Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
29
Hugsanaferillinn hjá Einstein
var þá þessi: Úr því að ekki er
unnt að breyta ljóshraðanum, þá
hlýtur það að vera tíminn, sem
breytist. Hvað táknar það, að tím-
inn breytist? Þarna er einfaldlega
um allt að því óskiljanlega hugsun
að ræða: Eitt ár, einn dagur, ein
klukkustund eru þá ekki lengur
neinar fastar stærðir, heldur
verða þá stundum nokkuð lengri,
stundum styttri. Tíminn er þá orð-
inn teygjanlegur, og hvort hann
teygist á langinn, hve mikið teyg-
ist úr honum, það er þá allt undir
ytri kringumstæðum komið, undir
hraða og þyngdaraflinu.
Ef til vill elzta dagatal veraldar:
Bein frá því i steinöld, sem ný-
lega fundust í jöröu i Síberíu. Til
hægri á teikningunni sjást öldu-
laga, brugönar rákirnar, sem not-
aöar voru til aö telja tímann.
Dæmi 1: Tækist manninum að
smíða eldflaug, sem færi á 200.000
km hraða á sekúndu eða hraðar,
þá gæti áhöfn slíkrar eldflaugar
teygt úr tímanum. Ef eldflaugin
væri látin geysast um geiminn á
hraða, sem væri sambærilegur við
hraða Ijóssins, og henni svo snúið
aftur til jarðar, væri áhöfn eld-
flaugarinnar í reynd yngri en þeir
jafnaldrar eldflaugarfaranna, sem
setið hefðu um kyrrt heima á jörð-
inni. Ástæðan er þessi: í geimfar-
inu varir ein klukkustund lengur
en á jörðu, af því að geimfarið þýt-
ur áfram á þvílíkum ógnarhraða.
Dæmi 2: Ein klukkustund varir
heldur ekki á jörðinni alltaf jafn
lengi, og það stafar af áhrifum
þyngdaraflsins eða aðdráttarafls
jarðar. Ef afar nákvæm klukka,
helzt af öllu kjarnorku-klukka af
þeirri gerð, sem teikningin hérna
á síðunni sýnir.'væri sett upp á
Hiö „platónska ár“ miöast viö
„vorpunktinn“, þ.e. skuröpunkt
himinsmiöbaugs og hinnar hugs-
uöu brautar sólar. Af því aö
jarömöndullinn hefur ekki stöö-
ugan halla heldur myndar hring-
laga feril, fer vorpunkturinn einn
hring í kringum jöröu á 25.868 ár-
um.
eitthvert hátt fjall — til dæmis
upp á Everest-tind — þá myndi
hún ganga hraðar en önnur sams
konar klukka niðri við sjávar-
ströndina. Ástæðan er þessi: Að-
dráttarafl jarðar virkar því
sterkar, þeim mun nær jarðar-
miðju maður er. Styrkleiki að-
dráttaraflsins út af fyrir sig
ákvarðar, hve hratt klukkan geng-
ur, hve hratt tíminn sem sagt líð-
ur. Hraðaaukning er jafngild
þyngdaraflinu; einnig hraðaaukn-
ingin verður þess valdandi, að það
teygist úr tímanum.
Úti í geimnum ríkja
önnur lögmál
Það er þó ekki ætlunin með
þessari grein að reyna að útskýra
afstæðuna út í yztu æsar. Það
verður látið nægja að drepa á þau
margvíslegu áhrif, sem afstæðis-
kenningin hefur haft í för með sér.
Hún hefur vissulega — og það
verður að telja mikinn kost — náð
að veita frjóum anda inn á öll svið
náttúruvísindanna. Afstæðiskenn-
ingin hefur yfirleitt fyrst gert
okkur kleift að öðlast nútímalegan
skilning jafnt á alheiminum sem á
atóminu. Ennfremur hefur hún —
og það verður að reiknast sem
ókostur — svipt fjöldann allan af
íbúum jarðarinnar síðasta grið-
landi hinnar algjöru fullvissu,
nefnilega þeirri vissu, sem mann-
kynið hefur borið í brjósti allt frá
miðöldum og álitið bjargfasta
vissu til allrar eilífðar: En frá því
að Albert Einstein kvað upp úr
með afstæðiskenningu sína, er
jafnvel klukkustundin orðin
eitthvað afstætt — ekkert er í
rauninni orðið algjörlega óhagg-
anlegt lengur.
