Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš C - Menning og listir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985
C    5
Og nú
er það afstrakt
Tveir kaflar sem eru brot úr óprentuðu samtali Matthíasar Johannessens við
Svein Björnsson listmálara birt í tilefni málverkasýningar Sveins á
Kjarvalsstöðum. Sýningin verður opnuð um nœstu helgi, en Sveinn verður
sextugur 19. febrúar nk.
I
Þegar við komum til Sveins Björnssonar í Krýsuvík
var Sveifluháls að hrista á sér úfinn makkann og kom
dokkblár undan nóttunni. Sveinn stóð í dyrunum og
bauð okkur velkomin. Húsið er sérkennilegt. Sveinn
hefur haft það á leigu, en Hafnarfjarðarbær tók á sig
rogg og lét honum það eftir næstu 20 ár endurgjalds-
laust í viðurkenningarskyni fyrir list hans og starf.
Húsiö var reist yfir væntanlegan bústjóra. Nú situr
Sveinn þar í kyrrðum.
Sveinn er rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði,
sherlok eins og hann segir sjálfur. Þar hefur hann átt
heima lengi. Þar leigði hann Gunnlaugi Scheving í einn
tima. Gunnlaugur byggði þar hús, en taldi þar væri
reimt. Þá bauðst Sveinn til að sofa i húsi Gunnlaugs.
Gunnlaugur varð undrandi á þessu tilboði og taldi Svein
til karlmenna. Það hefur fleiri þótt sem hafa lesið gagn-
rýni um Svein. En þegar verst gegnir færir hann sig
innar á heiðina. Hann er Bjartur i Sumarhúsum ís-
lenzkrar myndlistar. Hann hefur farið með andlitin sin,
köngurlóarvefina, fuglana og blómin inná heiðina.
Myndlistin er hans Ásta Sóllilja. Og hann hefur yndi af
köngurlóunum. Þær eru listelskar, segir hann. Köng-
urlóarvefir eru mín liststefna. Hann hefur ekkert hirt
um mótbyr í listinni, en haldið ótrauður áfram og látið
sköp vaxa eins og segir i Atlamálum. Ég hef reynt að
láta ekki fang á mér fá, en samt hefur oft verið hert að
mér, segir Sveinn. En ég hef aldrei orðið heitur af því.
Sveinn er rómantiskur expressjónisti. Látið tunglið
vera(!) er lífsstefna hans. Látið köngurlóarvefi eiga sig,
þeir eru listaverk! Eina tilgangslistin sem á rétt á sér.
Og ég skil, bætir hann við. Hann er með seltu sjómanns-
ins í blóðinu. Ég hef einu sinni steytt á skeri, segir
hann, og það er nóg! Þá var ég háseti á Faxaborg. Við
strönduðum á Hraunhafnartanga í byl og myrkri. Yfir-
gáfum dallinn í brimgarðinum og komumst við illan
leik i land, en allir menn héldust. Þá var gott að fá
volgan mjólkursopa á bænum Harðbak eftir volkið.
Listin hefur stundum verið mér harðbakshestur. En það
er i kvölinni sem maðurinn skírist. Og búkarlar hafa oft
gert sig digra á íslandi. Gunnlaugur Scheving hafði
ofnæmi fyrir draugum eins og ýmsu öðru sem hann
þurfti að glíma við. Hann hafði einnig ofnæmi fyrir
raka og fékk lyf við því. Hann hafði ofnæmi fyrir
Kjarval undir lokin, en við því voru engin lyf.
Sveinn kynntist Gunnlaugi 1949, þá var hann 24 ára
gamall. Hann leit upp til Gunnlaugs og lærði af honum.
Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa lært af Gunn-
laugi, segir hann þegar við erum gengnir til stofu.
