Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
ÍÞRÓTTIR
TÍNHNN
IÞRÓTTIR
ÞREDJUDAGUR 10. ágúst 1965
//
Sætti mi
u bet-
Æ M
ur við ao hætta núna
- sagði Helgi Daníelsson, sem lék í 25. sinn í íslenzka landsliðinu í knattspyrnu.
Hsím—Reykjavík, mánudag. — „Eg er mjög óánægður fyrir
mína hönd meS landslefkinn", sagði fyrirliði íslenzka lands-
liðsins, RÍKHARÐUR JÓNSSON eftir landsleikínn við íra í
kvöld. „Eg bjóst við að geta gert miklu meira sjálfur, en
mér fannst eins og ég kæmist aldrei í gang. Vörnin hjá okkur
var góð, en hins vegar náði framlínan aldrei saman, þótt
svo tækifæri sköpuðust, en það var meira fyrir tiiviljun en
vel uppbyggðan leik. Mér fannst írarnir vera frískari —
létfari í leik sínum, og samleikur þeirra jákvæðari, en hins
vegar mega bæði liðin vel una úrslitunum. Æfing íranna er
betri, og fyrirliði þeirra, miðvörðurinn Browne, var sterk-
asti maður liðsins."
Hvernig var að stjórna liðinu?
Það var ágætt og andinn hjá
leikmönnum var góður bæði fyr-
ir og í leiknum.
Og hvað er nú framundan hjá
þér?
Eg leik með Akraness-liðinu í
íslandsmótinu, en síðan legg ég
knattspymuskóna á hilluna fyr-
ir fullt og allt.
Björgvin Schram, formaður KSI
var í búningsherbergium leik-
manna og þakkaði þeim fyrir leik-.
inn og sagði:
„íslenzka liðið var sterkara í
fyrri hálfleik og hefði átt
að hafa 2—3 enörk yfir í hálf-
leik, en írska liðið náði sér vel
á strik í síðari hálfleik og úrslitin
sem slík eru ekki  ósanngjörn."
Helgi Daníelsson, Akranesi, lék
síðustu mínútur leiksins í marki
í stað Heimis og náði þar með
merkum áfanga á knattspyrnuferli
sínum, 25 landsleikjucn og er eini
leikmaðurinn, auk Ríkharðs, sem
náð hefur þeim leikjaf jölda. Helgi
sagði:
„Eg hefði verið ánægðari að ná
þessum 25. leik með því að vera
valinn sem aðalmarkvörður liðs-
ins — en það var ánægjulegt að
fá að vera með þessar mínútur
og ná þar með þessum áfanga. Eg
sætti mig miklu betur við að
hætta núna."
Heimir Guðjónsson, markvörður
sat á bekkjunum og nuddaði bak-
ið og við spurðum, hvort meiðsl-
in væru slæm.
„Nei, ég vo-na ekki, — ég er
alltaf slæmur í bakinu og fékk
vont „stuð" í fyrri hálfleik, og
verkurinn ágerðist, þegar leið á
leikinn. Annars var þetta ekki erf-
iður leikur fyrir mig, og mér
fannst við mjög óheppnir að
vinna ekki leikinn".
Árni Njálsson, hægri bakvörður
varð  að  yfirgefa  leikvanginn
snemma í fyrri hálfleik, og hann
hafði þegar klætt sig, með plástur
um nefið og talsvert blóðugur.
Þetta hefur verið slæmt, Árni?
„Já, en ég vona nú samt, að
það sé ekkert alvarlegt, ég er að
fara niður á slysavarðstofu núna
— ég vona, að ég eigi ekki lengi
í þessu." .
Þorsteinn Friðþjófsson, félagi
Árna í Val, tók stöðu hans sem
bakvörður og lék þar með sinn
fyrsta landsleik.
Var þetta erfiður leikur, Þor-
steinn?
„Já, mér fannst þetta mjög
erfiður leikur — og var reyndar
taugaóstyrkur í byrjun. Það er
ekki gott að koma svona óvænt
inn í leik. Mér fannst framlínu-
mennirnir okkar ekki koma nógu
mikið aftur til að áðstoða vörnina
og gerði það leikinn miklu erfiðari
fyrir okkur varnarleikmen'nina.
Annars er ég frekar ánægður með
leikinn, þótt skemmtilegra hefði
verið að sigra.
Willie Browne, fyrirliði írska
liðsins, sagði:
„Þetta var góður, harður leik-
ur, og mér fannst, að við hefðum
átt að sigra — ekki þó svo að ég
sé óánægður beint með úrslitin.
Vinstri framvörðurinn ykkar, Ell
ert'Schram, var bezti maður liðs
ins, og fleiri voru einnig góðir
í liðinu".
