Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 41 Myndlist Jónas H. Haralz rekur fjöldafylgi Sjálfstæöisflokksins ekki til sér- stakrar leikni foringja hans í sjón- hverfingum, heldur til sjálfstæöis- stefnunnar. Stjórnarskráin er til að takmarka valdið Bronsskúlptúrar Kagnar Halldórsson leggur áherslu á, að stjórnarskráin sé til þess að tryggja almenn mannréttindi og takmarka ríkisvaldið. HANNES H. GISSURARSON STEFNIR 4. hefti 1982 Útg.: Samband ungra sjálfstæð- ismanna. Stefnir er í hópi glæsilegustu tímarita hérlendis, forsíðan lit- prentuð, pappír vandaður, myndir eru margar. Hitt skiptir þó meira máli, að á síðustu árum hefur tímaritið birt ýmsar skemmtileg- ar og skarplegar greinar um stjórnmál. Ein slík er grein Ragn- ars Halldórssonar forstjóra um stjórnarskrármálið í 4. hefti 1982, en um þetta hefti hyggst ég fara nokkrum orðum. Ragnar leggur áherslú á það, að stjórnarskráin var í upphafi sett til þess að tryggja almenn mannréttindi, ekki sist séreignarréttinn, og til þess að takmarka ríkisvaldið. Ragnar bendir á það, að stjórn- arskrármálið er ekkert einkamál þingmanna, heldur mál þjóðarinn- ar allrar, og því er eðlilegt, að þjóðfundur breyti stjórnarskránni fremur en þingmenn, sem eru at- vinnustjórnmálamenn með hags- muni af því að auka vald sitt. Það er reyndar furðulegt, að varla hef- ur verið minnst á það í umræðum um stjórnarskrármálið, sem þó varðar mestu, og það er, hvernig stöðva megi sífelldan vöxt ríkis- ins. Ragnar gerir ýmsar skyn- samlegar tillögur, einkum um að- hald í ríkisfjármálum og pen- ingamálum. í stjórnarskránni er valdsmönnum bannað að taka af okkur eignir okkar, en sá bókstaf- ur er dauður, á meðan þeir geta fellt þessar eignir í verði með ýmsum ráðum. Frekari umræður um þetta mikla mál eru svo sann- arlega tímabærar. í Stefni er viðtal við Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstæðis- flokksins, en hann lenti í 7. sæti á lista flokksins í Reykjavfk í prófkjöri, og er það óneitanlega mikið áfall fyrir hann. Ég held þó, að þetta hafi umfram allt sýnt þau takmörk, sem prófkjörum eru sett. í þeim tekst varla að koma óskum kjósenda til skila. Eða hvaða sjálfstæðismaður óskaði þess, að jafnvandaður og frambærilegur maður og Geir Hallgrímsson væri ekki ofar á lista flokks þeirra í Reykjavík? Reyndar hefðu reyk- vískir sjálfstæðismenn átt að binda prófkjörið við flokksmenn og láta menn raða í sæti á listan- um. Þetta gerðu þeir í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar, og gafst þeim það vel. Sá er siður í Stefni að birta í hverju hefti kafla úr einhverri nýrri bók. Og í þessu hefti getur að líta merkilegan kafla eftir Jón- as H. Haralz um Ólaf Thors, sem hann hefur skrifað í væntanlega bók um nokkra íslenska stjórn- málaskörunga. Jónas kemst að annarri niðurstöðu en margir aðr- ir um það, hvers vegna Sjálfstæð- isflokkurinn hafi haldið fjölda- fylgi í hálfa öld. Það hafi ekki ver- ið vegna sérstakrar leikni foringja hans í sjónhverfingum eða vegna einhverrar stefnubreytingar þeirra, heldur vegna þeirrar hug- sjónar, sem flokkurinn var stofn- aður utan um, víðsýnnar og þjóð- legrar umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsins. Þessi hug- sjón hafi frá upphafi notið víð- tæks fylgis með Islendingum. Ég held, að þessi skoðun Jónasar sé rétt, og get tekið undir það, sem hann segir síðan: „Hið mikla gildi Ólafs Thors var fólgið í öðru en því, að hann í sjálfu sér mótaði upphaflega stefnu hans eða sveigði hana síðar til nýrra átta. Stefnan átti sér dýpri rætur en svo, að nokkur