Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Minning: Gestur Guðfinns- son blaðamaður Fæddur 24. september 1910. Dáinn 4. maí 1984. Gestur Guðfinnsson var fæddur í Litla-Galtardal á Fellsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Guð- finnur Jón Björnsson bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Guðbrands- dóttir. Foreldrar Guðfinns voru Björn ólafsson bóndi á Kollsá í Hrúta- firði og síðar á Stóru-Tungu og Ytra-Felli á Fellsströnd og kona hans Agnes Guðfinnsdóttir, ljós- móðir. Foreldrar Sigurbjargar voru Guðbrandur Einarsson bóndi á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit, síðar í Vogi á Fellsströnd og Vig- dís Vigfúsdóttir frá Fagradals- tungu. Langafi Gests, faðir Björns Ólafssonar var ólafur Björnsson, bóndi á Hlaðhamri í Hrútafirði, mikill fjörmaður og hagyrðingur. Afabróðir Gests, Matthías Ólafsson, bóndi á Orrahóli, var einn af forystumönnum Hjálp- ræðishersins á Fellsströndinni í byrjun aldarinnar. í móðurætt var Gestur kominn af Ormsætt, en Sigurbjörg móðir hans var dóttir Vigdísar Vigfús- dóttur, Ormssonar, Sigurðssonar frá Fremri-Langey, sem Ormsætt er við kennd. Að Gesti stóðu því traustar ætt- ir Breiðafjarðar og Hrútafjarðar og sjálfur ólst hann upp á Fellsströndinni, í Litla-Galtardal og Breiðafjörðurinn átti alltaf sterk tök í honum þótt ekki yrðu það örlög hans að gerast bóndi til langframa eða sækja sjóinn eins og flestir forfeður hans. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Af ellefu styskinum komust tíu til fullorðinsára. Af þeim lifa nú sex. Þau eru ósk, fædd 1896, Agnes, fædd 1897, ólafur, fæddur 1908, Björg, fædd 1912, Matthías Hildi- geir, fæddur 1914 og Pálína, fædd 1917. Magnús bróðir þeirra systkina ólst upp á Staðarfelli hjá Magnúsi Friðrikssyni og Soffíu Gestsdótt- ur. Soffía og Sigurbjörg voru systradætur og uppeldissystur. Magnús drukknaði í hinu sviplega Staðarfellsslysi 1920, ásamt Gesti syni þeirra Staðarfellshjóna. Hólmfríður systir Gests var fædd 1902 og lést 1936. Björn, bóðir hans, málfræðingur og prófessor, var fæddur 1905, lést 1950. Á heimili Gests í Litla-Galtar- dal var lítið um veraldleg efni, en þeim mun meira af andlegu. Þar ólust börnin upp við þjóðlega menningu, sögur og kveðskap. Þar var sáð fræi þeirrar fróðleiksfýsn- ar og fróðleiksástar sem í öllum þeim systkinum býr. Þótt kröpp kjör gerðu fæstum þessara systkina fært að mennta sig á skólabekk hafa þau öll sam- hliða hinu daglega striti aflað sér góðrar menntunar í skóla, lífsins og verið sér og heimili sínu til sóma hvar sem þau hafa komið. Þótt Gestur sæti aldrei á skóla- Minning: Helgi Haraldsson Hrafnkelsstöðum Fæddur 12. júní 1891 Dáinn 27. aprfl 1984 En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð, Af beisku hið sæta má spretta, Af skaða vér nemum hin nýtustu ráð, Oss neyðin skal kenna það rétta, Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð. Með vorskipum árið 1870 bárust hingað til lands Ný Félagsrit með „Vorhvöt“ Steingríms á forsíðu. Þá var þjóðhátíð í nánd. Andi þessa dýrðlega ættjarðarljóðs sveif yfir vötnunum að loknum mestu harðindum 19. aldar árið 1891, þegar Helgi Haraldsson var borinn í þennan heim. — Eftir margra alda áþján var dögun í nánd og bjarmi nýrrar aldar gaf fátækri og umkomulausri þjóð fyrirheit um frelsi. Ekkert ætt- jarðarljóð dáði Helgi meir en þetta og hann lifði að sjá hina nýju aldarsól rísa. Hann var fæddur á Hrafnkeis- stöðum og ól þar allan sinn aldur. Sonur hjónanna Haralds Sigurðs- sonar frá Kópsvatni og Guðrúnar Helgadóttur frá Birtingaholti. Af- arnir báðir synir Magnúsar And- réssonar alþingismanns í Syðra- Langholti. En amman, móðir Guð- rúnar, var Guðrún Guðmunds- dóttir bónda í Birtingaholti, en hennar móðir var Arndís Einars- dóttir Bjarnasonar bónda í Bryðjuholti og Guðrúnar