En það má svo sem segja, að
sjálf sárindin yfir þessu áfalli séu
þegar tekin mjög að réna, og
mannfólkinu hafi lærzt að lifa
með þessum nýju viðhorfum. Þeir,
sem eru ungir nú á dögum, hafa
þegar vanizt þeim viðhorfum, að
allir hlutir séu afstæðir.
Ásamt stjarneðlisfræðinni og
kjarnorkuvísindum samtímans,
veitir afstæðan nútímamönnum
alveg stórkostlega og algjörlega
einstæða innsýn í sjálft eðli tím-
ans, og skulu hér nefnd nokkur
þeirra atriða:
1. Ljós og rúmtími. Úti í geimn-
um eru rúm og tími ekki lengur
frábrugðin í grundvallaratriðum.
Ljósárið (9,46 billjón kílómetrar)
mælir um leið rúm og tíma. Sá
sem segir, að þvermál alheimsins
sé 20 milljarðar ljósára, á ekki
einungis við útþenslu alheimsins
heldur einnig við aldur hans: Til
þess að nema 20 milljörðum ljós-
ára í þvermál í dag, hlyti alheim-
urinn að hafa átt upphaf sitt fyrir
20 milljörðum ára og þenjast út
með hraða ljóssins.
2. Efni og andefni: Samkvæmt
áliti fjölmargra teoretískra eðlis-
fræðinga getur tíminn einnig liðið
afturábak. Hið dularfulla andefni
er, að sögn bandaríska Nóbels-
verðlaunahafans Richards
Feynmans, sjálft efnið með um-
snúinni tímastefnu. Andefnið
samanstendur af atómum, og þau
geta svo skipzt á hleðslum við
venjuleg atóm. Skelli- mdefni og
efni saman, geislast þau í sundur í
hreinni orku. Fyrir orku er ekki tii
neinn tími, og samkvæmt því er
hægt að segja, að tími og efni
tengist hvort öðru úti í alheimin-
um.
3. Frumsprengingin og maður-
inn: Ein grein vísindarannsókna,
sem mjög hefur verið til umræðu á
undanförnum árum, fæst við
rannsóknir á þeim kringumstæð-
um, sem hlutu að hafa verið fyrir
hendi í alheiminum — eða í ein-
hverjum alheimi — til þess að upp
gætu sprottið vitsmunaverur.
Sjálft lykilorðið fyrir þessa vís-
indagrein er hið „anthrópíska
grundvallaratriði". Samkvæmt
þeim niðurstöðum, sem þessar vís-
indarannsóknir hafa hingað til
leitt til, verða afar margir þættir
að fléttast á réttan hátt saman til
þess að úr verði alheimur, þar sem
fyrir hendi eru heil stjörnukerfi,
fastastjörnur, reikistjörnur og
lífverur.
Til þess að menn geti tekið að
þróast, verður einnig sá þáttur, er
nefnist tími, að vera nákvæmlega
útmældur og samstiga öðrum
þáttum. Við vitum núna, að tím-
inn helzt í nánum tengslum við
önnur "náttúruöfl, og þá alveg sér-
staklega við þyngdaraflið eða að-
dráttaraflið.
Enginn getur sagt til um það nú
á dögum, hvort annar alheimur sé
hugsanlegur, þar sem allir þættir
væru álíka vel samræmdir hverjir
við aðra eins og í okkar alheimi.
En sú hugsun er aftur á móti
nærtæk, að tíminn heyri til
aheiminum eins og við sjálf.
Tíminn er — þannig séð —
I okkar tími.
Samsýning
Myndlist
Valtýr Pétursson
Hópur fólks hefur efnt til sýn-
ingar á verkum sínum að Kjar-
valsstöðum. Báðir salir eru und-
irlagðir, og nægilegt rými er því
fyrir þau verk, sem þessi hópur
heur komið þarna fyrir. Að vísu
eru sum þessara verka nokkuð
fyrirferðamikil, en hvað um það,
þarna er nú vítt til veggja og
hvergi sparað rúm eða annað til
að gera sýninguna í heild að
viðburði.
