Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ1984
15
Frumvarp um breytingu á tekju-
og eignaskattslögum:
„Frá Skóla-
brú til Gull-
inbrúar“
DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri,
opnaði á laugardag sérstaka sögu- og
skipulagssýningu á Kjarvalsstöðum,
sem hefur hlotið einkunnaroröin
„Frá Skólabrú til Guliinbrúar".
Markmiðið með sýningunni er
að gefa borgarbúum og öðrum
landsmönnum tækifæri til þess að
kynna sér ýmsa þætti í skipulagi
Reykjavíkur, bæði úr nútíð og
framtíð. Sýningin verður opin til
20. maí. Meðfylgjandi mynd er
tekin við opnun sýningarinnar. Á
sunnudag flutti Páll Líndal lög-
maður erindi sem hann nefndi:
„Aldaskrá, spjall um þróun skipu-
lagsmála í Reykjavík undanfarin
100 ár“.
Innlagnir í fjár-
festingarsjóð
frestist til 1. júlí
LÁRUS Jónsson (S) og fjórir aðrir
þingmenn efri deildar Alþingis lögðu
fram í gær frumvarp til laga um
breytingu á lögum um tekjuskatt og
eignarskatt. Frumvarpið gerir ráð
fyrir að þrátt fyrir ákvæði laganna
þurfi innlögn 50% fjárfestingar-
sjóðstillags vegna rekstrarársins
1983 á bundinn reikning ekki að
hafa átt sér stað fyrr en fyrir 1. júlí á
árinu 1984. Innborganir á slíka
reikninga í júnímánuði 1984 skulu
bundnar í sex mánuöi talið frá inn-
borgunar eftir sex mánuði frá inn-
lagnardegi í stað þess að miðað sé
við fyrsta dag næsta mánaðar á
eftir innlögn. Gefst þannig færi á
því að nýta fjárfestingarsjóðstil-
lagið til fjárfestinga strax á
rekstrarárinu 1984 þrátt fyrir
óvenjusíðbúið uppgjör."
Stéttarsamband bænda:
Ekki réttlátt að vandi annarra
sé leystur á kostnað bænda
borgunardegi.
Auk Lárusar flytja frumvarpið
þeir Stefán Benediktsson (BJ),
Tómas Árnason (F), Valdimar
Indriðason (S) og Eyjólfur Konráð
Jónsson (S). í greinargerð segir
m.a., að vegna þess hversu breyt-
ingar á tekjuskattslögunum hefðu
verið síðbúnar gæfist rekstrarað-
ilum ekki tími til að ljúka upp-
gjöri nægilega snemma til að fyrir
liggi fyrir 1. júní nk. forsendur til
að taka ákvörðun um tillögur í
fjárfestingarsjóði skv. ákvæðum
hinna nýju laga. Því sé nauðsyn-
legt að veita eins mánaðar viðbót-
arfrest til innlagnar. Þá segir:
„Þykir einnig ástæða til að heim-
ila að innlögn í slíka reikninga í
júnímánuði 1984 sé laus til út-
ÞANN 9. maí sl. lækkaði ríkisstjórn-
in niðurgreiðslur ríkissjóðs á bú-
vöruverði. Niðurgreiöslur voru alveg
felldar niður á rjóma, osti, naut-
gripakjöti og kartöflum, en lækkað-
ar stórlega á öðrum vörum, svo sem
nýmjólk og kindakjöti. Þessar að-
gerðir hafa í för með sér verulegar
hækkanir á verði þessara vöruteg-
unda og hætt við að sala á þeim
minnki, segir í frétt frá Stéttarsam-
bandi bænda.
Stéttarsamband bænda vill
vekja athygli á, að ef dregur úr
sölu búvara, þá mun sá samdrátt-
ur lenda með fullum þunga á
bændastéttinni sem kjararýrnun,
þar eð engir markaðir eru fyrir
þessar vörur.
