Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
115. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skærur Sýrlendinga
og írana í Beekadal
Beirút, Sídon og Damaskus, 21. maí. AP.
SÝRLENSKUM hermönnum og írönskum byltingarvördum laust saman nærri
Balbeek í Bekaadal um helgina og stóð skothríðin í rúma hálfa klukkustund.
Ekki er vitaö hvað olli átökunum, en fremur hefur verið friðsamt með hersveit-
unum til þessa. Einn sýrlenskur hermaður lét lífið, en þrír byltingarverðir
særöust, tveir þeirra lífshættulega að því að talið er.
Ýmislegt þykir benda til þess að,
ísraelsmenn hafi í hyggju að draga,
herlið sitt í suðurhluta Líbanon
enn sunnar. Andstæðingar Israela,
á þessum slóðum segja þá vilja ala
á ófriði vegna þess að þeim mislíki
hin nýja þjóðstjórn, sem hefur-
Sýrlendinga að bakhjarli. Antoine,
Lahd, yfirmaður „suður-líbanska
hersins", sem Haddad major stýrði
á sínum tíma er á förum til ísraels
þar sem hann mun ræða við ráða-
menn um ný svæði í Suður-Líbanon
sem her hans á að.hafa eftirlit með.
Þar á meðal er hafnarborgin Sídon
þar sem miklar róstur hafa verið
að undanförnu.
Assad Sýrlandsforseti sagði í
viðtali við breska dagblaðið
Observer, að Sýrlendingar væru
hlynntir því að ísraelar fengju við-
unandi tryggingu gegn hernaði
Palestínuskæruliða á norðurlanda-
mærum sínum, svo fremi sem
líbönsk stjórnvöld byðu fram þá
tryggingu án íhlutunar annarra.
„Við viljum ísraela sem fyrst á
brott frá Líbanon og það blasir við
að það verður ekki fyrr en þeir hafa
fengið umbeðna tryggingu. Við
verðum að ganga svo frá að ísrael-
ar hafi enga ástæðu til að fara,“
sagði Assad.
Ró og friður ríkti í Beirút og
þótti óbreyttum borgurum það til-
breyting af betra taginu. Ástæðan
var talin vera sú, að tveir svarnir
fjandmenn slíðruðu sverðin og
settust á rökstóla. Voru það Valid
Jumblatt drúsaleiðtogi og Fadi
Frem, leiðtogi hinna kristnu „líb-
önsku hersveita". „Við áttum gagn-
legar viðræður," sagði Frem eftir
fundinn. Jumblatt tók í sama
streng og hélt til fundar við
Khaddam utanríkisráðherra Sýr-
lands.
ísraelar létu til sín taka er þeir
gerðu loftárásir á búðir shita nærri
Janta í Bekaadal, í austurhluta
Líbanon. Var það tíunda loftárás
ísraela á Líbanon á þessu ári.
Einnig var ráðist á ísraelskan her-
flokk í Sídon, handsprengju varpað
og hleypt af hríðskotabyssum.
Einn ísraelskur hermaður særðist
og einn líbanskur borgari féll.
Simamynd AP.
Saudi-arabísla olíuflutningaskipið Al Ahood í Ijósum logum eftir loftárás
írana skammt frá Kharg-eyju.
Ætla að skipuleggja
siglingaleið
Túnis, Manama, Kaíró, Nikósíu
ok ltaghdad, 21. maí. Al*.
SAUDI-ARABAR og fimm bandaríki
hafa nú í athugun að mynda nýja
siglingaleið í Persaflóa fyrir olíu-
flutninga- og birgðaskip, þar sem
viðkomandi lönd gætu tryggt skipum
þá vernd sem nauðsynleg er í kjöl-
farið á árásum írana á skip frá
Saudi-Arabíu og Kuwait.
Faisal, utanríkisráð-
herra Saudi-Arabíu, sagði í dag,
að ríki við Persaflóa „yrðu senn að
grípa til aðgerða“ til þess að
tryggja eðlilegar siglingar á þess-
um stríðshrjáðu slóðum. Á sama
tíma sagði utanríkisráðherra
Kuwait, að ekkert væri við því að
segja að Bandarikin eða önnur
vesturveldi sendu herskip og/eða
flugvélar til að vernda skip sem
sigldu með olíu á þessum slóðum.
í því sambandi má geta þess að
Ronald Reagan hefur í bréfi til
ráðamanna í Saudi Arabíu falast
eftir aðstöðu þar fyrir bandarísk-
ar herþotur.
Ali Khameini, forseti írans
Ólafur Jóhannesson látinn
ÓLAFUR Jóhanncsson, alþingis-
maöur og fyrrverandi forsætis-
ráðherra, andaðist aðfaranótt
sunnudagsins 20. maí. Hann fór
fyrir tæpum mánuði af Alþingi til
sjúkrahúsdvalar. Hann var siötíu
og eins árs að aldri. Með Olafi
Jóhannessyni er genginn einn
þeirra stjórnmálamanna sem mest
hefur kveðið að á undanförnum 15
árum. Þá var Olafur einnig í
fremstu röð íslenskra stjórnlaga-
fræðinga.