Rúrí er þegar orðin þekkt
myndlistarmanneskja og sýnir
þarna þrjú verk. Þau eru öll köll-
uð Installations, sem ég kann
ekki að setja yfir á okkar mál.
i 1
j 1
Af þessum þrem verkum fannst
mér mest til um Glerregn, sem
er rómantískt og raunsætt verk.
Annað verk eftir hana nr. 2
fannst mér einnig skemmtilegt,
en ekki eins fjörugt og hið fyrra.
ívar Valgarðsson er nokkuð
þungur í skúlptúrum sínum og
virðist hafa ferninginn að leið-
arljósi. Hann er nokkuð raunsær
og heldur hlédrægur í þessum
verkum, eftir því sem mér komu
þau fyrir sjónir. Þau tvö eru í
vestursalnum.
í austursal er Þór Vigfússon
með dýralífið. Skúlptúrar og
myndverk. Risastór teikning af
fíl fannst mér ágæt. Skúlptúrar
af dýrum voru síður við mitt
hæfi, en ætti að vera skemmti-
legt fyrir börn. Málverk af strút
fannst mér eitt besta verk Þórs.
Teikningar eru þarna einnig eft-
ir Rúnu Þorkelsdóttur, og fannst
mér þau verk einna best af öllum
þeim verkum, sem á þessari sýn-
ingu eru. Myndröð hennar sem
nefnist „Untitled" er ágætt verk,
sem hefur léttleika og skemmti-
legt yfirbragð.
Þessi sýning hefur ágætan
svip sem heild. Það er óðum að
hverfa þessi snöggsoðni kæru-
leysislegi bragur, sem svo oft
mátti finna hjá ungu fólki hér á
árunum. Nú veit ég ekki, hvort
þessi hópur telst til þeirra ungu
lengur. Tíminn líður, og klukkan
slær, eins og þar stendur. Við
skulum vera þess vís, að allir
verða eldri, ef þeir lifa. Það er
gaman að vera ungur, en það
endist ekki nema örskamma tíð.
Þannig er fólk orðið fullorðið,
áður en varir, og á það jafnt við
um nýlistarfólk sem aðra. En
þetta var nú útúrdúr og aðeins
hugdetta í sambandi við þessa
sýningu að Kjarvalsstöðum.
Það er viss dugnaður í þessu
fólki, sem verður að virða, og
þótt ég sjálfur sé ekki alveg dús
við það, sem hér kemur fram, vil
ég á engan hátt gera lítið úr
þeim anda og því áræði, sem
speglast í fyrirtæki sem þessu.
Auðvitað ætti fólk að skoða
þessa list og gera sér hugmyndir
um, hvert er verið að fara. Það
verður seint fullmetið, allt það
starf er listamenn vinna í þessu
landi, sem er að verða nokkurs
konar Christiania í myndlist.
„Mjög ánægður
með að fá að sýna
í Feneyjum“
— segir Kristján
Davíðsson
„Ég er ósköp ánægður með að fá
að sýna á Feneyja-binealnum og
vona að ég komist út til að sjá sýn-
inguna en á henni kemur saman það
skásta úr heiminum, hef ég heyrt,“
sagði Kristján Davíðsson myndlist-
armaður, er blm. Mbl. spjallaði við
hann í tilefni þess að honum hefur
verið boðið að sýna verk sín á Fen-
eyja-bienalnum í sumar, eins og get-
ið var um á baksíðu Mbl. á miðviku-
dag.
„Það er afskaplega skemmtilegt
átak sem gert hefur verið með því
að leigja þetta hús og ef hægt er
að hafa þessa aðstöðu til frambúð-
ar þá þurfa íslenskir listamenn
ekki lengur að vera á hrakhólum
með pláss undir verk sín.
Eg sendi út nítján stór olíumál-
verk, það stærsta rúmlega tveir
sinnum þrír metrar, og eru þau
eru flest máluð á síðasta ári. Við-
fangsefni mitt er flæðarmálið, en
Kristján Davíðsson listmálari.
nokkrar fígúratívar myndir verða
einnig með. Þessa dagana er verið
að pakka myndunum niður og
verða þær sendar í gámi til Osló
og fluttar þaðan til Feneyja."