Nofekuð í atvinnumennsku í
knattspyrnu?
„Nei, ég er orðinn of gamall
til þess, 29 ára, og hef reyndar
aldrei haft áhuga á að leika með
ensku atvinnumannaliðunum, þótt
tækifæri hafi boðizt. Eg leik á-
fram með áhugamannaliðinu og
þessi hugmynd með leiki cnilli á-
hugamannaliða Evrópu, er ágæt."
Hefurðu leikið marga lands-
leiki?
„Þetta er í þrettánda sinn, sem
ég leik í landsliðinu. Eg hef leik-
ið gegn íslendingum áður, 1958."

Helgi Daníelsson
— náði merkum áfanga á knatt-
spyrnuferli sínum í gærkveldi.
Landsliðsnefnd ábyrg
Útúrsnúníngi og ósannindum Mbl. og Vísis svarað
(í
Bandaríkjamenn sigruðu Pól
verja í landskeppni í frjálsum
íþróttum í Varsjá um helgina
—  bæði í karla- og kvenna-
greinum. Irena Kirsenstein
setti nýtt heimsmet í 200 m.
hlaupi kvenna, hljóp á 22.7 sek.
—  og hún sigraði einnig Ól-
ympíumeistarann Wyomia Ty-
us og Klobukowska í 100 m.
hlaupi, en allar þessar stúlkur
hafa hlaupið 100 m. á 11.1 sek.
í sumar, sem er heimsmet.
Nánar verður sagt frá keppn-
inni í blaðinu á morgun.
Belgíski Ólympíumeistarinn
Gaston Roelants setti nýtt
heimsmet í 3000 m. hindrunar-
hlaupi á belgíska meistaramót-
inu í Brussel á Iaugardag. Hann
hljóp vegalengdina á 8:26.4
mín. og bætti eldra heimsmet
sitt um rúmar þrjár sekúndur.
Það er ekki alltaf sársauka-
laust fyrir blaðamenn að missa
af fréttum. Þannig ráku íþrótta
ritstjórar Morgunblaðsins og
Vísis upp sársaukakvein, þegar
þeim varð ljóst, að þeir höfðu
misst af því, að Ríkharður
Jónsson hafði verið skipaður
landsliðsþjálfari — og Ellert
Schram sagt af- sér fyrirliða-
stöðu í landsliðinu. Hvort
tveggja voru þetta fréttir, sem
viffkomandi íþróttaritstjórar
gátu lesið á íþróttasíðu Tím-
ans.
Það er kannski ekki nema
mannlegt, að þessir tveir í-
þróttafréttamenn skyldu veina,
en að minni hyggju var ekki
skynsamlega gert af þeim að
gera það svo hátt, að öll al-
þjóð mátti heyra. Báðir reyna
þeir að klóra í bakkann með
fáránlegum útúrsnúningi og
vilja halda því fram, að íþrótta
síða Tímans hafi með skrifum
sínum um þessi mál viljað
skapa óeiningu meðal lands-
liðsmanna, en rökstyðja hvor-
ugur á hvern hátt íþróttasíða
Tímans hafi reynt að skapa
óeiningu.
Öngþveiti  Morgunblaðsins
Það er greinilegt, að íþrótta-
ritstj. Mbl. hefur varla vitað
sitt rjúkandi ráð, þegar hann
skrifar greinarstúf í sunnudags
blaðið undir fyrirsó'gninni „öng
þveiti", en þar reynir hann
með hreinum ósannindum að
snúa út úr fréttum Tímans.
Hann segir m. a., að eitt dagbl.
í Rvík. (þ. e. Tíminn) hafi
blásið það upp, að Ríkharður
væri þjálfari landsliðsins og
látið að því liggja, að sem
slíkum bæri honum fyrirliða-
staða. Enn fremur segir Mbl.:
„Eftir þau ummæli mun Ellert
Schram, sem verið hefur fyrir-
liði landsliðsins síðan í fyrra,
óskað þess, að vera leystur frá
störfum."
í þessu sambandi er rétt að
benda íþróttaritstj. Mbl. á það,
að íþróttasíða Tímans hefur á
engan hátt reynt að gera óeðli-
lega mikið úr því, að Ríkharð-
ur skyldi hafa verið skipaður
landsliðsþjálfari. Og enn frem-
ur, að það var Ríkharður sjálf-
ur, sem tjáði blaðinu (þegar
hringt var í hann) að búið
væri að skipa hann sem þjálf-
ara landsliðsins.
