals eða lýðveldis. Thor-
valdsen vann nær allar tegundir
minnisvarða, svo sem brjóst-
myndir, riddarastyttur og graf-
íklíkneski. Hann lét ekki neinar
stjórnmálaskoðanir í ljósi, þegar
hann tók við pöntun að einhverju
verki og vann jafnt fyrir kaþ-
ólsku og lútersku kirkjuna, kon-
unga, aðalinn sem borgarstjórnir
og ýmis samtök borgara."
Það yrði of langt mál að tíunda
efni hverrar greinar, en auk
framantalinna eru greinar Dyb-
eke Helsted, „í vinnustofunum"
og „Listaverkasöfnun Thorvald-
sen". Eva Henschen skrifar um
„Hinstu ár Thorvaldsen" og
Bjarne Jörnæs á enn tvær grein-
ar um „Thorvaldsensafn" og „Eft-
irmæli".
Birt er ítarleg myndskreytt
skrá um 75 verk eftir Thorvald-
sen og aftast er ártalaskrá um líf
og starf hans.
Júlíana Gottskálksdóttir þýddi
greinarnar, að undantekinni
grein Kristjáns Eldjárn, sem er
skrifuð á íslenzku.
Það er mikill fengur að því
lesmáli sem er í þessari skrá, öllu
nær væri að kalla hana bók. Hún
er veglega úr garði gerð, með
mörgum myndum og þeim til
sóma sem að hafa unnið.
I
SUMIR VERSLADYRT-
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Góð kaup
í f rystikistuna
.70
prJtg.
Lambakjöt
í 1 /1 skrokkum niðursagaö
á GAMLA VERÐINU
Ath.: 30% lægra verð en af nýslátruðu (57.35 )
pr.kg.
5 slátur í kassa
AÐEf NS ^OO'OO
Aukavambir,
Mör,
Sláturgarn
og nálar
Frystipokar
Frystibakkar
Frostfilmur.
Ódýrlifur/IC.00
AÐEINS faf J prJ*
Rúgmjöl 5kg. 'ICjoo
°  JAÐEINS°  •J«J7.ooi
Rúgmjöl 2kg. Katla 1 Q.80
Unghænur 45^00
Kynnumídag: ekta
Medisterpylsu
á danska vísu M "gm mm    v -_ og okkar
AÐEINS SS^ vinsæla
—.     -       +-s+*J PrJcS- Hvítkálssalat.
Léa% 29-80
áAÐEINS
Qpið á laugardag:
í Austurstræti til kl. 12.   .
en í Starmýri tiikl.4eh-
pr.kg.
IdfM
w&
b
AUSTURSTRÆTI17  STARMÝRI 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32