Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 39 Jóhanna M. Jóns- dóttir — Minning Jóhanna föðursystir mín lést á Landspítalanum 22. mars sl. á sjötugasta og fyrsta aldursári og verður jarðsungin í dag frá Dóm- kirkjunni. Jóhanna Margrét Jónsdóttir fæddist 2. febrúai 1915 á Sauðár- króki, næstelst í hópi tiu barna þeirra hjóna Geirlaugar Jóhann- esdóttur og Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra þar. Geirlaug móðir hennar lést 1932, tæplega fertug, frá tíu börnum sínum, það yngsta þá nýfætt, elsta barnið átján ára. Sautján ára gömul varð Jó- hanna þá að taka við stjórn heim- ilisins við hlið föður síns og þó margir hafi orðið til að leggja fjöl- skyldunni lið og systkinin, einkun hin eldri, hafi staðið saman og hjálpast að — hygg ég að Jóhanna hafi orðið að axla ábyrgðina af daglegum rekstri heimilisins og, ásamt Þorbjörgu systur sinn, geg- ið yngstu systkinum sínum í móð- ur stað. Það sama vor hafði hún lokið unglingaprófi á Sauðárkróki en um haustið fór hún til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sennilega hefur hún tekist þessa ferð á hendur til þess að búa sig betur undir það hlutverk sem henni virtist ætlað, þó svo hugur hennar hafi þá án efa staðið til annarrar og meiri menntunar. Að námsárinu loknu kom hún aftur til Sauðárkróks og var nú ráðskona hjá föður sínum næstum óslitið til 1939. Má nærri geta, að oft hefur þetta verið erfitt starf og erilsamt, en að nokkru endurgold- ið með virðingu systkina hennar og kærleika, sem hún og naut æ siðan. Hún hafði þá leyst það verkefni af hendi, sem henni var falið við fráfall móður sinnar og gat nú skilað því farsællega í hendur Rósu Stefánsdóttur sem varð seinni kona Jóns afa míns Í940. ÖIl stríðsárin vann Jóhanna á vefstofu móður minnar, Ernu Ry- el, fyrst á Akureyri og frá 1940 I Reykjavík og naut sín þar vel kunnátta hennar í handavinnu, smekkvisi og vandvirkni og án efa einnig lífsgleði hennar og hlýja. Á þessum árum kynntist hún einnig mannsefni sínu John Kristian Bjerkli, norskum manni sem hér var staddur í þjónustu þeirrar norsku herdeildar, er þá gætti Jan Mayen og Svalbarða. Að stríðinu loknu fór hún til Noregs og giftist þar John Bjerkli 1947. Þau stofnuðu heimili sitt í Mo i Rana í heimahéraði hans, en þar átti áer þá stað geysileg upp- bygging eins og víðar í Noregi, þegar Norðmenn hófu endurreisn sína eftir styrjaldarár og hersetu. Þau eignuðust tvö börn, Jón Stef- án, sem fæddist 1948 og nú starfar hjá Skrifstofuvélum hf. í Reykja- vík og Geirlaugu, sem fæddist 1951, en lést um haustið sama ár. Missir ungrar dóttur hlýtur að hafa verið reiðarslag fyrir unga fjölskyldu. I maimánuði árið eftir lést John Bjerkli af slysförum við vinnu sína. Á hálfu ári höfðu þau Jóhanna og Jón Stefán misst fyrst korn- unga dóttur og systur og nú eig- inmann og föður. Stefán, elsti bróðir Jóhönnu, fór þá til Noregs í þeim erfiðu erindum að ganga frá búi þeirra og færa þau með sér heim til íslands. Þetta er fyrsta minning mín um Jóhönnu, hafnarbakkinn í Reykja- vík í morgungrámanum, frænka mín og lítill strákur með húfu og bakpoka. Jóhanna stofnaði heimili á ný fyrir sig og son sinn í Reykjavík og nýr kafli í lífsbaráttunni hófst. Hún vann sem saumakona við Hanska- og töskugerðina, fyrst við handsaum en síðar við vélsaum í tæp tíu ár, þar til hún í maí 1962 hóf störf á saumastofu Hjúkrun- arskóla íslands. Þar starfaði hún