Um það atriði Mbl., að Tím-
inn hafi látið liggja að því,
að Ríkharður ætti að gegna
fyrirliðastöðu (hér er átt við
viðtalið við Ríkharð), væri gam
an, ef íþróttaritstj. Mbl. gæti
bent á hvar í viðtalinu slíkt
sé gefið í skyn. Hér fer hann
með hrein ósannindi og víst
er, að Ellert Schram sagði ekki
af sér fyrirliðastöðu í landsliði
vegna ummæla Tímans.
Þá skal það tekið fram, að
í viðtali, sem Tíminn átti við
Ellert síðar, var sú skoðun lát-
in í ljós, að eðlilegast væri,
að sá leikmaður, sem gengdi
þjálfarastöðu, gegndi einnig
fyrirliðastöðu. Þegar það var
skrifað, var Ellert búinn að af-
sala sér fyrirliðastöðunni.
Vísir tekur undir
Víst er, að skrif Mbl. á sunnu
daginn hafa fallið íþróttaritstj.
Vísis vel í geð, því í Vísi í
gær, er að finna alls kyns upp-
hrópanir, og er greinilegt, að
Vsir vill ekki vera eftirbátur
stóra bróður.
íþróttaritstj. Vísis segir:
„Blað eitt í Reykjavík sló því
heldur ósmekklega upp, áð Rík
harður væri orðinn þjálfari
landsliðsins og spurði í viðtali
þannig, að Ríkharður varð að
segja sem var, að hann hefði
gjarnan viljað stjórna liðinu á
leikvelli." (!!!)
Enn fremur segir hann: „í
sjálfu sér er hér ekki um neitt
stórmál að ræða, enda engin
börn, sem hér um ræðir, held-
ur hugsandi menn. Hins vegar
verður að fordæma skrif þau,
sem dagblað þetta hefur haft
frammi í málinu. Verður ekki
betur séð en þar hafi verið
gerð tilraun til að koma af
stað moldviðri vegna fyrirliða-
stöðunnar, eins og varð fyrir
nokkrum árum."
Ef íþróttaritstj. Vísis rann-.
sakaði niður í kjölinn það sem
hann skrifaði, kemst hann e.
t. v. að raun um, að skeytum
hans er ekki beint gegn iþrótta
síðu Timans, heldur gegn Rík-
harði sjálfum — og er það
ómaklegt gagnvart þessum
elzta og reynslumesta knatt-
spyrnumanni okkar. En það er
kannski ekki von, að íþrótta-
ritstj. Vísis skilji það.
Mergur málsins
Fyrst umræður hafa skapazt
um skipan Ríkharðs, sem lands-
liðsþjálfara, og Ellert Schram,
sem af þeim sökum afsalaði
sér fyrirliðastöðunni, liggur
beinast að ræða þessi mál út.
Þótt bæði Mbl. og Vísir séu
af bezta vilja gerð til að kenna
íþróttasíðu Tímans um gang
þessara mála, geta þau aldrei
staðið fast á slíkri vitleysu, ein
faldlega vegna þess, að það var
ekki íþróttasíða Tímans, sem
skipaði Ríkharð landsliðsþjálf-
ara og umsjónarmann liðsins —-
og það var ekki íþróttasíða
Tímans sem sá til þess, að Ell-
ert afsalaði sér fyrirliðastöð-
unni.
Sé við einhvern að sakast,
þá er það við landsliðsnefnd
KSÍ, sem satt að segja hefur
hagað sér mjög óskynsamlega.
Allir hljóta að sjá hvílík regin
firra það er, að skipa einn
leikmann fyrirliða og annan
þjálfara. Það skiptir engu máli
hvort hér á í hlut Ellert
Schram, Ríkharður Jónsson eða
einhver annar. Ellert hefði t.
d. alveg eins getað tekið við
þjálfarastöðunni. Það sem máli
skiptir, undir svona kringum-
stæðum, er það, að sami mað-
urinn gegni báðum stöðunum,
annað væri hlægilegt. Annars
felast mestu mistök landsliðs-
nefndar í því, að vera að skipa
leikmann þjálfara og umsjónar
mann landsliðsins. Fyrst Karl
Guðmundsson, starfsmaður KS
f er fjarverandi, var þá ekki
hægt að leita til annarra þjálf
ara, t. d. Óla B. eða Guðbjörns
Jónssonar?
Skrif íþróttasíðu Tímans um
þessi mál urðu til þess að
bjarga því sem bjargað varð.
Það hefði ekki verið betra að
halda leynd yfir ákvörðun
landsliðsnefndar fram til síð-
ustu stundar, en þá hefði get-
að átt sér stað sprenging með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Og að endingu: Megi lands-
liðsnefnd læra af mistökunum
— og vonandi ná íþróttarit
stjórar Mbl. og Vísis sér fljótt
eftir „fréttamissinn."
-alf.
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16