Kol- beinsdóttur prests frá Miðdal. Ég, sem þessar línur rita, kom hingað í þessa sveit árið 1942. Þá var Helgi kominn yfir miðjan ald- ur, orðinn fimmtugur. Þekki ég því ekki nema af afspurn æviferil hans fram að þeim tíma. Hér verður því ekki rætt um búskapar- og kynbótastarfsemi hans í sauðfjár- og kúastofnum. Aðeins skal þó hér minnst á eina kú sem landsfræg hefur orðið og nefnd hefur verið Huppa frá Kluftum. En aðrir þekkja betur það starf sem hann innti af hendi á þeim vettvangi af elju og miklum metn- aði fyrir sveit sína. Helgi var eitt sinn spurður hvort hann mundi nú ekki hafa viljað verða annað en bóndi. Hann svaraði: „Ekki vil ég neita þvi, meira gaman hefði ég haft af því að læra eitthvað annað en bú- fræði. En slíkt var ekki hægt. Það var ekki um að tala. Auk þess batt ég strax tryggð við sveitina mína og Hrafnkelsstaði." Tvítugur að aldri útskrifaðist Helgi búfræðingur frá Hvanneyri. Það má geta þess hér, að auk bú- fræðinámsins var einnig kennd ís- lenska. Og í einum slíkum tíma var Helgi kallaður upp þá er rætt var um íslendingasögur. Það brá mörgum í brún þegar hinn feimni og óframfærni piltur úr Hreppun- um stóð upp og las þeim Njálu nærri orðrétt utanbókar. Það fór ekki hjá því, að hann hækkaði I áliti. Þegar Helgi kom heim frá Hvanneyri með eflda trú á fram- tíð landbúnaðar og íslenskra sveita, gerðist hann virkur í hverskonar félagsstarfi heima í sveit sinni. Hér skulu þau störf ekki upp talin hvernig hann varð á þeim árum fljótlega formaður ungmennafélagsins. Um það segir hann í bókinni „Engum er Helgi líkur": „þá var mitt mesta áhuga- mál að láta fólkið kynnast sveit- inni sinni og sögu hennar. Ég taldi að átthagaástin væri sterkasti þátturinn í ættjarðarástinni, sem mikið var haldið að unga fólkinu í gamla daga. Margt var rætt á fundum um bókmenntirnar, forn- ar og nýjar. Þetta leiddi til auk- innar söguskoðunar og söguþekk- ingar og þá fyrst og fremst sögu þessarar sveitar." Þessi orð lvsa bekk (faðir þeirra kenndi öllum börnum sínum heima) var hann ráðinn tií kennslustarfa í heima- byggð sinni aðeins 19 ára gamall. Hann sinnti síðan ýmsum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti hreppsnefndar Klofn- ingshrepps 1937—1942, og formað- ur ungmennafélagsins 1936—43. 1933 tók Gestur við búi eftir föður sinn í Litla-Galtardal ásamt Matthíasi Hildigeiri bróður sín- um. Þar bjuggu þeir í þrjú ár, fluttu svo að Ormsstöðum þar sem þeir bjuggu í sjö ár. Faðir Gests lést 1942. 1943 bregða þeir búi og flytjast til Reykjavíkur ásamt móður sinni og Pálínu systur sinni. Þar gerðist Gestur afgreiðslu- stjóri og síðar blaðamaður við Al- þýðublaðið og starfaði þar til árs- ins 1979 þegar hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Gestur vann mikið að ritstörf- um og gaf m.a. út nokkrar ljóða- bækur. Gestur bar sjaldan tilfinningar sínar á torg en I kvæðum hans streymir fram ást hans á Dalnum og heimahögunum. „l'ndir því fjalli einatt muntu búa elska þess tiól og vinda, rödd þess trúa, fmna grjót þeas við il þér, þess eggjar og skriður, angan þess teyga, leggjast í gras þess nidur. Og bak við það fjall mun sólin í heiðrfkju sinni setjast eitt kvöld er lýkur vegferð þinni.“ Þannig yrkir Gestur í kvæði sínu „Undir því fjalli". En Gestur elskaði ekki bara dalinn sinn, hann elskaði náttúruna alla og landið sitt. Hverri frístund eyddi hann í faðmi blárra fjalla, þar átti hann sínar bestu stundir. Hann þekkti hvern stein og hvert strá, hvern stað og hverja sögu og hann elskaði það allt og gerði það ódauðlegt eins og í kvæðinu „Það er gaman að lifa“: Ég reika einn út í lauQiungan birkiskóginn vel þeim vorhug, sem aldamóta- kynslóðinni var blásið í brjóst og Helgi varðveitti alla ævi sína. Þrítugur að aldri árið 1921 er Helgi valinn af sveitungum sínum til þess að fara norður