Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1986 In memoriam: Ragnheiður Boga- dóttir frá Búðardal Látin er í Reykjavík, eftir mjög langdregin og seigdrepandi veik- indi, amma mín Ragnheiöur Boga- dóttir, fyrrum húsfreyja á Frakkastíg 6A hér í bæ. Við vor- um á tímabili farin að halda að Almættið hefði hálfvegis gleymt þessu örveika skari, sem hélt áfram að blakta daufum loga hvert árið af öðru, í rauninni löngu hætt að lifa og þó án þess að geta dáið. Sem betur fer reyndist það þó ekki vera svo. Það er síst að taka of djúpt í árinni, þótt sagt sé um ömmu, þar sem hún þreyði sína löngu sjúk- dómslegu, að þar færi kona, sem muna mætti sinn fífil fegri. Hún fæddist vestur í Búðardal hinn 27. ágúst 1901 og voru foreldrar henn- ar hjónin Ragnheiður Sigurðar- dóttir Johnsen frá Flatey á Breiðafirði og Bogi Sigurðsson, bóndi og kaupmaður í Búðardal. Ragnheiður Johnsen var dóttir Sigríðar Brynjólfsdóttur Bogason- ar Benediktsen í Flatey og manns hennar Sigurðar Johnsen, kaup- manns í Flatey. Bogi, maður henn- ar, var sonur Sigurðar Finnboga- sonar, bónda á Sæunnarstöðum í Hallárdal, og konu hans, Elísabet- ar Björnsdóttur. Hann rak verslun { Búðardal og búskap á Fjósum. Þau Ragnheiður eignuðust fjögur börn er upp komust, en þau eru nú öll látin. Elstur var Jón, bryti á Dettifossi. Hann fórst þegar skip- inu var sökkt í hafi í febrúarmán- uði 1945, átti fyrr Þórdísi Finns- dóttur og síðar Friðmeyju Ósk Pétursdóttur. Jón var barnlaus, en þau Þórdís ættleiddu dreng nýfæddan, Ólaf Jónsson, blaða- mann á Þjóðviljanum. Næstelst var Sigríður Bogadóttir, gift Jóni Halldórssyni, söngstjóra Fóst- bræðra. Þau eignuðust eina dótt- ur, Ragnheiði J. Ream, listmálara. Næstyngst var Ragnheiður, sem hér er minnst, og yngstur Sigurð- ur Bogason, bæjarskrifstofustjóri í Vestmannaeyjum, átti Matthildi Ágústsdóttur, sem lifir mann sinn, og með henni sjö börn, þau Guðrúnu, Ragnheiði, Boga, Hauk, Þórdísi, Þorstein og Sigurð. Frá Búðardal átti amma góðar og skemmtilegar minningar. Það þurfti enginn að láta sér leiðast í fjörunni niðrundan kaupmanns- húsinu. Stundum fóru börnin inn til pabba síns, þar sem hann sat í þykku skýi af vindlareyk að yfir- fara óskiljanlega reikninga og yf- irskilvitleg fylgiskjöl. Þegar þau báðu um brjóstsykur, máttu þau einlægt fá þrjá mola. Brjóstsykur- inn var geymdur í háum, sívölum stömpum úr blikki. Svo var aftur farið niður í fjöru að fleyta kerl- ingar á sjónum ellegar tína skelj- ar og kuðunga. Stundum beit krabbi í tána á manni. Eða maður datt af baki á honum Rauð. Amma missti móður sína, þegar hún var tíu ára. Ragnheiður John- sen lést 5. október 1911, aðeins 44 ára að aldri. Hún þjáðist af hja- rtveiki og leitaði sér lækninga bæði í Reykjavík og í Kaupmanna- höfn, þaðan sem hún skrifaði ömmu mjög fallegt og vel stílað bréf, sem amma geymdi alla ævi síðan. Ragnheiður var mjög fögur kona. Bogi kvæntist öðru sinni hinn 3. júní 1913 frænku sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur, kennslukonu, dóttur hjónanna á Kjalarlandi í Vindhælishreppi í Austur-Húna- vatnssýslu. Bogi og