til ársins 1974 er hún lét af störf- um vegna heilsubrests. Hér að framan hef ég stiklað á stóru um helstu atburði í lífi Jó- hönnu, þá sem öðrum fremur hljóta að hafa markað ævi hennar, móðurmissinn í æsku og ábyrgð- ina sem honum fylgdi, fá en ham- ingjusöm ár í Noregi, missir dótt- ur og eiginmanns. Frá unglingsárunum er þess minnst, að móðir hennar sagði við hana: Hanna mín, þú verður aldrei ánægð nema þú leysir hvert verk af hendi eins vel og þér framast er unnt. Hér var ekki verið að vanda um við unglingsstúlku heldur fólst í orðunum þekking móðurinnar á skapgerð dóttur sinnar. Þetta einkenndi líka allt hennar starf, hvort sem var í námi, í vinnu utan heimilis eða innan. Hún var greind kona og þó skólagangan væri stutt var hún vel lesin og fróð um margt og hafði yndi af að lesa en var ekki sama um hvað hún las. Hún hafði næmt málskyn og hafði gaman af að segja frá því sem hún hafði lesið og gat þá auð- veldlega hrifið mann með í frá- sögn eða endursögn af því, sem henni fannst góður texti, hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Hún var hreinskiptin við alla, gat verið ákveðin og jafnvel hvöss, en í dökkum augunum var eins og innbyggð brosmildi, sem í senn var bæði glettin og hlý. Veikindi síðustu áranna bar hún af æðruleysi. Samband hennar við son sinn Jón Stefán og systur sín- ar ekki síst Þorbjörgu vár henni í senn styrkur og gleði á þessum ár- um. Þessum fáu orðum mínum fylgja kveðjur okkar ættmenna Jóhönnu af yngri kynslóðinni og þakklæti fyrir hlýjar minningar, — ekki síst milda brosið sem venjulega fylgdi þegar hún kvaddi okkur og nú verður eftir hjá okkur þegar við kveðjum hana. Stefán Örn Stefánsson Kveðjuorð: Arngrímur Jóhann Ingimundarson Fæddur 25. júlí 1920 Dáinn 9. mars 1985 Þann 8. mars síðastliðinn fór ég í heimsókn niður í Odda. Skólavik- an var liðin og gott sem endranær að setjast niður á þessu gestrisna og veitula heimili. Arngrímur var tiltölulega nýkominn af Vífils- staðaspitala og hann virtist hress og ræðinn. Talið barst að liönum tíma og hann sagði mér frá frægri för á bílum þvert yfir Trékyllis- heiði síðla hausts árið 1961. Þar var fjallagarpurinn Guðmundur Jónasson I fararbroddi en Arn- grímur og fleiri Bjarnfirðingar voru með í för. Hann rifjaði líka upp skíðaferðir um óbyggðir sem hann hafði farið fyrr á árum, t.d. niður í Veiðileysufjörð um svo- kallað Strýtuskarð. Það leyndi sér ekki að Arngrími var ljúft að rifja upp þessa liðnu tíma ekki síst þeg- ar skíðamennskuna bar á góma en á skíðum hefur hann eflaust átt margar sínar bestu stundir. Um hádegisbil daginn eftir var Arngrímur allur. Minningarnar hrannast upp hjá okkur sem eftir lifum. Ég minnist þessa síðasta fundar okkar. Ég man líka vel þegar hann tók á móti okkur hjón- unum hér á hlaðinu i Klúkuskóla fyrir hálfu öðru ári. Þá fannst mér hann strax vera traustvekjandi, hlýlegur og hjálpfús og sú skoðun mín breyttist ekki á þeim tima sem okkar leiðir lágu saman. Hann var fæddur á Svanshóli 25. júli 1920 og þar ólst hann upp. Árið 1944 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Þórdísi Loftsdótt- ur. Þau stofnuðu nýbýli úr landi Svanshóls sem þau nefndu Odda. Alla tíð hefur verið gestkvæmt í Odda og margir dvalið þar i lengri eða skemmri tíma, ekki sist börn og unglingar. Samheldni fjöl- skyldunnar hefur ætíð verið mikil og þar átti Amgrimur ekki minnstan þáttinn. Þau hjónin eignuðust