Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 2. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANUAR 1985
37
VELVAKANDI
SVARAR í SfMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Við hjónin færum öllum þeim fjölmörgu er
heiðruðu okkur á gullbrúðkaupsdaginn 29.
desember sl. með heimsóknum, gjöfum og
skeytum. Hjartans þakkir. Megi hin eilifu
máttarvöld vernda ykkur öll um ókomin ár.
Kær kveðja.
Guðmunda ÞorbjörgJónsdóttir og
Guðjón Magnússon frá Kjörrogi.
Músikleikfimin
hefst mánudaginn 14. janúar. Styrkj-
andi og liökandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri. Byrjenda- og framhalds-
tímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi
Melaskola. Kennari Gígja Hermanns-
dóttir.
Uppl. og innritun í síma 13022 daglega
og um helgina eftir kl. 5.
4
„Ekkert sambærilegt mannvirki er til í landinu þótt aðeins vanti fá ár í þúsund ára afmsli krLstnitökunnar," segir
oréfritari m.a. um llallgrímskirkju.
Kirkjan, trúin,
vonin og menningin
í Velvakanda, þann 21. des. sl.,
er reitt hátt til höggs í fordæm-
ingu á Hallgrímskirkju, og sér-
staklega á söfnun til kaupa á stóru
orgeli fyrir hana, á sama tíma og
neyðin kveður dyra í Afríku og
víðar. Vissulega fer það eftir
smekk og aðstæðum hvenær og
hvernig skuli staðið að söfnun sem
þessari og auðvitað er einhver
tvískinnungur í kirkjunnar fólki
eins og reyndar öllum öðrum. En
það eru fleiri hliðar á þessu máli.
Nú sér fyrir endann á kirkju-
byggingu, er segja má að sé
smækkuð mynd af erlendum stór-
kirkjum. Ekkert sambærilegt
mannvirki er til í landinu þótt að-
eins vanti fá ár á þúsund ára af-
mæli kristnitökunnar. Höfuð-
ástæðan fyrir því er án efa alda-
löng fátækt þjóðarinnar, sem
löngum eyddi allri sinni orku í að
reyna að lifa af og gekk það mis-
jafnlega.
Þá undrar það margan hversu
stór hluti þjóðarinnar telur sig
trúaðan og reisir kirkjur í stórum
stíl, en sækir ekki reglulega þessar
sömu kirkjur. Ætli skýringin á
þessu sé ekki sú, að fólk er mis-
trúað á kenningarnar eins og þær
eru boðaðar, en trúir á, eða a.m.k.
vonar, að til sé göfugra afl í al-
heimi en oft ræður samskiptum
manna og þjóða. Kirkjur eru tákn
fyrir þessa von, og síst af öllu má
taka vonina frá þjóð sem löngum
hafði ekkert annað en öskuna til
að yrkja í. Hins vegar hafa svo
margar kirkjur risið á síðustu ára-
tugum, að líklegt má telja að
byggingaöldunni taki að linna á
næstu árum.
Að lokum verður hér minnst á
tónlistina, sem á svo margan hátt
er samofin kirkjunni. Mörg meist-
araverk eru samin fyrir voldug
orgel og fjölmenna kóra, einmitt
verk sem eru líkleg til að hefja
mannsandann yfir hversdagsleik-
ann. Hallgrímskirkju er ekki síst
Melasól
0898—3828 skrifar:
Melasól, (Papaver radicatum
Rottb.) sem þessi mynd er af til-
heyrir draumsóleyjarætt. Mela-
sól vex á melum og í skriðum en
blómin eru oftast brennisteins-
gul. Afbrigði eru til með hvítum
og bleikum blómum, en þau eru
sjaldgæf og friðlýst.
Islenskt Flóra eftir Agúst H.
Bjarnason segir að Melasól þótti
góð við svefnleysi (áður kallað
svefngras), verkum og sinateygj-
um. Af smáskornum blómum
búa til dropa, með því að leggja
þau i hvftvini i viku.
Tökum höndum saman, ríkis-
stjórn, Háskóli fslands, borgar-
yfirvöld og allir velviljaðir
áhugamenn, fáum náttúrufræði-
safn, sem sæmir menntaþjóð,
þar sem vísindamenn hafa góöa
aðstöðu til rannsókna og áhuga-
menn til þess að fræðast um
náttúru landsins.
ætlað að vera umgjörð þessarar
tónlistar. Þótt við legðum íslenska
menningu niður gætum við nánast
ekkert linað þjáningar umheims-
ins, síst af öllu þær er stafa af
valdagræðgi og illu stjórnarfari.
Fjölmargir hafa gefið smátt og
stórt til Hallgrímskirkju á um-
liðnum árum og áætlað er að hún
standi fullbúin á miðju ári 1986.
Getum við ekki látið þetta fólk í
friði með sín áhugamál? Búast má
við að margur eigi eftir að setjast
niður innan dyra á Skólavörðu-
holti og njóta þess að orgeltónar
fylli kirkjuskipið stóra. Helgi
Pjeturs mun einhvern tíma hafa
sagt, að hann hafi orðið uppnum-
inn af hrifningu er hann naut hins
sama í Notre Dame-kirkjunni í
París. Er það ekki annars um-
hugsunarvert, að þegar ferðamenn
hafa stutt stans í einhverri borg-
inni, þá sjá þeir oft ekkert annað
en nokkrar götumyndir i svip og
síðan aðalkirkju staðarins. Ætti
íslenska þjóðin að vera dæmd til
þeirrar fátæktar í andlegum og
veraldlegum efnum að geta aldrei
boðið upp á neitt slíku líkt?
Valdimar Kristinsson
Bflastæði
í Miöbænum
Hildur skrifar:
Ég er ein af þeim fjölmörgu sem
vinna í miðbæ Reykjavíkur.
Ástandið í bílastæðismálum er
hreint út sagt afleitt á þessu
svæði, eins og reyndar víðar.
Að vísu er búið að útbúa mörg
bílastæði svo sem á þaki Toll-
stöðvarinnar og við Seðlabanka-
húsið nýja svo eitthvað sé nefnt.
En það dugar skammt.
Ég hef tekið eftir því á ferð
minni um miðbæinn að víða eru
merkt einkabílastæði. Því langar
mig að spyrja hverjir hafi rétt á
þvi að kaupa sér bílastæði í mið-
bænum og hvað þau muni kosta?
1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40