Stéttarsamband bænda mót-
mælir þessum aðgerðum og hvern-
ig að þeim er staðið. Ekki er rétt-
látt að leysa vanda annarra stétta
á kostnað bænda, enda gefur staða
þeirra ekkert tilefni til slíks.
Stéttarsamband bænda ítrekar
samþykktir síðasta aðalfundar
þess, um að stjórnvöld hafi sam-
ráð við stéttarsambandið um
framtíðarstefnu í niðurgreiðslu-
málum og um einstakar breyt-
ingar á þeim, og að komið verði í
veg fyrir sveiflur á verði búvara
vegna niðurgreiðslubreytinga.
Stéttarsambandið telur með
öllu óviðunandi að afkomu bænda
sé stofnað í meiri tvísýnu en orðið
er með aðgerðum sem þessum og
væntir þess að í framtíðinni verði
einnig tekið tillit til hagsmuna
bænda þegar leysa þarf vanda í
efnahagsmálum þjóðarinnar.
-—
Ert þú ekki samferða í sumar? - Síminn er 26900.
TÁÍÉÁHDS
25. maf verður 'sérlega ódýr 10 daga ferð til frlands. í maí og júní
skartar írsk náttúra sínu fegursta og óteljandi golfvellirnirsínu grænasta.
Hægt er að velja um ýmsa ferðamöguleika, en alltaf er innifalin
gisting með morgunverði tvær fyrstu næturnar á Burlington,
sem er4ra stjörnu hótel í miðborg Dublin. Þarmun umboðsmaður Úrvals
í Dublin aðstoða farþega við skipulagningu ferðaáætlana.
Flug og 2ja nátta gisting: Verð frá kr 10.100.-lnnifalið flug og 2ja
nátta gisting og morgunverður á Burlington.
Flug og bíll: Jrland erlítið landog þægilegtyfirferðar. T.d. eruaðeins
219 km frá Dublin þvert yfir til Galway og 309 km frá Dublin niður til
Killarney. Bíllinn erafhenturá Hótel Burlington að morgni27. maí. Verð
frá kr. 11.036.- Innifalið flug, 2ja nátta gisting og morgunverður á
Burlington, bíll í 9 daga með ótakmörkuðum akstri, söluskattur og
ábyrgðartrygging.
Frjáls eins og fuglinn: Hótelpassi, sem gildiráyfir20góðum hótelum
víðs vegar um írland. Ferðaáætlunin er gerð frá degi til dags, allt eftir
skapi ferðalanganna eða veðurquðanna. Þessi ferðamáti er tilvalinn
fyrir golfáhugafólk. Verðfrákr. 15.252.- Innifalið ftug.gisting
og morgunverðurá Burlington, bíll í 9 daga með ótakmörkuðum akstri,
söluskattur og ábyrgðartrygging og hótelpassi í 8 nætur.
Flug og sumarhús, í Killarney Lakeland Cottage, Kerry Caragh Village eða
Waterford Tramore Villas. Allt eru þetta ný og glæsileg sumarhúsahverfi
með fullkominni aðstöðu og stórglæsilegum húsum. 8 daga leiga á
4ra manna sumarhúsi kostar aðeins 5.750 kr., 6 manna
frá kr. 6.330.- og 8 manna frá kr. 7.400.- Flug, bíll og
sumarhús kostar frá kr. 12.473.-
Flug og sigiing: Ein vinsælasta aðferðin við að eyða
fríinu sínu á írlandi er að sigla á glæsilegum vatnabát um
hið rómaða vatnasvæði Shannon. 8 daga leiga á 4ra manna
bát kostar kr. 13.838.- Innifalið er þá einnig flutningur
milli Hótels og Shannon, tilsögn í meðferð bátsins og
kynnig á siglingaleiðum. Flug, gisting og morqunveróur
a Burlington og sigling kostar frá kr.13.560.-
FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL