Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 244. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
MYNDLISTAR-
VETTVANGUR
l'iLNJ.HMI
Bragi Ásgeirsson
Thorvaldsenssýningin
Nú munu síðustu forvöð að
skoða sýningu þá á verkum Bertel
Thorvaldsens, er staðið hefur yfir á
Kjarvalsstöðum í nær tvo mánuði.
Þykir mér hlýða að minna á þessa
stórmerku kynningu á æviferli
þessa fræga sonar Islands og Dan-
merkur.
Sýningin, sem hlotið hefur all-
góða og vaxandi aðsókn síðustu
vikurnar, er í sínu ákveðna formi
öðru fremur kynningarsýning á
list og lífsferli listamannsins. Við
eigum nefnilega ekkert húsnæði,
er gert getur höggmyndum Thor-
valdsens verðug skil. Hún er ein-
mitt sett upp í stíl kjallarasalanna
í Thorvaldsenssafninu í Kaup-
mannahöfn, er hýsa sömu muni.
Uppsetning sýningarinnar hef-
ur tekist mjög vel, og hér hafa
Danir búið til verðugan ramma
um orðið „intimitet" (innileiki),
sem þeim er svo lagið, en okkur
íslendingum hins vegar svo ósýnt
að hagnýta okkur við gerð sýn-
ingarsala. íslenzkir sýningarsalir
eru yfirleitt kaldir og galopnir
eins og til að útiloka, að eitthvað
óvænt og spennandi beri fyrir
augu manna. Gætu menn rétt
ímyndað sér, hvort kaffistofa
Kjarvalsstaða væri að jafnaði
galtóm, ef svipuð stemmning ríkti
og í Kjarvalssal núna. Nei, það
teldi ég útilokað.
Rétt þykir mér að benda á eitt,
sem fram kemur á sýningunni og
það er hinn mikli munur á mynd-
um, sem höggnar eru í marmara
svo og afsteypum í gifsi. Hinar
síðarnefndu eru í raun einungis
ilmurinn af réttinum, svo maður
bregði á orðaleik. Ég minnist hér
þess mikla atburðar í lífi mínu, er
ég stóð andspænis marmaramynd-
um Michaelangelos í Flórenz forð-
um daga. Sjaldan hef ég orðið jafn
gagntekinn af meistaralegu hand-
bragði eins manns eftir að hafa
áður séð hundruð afsteypa sömu
verka um alla Evrópu, er mér
þótti stórum minna til koma. Það
er ekki aðeins efnisáferðin sjálf,
sem er svo miklu veigameiri held-
ur og Ieikur Ijóss og skugga, sem
er ólíkt dýpri og tærari.
Ég hef skoðað sýninguna á
Kjarvalsstöðum oft og vandlega
þó að ég þekki sýningargripina
flesta vel eftir ótal heimsóknir á
safnið í Kaupmannahöfn, og haft
mikla ánægju af.
Áhugaverðast hefur mér máski
þótt að fylgjast með viðbrögðum
landa minna við skoðun verkanna,
en þeir eru yfirleitt mjög forvitnir
og andagtugtir frammi fyrir þeim.
Mikið af þessu fólki kemur auð-
sjáanlega ekki almennt á mynd-
listarsýningar og virðist sumt
langt að komið. Þá hefur eldri
ky.nslóðin verið nokkuð áberandi á
þcim tíma er ég hefi verið staddur
á s\ ningunni. Það er gott að virkja
þetla fólk til skoðunar sýninga og
ætti ;.ð verða því til umhugsunar
um ve tvang og tilgang listarinn-
ar. AÖFÓkn á hinar stærri sýn-
ingar liefur nefnilega alls ekki
vaxið í sama hlutfalli og fjölgun
borgarbúa, auðveldari samgöngur
og fullkomiari fjölmiðlar. Hér
fylgjum við ekki þeirri þróun, er
orðið hefur í öðrum Evrópulðnd-
um, þar sem allir salir eru troð-
fullir er merkar sýningar fara hjá.
Það er vel til fallið, að stefna
skólabörnum á þessa sýningu fyrri
hluta dags, svipað og á Asgríms-
safn svo og á Kjarvalssafn, þegar
það er aðgengilegt. En þessar
heimsóknir skólabarna ættu að
vera almennari á aðra sýningar-
viðburði því að hér skiptir megin-
máli, að kenna börnum að beita
sjálfstæðri hugsun.
