Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 69 svo mikið sem það er ekki um kirkjuna," eins og segir í vísitasí- unni. Að öllum líkindum er þetta sama tjaldið og nefnt er með gömlum saumi 1675, og vera má, þar sem það er sagt gamalt þegar 1639, að það sé eitt af tjöldunum sem í kirkjunni voru um 1570. Hvort þau kunna að vera þau sömu og þar voru um miðja 14. öld. skal hins vegar ósagt látið. A tjaldleifunum eru myndir af kynjadýrum í stórum hringlaga reitum, og tengjast umgerðir reit- anna með litlum hringum. Neðan til á stærri hlutunum tveimur er enn fremur bekkur úr minni hálf- hringlaga reitum, en laufaviðar- vafningur, nú talsvert skaddaður, ofan til. Milli reitann eru auk þess greinar og blaðaskraut. Sjö sæmi- lega heillegir hringreitir hafa varðveist og hlutar af tveimur. Þrjú dýranna í þessum reitum líkjast ljónum, eitt einhyrningi, eitt hirti og eitt svokölluðum grip (griffon), þ.e. vængjuðu ljóni. Dýr- ið í staka reitnum verður ekki greint með nafni og ekki heldur dýr þau er einungis sjást smáhlut- ar af. Þá eru dýrin í bogmynduðu reitunum að neðanverðu einnig næsta torkennileg; flest líkjast þau einna helst ljónum, en á einu er þó mannshöfuð. stæðir, en ekki virðist hægt að tengja þá við stóru bútana. Vantar því bæði inn f refilinn og af enda hans hægra megin, enda segir séra Jón í fyrrgreindu bréfi, að í einum hringreitnum sé mynd af sundurflakandi erni og dreki í öðr- um, en hvorugt þessara dýra sést þar nú. Hliðstæður við aðaluppdrátt refilsins, þ.e. stórir hringir tengd- ir með litlum hringum, þekkjast ekki af öðrum útsaumi, hvorki ís- lenskum né erlendum. Hins vegar má sjá fáein dæmi hans í annrri myndlist frá lokum 13. aldar fram til loka 16. aldar, meðal annars á tveimur islenskum listmunum. Er annars vegar um að ræða kúlulaga hnúð á silfurkaleik með gröfnu verki frá Miklabæ í Blönduhlíð (Þjms. 6168a), hinsvegar skorinn bekk efst á drykkjarhorni (Þjms. 10890). Hefur kaleikurinn verið talinn frá um 1300 eða fyrri hluta 14. aldar, en fráleitt er gröfturinn á hnúðnum eldri en frá fyrri hluta 16. aldar. Drykkjarhornið mun vera frá lokum 16. aldar. Þótt víða hafi verið leitað, hafa erlendar hliðstæður við aðaluppdrátt ref- ilsins aðeins fundist í tveimur máluðum norskum kirkjuskreyt- ingum frá lokum 13. aldar og 14. öld, og á þrykktu altarisklæði Tveir bútar af refli frá Hvammi í Dölum, nú f eigu Þjóöminjasafns Dana, Nationalmuseet, í Kaupmannahöfn (CLII, 1819). Grunnurinn er með refllsaumi, en munstrið autt. Saumað er f svartan ullartvist (togtvist) með Ijósmóleitu ullarbandi. Kefillinn mun ekki vera eldri en frá seinni hluta 14. aldar, en gsti verið frá 16. öld. Stærðir: 34x36 og 30 x 26 cm. Fengnir að láni frá Þjóðminja- safni Dana. Ljósmynd: Mbl. Tjaldið er úr svörtum gisnum ullartvisti (togtvisti) með jafa- vend, og er þráðaþétta um 9,5 á cm í uppistöðu og 8 í ívafi. Grunnur- inn er þakinn ísaumi úr ljósmó- leitu ullarbandi, sennilega hvítu í upphafi, en útlínur eru lagðar. Heldur er tjaldið illa farið og verður ekki sagt um stærð þess í upphafi. Aðalhlutarnir tveir eru ósamstæðir, um 65 cm á breidd (hæð) og um 80 og 225 cm á lengd. Á styttri hlutanum vinstra megin er endabrún. Auk þess virðist neðri brúnin þar yst til vinstri vera frágengin, og má því vera að breiddin (hæðin) sé nálægt því sem var upprunalega, því að lítið virðist vanta af laufaviðnum ofan til þar sem hann er heillegastur. Minni bútarnir tveir (þeir sem til sýnis eru í Þjóðminjasafni Is- lands,) eru um 34x36 og 30x26 cm að stærð. Þeir eru greinilega sam- þýsku frá fyrri hluta 15. aldar. Hvað stóru dýramyndunum á refl- inum viðvíkur, hafa ekki fundist beinar hliðstæður við þær. Sums staðar má þó í íslenskum útskurði og handritalýsingum frá seinni hluta 14. aldar og fram á 17. öld sjá myndir af dýrum, sem svipar til þeirra, og sama máii gegnir raunar einnig um kynjadýrin í bogmynduðu reitunum. Einkum virðist I lýsingum handrits frá áttunda tug 16. aldar mega sjá skyldleika við nokkur smáatriði í