Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 3. APRÍL 1985 John og Rene — dúfan og ránfuglinn sem urðu vinir. Dúfa og haukur frá Danmörku Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: ísfuglarnir — Isfugle ★ ■/2 Dönsk. Árgerð 1983. Handrit: Hans Hansen, Sören Kragh-Jac- obsen. Leikstjóri: Sören Kragh- Jacobsen. Aðalhlutverk: Peter Hesse Overgaard, Michael Ehlert Falch. Danir eru orðnir stórveldi í norrænni kvikmyndagerð, sagði forstjóri Háskólabíós í fjöl- miðlaþættinum i útvarpinu á sunnudagskvöld. Þetta er alveg rétt. Frá Danmörku koma nú frísklegustu myndir sem gerðar eru á þessum slóðum. Og þær koma hingað. Háskólabíó, i sam- vinnu við Regnbogann og með stuðningi norrænu ráðherra- nefndarinnar, hefur flutt hingað sýnishorn af því sem Danir eru að framleiða og er þetta hið ánægjulegasta framtak. Dönsku fulltrúarnir sem hingað hafa komið undanfarna mánuði, t.d. Kundskabens Træ eftir Nils Malmros, Zappa eftir Bille Aug- ust og nú Isfugle eftir Sören Kragh-Jacobsen, eru allar prýddar inanneskjulegri hlyju, virðingu fyrir viðfangsefni sínu sem er fólk, flókið og venjulegt fólk, einkum ungt fólk f glímu við þann vanda að verða fullorð- in. Dýpst af þessum myndum er Zappa — einhver besta mynd sem ég hef séð síðustu árin. Sfst af þessum myndum er þvf miður sú mynd sem nú er sýnd, Isfugl- ene. Þeir Kragh-Jacobsen og rit- höfundurinn Hans Hansen, sem áður hafa unnið saman m.a. að gerð Sjáðu sæta naflann minn eftir samnefndri unglingabók Hansens, leggja upp með ágætt efni. Tveir ungir drengir hittast fyrir einskæra tilviljun í nokkr- ar mínútur árið 1967. Árið 1983 hittast þeir aftur fyrir tilviljun og þá tekst með þeim vináttu- samband sem myndin lýsir. Þetta eru ólíkir ungir menn. John er blíðlegur og óframfær- inn, starfar í rafstöð en sækir lífsfyllingu mest i fuglafræði ýmiskonar, einkum dúfna. Rene er allur undinn í sálinni, þjakað- ur af grimmri æskureynslu, fjandsamlegur gagnvart um- hverfi sínu, en blæðandi sár und- ir niðri. Hann er efni i krimma. Hans fuglar eru ránfuglar. Það vantar talsvert upp á að þessir einstaklingar og samband þeirra fái fullnægjandi úr- vinnslu. John er ótrúlega mikil gufa og þrátt fyrir einatt næm- legan leik Peters Hesse Overga- ard gengur persónan ekki upp. Michael Ehlert Falch sem Rene á í töluverðu basli við mótsagnir persónunnar og leikararnir báð- ir fá of litla aðstoð leikstjóra og handritshöfundar. Myndin er stundum stirðlega sviðsett. í henni er eitthvert kraftleysi eða karakterleysi. Og skelfing er öll þessi fuglasymbólík f kvikmynd- um orðin þreytandi. 1 Isfuglene er fuglatáknum dritað um allt yfirborðið. Þau liggja þar eins og hvert annað líflaust hráviði og hafa ekki aðra verkan en vekja athygli á getuleysi höfunda til að dýpka efni sitt með dramatísk- um hætti. Aftur á móti eru nokkrar athyglisverðar senur í Isfuglene, — einkum af söluferð- um John og Rene með ólöglegt bensín um skuggahverfi Kaup- mannahafnar. En vonandi fáum við að sjá fleiri Dani í bió áöur en langt um líður. „Kontra" A, B, D, E, F, H, 1968-9 - Hörruddi. Myndlist Bragi Ásgeirsson Finnsk iðnhönnun og listiðnað- ur er heimsþekkt úrvalsvara, og er gerð hvers konar textíla engin undantekning. Á fjörur okkar hefur rekið stór- merkilegan vitnisburð þessa, sem eru tvær sýningar önnur í anddyri Norræna hússins, en hin Kjar- valsstöðum. Annars vegar eru forn klæði og skart, Kalevala Koru, en hins vegar er yfirgrips- mikil sýning á hluta lífsverks textílhönnuðarins Dóra Jung (1906-1980). Hér er um að ræða einn nafn- togaðasta listhönnuð Finnlands á þessari öld, er hafði gríðarmikil áhrif á þróun textíla i Finnlandi, auk þess sem hún opnaði augu manna fyrir fagurfræðilegu gildi listiðnaðar og iðnhönnunar. Dóra Jung fæddist í Helsingfors og var af áhrifavöldum á menningarsvið- inu komin. Faðir hennar og föð- urbróðir voru báðir fulltrúar nýrr- ar formbyltingar í finnskri húsa- gerðarlist. Samræmi hugmyndar og uppistöðu var og ríkur þáttur í byggingu verka hennar og hún skildi vel þýðingu bita, bjálka og rýmis, svo hér sé talað í líkinga- máli. Uppbygging verka hennar gat þannig minnt á húsagerðar- list, verið í besta lagi arkitektón- ísk, eins og það nefnist á fagmáli. Við sjáum þessa mörg dæmi á sýningunni á Kjarvalsstöðum og einnig, aö stílar i húsagerðarlist tuttugustu aldarinnar hafa haft áhrif á verk hennar. Einfaldleik- inn getur t.d. minnt á