Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 29 Rannveig Steinunn Bjarnadóttir - Minning Fædd 3. maí 1890. Dáin 17. febrúar 1984. Hún amma er látin. Þetta hljómar hálf framandi, þó maður vissi að hverju stefndi. Mér finnst svo ótrúlegt að eiga aldrei eftir að koma á elliheimilið að heimsækja ömmu. Hún var alltaf svo glöð og ung í anda, og sannarlega á ég eftir að sakna fallega og hlýja brossins hennar, það yljaði mörg- um og gleymist seint. Rannveig Steinunn eða Stein- unn eins og hún var alltaf kölluð, var fædd 3. maí 1890 að Garðs- enda í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, foreldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir og Bjarni Kristjáns- son. Föður sinn missti Steinunn aðeins 3ja ára, og var henni komið í fóstur hjá föðurbróður sínum Tómasi Kristjánssyni og konu hans Sigríði Daníelsdóttur. Naut hún þar góðs atlætis, og minntist hún fósturforeldra sinna ávallt með hlýju og virðingu. Var manni oft hugsað til þess að amma hlyti að hafa fengið mikið ástríki og skilning í æsku, því hún gat svo sannarlega gefið og miðlað frá sér i ríkum mæli. Ég minnist þess hvað andlitið ljómaði af gleði, þeg- ar hún fékk heimsókn og sérstak- lega þegar heimsóknin var fátíð, eins og þegar Hreinn bróðir, sem er í löngum siglingum, kom eitt sinn með mér. Þá átti hún ekki nógu mörg orð yfir það, hversu gaman væri að sjá hann, og minntist þess lengi á eftir. Stein- unn giftist 27. september 1913 Sturlaugi Jóni Einarssyni, og bjuggu þau lengi í Stykkishólmi, en fluttu til Reykjavíkur 1935 og bjuggu þar síðan. Þeim varð sjö barna auðið. Tvö elstu börnin voru stúlkur, sem dóu í frumbernsku. Síðan komu Einar Guðmundur, fæddur 23. desember 1916, dáinn 1. janúar 1973; Sigrún fædd 13. júlí 1918; Herlaug Kristín, fædd 29. september 1921; Sigvaldi Val, fæddur 13. ágúst 1928 og yngstur er Tómas Bjarni, fæddur 4. októ- ber 1933. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Guðrúnu Láru Jónsdóttur, fædda 12. apríl 1944, og var mjög kært á milli þeirra alla tíð, og held ég að Gunna hafi varla sleppt úr einum degi að heimsækja ömmu síðustu vikurn- ar sem hún lá rúmföst. Margs er að minnast, þegar litið er til baka. Það voru ófáar ferðirn- ar, þegar hlaupið var yfir Klambratúnið til að heimsækja afa og ömmu. Þeim var báðum svo eiginlegt að taka á móti gestum, að ég tali nú ekki um svona litlum smágestum, sem sóttust eftir fé- lagsskap afa og ömmu. Þau áttu alltaf eitthvað til að gleðja litla munna. Afi var alltaf hress og skemmtilegur karl, og var oft gaman að hlusta á frásagnir hans. Hjónaband þeirra var allta tíð ástríkt, og fannst manni oft að þau væru nýgift. Þó að móti blési og erfiðleikar kæmu upp, var ávallt bjarta hliðin yfirsterkari. Fyrr á árum var oft lítið að bíta og brenna hjá fólki, og fóru afi og amma ekki varhluta af þvf. Þessi kynslóð hafði að ég hald miklu sterkari trú en nú gerist, og ekki síst hún amma. Hún var mjög trúrækin kona, og kirkjurækin á meðan heilsan leyfði, og er ég viss um að trúin hafði oft hjálpað henni í gegnum lífið. Oft kvaddi hún mig með þessum orðum, „Guð varðveiti þig og geymi", og með hennar orðum kveð ég mína hjart- kæru ömmu, og þakka henni öll yndislegu árin sem hún gaf mér og mínum, og votta börnum hennar og öllum ættingjum innilega samúð- Soffía. í dag, föstudaginn 24. febrúar, verður hún langamma mín og nafna jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. Amma var fædd 3. maí 1890 að Garðsenda, Eyrarsveit, og var því nærri 94 ára þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Kristjánsson og Guðrún Gísladóttir og var hún næstyngst sjö barna þeirra hjóna. Þegar hún var aðeins þriggja ára gömul lést faðir hennar og var hún send í fóstur til föðurbróður sns, Tómas- ar Kristjánssonar og eiginkonu hans, Sigríðar Daníelsdóttur á Hellissandi. ólst hún upp hjá þeim hjónum. Ung að árum fór hún í vist til prestshjónanna að Kvennabrekku í Dölum, séra Jó- hannesar Lynge Jóhannessonar og Guðríðar Helgadóttur. Minntist amma þeirra hjóna ávallt með þökk og virðingu. 