Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 9. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985
Gissur Gissurarson
Selkoti - Minning
Gissur Gissurarson, fyrr bóndi
og hreppstjóri í Selkoti undir
Eyjafjöllum, er horfinn úr hópn-
um eftir 85 ára giftusama ævi og
góð er hvíldin eftir annasaman
dag. Mörgum er skylt og ljúft að
muna hann og þó engum eins og
samferðafólkinu hér í Austur-
-Eyjafjallahreppi. Gissur fæddist
hér góðum foreldrum í Eystri-
Skógum 5. júní 1899 og fluttist
með þeim á Drangshlíð vorið 1901.
Merkir og þekktir ættstofnar
stóðu að honum. Faðirinn, Gissur,
var sonur Jóns Hjörleifssonar
hreppstjóra í Eystri-Skógum og
konu hans, Guðrúnar Magnúsdótt-
ur frá Kanastöðum í Landeyjum.
Afi Jóns í Eystri-Skógum var Jón
Björnsson hinn ríki í Drangshlíð
sem lifir góðu lífi í bók Eyjólfs á
Hvoli, Afi og amma. Valgerður
móðir Jóns var dótturdóttir séra
Jóns Steingrímssonar.
Guðfinna móðir Gissurar var
dóttir Isleifs Magnússonar bónda
á Kanastöðum, bróður Guðrúnar í
Eystri-Skógum, og konu hans Sig-
ríðar Árnadóttur frá Stóra-
Ármóti af ætt Jóns lögsagnara á
Ármóti og Magnúsar Beinteins-
sonar í Þorlákshöfn. Amma þeirra
hjóna Gissurar og Guðfinnu, Guð-
rún ísleifsdóttir á Kanastoðum,
var eitt liðtækasta ljóðskáldið í
hópi sunnlenskra kvenna framan
af 19. öld.
Þau hjón Gissur og Guðfinna
ólust upp á miklum menningar-
heimilum og báru blæ þeirra alla
tíð. Gissur var búfræðingur frá
Hólum og kunni allra manna best
skil á því sem horfði til hagsældar
í búskap. Guðfinna var að sama
skapi vel verki farin í allri hús-
stjórn og forkur að dugnaði eins
og sagt var í þann tíð. Orð var á
því gert hjá Austurfjallamönnum
að Gissuri bónda þóttu störf þá
fyrst ganga vel á túni er kona
hans var komin þangað með hríf-
una.
Bæði áttu þau hjón jafnan þátt í
því að heimilið í Drangshlíð varð
víðþekkt fyrir góða hætti og gest-
risni. Gestnauð var þar mikil all-
an ársins hring, enda Gissur
hreppstjóri í sveitinni, viðriðinn
félagsmál margþætt, húsfreyjan
Ijósmóðir og heimilið í þjóðbraut.
Gissuri kynntist ég of seint, enda
aldursmunur mikill, en Guðfinnu
því betur á efri árum hennar og
dái fyrirmannlega framgöngu
hennar, hagar hendur og frjálsan
hug og víðsýnan.
Gissur yngri fékk gott vegar-
nesti úr garði föður og móður,
varð snemma álitlegur og röskur
maður og menntur vel. Hann var
elstur 12 systkina en af þeim dóu 5
í æsku. Ungur fór hann í útver til
Vestmannaeyja, sótti sjó margar
vertíðir á vélbátum og togurum en
vann búi foreldra sinna á sumrum
og kom sér upp bústofni. í félags-
lífi sveitar sinnar tók hann mik-
inn þátt og var einn þeirra vor-
manna, karla og kvenna, sem
stöfnuðu ungmennafélagið Eyfell-
ing árið 1922, og var í fyrstu
stjórn þess. Unga fólkið hér lyfti
þá Grettistaki í byggingu þjóð-
frægrar sundlaugar á Seljavöllum
og síðar samkomuhúss 1927.
Árið 1927 giftist Gissur Gróu
Sveinsdóttur frá Selkoti af ætt
Jóns ísleifssonar lögréttumanns
sem þangað fluttist um 1740. Voru
foreldrar hennar Sveinn Jónsson
frá Lambafelli og Anna Tómas-
dóttir frá Selkoti. Hófu þau bú-
skap í Holti undir Eyjafjöllum í
sambýli við séra Jakob ó. Lárus-
son. Þaðan man ég þau hjón fyrst
í æskublóma og geymi í góðri
minningu til þessa dags. Dvölin í
Holti varð aðeins eitt ár og frá
Holti var flutt að Felli í Mýrdal
1929 en hugurinn stefndi á heima-
slóðir og 1930 fluttu þau hjón á
ættarsetur húsfreyju, Selkot.
Þetta er lit.il jörð að víðáttu en
hafði jafnan verið hagsæl ábúend-
um. Saman gerðu þau hjón hana
að blómabýli með ræktun og húsa-
bótum.
Gissur í Selkoti unni jörð sinni
og sveit af heilum hug og félags-
málum fórnaði hann miklum tíma.
