Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
Ljósmynd af refli frá Hvammi í Dölum, nú í Þjóóminjasafni Dana, Nationalmuseet, í Kaupmannahöfn (CLII, 1819). Refillinn var sendur utan 1819 af Geir biskupi Vídalín að ósk dönsku
fornleifanefndarinnar. SUerð um 65x335 cm. Ljósmynd: Nationalmuxeet, Kaupmannahöfn.
Merki kirkjulistarsýnmgarinnar á Kjarvalsstöðum:
Er af fornum kirkjurefli frá Hvammi
í Dölum, sem gæti verið frá 14. öld
Kirkjulistasýningunni, sem nú stendur á Kjarvalsstöðum,
hefur verið valið sérstakt merki eða táknmynd. Er það Ijóns-
merki, en það er tákn Jesú Krists, „Ljónið af Júda ættkvísl“
eins og segir í Opinberunarbók Jóhannesar. Ljónsmynd sú sem
undirbúningsnefnd kirkjulistasýningarinnar hefur valið, er
fengið af fornum kirkjurefli frá Hvammi í Dölum.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður við Þjóðminjasafnið þekkir
manna best til fornra klæða af þessu tagi, sem og gamals
vefnaðar og búninga, og hefur Morgunblaðið fengið leyfi henn-
ar til að birta eftirfarandi grein, sem hún ritaði fyrir nokkrum
árum í sýningarskrá vegna sýningar á tveimur hlutum (af fjór-
um) refilsins frá Hvammi í Þjóðminjasafninu, en refillinn er nú
í eigu Þjóðminjasafns Dana, Nationalmuseet í Kaupmanna-
höfn. Þess má geta að refilshlutarnir tveir eru enn til sýnis í
Þjóðminjasafni Islands.
*
Islenskur
miðaldasaumur
íslensk útsaumsverk sem varð-
veist hafa frá miðöldum eru ekki
ýkjamörg. Að því er næst verður
komist eru þau um tuttugu tals-
ins, og er eingöngu um kirkjugripi
að ræða. Þótt talan sé ekki há, eru
þetta furðu margir gripir þegar
borið er saman við miðaldaútsaum
annars staðar á Norðurlöndum. Ef
til vill stafar varðveisla þeirra af
því að ekki var eyðilagt eins mikið
af kaþólskum kirkjugripum hér á
landi eins og til dæmis í Dan-
inörku á siðaskiptatímabilinu. En
þó gegnir furðu að léleg geymslu-
skilyrði um aldaraðir, svo sem
raki og músaát, skyldu ekki vega
þar upp á móti og vel það.
íslenski útsaumurinn frá mið-
öldum ber með sér að hannyrðir
hafi þá þegar náð sérstæðri þróun
hér á landi. Uppdrættirnir eru um
margt skyldir lýsingum handrit-
anna, svo og annarri myndlist eins
og til dæmis útskurði og málm-
greftri, enda hafa listamenn
þeirra tíma eflaust haft hönd í
bagga með fyrirmyndir eða upp-
drætti að meiriháttar útsaums-
klæðum. Dæmi eru þó einnig um
að fyrirmyndir hafi verið sóttar,
beint eða óbeint, í erlendar prent-
aðar guðsorðabækur frá lokum
miðalda, svo sem Breviarium
Nidrosiense (París 1519).
Fátt er vitað um íslenskar
hannyrðakonur á miðöldum. Gera
verður ráð fyrir að nunnurnar í
Kirkjubæjar- og Reynistaðar-
klaustri hafi ekki síður en klaust-
ursystur erlendis verið iðnar við
að sauma, og er reyndar til heim-
ild um reflagerð nunnanna í
Kirkjubæjarklaustri fyrir Vilchin
Skálholtsbiskup um aldamótin
1400, er hann lét „gera í Kirkjubæ,
og lagði sjálfur allan kostnað til,
sæmilega refla kringum alla
stórustofuna (í Skálholti), svo
engir voru fyrir jafnreisugir; og
gaf þá kirkjunni". Má af þessu
marka að nunnurnar í Kirkjubæ
hafa þá þótt miklar hagleikskon-
ur. Þá munu frá fyrstu tíð hafa
verið saumuð kirkjuklæði á bisk-
upssetrunum báðum. Hvað Hóla-
stóli viðvíkur er þessa sérstaklega
getið í sögu Jóns biskups Ög-
mundssonar, fyrsta biskups þar,
er uppi var á öndverðri 12. öld. Er
alkunn frásögnin af „hreinferð-
ugri júngfrú" Ingunni, er var í
„fræðinæmi" á Hólum. Var hún
sögð vel að sér í bóklistum, kenndi
„grammaticam" og rétti auk þess
latínubækur „svá at hon lét lesa
fyrir sér, en hon sjálf saumaði,
tefldi eða vann aðrar hanyrðir
með heilagra manna sögum, kynn-
Klsa E. Guðjónsson safnvörður.