uppdrætti refilsins, en ekki þó svo að óyggjandi sé. Hvammsrefillinn hefur að jafn- aði verið talinn frá um 1300 eða 14. öld, en ekkert er því til fyrir- stöðu að hann sé allmiklu yngri, jafnvel frá 16. öld, enda þótt munstur og saumgerð eigi sér eldri rætur. Klsa E. Guðjónsson Fræðsluþættir frá Geöhjálp Fræðsla Fræðsla er mikilvæg í meðferð margra sjúkdóma, meðal annars þegar um er að ræða sykursýki, kransæðastíflu, brunasár, mænuskaða, of háan blóðþrýst- ing og nýrnasjúkdóma. Ýmiss konar geðræn vandamál, ekki síst þau sem eru erfiðust og langvinnust, gera oft langvar- andi meðferð nauðsynlega og stundum getur verið um innlögn að ræða. Sjúkdómseinkennunum er þá oft haldið niðri með lyfj- um. Svipað og þegar um líkam- leg veikindi er að ræða, þá er fræðsla til þeirra, sem eiga við geðræn vandamál að stríða ekki síður mikilvæg. Engu að síður hefur slík fræðsla óvíða verið notuð innan geðheilbrigðiskerf- isins. Ástæðurnar eru m.a. þær: — jafnt lærðir sem leikir eru ósamála um orsakir geð- rænna vandamála, — sjúklingshlutverkið sem sjúkdómsgreining og með- ferðin hefur langoftast í för með sér er óvirkt hlutverk, þar sem oft er of lítið gert að því að virkja eigin krafta og kunnáttu viðkomandi. Mikilvægi fræöslu fyrir einstaklinga meö geöræn vandamál Fræðsla fyrir þennan hóp ein- staklinga er mikilvæg m.a. vegna þess að — svipað og aðrir sem leita meðferðar hjá heilbrigðis- kerfinu, þá eiga einstaklingar með geðræn vandamál rétt á því að fá upplýsingar um álit meðferðaraðila á eðli vandans og meðferð hans. — með slíkum upplýsingum minnkar öryggisleysi og hræðsla. — athuganir hafa sýnt að ein- staklingur sem fær fræðslu tekur betri og virkari þátt í meðferð en sá sem enga fræðslu fær. — slík fræðsla eða upplýsingar auka m.a. skilning á þeim markmiðum sem liggja að baki reglum og skipulagningu geðheilbrigðiskerfisins. FræðslunámskeiÖ Upplýsingar um þessi fræðslu- námskeið eru fengin frá Banda- ríkjunum. Á sumum geðsjúkra- húsum þar í landi hafa slík nám- skeið verið haldin með góðum árangri. Þau hafa aðallega fjall- að um geðlyf sem notuð eru í meðferð um verkanir og auka- verkanir þeirra. En á Bryce- geðsjúkrahúsinu í Alabama hef- ur verið komið á fót fræðslu sem er ennþá yfirgripsmeiri en þetta. Árið 1977 var sett á laggirnar sálfræðileg fræðslumiðstöð á fyrrnefndu geðsjúkrahúsi. Byrj- að var með stutt námskeið um réttindi og ábyrgð skjólstæð- inga, en nú eru námskeiðin um 20 talsins og fjalla um hin marg- víslegustu efni. Námskeiðin eru opin öllum sem koma á móttöku- deildir en önnur eru haldin fyrir þá sem eru á legudeildum. Skjólstæðingarnir fá kennslu í þrjár til fjórar vikur og taka þátt í námskeiðum um eftirfar- andi: Fyrsta vika Að vera ábyrgur einstakling- ur. Næring og heilsa. Að efla hæfni sína til að tak- ast á við vandamál. Að ná markmiðum sínum í líf- inu. Önnur vika Lyfjameðferð. Hvað eru geðræn vandamál? Mannleg samskipti. Sálfræðilegir og félagslegir þættir innan fjölskyldunnar. Þriðja vika Að hafa stjórn á streitu, I. Ákvarðantaka. Samfélagsbjargráð (Commun- ity Resources). Áhætta við notkun vímugjafa. í fjórðu viku er gefinn kostur á auka námskeiði: Að stjórna streitu, II. Slökunarmeðferð. Skynsamleg hugsun. Trúarleg umræða. Auk þess er á boðstólum: Kynn- ing á sjúkrahúsmeðferð fyrir einstaklinga eða hópa til að hjálpa skjólstæðingum að aðlaga sig umhverfi sjúkrahússins. Ráð um lyfjameðferð eftir út- skrift. Almenn fjölskyldufræðsla. Aðstandendur skjólstæðings eiga kost á allri þessari sömu fræðslu og er hún veitt í því skyni að tryggja betur endur- hæfingu og vellíðan eftir heim- komu. Kennarar í sálfræðilegri fræðslumiðstöð Bryce-sjúkra- hússins starfa undir leiðsögn sálfræðings. Þeir hafa lokið tveggja ára námi í ráðgjöf, al- mennri sálarfræði og fleiru. Hefðbundnar kennsluaðferðir eru notaðar. Nemendur sitja í venjulegum kennslustofum með töflu og öðrum kennslugögnum. Kennslan fer fram í formi fyrir- lestra, umræðna, sýnikennslu og hlutverkaleiks. Fyrir hvert nám- skeið er gerð