Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 B 15 Leikfélag og karlakór: Jólavaka JÓLAVAKA Leikfélags Mosfellssveitar og karlakórsins Stefnis veröur haldin í Hlégarði á sunnu- dag kl. 21. Karlakórinn syngur undir stjórn Helga R. Einarssonar, en einsöngvari er Sigmundur Helgason. Leikfélagið flytur einþáttunginn Ferðin til skugganna grænu eftir Finn Methling og er í því verki sagt frá lífshlaupi konu frá vöggu til grafar. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur hugvekju og Stefnurnar sjá um kaffiveitingar. götu. Sýning þessi er önnur einka- sýning listamannsins og eru á henni landslagsmyndir og myndir frá sjáv- arsíðunni. Sýningin er opin frá kl. 16—22 virka daga og frá kl. 14—22 um helgar, en henni lýkur á sunnudag. Norræna húsið: Þræðir úr Ijóðum Snorri Sveinn Friöriksson heldur nú myndlistarsýningu (Norræna húsinu og mun hún standa til sunnu- dags. A sýningunni eru 50 myndir unnar á þessu ári út frá Ijóðum I nýrri Ijóðabók Sigvalda Hjálmarssonar, Víðáttur. Sýningin er 4. einkasýning Snorra Sveins og er hún opin frá kl. 17—23 virka daga og frá kl. 15—23 um helgar. ListmunahúsiÖ: Jólasýning Ellefu listamenn halda nú sýningu á verkum slnum f Listmunahúsinu við Lækjargötu. A sýningunni eru leirverk, tauþrykk og myndverk unn- in með ýmissi tækni. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Asrún Kristjáns- dóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Eyj- ólfur Einarsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Herborg Auðunsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kolbrún Kjarval, Llsbet Sveinsdóttir, Ólöf Ein- arsdóttir og Sigurður Örlygsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18, en lokað er á mánudögum. Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og högg- myndagarður Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagarðurinn, sem I eru 24 eirafsteypur af verkum listamanns- ins, er opinn frá kl. 10—18. Listasafn ASÍ: Verk Muggs I Listasafni Alþýðusambands Is- lands við Grensásveg stendur nú yfir sýning á verkum Muggs, Guðmund- ar Thorsteinssonar. Sýningin er haldin i tilefni útkomu listaverkabók- ar um Mugg eftir Björn Th. Björns- son. A sýningunni eru 66 þeirra lista- verka Muggs, sem birt eru I bókinni, olíumálverk, olfukrftarmyndir, vatnslitamyndir, teikningar, útsaum- ur o.fl. Sýningin stendur til 16. des- ember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14—22. Gallerí Borg: Sigurður Thoroddsen Nú stendur yfir f Gallerf Borg við Austurvöll sýning á verkum Sigurðar heitins Thoroddsen, verkfræðings. Sigurður hætti verkfræðistörfum að mestu árið 1974 og helgaði sig myndlist þau níu ár sem hann átti þá ólifuð. Flestar myndanna á sýning- unni eru málaðar á árunum 1974—1983. Gallerl Borg er opið frá kl. 10—18 virka daga og frá kl. 14—16 um helgar, en sýningu á verkum Sigurðar lýkur á mánudag. SAMKOMUR Orator: Lft í Borgina Orator, félag laganema, hyggst hleypa nýju lífi I starfsemi Hótels Borgar I vetur og gengst þvl fyrir dansleikjum þar um helgar frá kl. 22—03. Dansleikir þessir eru öllum opnir, en Orator heidur þá til að afla fjár, svo unnt sé að halda norrænt laganemamót hér á landi I ár. Árnagarður: Reyklaus jól (slenska bindindisfélagið, með aðstoð Krabbameinsfélags Reykja- vfkur, heldur námskeið fyrir þá, sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið veröur haldið