Hann var sýslunefndarmaður
Austur-Eyjafjallahrepps  1948—
1970 og vann á þeim tíma margt
gott verk fyrir sveit sína. Hrepp-
stjóri var hann frá 1968—1980 og
tók við af honum Kolbeinn sonur
hans. Má það markvert telja að
hreppstjórastarfið hefur gengið
óslitið í sömu ætt frá stofnun
Austur-Eyjafjallahrepps 1871. í
stjórn Ræktunarsambands Eyfell-
inga og Mýrdæla starfaði Gissur
um mörg ár, einnig í stjórn búnað-
arfélags sveitar sinnar og ýmsra
annarra félagasamtaka, hvar-
vetna liðsmaður góður. f stjórn
Byggðasafns Rangæinga og
Vestur-Skaftfellinga átti ég langt
og gott samstarf með Gissuri og
átti safnið þar jafnan öruggan
talsmann. Hann var safnaðarfull-
trúi Eyvindarhólasafnaðar fulla
þrjá áratugi og lengi prýddi hann
kirkjukór sveitarinnar með sinni
fögru bassaródd. Alls þessa er mér
ljúft að minnast að leiðarlokum.
Gissur setti mikinn og góðan svip
á mannlíf sveitar sinnar og hér-
aðs. Var hvarvetna eftir hohum
tekið. Hann var mannblendinn,
glaðvær og lagði gott til allra
mála. Hann var samvinnumaður
góður og fylgdi lengi Framsóknar-
flokknum að málum.
Gissur hafði góða yfirsýn at-
burða hér allt frá aldamótum og
var gott að ræða við hann jafnt
um liðna sem líðandi stund. Hann
var liðtækur vel við ljóðagerð og
lffgaði marga stund með ljóði eða
stöku. Að skilnaði minnist ég þess
að fáir fögnuðu mér og fjölskyldu
minni betur en Gissur í Selkoti
þegar við fluttum hingað að Skóg-
um undir árslok 1959. Með í för
voru foreldrar mínir aldraðir og
gömul kona sem lengi hafði unnið
í okkar þágu. Man ég að faðir
minn hló stundum við er Gissur
ræddi málin og sagði að einhvern
tíma hefði ekki þótt mikill fengur
að því að fá þrjú gamalmenni inn í
sveitina. Alltaf var gleðiauki að
því að fá Gissur í heimsókn og
marga stundina stytti hann for-
eldrum mínum með skemmtandi
samræðu er hann leit hér inn.
Þau hjón Gissur og Gróa gátu
með ánægju litið yfir farinn veg er
þau skiluðu jörð og búi í hendur
Kolbeini syni sínum sem nú er
sjöundi ættliður Selkotsættar sem
setið hefur jörðina frá því um
1740. Þau höfðu búið vel í haginn
fyrir framtíð og rækt með sóma
allar skyldur sínar við land og
þjóð. Börn þeirra, önnur en Kol-
béinn Gissur, eru: Anna Valgerð-
ur, Svanhvít, Guðfinna, Erna Stef-
anía og Þóra Hjördís, allar giftar
og búsettar í Kópavogi, Reykjavík
og Vestmannaeyjum.
Gissur í Selkoti var einn þeirra
manna sem aldrei hverfa í fjöld-
ann, álitlegur sýnum, mikill á
velli, glaðvær, góðviljaður, frjáls-
huga. Vinir hans allir kveðja góð-
an dreng. Sveit hans setti niður er
hann hvarf henni. Við leiðarlok er
gott að minnast þess að hafa átt
Gissur að vini og félaga á lífsleið-
Gissur hvarf úr svefni í fegurri
heim aðfaranótt 30. desember á
dvalarheimili aldraðra á Selfossi.
Ég talaði við hann í síma hjá fjöl-
skyldu sinni syðra. Ég flutti sveit-
ungum hans hér kveðju hans við
lok jólamessunnar í Eyvindarhól-
um. Þar hafði hann svo oft sungið
jólasálmana með okkur. Nú unir
hann við fegri söngva, svo sem
ættfaðirinn séra Jón Steingríms-
son sagði er hann minntist konu
sinnar horfinnar.
Gissuri í Selkoti eru hér fluttar
kveðjur og þakkir sveitunga. Konu
hans og börnum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Þórður Tómasson
Jólatrés-
skemmtun
Ktykk wholmi. 5. j»nú»r.
ÞAÐ hefir verið venja hér um öll jól,
ég held allt fri því að kvenfélagið var
stofnað, að efna til jólatrésfagnaðar
fyrir börn bcjarbúa. Sá kvenfélagið
um þetta um áraraðir og skipaði til
þess nefnd sem si um framkvæmdir.
Konurnar bókuou svo sjálfar og versl-
anir og vinir lögðu annað efni til.