andi mönnum guðs dýrð eigi at
eins með orðum munnnáms, heldr
ok með verkum handanna". Einnig
er til próventubréf Helgu Sigurð-
ardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar
biskups, frá árinu 1526, þar sem
meðal annars segir að biskup Jón
hafi mælt svo fyrir að Helga
„skyldi sauma heilagri Hóladóm-
kirkju á hverju ári til tíu aura
meðan hún væri til fær“. Víðar
hafa konur stundað hannyrðir, því
að auk þessa er til próventusamn-
ingur frá Munkaþverárklaustri
frá árunum 1489—1490 þar sem
konu var gert að sauma eitt
áklæði ár hvert.
Ýmsar saumgerðir má sjá í ís-
lenskum miðaldaútsaumi, svo sem
glit og sprang, gamla krosssaum-
inn (fléttusaum), varplegg og
fleira. Algengastur er þó refil-
saumur, en hann er að finna á ell-
efu hinna varðveittu muna, tíu
altarisklæðum og einu veggtjaldi.
Kynjadýr frá Hvammi
Svo sem áður var sagt er um
helmingur íslenskra útsaums-
verka frá miðöldum unninn með
refilsaumi, meðal þeirra veggtjald
eða refill frá Hvammskirkju í Döl-
um, hinn svonefndi Hvammsrefill.
Raunar er aðeins um leifar að
ræða, fjóra búta misstóra. Eru
þeir í eigu Þjóðminjasafns Dana,
Nationalmuseet (CLII, 1819), þang-
að sendir af Geir biskupi Vídalín
árið 1819 að ósk dönsku fornleifa-
nefndarinnar.
Tjaldleifarnar fann séra Jón
Gíslason, prófastur í Hvammi, er
hann kom þangað prestur 1802, og
greinir hann frá því í bréfi til
nefndarinnar 1817: „Saumaðar
myndir eru ekki til, nema ef telja
mætti... ónýtt slitur úr eldgömlu
húss-tjaldi, sem ég við komu mlna
til Hvamms 1802 eftirgrennslaðist
hvaðan í þessarar kirkju loft væri
aðkomið, og merkti helst aö þetta
hefði mann frá manni legið við
kirkjuna án þess það svo sem
hreint gagnslaust og óbrúkanlegt
skrifað væri hennar eign. Nú þó
elstu skjöl kirkjunnar tjáist komið
hafa í hendur prófessors Árna
Magnússonar og í Kaupmanna-
höfn af eldi fortærst árið 1728, svo
leyfist mér þó að geta til, að
nefnds húss-tjalds fjörgömlu leif-
ar, sem eftir sér bera mikinn ald-
urdómsvott, séu af þeim tjöldum,
sem þessi kirkja átti eftir Vilchins
máldaga 1397. — Á tjaldslitrinu
sjást saumaðar í svartan tvist með
ókenndum hætti mjög stórir hvít-
ir hringar með öðrum smáum, sem
hina sameinar, og innan í sér-
hverjum af þeim stóru hringum
ein dýrsmynd svo sem ljóns, hjart-
ar, dreka, sundurflakandi arnar
m.m. Um þess breidd og lengd
verður ekkert með sanni sagt.“
Geta má þess að árið 1820 skráði
séra Jón eftirfarandi í kirkjustól
Hvammskirkju: „Við þessa
Hvammskirkju hefur til eignar
bæst altarisklæði dökkrautt af
mór með gullbróderingu, frá
þeirri konunglegu nefnd til forn-
leifaviðurhalds sent hennar fjár-
haldsmanni á þessu yfirstandandi
sumri 1820.“
Raunar voru þegar í máldaga
árið 1308 skráð tjöld „umhverfis
kirkju" í Hvammi, en eftir lok 14.
aldar finnst ekki getið um tjöld af
neinu tagi í máldögum og vísitasí-
um kirkjunnar. Hins vegar er árið
1675 skráð í vísitasíu kirkjunnar
að Sælingsdalstungu, annexiu frá
Hvammi, „tjald gamalt með göml-
um saum“; er þess einnig getið
1699 og þá sagt „slitið og fúið“.