í Þingeyj- arsýslu eða norður í Mývatnssveit til að læra fjárrækt. Það má segja að hann ávaxtaði pund sitt vel. Kom suður árið eftir með 10 gimbrar til kynbóta. En hann gat lært þar fleira og hann lét það ekki undir höfuð leggjast. Á síð- astliðinni öld hafði þar risið mikil menningaralda, fyrst á sviði versl- unar og félagsmála en síðan í skáldskap og andlegum efnum. Þar voru því, á þessum árum, margir ljóðasmiðir og málvöndun jafnan í heiðri höfð. Má telja víst að þar hafi Helgi fengið veganesti sem dugði honum oft vel á hans löngu lífsleið. Arið 1928 tekur Helgi við búi á Hrafnkelsstöðum og býr félagsbúi með Sigríði systur sinni og manni hennar Sveini Sveinssyni til 1951. Síðan býr han einn til 1966. Hætt- ir þá 75 ára gamall og afhendir Haraldi systursyni sínum jörðina. Síðan bjó hann með Sigríði systur sinni við frábæra umönnun henn- ar. Var yfirleitt með góða heilsu þar til nú síðustu árin að af hon- um dró, þar til yfir lauk er hann vantaði fáar vikur í 93 ára aldur. Það sem nú hefur verið sagt er saga bóndans Helga Haraldssonar aðeins á ytra borði. En þá er eftir að lýsa því, sem mun halda nafni hans lengst á lofti, ef til vill leng- ur en margra samtíðarmanna hans. Hann var víðlesinn í íslensk- um bókmenntum. Kunni ógrynni lausavísna og hafði ljóð aldamóta- skáldanna oft á takteinum. En samt var hann opinn fyrir nýjum straumum í skáldskap eins og þeg- ar skáldið frá Fagraskógi, Davíð Stefánsson, kom með hressandi andblæ nýrrar aldar inn í skáld- skapinn, þessi „gleðinnar sól- brenndi sonur og soganna fóstur- barn“. „Skáldið mitt dó í gær,“ varð Helga að orði eftir að hafa frétt lát Davíðs. Og nú getur hann eflaust gert orð skáldsins að sín- um: Því get ég kvatt mín gömlu föðurtún án geigs og trega, þegar yfir lýkur, út í græna sumarnóltina og tylli mér nióur í fallegu rjódri meóal blómanna innan um hinar smávöxnu jurtir merkurinnar tunglurt og blóóberg brjóstagraa og lyfjagras bvítmöðru og gulmödru til aó sjá sólina koma upp til aó höndla sólaruppkomuna. En sá staður sem átti huga hans öðrum fremur var Þórsmörk. Þar átti hann mörg sporin, þar var hans unaðsreitur. Það verður tómlegt í Þórsmörkinni án Gests Guðfinnssonar, en ég veit að fugl- arnir syngja honum dýrðaróð og brátt laufgast birkið honum til heiðurs og kyssir sólaruppkomuna sem ég veit að hann nú hefur höndlað minn yndislegi frændi og vinur. Það er erfitt að hugsa til þess að hann sé horfinn okkur fyrir fullt og allt en við dauðanum sér eng- inn. Eftir lifir minningin um stórbrotna persónu, tryggan frænda og vin, samofinn lífi mínu frá því að hann orti vísu um litla hnátu með ljósa lokka í rauðum sokkum og bláum skóm og til hinstu stundar. Þótt sorgin sé sár er það huggun að þeir sem mikið hafa misst hafa líka mikið átt. Ég og hugur leitar hærra fjallsins brún, og heitur blærinn vanga mína strýkur. ílofti blika ljóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horfi ég og sé, að hillir uppi land með hvítum fjöllum. Eins og fyr getur bar Helgi mikla virðingu fyrir íslenskri tungu og tignaði hana, enda mál- hagur vel og ritfær í besta lagi. Urðu sumar setningar hans fleyg- ar. Mun þar mjög hafa gætt áhrifa frá móðurbróður hans, skólastjór- anum sr. Magnúsi Helgasyni. Al- þekkt er þekking Helga og kunn- átta í fslendingasögum og þá sér í lagi í listaverkinu Njálu. Þangað sótti hann líka styrk í málfar sitt og framsetningu. Málshættir hennar og spakmæli léku honum oft á tungu. f Heimskringlu segir Snorri Sturluson um óðin: „Hann talaði svo snjallt og slétt, að öll- um, er á heyrðu, þótti það eina satt.