Nauðsynlegast af öllu er að rækta garðinn sinn, finna
sinn eigin persónulega stíl. En það getur maður ekki
gert nema með aðstoð annarra. Ég hef leitað að sjálfum
mér i öðrum. Að sjálfum mér gegnum marga. Og ég hef
verið sívinnandi. Sveinn hefur sagt i samtali, að hann
nenni ekki að vera latur.
Þegar við ókum meðfram Kleifarvatni sáum við tvö
hús blasa við sunnan eða austan vegar. Refa- og svína-
bændur eiga heima i öðru, en Sveinn i hinu. Bláu stein-
húsi með rauðu þaki. Þegar við ókum í hlað, sáum við
myndlistarverk í garðinum. Þau eru gerð úr gúmmí-
dekkjum og ýmsu járndóti. Sveinn flikar ekki þessum
hugverkum sínum. En þau eru eins og kennileiti, það
leynir sér ekki að hér býr myndlistarmaður, hvað þá
þegar inn er komið. Á öllum hurðum eru myndir sem
hann hefur gert til að merkja sér húsið og málverk eftir
hann sjálfan og aðra um alla veggi. Ég kaupi stundum
myndir af ungum málurum, segir hann, skipti stundum.
Hef gaman af verkum ungs fólks, einkum ef það er að
leita að sjálfu sér í myndunum, en ekki öllum öðrum.
Sveinn hefur áhyggjur af ungu fólki, þegar það lendir í
umhverfi þar sem eru fíkniefni. Það þarf enga sérstaka
hæfileika til að fara f hundana í Amsterdam, segir
hann. Hann er ekki einungis listmálari, heldur einnig
rannsóknarlogreglumaður. Geymir hasspipur í skrif-
stofunni sinni til minningar. Það er að vísu svo, segir
hann, að menn héldu það væri ekki hægt að vera list-
málari og logreglumaður. Þú þekkir þetta, Matthfas.
Það átti enginn að geta verið ritstjóri og skáld, þótt það
hafi verið reglan áður fyrr. Sumir íslendingar eru ginn-
keyptir fyrir svona dellum. Og nú fór hann að tala um
að hann hefði framan af átt nokkuð erfitt uppdráttar.
Þeim þótti ég vera skrýtinn, segir hann, og líklega þykir
einhverjum það enn. Hún er falleg þessi mynd af andlit-
inu hér á hurðinni, segi ég. Já, finnst þér það, segir
hann. Kannski andlitin mín þyki einhvern tíma dálítið
sérstæð, hver veit? Ðanir halda vist að fyrirmyndin sé
Karen Blixen. Þekkir þú hana? Eg hef séð mynd af
henni, svara ég. Þetta er líklega rétt hjá þeim(!)
Fór nú að sýna nýjustu myndirnar. Þetta er bylting,
segir hann, og afhjúpar hverja stórmyndina af annarri.
Ég get ekki alltaf verið að hjakka í sama farið. Eg verð
að gera eitthvað nýtt. Og nú er það afstrakt. Ég er að
fara hringinn. Ætli þeir segi ekki eina ferðina enn að ég
sé stórskrýtinn og klikkaður! En það gerir ekkert til, ég
er ýmsu vanur. En þetta er eiginlega ekkert nema natt-
úran. Ég hef tekið þessa liti upp eftir landslaginu hér i
Krýsuvík. Og einn og einn steinn talar í stöku andliti.
En ég er mýkri í litum en áður. Þeir hafa mildazt.
Litirnir voru orðnir svo sterkir hjá mér.
Nú kallar hann mig að glugganum. Sérðu þetta vatn,
segir hann. Veistu hvað það heitir? Nei, segi ég, en þetta
er gamall gígur. Það heitir Gestsstaðavatn. Finnst þér
það ekki fallegt? Ég hef notað lögun vatnsins í þessum
málverkum. Og andlitin í nýju myndunum eru úr um-
hverfinu. En Birgitta Engilberts, dóttir Tove og Jóns
Engilberts, vinkona Sveins, segir: Ég kann misjafnlega
við mig i Krýsuvík. Fjöllin eru svo dimm og óskemmti-
leg í vondum veðrum. En húsið er hlýtt eins og Sveinn.