einn maður, hversu mikilhæfur sem hann var, réði þar um. Gildi Ólafs var fólgið í því fyrst og fremst, að hann samein- aði í sjálfum sér betur en nokkur annar maður gat gert meginatriði þeirrar stefnu, sem flokkurinn vildi fylgja frarn." Bragi Ásgeirsson Islenzkir myndhöggvarar hafa lítið gert af því að vinna beint í brons, en hafa þó notað það ásamt með öðrum efnum í myndir sínar og menn hafa formað myndir úr eirþynnum (blanda kopars og annars málms, einkum tins). En Helgi Gíslason mun vera fyrstur íslenzkra myndhöggvara til að steypa verk sín beint í brons hérlendis. Helgi heldur einmitt aðra einkasýningu sína í vestri gangi Kjarvalsstaða þessa dagana og lýkur henni nk. þriðjudag. Á sýningunni eru 26 skúlptúrar og lágmyridir og eru langflest verkanna úr bronsi en einnig bregður fyrir öðrum efn- um eins og tré, járni og gipsi. Helgi hefur langt listaskóla- nám að baki hér heima og í Sví- þjóð, lauk hann því námi árið 1976. Síðan hefur hann haft hægt um sig, hélt þó eina einka- sýningu í Norræna húsinu árið 1977 og hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum heima og er- lendis. Það er eðlilegt, að þeir er leggja fyrir sig skúlptúr-list geti sjaldnast sýnt sömu afköst á sýningavettvangi og þeir er teikna og mála og því síður ef viðkomandi eru jafnframt upp- teknir af kennslu til að fram- fleyta sér og sínum. Þó eru til undantekningar ef slíkir vinna einnig í vatnslit, teikningu og grafík eins og algengt er ytra en sú tegund myndhöggvara hefur enn ekki fest rætur hérlendis. Drjúgar breytingar hafa orðið á myndstíl Helga Gíslasonar frá því að hann sýndi í Norræna húsinu og þykja mér þær vera af hinu góða. Hann er hreinni og ákveðnari í formum en áður og í myndum hans er meiri hugsun og umbúðalausari átök. Ein- hvern veginn hefur maður á til- finningunni, að listamaðurinn sé að þreifa fyrir sér um persónu- legt tjáningarform, sem hann geti svo gengið út frá og þróað. Helgi segir sjálfur í sýn- ingarskrá, „að bronsið sé sér áfangi í hinni sífelldu leit mynd- höggvarans að efni sem sam- rýmist hugmyndum hans. Það ber í sér andstæður sínar: er í senn mjúkt og sveigjanlegt, en hefur þó hörku málmsins, er létt í umfangi sínu en þungt í eðli sínu.“ Það er bersýnilegt, að Helgi reynir að spila á þessa eiginleika efnisins sem mest hann má og ferst honum það vel úr hendi í öflugustu myndum sínum svo sem þeirri er Listasafn íslands festi sér (nr. 1). Þá er mynd nr. 12 mjög einföld, hrein og bein í útfærslu og sem slík er hún nokkuð sér á báti innan um aðr- ar myndir. Máski er skúlptúrinn sem Reykjavíkurborg festi sér veigamestur vegna mikils sam- anþjappaðs tjáningarkrafts. Þá eru ýmsar hinna minni mynda kraftlega mótaðar. Að öðru leyti eru verkin á sýningunni nokkuð misjöfn að gæðum og öll njóta þau sín ekki sem skyldi í gangin- um a.m.k. fyrri hluta dags. Ég hef trú á því að Helga tak- ist að þróa vinnubrögð sín til enn meiri átaka en fram kemur á sýningunni — einkum ef hann fær næði til að einbeita sér óskiptur að höggmyndalistinni í nokkur ár. Er það von mín að honum gefist tækifæri til þess. Höggmyndalistin er svo kröfu- hörð listgrein, svo sem ég hefi oft bent á áður, að hún krefst allra krafta iðkenda sinna. Sýningarskráin er til mikillar fyrirmyndar — hámenningarleg í alla staði. Fylgir henni til bragðbætis og fróðleiks stutt og gagnort yfirlit um sögu bronsins eftir Gísla Magnússon sagnfræð- ing. Hér mega margir læra af. Listamanninum óska ég svo margra nýrra landvinninga í framtíðinni. Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.