Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Haustsýning FÍM Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndverk eftir gest sýningarinnar, Roj Friberg. Þegar þetta er ritað, er allt á fuliu hjá hinni árlegu haustsýn- ingu Félags íslenzkra myndlistar- manna og senn líður að lokum hennar, en í hönd fer síðasta sýn- ingarhelgin. Allt frá stofnun félagsins hefur verið leitast við að vanda sem mest til þessara sýninga og gera þær að rismesta viðburði á vett- vangi myndlistar á höfuðborgar- svæðinu ár hvert, — og þar með á landinu öllu. Þetta hefur að sjálfsögðu tekist misvel, — margar eftirminnilegar sýningar hafa risið upp, en hins vegar hafa þær einnig margar varla staðið undir nafni. Tilgang- ur þeirra var og er augljós, nefni- lega að halda fram nýjum verkum félagsmanna og þjappa hópnum saman. Reglan var, að örfáir utan- félagsmenn, sem efnilegir þóttu, fengu að sýna með, enda var öllum opið að senda inn myndir til dóm- nefndar, sem valin er í sérstakri kosningu á aðalfundi ár hvert. Slíkir öðluðust um leið áfanga- réttindi til inngöngu í félagið, en inntökureglurnar voru til skamms tíma mjög strangar. Svo sem að líkum lætur, hafa verið uppi nokkrar deilur um form sýninganna innan félagsins á ýmsum tímum, því að menn hafa ekki verið á eitt sáttir um fram- kvæmd þeirra. Svo vill jafnan verða, er sýningum er ekki mark- aður ákveðinn rammi í upphafi, staðfestur af lögum og reglugerð. Auðvitað skapa breyttir tímar, ný viðhorf og ómæld fjölgun sýninga nýjar kröfur, sem viðkomandi verða að iaga sig að, eigi sýn- ingarnar ekki að staðna og lognast út af. Slíkt getur gerst á margan hátt án þess að hróflað sé við upp- runalegu hugmyndinni, því að nokkur íhaldssemi er einmitt aðal og kjarni framkvæmdarinnar. Sýningarnar geta dafnað án þess að það gerist á kostnað framsæk- inna afla og byltingarkenndra hugmynda, því að það er einungis sterk og öflug burðargrindin, sem ekki má raska né veikja með van- hugsuðum aðgerðum. Líkja þá máski eftir einhverjum sýningum í útlandinu, sem eru allt annars eðlis eða hráum ómeltum innflutt- um viðhorfum. Það hefur einmitt komið í ljós, að þar sem mönnum hefur tekist að viðhalda hefðinni lengst, eru sýningarnar í nánasta sambandi við almenning er flykkist á þær. Þetta er án þess að slegið sé af kröfunni um að sýna jafnan nýja og ferska list. A þann hátt fá menn almenning til þess að kynna sér ný viðhorf meðal myndlist- armanna, heilmikið af fólki, sem sækir annars alls ekki sýningar framúrstefnulistamanna. Þetta skapar einmitt umræður og mjög svo nauðsynlegar deilur, — því að lognmollan er einmitt hættu- legasti andstæðingur allra sýn- inga. — Þessu öllu er hér komið á framfæri vegna þess, að stöðugt hefur verið stokkað upp í hug- myndum um Haustsýningarnar nú síðustu árin, þannig að félags- menn eru orðnir ruglaðir og átta- villtir og halda að sér höndum um þátttöku. Það álít ég einmitt vera hina raunverulegu þreytu. í ár sýna t.d. einungis 18 félagsmenn, en 24 utanfélagsmenn og má af því ráða, að annað hvort séu flestir félagsmenn hættir að mála, eða í óefni er komið. Nú er fyrri tilgátan víðs fjarri raunveruleikanum, því að fjöldi framsækinna félagsmanna er að mála af kappi og eldmóði og kýs að sitja heima. Aður var það föst regla, að myndir á sýningunni væru ekki eldri en 3—5 ára og hefðu ekki verið sýndar áður á höfuðborgarsvæðinu. Átti það að ýta undir þá upprunalegu hug- mynd