Þar mættust bæjarbúar og
skemmtu sér með börnunum og var
þetta oft dásamleg skemmtun og
hafa margir haft orð á þvi siöar að
þeir sakni þessa fagnaðar eins og
hann var áður uppfærður. Hótelið
hefir einnig séð um þetta eftir að
kvenfélagið hefir sleppt hendi af
„barnaballinu". Nú slógu öll félögin
sér saman, þau er að atvinnurekstri
vinna í bænum, og buðu Stykkis-
hólmsbúum á jólaball á laugardag
milli jóla og nýárs og var það vel
þegið og notfærði fólk sér það. Þar
komu fram jólasveinar og aðrir
skemmtikraftar og i lokin var diskó-
tek.
Þetta var bara reglulega gaman,
sagði ein litil stúlka sem ég hitti
daginn eftir.
Árni.
» » ?
Um áramót í
Stykkishólmi
_ Stykkishólmi, 7. j«nú»r.
ÁRIÐ 1985 byrjar vel. Að vísu voru
mikil svellalög 1. janúar, en nú er allt
autt, en hrímþoka hefir grúft yfir á
morgnana. Sólin teygir sig yfir fjalla-
skörðin og það hefir sín áhrif.
Áramótafagnaður var hér hinn 4. í Fé-
lagsbeimilinu og matur sem hótelið sá
um. Var allt hið vandaðasta og ýmsu
fundið upp á til að gera stundina hátíð-
legri.
Þá mættu á þessa gleði Sieglinde
Kahmann og Sigurður Björnsson
óperusöngvari sem skemmtu við
mikinn fögnuð viðstaddra og setti
koma þeirra hingað veglegan blæ á
samkomuhaldið og allir ánægðir
með kvöldið.
Áramótabrenna var hér engin,
enda veður ekki til þess. Aftur á
móti var kveikt i brennu fyrir ofan
bæinn á þrettándakvöldinu og um
leið flugeldasýning og blys. Var það
mikil uppbót öldnum sem ungum í
hinu góða veðri.
Ánu.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
til sötu
Flugleiðir
Til sýnis og sölu hjá Bílaleigu Flugleiöa: Benz
309 árg. '78, sætabifreiö og Benz 307 árg.
'82, sendibifreiö.
Trésmíðaverkstæöi
til sölu:
Til sölu er trésmíöaverkstæöi mjög vel búiö
vélum. Verkstæöiö er í leiguhúsnæöi (1000
m2) og sölu fylgir hagstæöur leigusamningur
til a.m.k. 5 ára.
Upplýsingar veitir:
Lögfræöiskrifstofe, Sig. Albertssonar hdl.
Sími 18366 og 28138.
kennsla
Keramiknamskeið
Okkar vinsælu námskeiö eru aö hefjast.
Innritun í síma 26088.
Keramikhúsið hf.,
Sigtúni 3.
Námskeið
Batik — tauþrykk
Kynnist hinum eldgömlu austurlensku listum
batík og tauþrykki og skreytiö efni eftir þess-
um gömlu aöferoum.
Dag- og kvöldnámskeiö 1 til 2 í viku. Færan-
legir tímar fyrir vaktavinnufólk. Fáir í hóp.
Byrjaö 21. janúar.
Skráning þátttöku og aörar upplýsingar veitt-
ar í síma 44124. Kennari Guöbjörg Jónsdótt-
ir.
fundir — mannfagnaöir
Kópavogur — Þorrablót
Hiö árlega og sívinsæla Þorrablót sjálfstæö-
isfélaganna  í  Kópavogi  veröur  haldiö  í
Sjálfstæoishúsinu Hamraborg 1 laugardag-
inn 26. janúar nk. kl. 19.
Góö hljómsveit og skemmtiatriöi.
Miðasala veröur milli kl. 13 og 15 laugardag-
inn 12. janúar í Sjálfstæöishúsinu.
Undanfarin  ár  hefur  selst  upp  á  mjög
skömmum tíma, tryggiö ykkur miöa.
Stjórnir sjálfstæöisfélaganna
í Kópavogi.
lagsstarf
æðisflokksins]
\Sjálfstœðisflokksins
Sauöárkrókur
Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokkslns heldur fund í Sæborg mánudag-
inn 14. januar kl. 20.30.
Osgskré: Umræöa um bæjarmál.
Kaffiveitingar — Sjálfstæöisfólk fjölmennið
Stlórnln.
Aðalfundur fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélagnna
í Kópavogi
verður haldinn fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 20.30 í sjálfstæöishús-
inu i Kópavogi að Hamraborg 1,3. hæð.
Dagskra:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Ræða Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. Sjálfstæöisflokkurinn, frjáls-
hyggjan og baráttan um miðjuna.
Auglýsing frá Sjálfstæðis-
félagi Akureyrar
Sjálfstæðisfélag Akureyrar býður alla félaga og stuöningsmenn
Sjálfstæðisflokksins velkomna til fundar í tundasal flokkslns i Kaup-
angi við Mýrarveg, Akureyri, sunnudaginn 13. janúar nk. kl. 16.00.
Fundarefni verður: „Kvótakerfið — Kostir þess og gallar".
Frummæfendur verða: Björn Dagbjörnsson alþlngismaöur og Arni
Kristinsson útvegsm. Hrisey.
f jölmenniö og látiö skoöun ykkar í Ijós
Stjórntn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48