sex börn, sem eru: Erna f. 1945, Jón f. 1946, Jóhann Björn f. 1954, Ingimundur f. 1957, Guðjón Hjörtur f. 1963, Helga Lovísa f. 1966. Arngrímur hafði mikil afskipti af félagsmálum en þau verða ekki öll tíunduð hér. Ég get þess þó að hann var um lengri tíma í stjórn Búnaðarfélagsins og ræktunar- sambandsins hér i hreppnum. Hann var gjaldkeri i Sundfélaginu Gretti um árabil. Hann sat lengi f skólanefnd Klúkuskóla og var formaður nefndarinnar samfleytt frá 1970. í skólanefndinni lá hann ekki á liði sínu, enda var honum sérlega annt um skólann. Nú er komið að leiðarlokum. Ættingjar og vinir kveðja og syrgja tryggan förunaut. En vorið er framundan og „vorið kemur að hugga“: Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. (Snorri Hjartarson.) Við hjónin vottum öllum að- standendum samúð okkar. Bjarki og Þóra Þegar lundin þín er hrelld þessum hlýddu orðum: Gakktu með sjó og sittu við eld svo kvað völvan forðum. Þeir, sem búa á mörkum hins byggilega heims og eiga oft allt sitt undir sól og regni, hafa frá ómunatið þurft á heilræðum þess- um að halda. Því ekkert veitir okkur mannanna börnum meiri hugarfróun en einmitt svona ein- falt, „að ganga með sjó og sitja við eld“. Ég tel víst að þau ár hafi komið í búskap Arngrims, að heil- ræði þessi hafi komið sér vel, til þess að öðlast kjarkinn á ný, og ekki sist vegna þess að maðurinn var draumspakur og dulrænir hæfileikar blunduðu i vitund hans. Arngrímur fæddist á Svanshóli og ólst þar upp við almenn sveita- störf. Foreldrar hans voru Ingi- mundur Jónsson, Arngrímssonar, á Krossnesi í Árneshreppi. Kona Jóns Arngrímssonar var Guðríður Pálsdóttir, frá Kaldbak, af Páls- ætt og Glóaætt. Móðir Árngríms, ólöf Ingimundardóttir frá Veiði- leysu, Sæmundssonar, var af Söe- becks-ættinni, því Sína Vilhelm- ína, móðir ólafar, var dóttir Jó- hanns Söebecks. Addi skipaði sér ungur að árum í raðir æskumanna og kvenna i Bjarnarfirði og á Bölum, sem sáu lengra en til næsta bæjar; þau „áttu sér draum“. Þetta fólk, menn og konur, er allflest farið yfir móðuna miklu, en minningin lifir. Kringum 1930 var ráðist i það þrekvirki að byggja litla sundlaug á bökkunum við ána fyrir neðan Svanshól og þar hófust siðan sundæfingar af miklum krafti. Margir tóku sin fyrstu sundtök í litlu lauginni, þar á meðal ég er þetta rita. Ekki var staðar numið. Litla laugin gekk fljótlega úr sér, enda byggð af vanefnum. Næsta skref var bygging glæsilegrar sundlaugar að Klúku, árið 1946. Já, „Gvendarlaug hins góða“ var mikið mannvirki á þeim árum og bar vott um framsýni og dugnað þeirra sem að stóðu. Hin síðari ár hefur skort fé og jafnvel vilja til þess að halda henni við sem skyldi. Ég veit að Adda sveið sárt að horfa upp á eina sundstaðinn i miðhluta Strandasýslu grotna nið- ur og fá ekki að gert. Þess væri óskandi að þéttbýliskjarnarnir við Steingrímsfjörð litu í kring um sig, tækju höndum saman og gerðu „Gvendarlaug hins góða“ þannig úr garði, að allir mættu vel vi una. „Vilji er allt sem þarf.