Ólafur Jóhannesson fæddist 1.
mars 1913 í Stóra-Holti í Fljót-
um. Foreldrar hans voru Jó-
hannes Friðbjarnarson bóndi
þar og kennari og Kristrún
Jónsdóttir kona hans. Ólafur
brautskráðist frá Menntaskólan-
um á Akureyri vorið 1935 og
lauk lögfræðiprófi í Háskóla ís-
lands vorið 1939. Eftir að hafa
stundað málflutning, starfað
fyrir Samband íslenskra sam-
vinnufélaga og stundað fram-
haldsnám í Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfn var hann skipaður
prófessor í lagadeild Háskóla ís-
lands í febrúar 1947 og kenndi
þar þangað til hann varð forsæt-
isráðherra 1971.
Starfsferill ólafs Jóhannes-
sonar var víðtækur. Samhliða
lagakennslu og margvislegum
trúnaðarstörfum öðrum ritaði
hann fræðibækur um stjórnskip-
un íslands og stjórnarfarsrétt
sem enn eru lagðar til grundvall-
ar við kennslu í Háskólanum.
Hann var á árinu 1979 gerður að
heiðursdoktor við háskólann í
Manitoba í Kanada.
Hann skipaði sér ungur í flokk
framsóknarmanna og valdist þar
fljótt til trúnaðarstarfa. Hann
sat í miðstjórn flokksins frá
1946, var varaformaður hans
1960 til 1968 og formaður 1968 til
1979. Tók setu á Alþingi 1957
sem varaþingmaður i Skaga-
fjarðarsýslu, var kjörinn þing-
maður sýslunnar 1959 og síðan
Norðurlandskjördæmis vestra
þar til hann bauð sig fram í
Reykjavík 1979, við endurkjör
1983, varð hann eini kjörni þing-
maður Framsóknarflokksins á
höfuðborgarsvæðinu.
Þegar Ólafur Jóhannesson tók
við formennsku í Framsóknar-
flokknum 1968 hafði flokkurinn
verið i stjórnarandstöðu við-
reisnarárin, eða síðan 1959. Að
loknum kosningum sumarið 1971
tókst Ólafi hins vegar að mynda
vinstri stjórn og var forsætis-
ráðherra til 1974. í rikisstjórn
Geirs Hallgrímssonar, 1974 til
1978, var ðlafur viðskiptaráð-
herra, dóms- og kirkjumálaráð-
herra. Ólafur myndaði annað
ráðuneyti sitt haustið 1978 og
sat það í rúmt ár, en í febrúar
1980 tók hann við embætti utan-
ríkisráðherra í ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen.
Á ráðherraárum sínum var
Ólafur Jóhannesson vinsæll
meðal þjóðarinnar án tillits til
þess hvernig menn skipuðust í
stjórnmálaflokka. Með hógværð
en festu stóð hann af sér svipti-
bylji. Sem utanríkisráðherra sté
hann hiklaust skref er efla ör-
yggi þjóðarinnar og treysta
sjálfstæði hennar.
Hinn 21. júní 1941 gekk Ólafur
Jóhannesson að eiga Dóru Guð-
bjartsdóttur sem lifir mann
sinn. Morgunblaðið vottar frú
Dóru, dætrum þeirra hjóna og
öðrum ástvinum samúð.
sagði á hinn bóginn að Bandaríkin
og önnur fylgilönd þeirra rétt réðu
því hvort þau sendu herskip eða
flugvélar til Persaflóa. Hann
sagði: „Bandaríkjamenn ættu að
hugsa sinn gang vel og vara sig. Ef
þeir skipta sér af þessari deilu
munu íranir sjá til þess að þeir fái
mun fastari kinnhest en í Líbanon
forðum."
Siglingar olíuflutningaskipa um
Persaflóa eru þegar í lágmarki,
sérstaklega eftir árásir Irana á
tvö saudi-arabísk olíuskip og eitt
frá Kuwait á alþjóðlegum haf-
svæðum síðustu dagana. óttast
olíuframleiðendur verulega um
sinn hag, ekki síst þar sem yfirlýs-
ingar stríðsaðila hafa magnast af
heift með hverjum deginum sem
líður. Barist var víða á vígstöðv-
unum í írak og var talsvert
mannfall á báða bóga. George
Bush, varaforseti Bandaríkjanna,
sagði fyrir skömmu, að útlit væri
fyrir að útilokað væri að leysa
Iran/írak-striðið eftir diplómat-
ískum leiðum.
ii
Duarte í Washington:
„Herinn mun
hlýða skip-
unum mínum
W ashington. 21. niaí. Al'.
JOSE Napoleon Duarte, verðandi
forseti E1 Salvador, ræddi við
Ronald Reagan forseta Bandaríkj-
anna í dag, og lauk þar með við-
ræðum og 4 daga ferð um Mið-
Ameríku og Washington. Duarte
sagði bæði við Reagan og frétta-
menn, að hann væri þess fullviss
að stjórnarherinn í E1 Salvador
væri þess reiðubúinn að hlýða
skipunum og taka þannig þátt í
uppbyggingu lýðræðis í landinu.
Hann sagði einnig að skorin yrði
upp herör gegn hinum alræmdu
dauðasveitum hægri manna og
starfsemi þeirra upprætt.
Sjá nánar á bls. 20.