I tilefni sýningarinnar hefur
verið gefið út vandað rit um líf og
starf meistarans — eiginlega heil
bók og mun það vandaðasta rit
sem gefið hefur verið út í tilefni
myndlistarsýningar hérlendis.
Þannig séð er það sögulegur við-
burður og vil ég minna á að það er
einungis gefið út í 2.000 eintókum
og verður því fljótlega fágætur
safngripur.
Sýningin sjálf markar og tíma-
mót um sýningahald á íslandi ef
að líkum lætur og rétt er á málum
haldið. Verður trúlega auðveldara
að fá hingað til lands hinar merk-
ari sýningar eftir að hér hefur
verið haldin sýning á verkum
sjálfs Bertel Thorvaldsens. Þökk
sé öllum er áttu hér hlut að máli.
stóð Jón ásamt öðrum fyrir stofn-
un Nýja myndlistarfélagsins og
félagsins „íslenzk grafík" — stóð
að kaupum og innflutningi á stein-
þrykkpressu og fjölmörgum kalk-
steinum, sem voru raunar fluttir
inn sem legsteinar til að létta á
tollum(l).
Má geta þess, að steinþrykk-
pressan hefur verið í gagninu í
meir en 20 ár í Myndlista- og
handíðaskóla íslands og gert
ómælt gagn til viðgangs listgrein-
Jón var listrýnir Morgunblaðs-
ins frá 1931—1952 og sennilega
fyrsti menntaði myndlistarmað-
urinn, sem skrifaði reglulega
gagnrýni um myndlistarviðburði
hérlendis. Þrátt fyrir að hann
væri umdeildur gagnrýnandi og
þætti af mörgum íhaldssamur
vakti hann fyrstur manna athygli
á þeim tímamótum er sýningar
Þorvaldar Skúlasonar og Svavars
,JÉ^P%^_
Ær^Br                      tI


Jón Þorleifsson listmálari mun hafa borið hófuð og herðar yfir samtímamenn
sína um félagsþroska — vienn maður og höfðingi heim að sækja.
Bertel Thorvaldsen var mjög lifandi í frumrissum sínum svo sem sjá má af þessari teikningu.
Jón Þorleifsson
Um það leyti er Thorvaldsen-
sýningunni er að ljúka, hefur í sal-
arkynnum Listasafns Islands ver-
ið opnuð yfirlitssýning á verkum
Jóns Þorleifssonar listmálara
(1891-1961).
Skyldan kallar, að vekja athygli
á þessari sýningu strax í upphafi
vegna þess að hér kemur ekki að-
eins í ljós, að um ágætan málara
var að ræða, heldur og einn víð-
sýnasta félagsmálafrömuð ís-
lenzkrar myndlistar á þessari öld
— þannig að naumast verður bet-
ur gert. Jón Þorleifsson var einn
af stofnendum Félags íslenzkra
myndlistarmanna og má heita ör-
uggt, að þróun þessa félagsskapar
hefði orðið önnur ef margir hans
líkir hefðu haldið þar um stjórn-
völ. Hann var og einn af stofnend-
um Bandalags íslenzkra lista-
manna. Þá var Jón aðalhvata-
maðurinn að byggingu Lista-
mannaskálans gamla við Kirkju-
stræti og lagði þar aleigu sína að
veði. Sú bygging er tvímælalaust
glæsilegasta framtak á íslenzkum
myndlistarvettvangi fyrr og síðar
og mun enginn íslenzkur mynd-
listarmaður hafa sýnt viðlíka fé-
lagsþroska og hér kom fram. Þá
var það fyrir baráttu hans og
fleiri góðra manna, að Listasafn
Islands var á sínum tíma úthlutað
efstu hæðinni í hinni nýju Þjóð-
minjasafnsbyggingu, og var sú
hæð hönnuð fyrir listasafnið. Þá
Guðnasonar boðuðu á vettvangi
íslenskrar myndlistar.
— Það sem mér þykir athyglis-
verðast við þessa miklu upptaln-
ingu, er hin mikla þögn er ríkt
hefur fram til þessa um hinar
miklu athafnir þessa manns á ís-
lenzkum myndlistarvettvangi og
má hér til sanns vegar faera „að
fæstir njóta eldanna, er fyrstir
kveikja þá".