námsáætlun og þátttakendur gangast undir próf. Sérhver skjólstæðingur sem lýkur námi fær skriflegt vottorð um það. Síðan 1977 hafa meira en 3.000 skjólstæðingar tekið þátt í prógramminu. Öllum sem við það eru riðnir þykir vel hafa til tekist. Fræðsla þessi er nú talin ómissandi þáttur í meðferð á Bryce. Þar sem Geðhjálp hefur lengi barist fyrir aukinni fræðslu í geðverndarmálum, einkum fyrir skjólstæðinga og aðstandenda þeirra, fögnum við þessari frétt. Við hvetjum yfirvöld á Klepps- spítala, Geðdeild Landspítalans og Geðdeild Borgarspítalans, til að taka Bryce-prógrammið til fyrirmyndar og gera tilraun með slíkt hérna. Hope Knútsson, formadur Geðhjálpar. Milljóna myrtra gydinga minnst Varsjá, II. aprfl. AP. IIM 3.000 Pólverjar komu saman vid SL Augustine kirkjuna í Varsjá í gær til að biðja fyrir og minnast 65.000 gyð- inga sem Þjóðverjar myrtu í uppþoti f gyðingahverflnu sem þarna stóð ( sfð- ari heimsstyrjöldinni. Er kirkjan eina húsið í hverflnu sem enn stendur, enda var eyðilegging Þjóðverja mikil. Jozef Glemp, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í PóIIandi hélt messu og sagði m.a.: „Fólkið vildi ekki deyja eins og dýr í sláturhúsi, það kaus að deyja eins og fólk og því streittist það gegn nasistunum. Fólkið átti enga von um sigur, það vissi að það myndi deyja." Eini eftirlifandi gyðingurinn frá dögunum hryllilegu er Marek Edel- man. Hann tók ekki þátt í þeim opinberu minningarathöfnum sem pólska stjórnin sjálf stóð fyrir. Stjórnin stóð t.d. ekki fyrir athöfn- inni fyrrgreindu. Sagði Edelman að tilburðir hins opinbera væru hræsn- isfullir, því árin 1967 og 1968 hafi stjórnvöldin staðið fyrir herferð gegn gyðingum. Aðeins 15.000 gyð- ingar eru nú f Póllandi. Alls voru um 70.000 gyðingar f hverfinu umrædda er umsátur Þjóðverja hófst. Af þeim létust á staðnum um 65.000, en hinir voru fluttir á brott til að deyja í gereyðingarbúðunum. Minningarathöfn var einnig í Is- rael þar sem loftvarnarsírenur vældu látlaust í tvær mínútur til minningar um hina sex milljón gyð- inga sem nasistar myrtu. Meðal fjöl- margra þátttakenda að athöfninni voru Menachem Begin forsætisráð- herra, og ráðherrar hans. Víða ann- ars staðar var hinna myrtu gvðinga minnst, t.d. f Grikklandi og á Ítalíu. Samgöngur í þéttbýli enginn þarf að fara í grafgötur um það hvílíkt göturými þarf fyrir allan bílaflotann á anna- tímum í umferðinni í Reykjavík, þegar 1—2 menn eru um hvern bíl. Það virðist lítið gæta þeirrar samnýtingarsjónarmiða sem víða tíðkast erlendis, sérstaklega eftir orkuverðshækkunina, að margir slái sér saman um að nota einn bíl. Það hefur reynst erfitt við- fangsefni að byggja viðunandi kerfi vega og gatna og finna landrými undir bílastæði sem þjónað geti þessari miklu um- ferð. Þessar fjárfreku fram- kvæmdir hafa því miður ekki svarað kröfum um afköst og ör- yggi mjög víða, enda er talið að byggt sé af vanefnum. Það má telja ótvírætt að fyrir marga hluta sakir séu kostir fullkomins almenningsvagna- kerfis miklir umfram það að byggja samgöngukerfi þéttbýlis á einkabílum eingöngu. Víða í stórborgum hafa stjórnvöld gripið til þess að gera notkun al- menningsvagnakerfis það aðlað- andi fyrir almenning, að dragi úr notkun einkabíla. Með því sparast orka, rými og hægt er að draga úr dýrum framkvæmdum við gatnakerfið, s.s. slaufugatna- mótum. Síðast en ekki s1st má ætla að minni umferð farar- tækja leiði til færri umferðar- slysa. Margt bendir til þess að gera verði stórátak í umferðarskipu- lagi víða í Reykjavík, ekki sist i gamla miðbænum. Endurskipu- lagning og efling almennings- vagnakerfisins hlýtur að vera einn þeirra kosta sem þar koma til álita. íri mrnm # MBI 31

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55477
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
28.03.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 82. tölublað - II (13.04.1983)
https://timarit.is/issue/119104

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

82. tölublað - II (13.04.1983)

Aðgerðir: