Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1965
TÍMINN
i
Skar'ð á Skarðsströnd.
Ljósmynd: Þorsteinn Jósefsson.
Skarð á Skarðsströnd
Ein hinna fyrstu og fegurstu
minninga      bernskuáranna
er útsýn suður yfir Breiðafjörð,
ýmist eftir regn, þegar fjöll
in voru endurskírð úr litadýrð
íiímins, eða þau hillti upp hand
-in fjarðarins með fjólublá fell
r.g græna rinda, dökkar brúnir.
hvíta fossa og sæla sólskins-
bJetti í hlíðum. Bæjaröðin varð
þá stundum greind svo ótrú-
legt mátti teljas: svo langa
leið.   .
Ekkeart blasti betur við en
Skarðsstrondin, enda birtist
hún stundum í diaumi sem
dýrðiegt ævintýri enn 1 dag,
svo fast er hún mótuð ] vitund
ina. Og mun ekki orgrannt um
að fiest eða allt sím landslag
nefníst se aæmt á hennar mæli
'iva'ða jafnan um tign og mildi
í senn.
En perlan í þessu útsýni
handan ^allra eyja yfir fjörðinn
var höfuðbólið Skarð á Skarðs
strönd. Bæði var þangað stór-
fenglegt heim að líta og flest
eldra fólkið kunni sögur um
það að segja, því að þar höfðu
stórmenni búið allt frá því
Geírmundur heljarskinn reisti
fyrsta bæinn á ströndinni þar
í grennd og alla leið fram á
þann dag sem var að líða. í
raun og veru leit eldra fólkið
fyrir vestan heim að Skarði
líkt og Þar væri kóngsríkið
stigið fram úr sögu og sögnum
liðínna ára og alda. Auður,
"öld  og frægð. allt það sem
mest kyndir undir óskir og
drauma manlegs hjarta hafði
allt einhvern tima sett sín fingra
för á þennan stað. Stór og
máttug örlög í gleði og hörm
um, von og vonbrigðum, ást
um og hatri hafði allt mótað
þær hugmyndir, sem eldri kyn-
slóðin gaf hinni yngri um þetta
merka höfuðból og elzta ættar
óðal á íslandi.
Það er talið öruggt og sann
að af sagnfræðingum að Skarð
á Skarðsströnd sé eina býlið
á íslandi, sem hefur verið í
eign og ábúð sömu ættar f nær
þúsund ár eða jafnvel lengur,
ef til vill aUan timann frá
landnámsöld. Geirmundur helj
arskinn, konungborinn höfð-
íngi, sá er nam þarna land
er sagður hafa reist bæ sinn
undir Skarði, en hann var raun
ar nefndur Geirmundarstaðir
og er það enn- Samt er líklegt
að landið eða jörðin 811 þarna
umhverfis hafi verið óskipt
eign hans, hvenær sem Skarð
tekur svo forystu af Geirmund
arstöðum sem höfuðból
Um langan tíma er Skarð
nokkurs konar höfuðborg ís
lands, ef svo mætti að orði
komast um einn sveitabæ, þótt
höfðingjasetur sé, Þar eð land
stjórnin eða sá hluti hennar,
sem hérlendis bjó hafði þar að
setur. Og aðrir landstjórnar
menn voru ættaðir frá Skarði.
þótt þeir ættu annars staðar
heíma. Svona var þetta mann
fram af manni, kynslóð eftir
kynslóð. En frægust af öllu
þessu fólki, voru hjónin Björn
Þorleifsson, hirðstjóri og Ólöf
Loftsdóttir, sem kölluð var hin
ríka. En þau bjuggu á Skarði
um og eftir miðja 15. öld, og
mun þess nánar getið síðar.
Hinn fyrsti þessarar ættar,
sem beinlínis er getið um á
Skarði er Húnbogf Þorgilsson-
Hann er bróðir Ara fróða, að
því er bezt verður séð. En
Ari er fæddur 1068, og má
því gera ráð fyrir að Þorgils
f aðir þeirra bræða, Ara og Hún
boga hafi búíð þar þá, eða ætt
in alla ieið frá landnámi eins
og áður er að vikið.
Sá sem fyrstur tekur þátt í
landstjórn þeirra Skarðverja
er Snorri sonnr ríúnboga, en
hann var lögsögumaður á Al-
þingi í 14 ár frá 1156—1170.
En Ari gat sér frægðarorð fyr
ir það að ríta sögu íslands
fyrstur manna, eins og kunn-
ugt er.
Þorgils sonur þessa Snorra
lögsögumanns bjó á Skarði og
gaf Sighvati Sturlusyni, vini
sínum, hálft Þórsnesingagoð-
orð, en hinn helminginn áttu
synír Ara fróða eða erfingjar
hans. Þorgiis þessi Snorrason
átti engin börn, en Narfi bróð
ir hans bjó einnig á Skarði og
átti son, sem síðar var nefnd
ur Skarðs-Snorri. Hann var
prestur og mikilhæfur mað-
ur. sem oft er getið i stórræð
um á Sturlungaöld. Sonur hans
Narfi var einnig prestur, en
prestsvígslu virðast hinir
fyrstu Skarðverjar flestir eða
allir hafa tekið kýnslóð eftir
kynslóð. Bendir Það til lær
dóms og menntaþrár þessara
höfðingja en jafnframt til skap
gerðar þeirra og innri gerðar,
trúhneigðar og spaklyndis yf
irleitt.
Þessi sr. Narfi átti marga
sonu og urðu þrír þeirra: Þórð
ur, Þorlákur og Snorri lögsögu
menn, en það var mésta virð
ingarstaða íslenzku þjóðarinn
ar þá, og sannar hve vel gerðir
og velmetnir þessir höfðingj
ar hafa verið. Og Ketill son-
ur Þorláks Narfasonar var bæði
lögmaður og hirðstjóri.
En Snorri lögsögumaður
Narfason varð fyrir þeírri ó-
gæfu að skera sundur vébönd
in um 'lögréttu árið 1330, um
orsakir veit enginn. En eftir
það missti hann lögmennsku,
er sem skugga bregði yfir
Skarð og ættina um hríð. Guð
mundur sonur hans, sem skar
aði fram úr í verzlunarmálum
og viðskiptum við útlönd á
þeim dögum drukknar utan-
lands í Spánarferð með Ólafi
Björnssyni hirðstjóra 1354. En
Ormur annar sonur þessa ógæfu
sama lögsögumanns var raunár
hirðstjóri, en fór með Smið
Andréssyni í Grundarbardaga.
Voru flestir fylgismenn Smiðs
Skarðverjar   því  að  mægðir
voru þar á milli. Raunar var
fylgi þeirra lélegt, en þeir
voru umboðsmenn konungs-
valdsins og því skyldugir til
framgöngu. Aldrei var veldi
Skarðs meira en þá og lék um
Það mikil öfund. Enda seig nú
á ógæfuhlið fyrir ættinni um
hríð.
Ormur bjó lengi á Skarði og
lenti ásamt sonum og frændum
í miklum uppvöðslumálum í
sambandi við dráp Þórðar Jóns
sonar i Reykholti. Var Þórð
ur þessi bendla?ur við víg
Guttorms, sonar Orms á Skacði
sem veginn var 1381. En Gutt
ormur Ormsson var faðir
Lofts, föður Ólafar ríku
Var aftaka Þórðar sam-
kvæmt dómi Orms lögmanns á
Skarði talin dómsm^-* *V* - >
og illgirni sækja nú að úr
öllum áttum og oft e. ..; .
hart mæta hörðu af hálfu Skarð
verja.
Til er enn vísa, sem ort var
um Orm Snorrason íögmann á
Skarði og síðar birðstjóra.
Sannar hún vel að ekki var
síður ráðizt á stjórnmálamenn
með gysi og glensi þá en nú.
Hún er ort eftir framgöngu
hans í Grundarbardaga:
„Frá ég stálastorm mjög
sturla Orm.
Það er kyssti kyr kirkjunnar
dyr,
kvað hann þurfa þess að þylja
vers,
þó er bænin bezt honum byrgi
mest."
En jafnvel í þessum styr og
þessu napra háði kemur trú-
rækni þeirra Skar'ðverja enn
í ljós.
Ormur hirðstjóri Snorrason
andast laust eftir 1400, ef til
.yjU, úr Svartadauða,. En-: þá
íéfst hinn mikli aúður Skarð
verja fyfst að marki. Virðist
ættin eiga mörg helztu höfuð
bólin um allt landið. T. d. býr
Loftur riki Guttormsson norð
ur á Möðruvöllum í Eyjafirði,
þótt hann eigi Skarð og nytji
þar stórbú.
Einnig verður ættin fræg fyr
ir ástamál. Loftur ríki yrkir
ódauðlegt ástarkvæði til Krist
ínar Oddsdóttur ástkonu sinn
ar en enginn veit hvað meín
ar þeim að verða hjón, sannar
það sem í kvæðinu stendur:
„meinendur eru mundar
mínir vinir  og þínir."
En eitt er víst, svo er að sjá
sem þetta lærða, gáfaða og
ríka fólk sé lítt sjálfs sín ráð
andi. og að mörgu mjög gæfu
lítið í ástamálum. Þannig verð
ur með Loft samkvæmt ljóð
um hans, þótt hann sé ríkasti
höfðingi sem talið' er að
nokkru sinni hafi verið tll á
íslandi, hirðstjóri, skáld og
fræðimaður og þar að auki
dubbaður til riddara er hann
dvaldi erlendis með Eiríkí kon
ungi af Pommern.
Ekki urðu þó síður frseg
ástamál dóttur Lofts, Ólafar
ríku og Sólveigar dóttur henn
ar og Björns hirðstjóra á
Skarði. En þær mæðgur festu
báðar ástá umkomulausum en
fátækum mönnum, sem þeim
var bannað að giftast, þar eð
lög mæltu svo fyrir að jafn-
ræði yrði að vera milli hjóna
efna um auð og metorð. En
hins vegar þótti frillulíf jafn
vel hefðarkvenna í þá daga ekk
ert tiltökumál, ef leynt fór og
drengilega, og virðist almenn
ingur hafa litið á slíkt með
miklu meíri og dýpri skilningi
en landslög og dómarar. Eru
enn til sögur um ástir Ólafar
Pramhald a bis 12
1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16