fúnksjónal- ismann — hagkvæmnisstefnuna. Einlitir og stórir dúkar hennar búa yfir litrænum krafti og arkit- ektónískri fegurð. Þurrkaðar eru út allar tilviljanir til hags fyrir skýrleika, heiðarleika og hnitmið- aða burðargrind. Þekking Dóru Jung á þeim efn- um, er hún vann úr, var með ólík- indum og hefur sá, er hér ritar, ekki áður séð jafnmikla breidd i lífsverki einnar textíl-listakonu. Breidd, er byggist á þekkingarleit og fágun. Hér blandaði hún oft margvislegum efnum af djörfung og fágætum næmleik, og notagild- ið var fjölþætt: veggteppi, altar- isklæði, dfúkar, gluggatjöld, áklæði hvers konar svo og hvað- eina, er iðnhönnun tilheyrir á sviði textíla. Dóra Jung hafði sérstakan áhuga á iðnhönnun, þvi að þannig gat hún náð til hins breiða fjölda, er ekki hafði efni á að kaupa sér Árásin á sannleik- ann - Sigmund Freud Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Jeffrey Moussaieff Masson: Freud: The Assault on Truth. Freud’s Suppression of the Seduction Theory. Faber and Faber 1984. Ernest Jones: Sigmund Freud — Leben und Werk I—III. Deutscher Taschenbuch Verlag 1984. „Árið 1970 vaknaði með mér mikill áhugi á sálgreiningaraðferð Freuds og sambandi Freuds við Wilhelm Fliess, háls-, nef- og eyrnalækni, sem var nánasti vinur Freuds, þegar hann vann að mót- un kenninga sinna." Þessi áhugi höfundar leiddi til þess að hann hafði samband við önnu Freud varðandi heildarútgáfu af bréfum Freuds til Fliess, en hluti þessara bréfa hafði komið út á þýsku 1950 og á ensku 1954. Ákveðið var að Masson sæi um heildarútgáfu bréfanna og fékk hann aögang að öllum þeim heimildum sem snertu samband Freuds/Fliess, bréfum, dagbókum og minnisbókum. Við rannsókn þessa komst Masson fljótlega að því að ýmsum bréfum hafði verið sleppt úr fyrstu útgáf- unni 1950 og einmitt því efni sem snerti upphaflegar kenningar Freuds um myndun sálarflækja eða sálarhnúta. En samkvæmt frumkenningunni mynduðust sál- arflækjur í frumbernsku við kyn- ferðislegar árásir á ung börn. Freud hélt fyrsta fyrirlestur sinn um þessi efni í Vínarborg á fundi í félagi geð- og taugalækna 21. apríl 1896. Viðbrögð læknanna voru þau aö þessar kenningar væru „rutl- kenndar og hrein fjarstæða*. Freud einangraðist og eini maður- inn sem hann hafði samband við af stéttarbræðrum sínum nokkurn tíma eftir þetta var Fliess. Þessi viðbrögð urðu til þess að mati Massons, aö Freud tók að endurskoða kenningar sínar og í stað þess að rekja sálarflækjurnar til raunverulegra misþyrminga, rakti hann þær til kynóra og sjúklegra ímyndana sjúklinga sinna, sem leituðu hans. Freud byggði þessar kenningar á kynn- um sínum við kvensjúklinga og sálgreiningu þeirra, þar sem hann leitaðist við að komast að rótum sálarflækjanna. Masson telur að Freud hafi í fyrstu trúað sjúkling- unum, þegar þær röktu hina hryllilegu reynslu sína, en eftir að hann gerði kenningarnar heyrin- kunnar í fyrirlestrinum 21. apríl 1896, hafi hann tekið að telja sjálfum sér trú um að þessar frá- sagnir hlytu að byggjast á kyn- óra-ímyndunum. Þrýstingur stétt- arbræðra hans og sú hryllilega vilpa, sem „samfélagið gat ekki þolað, að yrði svipt hulunni" varð til þess að „Freud missti kjarkinn" og tók að leita forsendanna að kenningum sínum í ímyndunum sjúklinganna. Masson rekur alla þessa sögu breytinganna sem verða á viðhorf- um Freuds og einnig að hann hafi komið að þessum frumkenningum aftur og aftur siðar á ævinni beint en þó oftast óbeint. Masson telur að sú blindgata sem sálgrein- ingar-aðferðin hafi ratað í, stafi af því að sannleikurinn hafi verið talinn lygi. Rannsóknir Massons og þá eink- um þessi bók, sem kom út í vor sl., urðu til þess að hann var sviptur aðstöðu til frekari rannsókna á bréfa- og handritasöfnum Freuds. Bók þessi er eðlilega mjög um- deild, höfundurinn rekur einnig líklega kveikju að frumkenningum Freuds, sem hann telur að eigi sér uppruna f eigin fjölskyldu og hann fjallar einnig um kenningar Fer- enczis, sem reistar voru á frum- kenningum Freuds, en þær voru eins og þær fyrri of grófur biti, til þess að samfélagið gæti kyngt þeim. Bókin er mjög vel skrifuð og heimildakönnun höfundar virðist mjög ítarleg. Ernest Jones var samstarfs- maður Freuds í meira en fjörutíu ár og var því manna færastur til þess að rita þá ævisögu, sem hefur verið talin merkust þeirra, sem út hafa komið hingað til. Rit Jones
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.