“ Þessi fræga setning var Helga oft nærtæk, enda mátti segja, að hún ætti við hann sjálfan með nokkrum hætti. Hann talaði jafnan blaðalaust og ræður hans þóttu stundum frábærar við ýmis tækifæri. Það skipti hann ekki miklu máli, hvort allt sem sagt var rúmaðist innan rökfræðinnar, það var honum jafn heilagur sannleikur fyrir því. En hin heita glóð innri tilfinninga olli því, að áheyrendur hrifust með. Eins og kunnugt er, eru höfund- ar íslendingasagna ókunnir, en er þakklát fyrir hverja stund sem ég átti með Gesti og fyrir allt sem hann var mér. Innilegar þakkir sendi ég Pöllu frænku minni og ósk sem voru Gesti til trausts og halds í veik- indum hans en með þeim bjó Gest- ur síðastliðin 18 ár. Blessuð sé minning Gests Guð- finnssonar. Guðfinna Ragnarsdóttir Fæddur 24. september 1910 Dáinn 4. maí 1984 Kveðja frá Ferða- félagi íslands Gestur fæddist í Litla-Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu og voru foreldrar hans Guðfinnur Jón Björnsson og kona hans, Sigur- björg Guðbrandsdóttir. Þau eign- uðust ellefu börn og bjuggu við fremur þröngan hag eins og al- gengast var á þeim árum um barnafólk á lélegum kotum. Gest- ur átti því ekki kost á skólagöngu, jafnvel barnafræðslulögin frá 1907 voru enn ekki komin til fullra framkvæmda á Fellsströnd á bernskuárum hans. Hann varð því að búa að þeim forða sem heimilið gat veitt og náð varð með sjálfs- námi. En Gestur var maður skarp- greindur og varð er tímar liðu vel að sér um marga hluti, enda at- hugull og aðsækinn í besta lagi, svo að seytján ára gömlum var honum falin barnakennsla í átt- högum sínum og gegndi hann því starfi nokkur ár. Asamt Matthíasi bróður sínum hóf Gestur búskap árið 1933, fyrst í Litla-Galtardal en síðar á Ormsstöðum. Búskapur- inn varð þó ekki nema tíu ár, en á þeim tíma hlóðust á Gest ýmis trúnaðarstörf í hreppsnefnd, bún- aðarfélagi og Ungmennasambandi Dalamanna. 1943 brá hann búi og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann dvaldist til æviloka. Skömmu eftir að Gestur flutti til Reykjavíkur hóf hann störf hjá það liggur í mannlegu eðli að graf- ast fyrir um rætur hins óþekkta. Fyrir miðja þessa öld tóku fræði- menn að leita þeirra. Helgi tók þátt í þeim leik og taldi Snorra Sturluson höfund Njálssögu. Hann fór þar ekki troðnar slóðir, deildi þar á aðrar kenningar og var ekki myrkur í máli við hvern sem í hlut átti. Hvort hann hafi valdið öllu, sem hann fór með, verður hér ekki dæmt um, en hann skrifaði oft af íþrótt og réðst helst á garðinn þar sem hann var hæst- ur, enda alltaf eftir því tekið. Ég vil að endingu geta þess, að ég var oft á annarri skoðun en Helgi. Við vorum ekki af sömu kynslóð, skoðanir féllu ekki saman og það allra síst varðandi Njálu. Þó veit ég vel, að þekking mín á íslendingasögum náði skammt á móts við hans. Síðastliðinn vetur var fluttur vikulega í útvarpið þáttur er nefndur var „Nýjustu fréttir af Njálu“. Helgi naut þess að hlusta, þótt hann ekki lifði það að heyra allt til enda. En enginn varð þar, því miður, til þess að standa þar fyrir skoðunum hans. Hann hlustaði rólegur á allt sem fram fór, og það á skoðanir and- stæðar hans, — en sagði einungis: „Ég er búinn að segja mitt síðasta orð.“ En nú hefur það gerst að einn þátturinn hefur verið helgað- ur minningu Einars ólafs Sveins- sonar prófessors, sem nýlátinn er. í næsta þætti var Helga minnst á sama hátt, sem Njálufræðings. Þarna var íslenska bóndans, al- þýðufræðimannsins, minnst við hlið menntamannsins, mesta Njálufræðings þessara tíma. Það segir sína sögu og þökk sé þeim sem að því stóðu. Hér er genginn einn síðasti full- trúi aldamótakynslóðarinnar sem bar ævilangt í brjósti eldmóð hennar og bjartsýni. Og hann er jafnframt einn síðasti fulltrúi þeirrar bændamenningar, sem fornritin eru frá runnin, og þjóðin — að sagt er — á tilveru sína að þakka. Ötrauður stóð hann vörð um hana til hinstu stundar. Því skal hans minnst sem verðugt er, með þökk fyrir ævistarfið. Sigurdur Sigurmundsson Hvítárholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.