að sýna hverju sinni einung- is ný verk. Þótt það rýri ekki gildi einstakra verka, virðist þessi regla ekki með öllu haldin í heiðri að þessu sinni. Nú hefur það verið tekið til bragðs til að hressa upp á sýninguna ao velja ákveðið efni til handa félagsmönnum að vinna úr, en slíkt ber auðvitað keim af miðstýringu, sem er einmitt. and- stætt upprunalega markmiðinu. Að sjálfsögðu er það alls ekki sýn- ingarnefndar né fámennra félags- funda að segja starfsbræðrum sín- um fyrir verkum og hvað þeir eigi að koma með né hvernig það skuli gert. Heldur einungis að velja úr innsendum verkum á þann hátt, að sýningarnar verði sem fersk- astar og gefi raunhæfa mynd af stöðunni hverju sinni. — Þegar kynna á verk gerð úr pappa eða á pappír svo sem stefnumarkið er í ár, er það vissu- lega mikilvægasta atriðið að geta tækninnar í sýningarskrá, en það hefur einmitt fullkomlega gleymst mönnum til undrunar og gremju. En sjálf er sýningarskráin óvenju vel úr garði gerð, unnin og hönnuð af Morkinskinnu og eru kápu- spjöldin úr sýrulausum taumassa. Fylgir sýningarskránni fróðlegt ágrip úr sögu pappírsins. Einn maður stendur hér að baki, Hilm- ar Einarsson, og skipuleggur hann sinn hlut áberandi betur en hin fjölmenna sýningarnefnd. Sé litið á sýninguna í heild virk- ar hún mjög slétt og felld á skoð- andann, ekkert kemur honum á óvart eða sker sig sérstaklega úr vegna hressilegra átaka. Menn staðfesta með sóma getu sína á hinum ýmsu sviðum, sem við þekkjum mætavel frá fyrri sýn- Akureyrarpistill Guömundur Heiðar Frímannsson Jaftiréttisneftid og Jón G. Sólnes Það hafa nokkuð skondin skoð- anaskipti átt sér stað hér á Akur- eyri á milli Jóns G. Sólnes og jafn- réttisnefndar. Það er ómaksins vert að skoða þau og hyggja ögn að því, hvort þau segja ekki nokk- uð um það, sem nefnt hefur verið kvennabarátta og kvenréttindi. Mér hefur virzt, eins og fleirum, að sú barátta væri komin í nokkra sjálfheldu á síðustu misserum. Það þarf oft ekki nema eina skor- inorða yfirlýsingu eða afstöðu til að bregða birtu yfir það, sem er að gerast. Upphaf þessa máls er það að Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 21. sept- ember sl., að halda skyldi fundi vikulega, á miðvikudögum kl. 16. 4. október kom þessi fundargerð til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þá sagði Jón G. Sólnes, „að hann sæi ekki ástæðu þess, að nefndin sæti lon og don á fundum enda hefði hann ekki orðið var við þetta ójafnrétti, sem um væri talað í þessum bæ. Þessi nefnd er mesta húmbúkk í sögu þessarar bæjar- stjórnar og það hefur ekki gefizt vel að hleypa svona mörgum kon- um inn í bæjarstjórn. Því fyrr sem nefndin verður lögð niður, því betra," sagði Jón. Svo segir frá í íslendingi 6. október. í Degi 10. október er nokkuð samhljóða frásögn með svofelldri viðbót: „Valgerður Bjarnadóttir andmæiti Jóni harðlega. Sagði skiljanlegt, að Jón, fulltrúi karla- veldisins, teldi ekki þörf á jafn- réttisnefnd. Hins vegar væri jafn- réttið ekki méira en það, að ástæða þætti til að setja um það sérstaka löggjöf um jafnrétti. (sic) Benti hún Jóni á, að nafni hans og sonur, Jón Kr. Sólnes, ætti sæti í umræddri jafnréttisnefnd og hefði hann skrifað undir þá fundargerð sem Jón G. Sólnes væri að agnúast út í. En Sólnes lét sig ekki þrátt fyrir átölu (sic) forsetans. Hann sagði, að nefndin væri jafn óþörf og fundargerðir hennar jafn vit'aus- ar, þótt einhver Sólnes hefði skrif- að undir þær. Sagði hann ójöfnuð í samskiptum kynjanna í bænum ekki það mikinn, að ástæða væri til að jafnréttisnefnd héldi gagns- lausa fundi hálfsmánaðarlega eða oftar.