Það var tími til kominn, að þessi
maður fengi uppreisn æru og verð-
uga yfirlitssýningu. Kemur hér
fram að ekki er hægt að fela enda-
laust hið rétta samhengi sögunnar
— það kemur fram um síðir
hvernig svo sem óprúttnir hamast.
Væri vel, að myndlistarmenn
sjálfir reistu honum minnisvarða
og hefðu forgöngu um útgáfu bók-
ar um list og athafnasemi málar-
ans Jóns Þorleifssonar.
Ber að þakka Listasafni íslands
framtakið þótt full seint sé á ferð-
inni ...
Til varnar íslenzkum
konum
Guðbergur Bergsson virðist í
skrifum sínum hafa íklæðst gervi
„tannhvassrar tengdamömmu" er
lætur gamminn geysa meir af
kappi en forsjá. Það kom greini-
lega fram í skrifum hans á dögun-
um er báru yfirskriftina „Ljósir
vindar vefa". — Fyrst sallar hann
niður  sýningu  nokkurra  ungra
textílkvenna í Listasafni alþýðu
og þó sú sýning hafi illu heilli far-
ið farmhjá mér tel ég að hér hafi
ómaklega verið að verki staðið.
Textíl er ung listgrein hérlendis
og verðskuldar duglegan vind í
seglin hjá þeim er um myndlist
rita — einnig í formi málefnalegr-
ar gagnrýni, sem hér var ekki til
að dreifa. Líktust skrifin einna
helst stílæfingum hins snjalla rit-
höfundar er vill ólmur koma á
framfæri viðamikilli þekkingu
sinni. Guðbergur gætir þess ekki,
að með slíkum niðurrifsskrifum
skipar hann sér óafvitandi í flokk
þeirra gróðapunga er gera vilja Is-
land að einskonar Hong Kong
norðursins í hvers konar
„Trommusals"-framleiðslu hönn-
unar og listiðnaðar. Hreystilegra
hefði verið að fjalla á þennan hátt
um sýningu Gefjunar í vestri
gangi Kjarvalsstaða nú nýlega —
en þar höfðu erlendir hannað nær
alla hluti sem svo eru seldir út-
lendingum sem íslenzk fram-
leiðsla og hönnun. Eins og ullar-
vörurnar, sem eru auglýstar sem
íslenzk ull þótt frá Nýja Sjálandi
komi. Minni á, að er ég sagði
finnskum listamanni í Helsing-
fors, er keypt hafði sér dýrindis
ullarflík heima á íslandi, að ullin
væri blönduð ull frá NS — varð
maðurinn svo vondur að hann fór
úr henni og kastaði af alefli á gólf-
ið — þetta sýnir einna skýrast
mikilvægi þess, að gera alla hluti
Heba eftir Bertel ThorvaWsen
alíslenzka, hönnun sem efni —
ella er þetta svonefnd Hong
Kong-framleiðsla. Við eigum
hæfileikamiklar konur á sviði
textíla en þær þurfa nauðsynlega
að fá verðug verkefni og meðbyr,
skiptir hér engu máli þótt karl-
peningurinn hafi aðallega stundað
þessa listgrein árið sautjánhundr-
uð og súrkál frekar en að sagt hef-
ur verið að löngu fyrir Krists burð
hafi konur pissað standandi í
Egyptalandi en karlmenn hins
vegar sitjandi.
Þarnæst víkur Guðbergur að
sýningu minni að Kjarvalsstöðum
og er þá fiðringurinn í rithöfund-
inum í hámarki. Telur hann bjart-
sýni mína jafnvel elliglöp og vitn-
ar í heimspekinginn Nietzsche um
hið eilífa afturhvarf. Því er til
andsvara, að ef rík lífsbjargarvið-
leitni, atorka, áleitin forvitni og
sköpunargleði telst til elliglapa vil
ég frekar gangast undir þau en
það æskufjör er byggir á lífsleiða,
þunglyndi, niðurrifi, hatri og
sjálfselsku.
— Ég vísa til og minni á hið
viðurkennda afturhvarf til dada-
ismans er lengi hefur verið á
oddinum undir öðru nafni og nú
siðast afturhvarf til málverksins.
En svo í mínu tilviki þótti hæfa að
þreifingar í átt til hreina
málverksins, jafnvel þótt á annan
hátt væri en ég hef áður málað —
væru  lagðar  fram  í  niðrandi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48