Ingibjörg voru systrabörn. Ingibjörg hafði numið í Kvennaskólanum á Ytri-Ey og í Reykjavík og kenndi börnum í 11 vetur um og eftir aldamótin, þar af 4 vetur í Höskuldsstaðasókn. Hún kenndi við Kvennaskólann á Blönduósi 1908 til 1913. Þá gekk hún að eiga Boga i Búðardai og reyndist stjúpbörnum sínum fjór- um hin besta móðir og naut mikils ástríkis af þeim. Þau Bogi ólu upp dótturson hans, Boga Þorsteins- son, flugumferðarstjóra á Kefla- víkurflugvelli. Ragnheiður Bogadóttir flutti ung til Reykjavíkur og nam tannsmíðar; starfaði við þá grein um hríð. Hinn 8. janúar 1921 gift- ist hún afa mínum, Gunnari Ólafssyni, læknabílstjóra, syni Ólafs kaupmanns Ásbjarnarsonar frá Innri-Njarðvík og Vigdísar Ketilsdóttur hreppstjóra og dannebrogsmanns Ketilssonar i Kotvogi í Höfnum. Afi fæddist hinn 18. febrúar 1891, nú nýorðinn 94 ára og dvelur í góðu yfirlæti hjá dóttur sinni og tengdasyni í Kvistalandi 19 í Reykjavík. Hann var bifreiðarstjóri í 60 ár og öku- kennari, en lærði í öndverðu hús- gagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni og co. á Skólavörðustíg 6, lauk prófi í þeirri grein 1913. Afi ók læknabílnum af helgri köllun, tók starf sitt alvarlega og var vinsæll mjög af næturlæknunum, enda mun hann hafa séð svo til, að þeir sofnuðu ekki á verðinum. Við síð- ustu talningu reyndust góðkunn- ingjar afa í læknastétt 86 talsins, flestir dauðir nú. Afi heldur því fram, að Ingi- björg hafi sent Boga suður, þegar fréttist um samdrátt þeirra ömmu, að skoða gripinn. Þeim tengdafeðgum samdi óðara vel og eitt er víst, að þegar Ingibjörg frá Búðardal flutti suður eftir að hafa verið ekkja fyrir vestan í 12 ár (það var árið 1942) þá vildi hún hvergi annars staðar vera en hjá Ragnheiði og Gunnari á Frakka- stígnum og var henni þar búið virðulegt ævikvöld. Hún geymdi dýrgrips, styttu af tré, sem lengi var talin mynd Ólafs helga Nor- egskonungs og hétu menn á stytt- una sér til árs og friðar; loguðu ljós fyrir styttuna dag og nótt að kalla, og það jafnt fyrir því, þótt afi væri manna eldhræddastur. Síðar gerði Kristján Eldjárn þá uppgötvun, að myndin væri þriðji parturinn af helgimynd af heil- agri þrenningu, föður, syni og heilögum anda. Hún er nú geymd í Þjóðminjasafni í heillegri mynd. Afi ávarpaði tengdamóður sína aldrei öðru vísi en frú Ingibjörgu, póstmeistara og símstöðvarstjóra frá Búðardal, en hún sparaði ekki titlatogið að sínu leyti og kallaði afa herra næturlæknabílstjóra ólafsson. Frú Ingibjörg lést hinn 5. október 1970. Afi og amma eignuðust fimm myndarleg börn, Jóhönnu (lést 12. janúar 1985), Ingibjörgu, Ragn- heiði, Elísabetu og Olaf. Þau reyndust hvort öðru vel og var heimili þeirra jafnan mikil miðst- öð mannfunda í þessari stóru fjöl- skyldu og frá því stafaði blessun, sem margir urðu aðnjótandi, svo skyldir sem óvandabundnir. Þau voru alltaf fundvís á það, sem öðr- um kom vel, hvort heldur voru börn eða fullorðnir. Margir þeirra, er nú hjara, eiga fagrar og góðar minningar af Frakkastfgnum og sumarbústaðnum góða við Hólms- árbrú. Þeim var lagið að vekja í kringum sig stemmningu, sem var einkar heilnæm