27. september 1913 giftist amma mín afa mínum Sturlaugi Jóni Einarssyni. Þau bjuggu að Dag- verðarnesi á Skarðsströnd frá 1913—1916, en þá fluttu þau til Stykkishólms. Ömmu minni var Stykkishólmur ákaflega kær, fór þangað í margar heimsóknir og minntist ávallt með mikilli ánægju búskaparára þeirra þar og allra góðu vinanna. I Stykkishólmi stundaði afi minn mest sjósókn og var lengst af stýrimaður og skip- stjóri á seglskútunni Karen. Árið 1935 fluttu þau frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og bjuggu þar upp frá því. í Reykjavík starfaði afi minn lengst af hjá Skipaútgerð ríkisins, en eins og þá var siður gætti langamma bús og barna. Langafa og ömmu varð sjö barna auðið. Fyrstu tvö börnin, sem voru telpur, létust mjög ung- ar og hétu þær báðar Guðrún. Af þeim börnum, sem upp komust, lést elsti sonurinn Einar Guð- mundur, matsveinn, 1. janúar 1973, en eftirlifandi eiginkona hans er Hansína Bjarnadóttir. Önnur börn afa og ömmu eru Sig- rún, sem gift var Sigurjóni Sigur- jónssyni sem lést 1967, en sambýl- ismaður hennar er Einar Ermen- reksson. Næst í röðinni er Herlaug Kristín, gift Jóhannesi Sigurðs- syni, þá Sigvaldi Val, kvæntur Ingveldi Guðlaugu Sveinsdóttur og yngstur er Tómas Bjarni, kvæntur Gerði Lárusdóttur. Einn- ig ólu þau upp dótturdóttur sína, móður mína," Guðrúnu Láru Jónsdóttur, sem gift er Birni Her- mannssyni. Var alla tíð sérstak- lega hlýtt á milli móður minnar og ömmu löngu. Afkomendur afa og ömmu eru nú orðnir um sextíu. Árið 1965 var heilsa afa farin að bila og flutti hann þá á Elliheimil- ið Grund og tveim árum síðar flutti svo amma til hans. Stur- laugur langafi lést svo 27. apríl 1968, þá 81 árs að aldri. Lauk þar með 55 ára hjúskap afa og ömmu. Þrátt fyrir háan aldur átti lang- amma mörg góð ár eftir að afi lést. Hafði hún að mestu fótavist alla daga, nema síðustu mánuðina sem hún lifði. Amma Steinunn, eins og ég kallaði hana alltaf, er sú besta kona sem ég hef kynnst. Hún var alltaf kát, brosandi og blíð, alltaf þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana, alltaf jákvæð og vildi alltaf öllum vel. Þannig var hún amma mín og þannig vil ég muna hana. Eg minnist allra góðu stundanna á „elló“ og allra jól- anna í Kópavoginum. Langamma mín var mjög trúuð kona og nú þegar hún er farin yfir móðuna miklu og leiðir skiljast í bili, þá trúi ég því að hún hafi aftur hitt hann afa minn og þau náð saman á ný. Öll þau ár sem amma Stein- unn bjó á Elliheimilinu Grund varð hún aðnjótandi frábærrar umönnunar og hlýju sem seint verður fullþökkuð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Rannveig Steinunn. Minning: Kristinn Andrés Gunnlaugsson Fæddur 8. október 1957 Dáinn 10. febrúar 1984 Það hörmulega slys varð við bryggjuna á Grundartanga að morgni dags, þann 10. febrúar síð- astliðinn að fjórir skipverjar af ms. Fjallfossi létust. Þar á meðal var vinur minn, Kristinn Andrés Gunnlaugsson, eða Kiddi eins og hann var alltaf kallaður. Er mjög erfitt að skilja að Kiddi sé horfinn á vit feðra sinna. Ég held og veit að algóður guð hafi ætlað honum annað og meira hlut- verk hinum megin. Það er sárt að horfa á eftir vini og góðum dreng, honum sem alltaf hjálpaði ef með þurfti með sannri gleði og fórnfýsi. Okkar kynni stóðu aðeins í rúmt ár, en þetta ár reyndist mér ekki síður en honum reynslu- og lær- dómsríkt. Kiddi fór á sjóinn aðeins 16 ára gamall og starfaði þar til dauða- dags, þó með smáhléum. Kiddi ætlaði að taka sér frí frá sjónum um tíma og fara að vinna í landi, jafnvel að fara að læra smíðar. Hann var að fjárfesta í íbúð og lagði mjög hart að sér við vinnu og var að mestu búinn að borga íbúð- ina að fullu, en því miður fékk hann ekki tækifæri til þess 'að njóta hennar sem skyldi. Kiddi missti móður