Síðan er ekkert á það minnst að
því er séð verður, en vera má að
þetta gamla tjald sé refillinn, sem
hefur einhvern tímann á 18. öld
borist frá annexíunni heim að
Hvammi og orðið þar innlyksa á
kirkjuloftinu. Samkvæmt elsta
máldaga Sælingsdalstungu,
vígslumáldaga frá 1327, voru þá
„tjöld um kirkju", og var svo einn-
ig 1355. Síðan skortir heimildir
þar til um 1570, en þá eru enn
skráð tjöld um kirkjuna. Árið 1639
á kirkjan „eitt tjald gamalt", og
1656 er til „eitt tjald ... en vantar
Gagnkvæm tillitssemi edlra vegfeirenda
Það hljómar ef til vill eins og
öfugmæli, en svo virðist sem
þörf fyrir greiðar samgöngur
verði því meiri sem fólk býr nær
hvert öðru. Sérhæfing og skýr
verkaskipting einkennir þéttbýli
umfram strjálbýli og því er þar
fremur þörf á greiðum samskipt-
um manna á milli. Virðist einu
gilda hvort um er að ræða flutn-
inga á fólki, vörum, orku eða
miðlun upplýsinga.
Það er viðtekin regla við
skipulag þéttbýlis, að gera flutn-
ingaleiðir eins stuttar og kostur
er. Talið er að um 40% allra
ferða í bæjum og borgum séu á
milli heimila og vinnustaða. Það
er því augljóst hagræði fólgið í
því að fjarlægð á milli þessara
staða, svo og á milli heimila og
skóla, sé eins lítil og hægt er.
Atvinnustarfsemi er reynt að
koma þar fyrir sem styst er að
afla fanga og koma afurðum á
markað og þannig mætti lengi
telja.
Or þéttbýlisþróun hérlendis á
þessari öld, virðist hafa leitt til
þess, að víða er pottur brotinn
hvað þetta varðar, einkum á
Reykjavíkursvæðinu. Algengt er
að daglegar ferðir manna í og úr
vinnu séu allt að 20 km eða
meira og er flutningaþörf af
þessum sökum mjög mikil.
Bifreiðaeign landsmanna hef-
ur aukist hröðum skrefum, og
sennilega aldrei meir en síðast-
liðinn áratug, á tímum síhækk-
andi orkuverð. Þetta er athygl-
isvert, ekki síst þar sem víða í
nágrannalöndum okkar dró
verulega úr notkun einkabíla á
þessu tímabili. Bifreiðaeign hér
á landi er nú ein sú mesta sem
þekkist í heiminum, rúmlega'450
bifreiðir á hverja 1.000 íbúa.
Ef til vill sýnir þessi mikla
bifreiðaeign, hve bíllinn er ís-
lendingum mikilvægur. Hér býr
fámenn þjóð í stóru landi og
mikið veltur á að samgöngur séu
greiðar á milli landshluta. En í
ljósi þess, að rúmlega helmingur
þjóðarinnar býr á suðvestur
horni landsins, má spyrja hvort
einkabíllinn sé þeim sem þar búa
jafn mikilvægur og þeim sem
búa annarsstaðar á landinu.
Það var til skamms tíma
stefnt að því í aðalskipulagi
Reykjavíkur að sem flestir borg-
arbúa kæmust leiðar sinnar sem
víðast um borgina í einkabíl.
Einkabílum fylgir visst frjáls-
ræði, þægindi og tímasparnaður,
sem talið var sjálfsagt að menn
nytu sem best. En með vaxandi
bílafjölda hefur dregið úr sum-
um þessara kosta. Frjálsræðið
þverr í vaxandi umferð og tíma-
sparnaðurinn verður oft lítill,
þegar eyða þarf löngum tíma í
að finna hentungt bílastæði. Bif-
reiðir hafa einnig reynst búnar
fleiri ókostum. Þær valda slys-
um og mengun, eru plássfrekar
og dýrar í innkaupum og rekstri.
Því miður virðist það alltof al-
menn skoðun, að umferðarslys
séu ill nauðsyn, óhjákvæmilegur
fylgifiskur mikillar bifreiðaeign-
ar og umferðar. Þetta er ægi-
Iegur misskilningur, sem oft
virðist álíka erfitt að eiga við og
tóbaksreykinga eða áfengis-
vandann. Búnaður mengunar-
varna er rifinn úr nýjum bílum
sem fluttir eru hingað til lands
og þykir ekkert tiltökumál, og