og traustvekjandi fyrir unga drengi og stúlkur. Áður hafði afi eignast dóttur, Huldu. Amma bar alla tíð með sér góð ummerki uppruna síns. Hún hafði mikið yndi af fögrum listum og bar með sér þetta aristókratíska yfirbragð, sem verður til í góðum húsum. Hún var orðvör og með af- brigðum umtalsgóð, en hafði þó kímnigáfu í besta lagi. Ég heyrði hana aldrei leggja nema gott til manna og málefna og hún hafði kórrétta lífsskoðun að mínu viti; ég var ekki hár í loftinu, þegar hún kenndi mér bænir og vers. Hún hafði sérstakt uppáhald á bænarversi síra Hallgríms Pét- urssonar: Hveitikorn þekktu þitt/ þá upprís holdið mitt/ í blindni barna þinna/ blessun láttu mig finna. Ógleymanleg eru kvöldin á Frakkastígnum, þegar við sátum inni í stofu að hlusta á útvarpið. Amma hafði mikið uppáhald á Þorsteini Ö. Stephensen og MA- kvartettinn var eftirlætis söng- grúppa hennar, eins og sagt væri nú á dögum. Sjálfur ólst ég upp hjá afa og ömmu, þangað til ég var á fjórða árinu og foreldrar mínir gengu í hjónaband og stofnuðu heimili. Fyrir allt hið góða atlæti þeirra og hlýhug í minn garð, bæði þá og síðar æ, vil ég nú þakka heitu hjarta. Mér fannst amma mjög skemmtileg kona. Og ég held að Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLl skal vakin á því, að afmælLs- og minningargreinar verða að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miöviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Móöir okkar, ÓLÖF HALLDÓRSDÓTTIR frá Miövík, Steinageröi 14, Reykjavfk, lést i Öldrunardeild Borgarspitalans föstudaginn 1. mars. Börn. t Móöir min, tengdamóöir og amma, HALLBJÖRG INGVARSDÓTTIR, lóst i Hafnarbúöum laugardaginn 2. mars. Árni I. Magnússon, Guöfinna Gissurardóttir, Jón A. Árnason, Sigurveig Björgólfsdóttir, Halla Margrét Árnadóttir. t Móöir okkar, GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, lést á Sólvangi, Hafnarfiröi, 3. mars sl. Lilja Eygló Karlsdóttir, Sigrföur Karlsdóttir, Ingigeröur Karlsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir. Systir okkar t GUDBJORG INGVARSDÓTTIR frá Klömbrum, Austur-Eyjafjallahreppi, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 3. mars. , Brssöur hinnar látnu. t Eiginkona min, móðir og tengdamóöir, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Vesturgötu 37, lést aö Hrafnistu sunnudaginn 3. mars. Oddur Oddsson, Gunnar Oddsson, Erna Magnúsdóttir og fjölskylda. t STURLA STEINDÓR LAMBERT STEINSSON, lést hinn 1. mars. Aóstandendur. t Sonur okkar og bróöir, EINAR ÞÓR AGNARSSON, lést þann 1. mars. Elfnborg Þórarinsdóttir, Agnar Einarsson, Ævar Agnarsson, Ragnar K. Agnarsson, Erna Agnarsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JENS HÓLMGEIRSSON, Kleppsvegi 10, lóst 1. mars. Olga Valdimarsdóttir, Anna Jensdóttir, Siguróur Jónsson og barnabörn. Eiginmaöur minn. t HÁLFDANHELGASON, bifvélavirki, Fálkagötu 25, Reykjavfk, lóst 2. mars sl. Þórdfs Hansdóttir. Faöir okkar. t INGVAR PÁLMASON, skipstjóri, Barmahlfð 20, Reykjavfk, lóst 2. mars sl. Auöur Ingvarsdóttir, Pálmi Ingvarsson, Siguröur Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.