II
Júliana Sveinsdóttir listmálari var móðursystir
Sveins Björnssonar. Hún hafði hrjúft yfirborð, minnti á
berangurinn við Krýsuvík. En undir þessu yfirborði var
eldur. Þetta er raunar gott fólk segir Sveinn. En Júlíana
var hörð við mig. Gagnrýndi mig óspart. En þegar Jan
Zibrandtsen hrósaði mér i Berlinske Tidene eftir sýn-
inguna 1962, sneri Júlla við blaðinu. Ekki mátti á milli
sjá, hvort þeirra var harðara i horn að taka, Júlla eða
Valtýr Pétursson. Hann hafði að vísu farið nokkuð góð-
um orðum um fyrstu sýninguna mína, en svo byrjaði
ballið: Heimur versnandi fer sagði hann á næstu sýn-
ingum. Ég hugsaði með mér: Þetta eru liklega gull-
hamrar: Það hlýtur að vera mikil viðurkenning að segja
að ég sé heimur. Við það sætti ég mig. Eg átti undir
hogg að sækja. En þegar ég sýndi 1978, sagði Valtýr: ...
og nú er ég kominn i hring, því að ég hafði vissulega
ánægju af þessum tveim sýningum Sveins.
Við fórum fram í gang. Skoðuðum myndirnar á veggj-
unum, gamlar myndir málaðar með vatnslitum og oliu.
Ég á mynd í þessum dúr, segi ég. Já, ég man eftir henni,
ansar Sveinn. Bætir svo við hugsi: Það ér nokkuð góð
mynd. Ég gætti þess að hafa andlit með, sagði ég.
Við virtum fyrir okkur myndirnar á veggjunum. Ég
hef haldið mínu striki, segir Sveinn. Og mér hefur alltaf
lagzt eitthvað til. Ég missti framan af fingri í sumar.
Það var sárt. Ég skellti á mig hurð í vonzkukasti yfir
því hvað myndirnar væru lélegar. En ég tók þetta sem
bendingu um að ég ætti að mála mikið i sumar. Góður
bóndi hefur þræl á hverjum fingri og ég fékk veikinda-
frí frá lögreglunni í tvo mánuði og gat sökkt mér niður
i málaralistina. Það skiptir ekki öllu máli, hvað fing-
urnir eru langir. Þeir segja í lögreglunni að ég hafi
verið orðinn of fingralangur. Mér dettur ekki i hug að
bera á móti því ég hafi verið fingralangur, þegar ég var
að byrja í listinni. En ekki lengur.
Póstverslunin Príma     pósthólf 63,     222 Hafnarfjöröur     Pöntunarsími 91-651414   (allan sólarhringinn)
Ótrúlega lágt verö á þessum handklæðum
Aöeins
kr. 1.150.-
20 stk. í
setti
2 mynstruð baohandklæöi 56x112 sm
2 einlit baöhandklæði 56x112 sm
2 mynstruö baöhandklæði 38x64 sm
2 einlit baðhandklæði 38x64 sm +
4 stk. mynstruó gestahandklæði
4 stk. mynstraöir þvottapokar
30x30 sm
4 stk. einlitir þvottapokar 30x30 sm
Baðhandkiæði — 20 stk. í setti
MEIRIHÁTTAR TILBOÐ
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Vínsamlegast sendið mér ettirfarandi:
Nafn__________________________
Heimílí
Póstnr./staður
Sendist til:
Póstverslunin Príma, pósthólf 63,
222 Hafnarfjörður, sími 91-651414.
? Handklæðasett kr...
D Hjálögð greiðsla kr...
(ekkert póstburðargiald)
D Sendist í póstkröfu
(póstkröfukostnaður
kr. 68,50
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8