i Arnagarði, stofu 201, og hefst þaö á sunnudagskvöld kl. 20.30. Stjórnandi og leiðbeinandi er Jón Hjörleifur Jónsson. Fjórir læknar flytja erindi, þeir Sigurður Björnsson, Kjarvalsstadir: listamenn FIMM LISTAMENN sýna nú verk sín í eystri sal Kjarvals- staöa. Það er þeir Magnús V. Guölaugsson, Pétur Stefáns- son, Steingrímur Þorvaldsson, Ómar Skúlason og Stefán Axel. Steingrímur og Magnús sýna verk, sem unnin eru á árunum 1983 og 1984. Stefán og Ómar sýna verk unnin á þessu ári og Pétur sýnir teikningar, sem einnig eru unnar á þessu ári. Sýning þeirra atendur til aöfangadags jóla og er hún opin alla daga frá kl. 14—22. Sigurður Arnason og dr. G. Snorri Ingimarsson, sérfræöingar í krabba- meinslækningum, og Sigurgeir Kjartansson, æðaskurðlæknir. Einn- ig flytur Eric Guömundsson, sjúkra- þjálfari, erindi. Innritun og upplýs- ingar eru i sima 36655. Hið íslenska bókmenntafélag: Aðalfundur Aðalfundur hins íslenska bók- menntafélags verður haldinn í Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskóla ís- lands, á morgun kl. 14. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 18.—21. grein félagslaga og 2. Vilhjálmur Arnason, lektor, flytur er- indi, sem nefnist Saga og siðferði. I fyrirlestrinum verður fjallað um þá viðleitni fræðimanna, sem athuga siðfræði íslendingasagna, að sýna fram á kristnar fyrirmyndir I boðskap sagnanna eða sanna heiðnina I þeim. Vilhjálmur Arnason færir að þvl rök, að þessi túlkunaraðferð dugi engan veginn til að veita innsýn I viðfangsefnið og heldur þvi fram, aö árangursríkara sé að greina siðferöi söguhetjanna I Ijósi þeirrar samfé- lagsgerðar, sem sögurnar lýsa. Norræna húsið: Holbergsminni A mánudag kl. 20.30 verður 300 ára afmæli Ludvigs Holberg minnst með hátíðardagskrá I Norræna hús- inu. Dagskráin hefst með þvl að Nýja strengjasveitin flytur Hol- bergsvítuna eftir Edvard Grieg. Ivar Eskeland, fyrrum forstöðumaður Norræna hússins, spjallar um Hol- berg og eftir hlé flytja leikararnir Guðmundur Pálsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Þorsteinn Gunnars- son og Guðrún Stephensen þætti úr leikritum Holbergs, Jeppa á fjalli, Æöakollinum og Johannes von Hak- sen. FERÐIR Ferðafélag íslands: ÚKarsféll Ferðafélagið fer I gönguferð á sunnudag kl. 13 og er þá gengið á Olfarsfell. Brottför er frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Ath. aug- lýsingu undir Félagsllf í Morgunblað- inu. Útivist: Slunkaríki Ferðafélagið Útivist heldur á morgun kl. 20 skemmtikvöld á Hverfisgötu 105. A sunnudag verður ganga frá Slunkarlki, sem er i ná- grenni Straumsvlkur, að Óttarsstöð- um. A mánudagskvöldið verður Tunglskinsganga og fjörubál. Geng- ið verður um Gjögur og Hvaleyri. 13 mm höggborvél, stiglaus hraðastillir, 0—3400 snún./- mín., snýst afturábak og áfram. 650 wött. PST 50 stingsög Sagardýpt í stál 3 mm, í tré 50 mm. 350 wött. 3000 slög/mín. Verð kr. 3.900,-. PSS 230 slípivél (juðari) 150 wött, slípiflötur 92x182, sveifluhraði 10.000 snún./- mín. Verð kr. 3.215,-. PSP 70 sett Málningarsprauta, 30 wött, afköst 70 gr/min., könnu- stærð 0,34 1. Verð kr. 1.728,-. PKP 15 límbyssa Límir öll efni fljótt og vel, t.d. tré, fataefni, málma, gler, leður og fleira. Límnotun 15 gr./min. Verð aðeins kr. 998,-. Gunnar Ásgeirsson hf. Sudurtandsbraut « Simi 9135200 reglulega af ölmm . fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.