“ En málinu var ekki lokið hér með. Jafnréttisnefndin átti eftir að taka þessi orðaskipti fyrir og semja um þau ályktun. Hana mátti sjá í ísiendingi 20. október. Þar segir: „Að gefnu tilefni vegna umræðna í bæjarstjórn Akureyrar um skipan og störf Jafnréttis- nefndar Akureyrar, vill nefndin árétta, að hún er ekki sjálfskipuð. Nefndin, eins og aðrar jafnréttis- nefndir í landinu, er skipuð á grundvelli fyrri samþykkta sveit- arstjórna á hverjum stað í sam- ræmi við tilmæli Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og Jafnrétt- isáætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1980, en eins og allir vita er ísland aðiii að Sameinuðu þjóðunum. Verkefni nefndarinnar eru ekki þess eðlis, að þau verði leyst af hendi í skjótri svipan fyrir alla framtíð. Hér er um hægfara þróun að ræða, þar sem nauðsynlegt er að taka mið af mörgum þáttum í senn.“ Þessu til viðbótar lét einn nefndarmaður bóka þessi ummæli: „Ef skipan og störf Jafnréttis- nefndar er „húmbúkk" að áliti bæjarstjórnarmanna skal á það bent, að þeir hafa sjálfir skipað og samþykkt „húmbúkkið“.“ Þessi skoðanaskipti hafa átt sér stað fram til þessa og aldrei að Jón G. Sólnes vita nema framhald verði á. En í þessu er eitt og annað fróðlegt. Ég hef aldrei skilið, hvers vegna það er sérstaklega lofsvert að fara að tilmælum Sameinuðu þjóðanna af þeirri ástæðu einni saman að það væru tilmæli frá þeim. Það kemur margt misjafnt úr þeim herbúðum og rétt að meta það hverju sinni, hvort það er skyn- samlegt eða ekki. Það fer ekki mikið fyrir slíku í svari Jafnréttis- nefndar. Sá hlutinn, sem vísar til Sameinuðu þjóðanna, er heldur kátlegur. Það, sem mestu máli skiptir, er náttúrulega það, hvort nefndin hefur eitthvert verk að vinna, sem er brýnt. En um það segir einungis, að verkefni nefnd- arinnar séu ekki þess eðlis, að þau verði leyst af hendi í einni svipan. Þá er eðlilegt, að spurt sé hvort sú þróun, sem þarna er minnst á, sé ekki þess eðlis, að störf nefndar- innar breyti engu þar um. Hún sé því, þegar ailt komi til alls, gagns- laus. Það er rétt að taka það sér- staklega fram, að auðvitað getur nefndin komið að þeim notum að friða Kvennaframboðið, telja kon- um, sem því fylgja, trú um, að unnið sé að jafnrétti, þótt nefndin breyti engu þar um. Það er nátt- úrulega gagn í ákveðnum skiln- ingi, en ég hygg, að það hafi ekki verið upphaflegi tilgangurinn. Hugmyndin var og er að hún stuðli áð jafnrétti. Ég hef ekki fylgzt vandiega með störfum þessarar nefndar. En ég ímynda mér að hún hafi gegnt hlutverki sínu hvorki betur né verr en aðrar sambærilegar nefndir í landinu. En hvað geta þessar nefndir gert til að bæta það ástand, sem hefur ríkt í þessu landi eins og öðrum, þar sem kon- ur hafa vanizt því að vera ekki metnar til jafns við karla? Það er reyndar ekki mjög margt. I sumar leið hélt Norræna jafnréttisnefnd- in fund hér á Akureyri. Það kom fram á fundi hjá henni að hennar helzta verk er að afla upplýsinga um kjör kvenna á Norðurlöndum. Þær geta í sjálfu sér lítið gert til að bæta kjör þeirra eða efla hlut þeirra á nokkurn hátt. Það eina sem þær gerðu var að kanna hlutskipti kvenna, dreifa upplýs- ingum og vona það bezta, þ.e.a.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.