“ Æskufólkið i faðmi dalsins stundaði fleiri íþróttir en sund og sú íþróttagrein sem Strandamenn urðu hvað frægastir fyrir á árun- um 1946—56, var skíðaíþróttin. Addi fór í skíðaskólann á ísafirði veturinn 1944 og er heim kom tók hann að sér skíðakennslu og þjálf- un á vegum íþróttasamtaka sýsl- unnar. Það er óhætt að fullyrða, að uppgangur skíðaíþróttarinnar á Ströndum þessi ár var hans verk, þó fleiri legðu sitt af mörk- um. Bestu skíðamenn Stranda- manna voru nemendur Adda, eða þjálfuðu undir hans leiðsögn, en i þessum heimi er það oft þannig, að maðurinn á bak við afrekin gleymist. Þeir, sem sáu Jóhann Jónsson líða áfram löngum skref- um í göngubrautinni, fram flóann, eða horfðu á Magnús Andrésson sveifla sér niður svigbrautina í Tvíhlíðinni, gleyma þvi seint. Prestarnir kenna okkur að Skap- arinn taki vel á móti börnum sín- um er kveðja hinn jarðneska heim. Þess vegna held ég, að Adda míns bíði himnesk skíðalönd fyrir handan. 30. des. 1944 kvæntist Arngrim- ur eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórdísi Loftsdóttur frá Skarði. Ætt hennar er að hluta sú sama og Adda eða Pálsættin. Þau eignuðust 6 mannvænleg börn, nú öll uppkomin, gift eða í sambúð. Börn Arngríms og Þór- dísar eru þessi: Erna, f. 11. mai '45. M. Baldur Sigurðsson, eiga 4 börn; Jón, f. 30. september ’46. K. Þorsteinssína Gestsdóttir, eiga 3 bðrn; Jóhann Bjöm, f. 23. maí ’54. K. Sólveig Halldórsdóttir, eiga 3 börn; Ingimundur, f. 8. október '57. K. Þorbjörg Haraldsdóttir, eiga 2 börn; Guðjón Hjörtur, f. 1. ágúst '63. K. Signý Hermannsdóttir, eiga 1 barn; Helga Lovísa, f. 11. janúar ’66. M. Haraldur Ingólfs- son, barnlaus. Afkomendur Arngríms og Þór- dísar eru því um 20 talsins. Þann- ig að stofninum er vel við haldið eins og jafnan þegar Pálsættin á í hlut. 1946 stofnaði Addi nýbýlið Odda úr landi Svanshóls og bjó þar til æviloka. Auk hins hefðbundna búskapar stundaði hann ýmis aukastörf utan heimilis. Má þar nefna jarðýtustjórn á vegum Bún- aðarsamtakanna og vörubflaakst- ur hjá Vegagerðinni. Þá var hann afgreiðslumaður útibús KSH á Kaldrananesi. Olíu- og bensínsölu hafði hann í Odda og ýmislegt fleira mætti telja. öll þessi störf rækti hann vel af hendi og hlaut vinsældir samferðamanna fyrir. Hann var mikill félagsmála- maður. Var lengi í skólanefnd Klúkuskóla og formaður nefndar- innar mörg ár. Það kom þess vegna í hans hlut að vera einn af forsvarsmönnum fyrir byggingu heimavistarbarnaskóla að Klúku, sem auk þess að vera skóli er fé- lagsheimili, sem nefnt er Laug- arhóll. Þar er nú rekið sumarhót- el, sem nýtur mikilla vinsælda. Þá var hann í stjórn KSH, í stjórn >■ HSS, í stjórn Búnaðarfélags og Ræktunarsambands Kaldrananes- hrepps og Bílstjórafélags Stranda- sýslu, svona mætti lengi telja. Það var aldrei lognmolla kringum Arngrím. Heimili þeirra hjóna var annál- að fyrir gestrisni og Oddaheimilið stóð opið fyrir gestum og gang- andi. Auðvitað átti eiginkonan stóran hlut að máli í þeirri risnu sem haldið var uppi. Hjálpsemi átti Addi í ríkum mæli. Ég held að enginn hafi farið bónleiður til búðar, sem leitaði hjálpar hans. Þá var Addi mjög barngóður, sem sást m.a. best á því hvað unga fólkið var margt,. sem fylgdi honum síðasta spölinn, en jarðaför Arngríms var gerð frá Kaldrananeskirkju laugardaginn 16. mars sl. að viðstöddu fjöl- menni. Að lokum óska ég þess að ókom- in ár Dísu minnar verði fögur og friðsæi. Ég og fjölskylda mín vott- um henni og afkomendum öllum innilega hluttekningu. Blessuð sé minning Arngríms Ingimundarsonar. Ingimar Elíasson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hidegi i minudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn litni ekki ivarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn litna eru ekki birt i minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.