sína aðeins 13 ára gamall og flutti fljótlega til elsta bróður síns, Sigurðar, og mágkonu sinnar, Oddnýjar. Var hann þar sem einn af fjölskyld- unni og sem elsti bróðir barna þeirra. Börnin þeirra litu mjög upp til hans og annað var ekki hægt, því persóna hans einkennd- ist af heiðarleika, hlédrægni og lítillæti. Hann tók lífinu með mesta jafnaðargeði og horfðist í augu við það eins og það gengur fyrir sig dag frá degi. Ég bið guð að styrkja föður hans Gunnlaug, bræður hans fimm og fjölskyldur þeirra, í þess- ari miklu sorg. Fari Kiddi í friði og guð blessi hann. Hanna Kveðjuorð: Einar Sigurðs- son Fáskrúðsfirði Með Einari í Odda hverfur nú af mannlegu sjónarsviði sérstakur vinur minn og persónuleiki. Maður sem var sannur frá upphafi til enda. Vann sín verk af sérstakri vandvirkni og skyldurækni og hugsaði aldrei um launin. Oft þeg- ar ég kom til hans dáðist ég að því hversu hagur hann var. Hversu hann gat sagað út hluti og fellt saman án þess að þurfa að taka verkin upp og gera betur. Hann var einstakur. Þá ekki síður mað- urinn sjálfur. Snemma tileinkaði hann sér bestu dyggðir hins mannlega lífs. Hélt þeim ætíð. Aldrei, hversu mikið sem hann hafði að gera, sá ég hann öðruvísi en með fagurt bros og hverju sem að höndum bar tók hann með jafn- aðargeði. Við áttum góða samleið bæði hvað bindindismál, stjórn- mál og kristindómsmál snerti. Fórum eftir okkar samvisku og hirtum ekki um þótt skoðanir rækjust stundum á við fyrirskip- anir flokksins. Fáskrúðsfirðingar eiga Einari mikið upp að unna í uppbyggingu kauptúnsins, enda sýndu þeir hug sinn með því að gera hann að fyrsta heiðursborg- ara sínum og gat valið ekki verið betra. Á árum mínum fyrir austan var oft komið í Odda og þá sér- staklega meðan ég vann hjá sýslu- manni Sunnmýlinga og þurfti oft erindi að reka á Fáskrúðsfirði. Þó vinnutími Einars væri stundum nokkuð fram á kvöld gaf hann sér tíma til að rabba við gesti. Þá voru fleiri vinnudagar í vikunni og lengri en nú. í sumar fór ég snögga ferð um Austfirði. ók að sunnan og gegn- um Fáskrúðsfjörð eins og það er orðað. Ég gat ekki annað en stopp- að og heilsað upp á Unni og Einar, þótt ég væri á hraðri ferð. Ég hitti þau bæði glöð. Við Einar gátum ekki annað en bundið okkar sam- tal við fyrri daga og borið saman. Þar kom margt fram okkur báðum til gleði. Ég er þakklátur fyrir að hafa staðnæmst þarna stutta stund. Nú skilur leiðir í bili. Langri og athafnasamri ævi er lokið. Ég veit að svo sem menn sá svo uppskera þeir. Umskiptum getur vinur minn fagnað, þreyttur af erfiði dagsins. Með þessum fáu kveðjuorðum vil ég þakka honum og þeim hjón- um allt sem þau hafa verið mér og mínum. Þakka honum hans fagra fordæmi og leiðsögn til margra. Guð blessi minningu góðs vinar. Árni Helgason Stykkishólmi t Innilegar þakkir til allra sem heiöruöu minningu móöur okkar, PÁLÍNU STEFÁNSDÓTTUR, Dalshöföa. Sérstakar þakklr viljum við færa læknum og starfsfólki á Öldrun ardeild Hátúni 10B fyrir frábæra umönnun. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum samúö og vinsemd viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRfÐAR SIGUROARDÓTTUR, Flókagötu 53. Sigríöur Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Sigurósson, Kristín Vilhjálmsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Árni Vilhjálmsson, Ingibjörg Björnsdóttir og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, ömmu, dóttur, dótturdóttur, systur og mágkonu, GUDMUNDU Þ. GÍSLADÓTTUR, sjúkraliöa, Öldugötu 48, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks á deild A-5 Borgarspítala og Vífilsstaðaspítala. Gísli Birgir Gíslason, Guórún María Gísladóttir, Árni Rafn Gíslason, lóa Brá Gisladóttir, Ellý Ósk Erlingsdóttir, Bjarnfríöur Guömundsdóttir, Gisli Sigurösson, Siguróur H. Gíslason, Sigurleif Andrósdóttir, Margrét Gyöa Gísladóttir, Per Wangen, Friðrika Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.