Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 5 Listahátíð kvenna byrjar á morgun Listahátíð kvenna verður sett á morgun. Hátíðin stendur í um það bil mánuð og verður margt á dagskrá, m.a. sex tónleikar þar sem flutt verða verk eftir kven- tónskáld, myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum borgarinnar, þar á meðal Kjar- valstöðum og Gerðubergi, sýn- ing á byggingarlist kvenna í Ás- mundarsaí, leiklistardagskrár, fluttar verða sex Ijóðadagskrár auk kvikmyndahátíðar. Hátíðin verður sett í Ás- mundarsal klukkan 16. Að lok- inni setningunni leikur lúðra- sveit sem eingöngu er skipuð Morgunblaðið/Bjarni Guðrún Erla Geirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar kvenna, á fundi með fréttamönnum. konum fyrir skrúðgöngu sem leggur af stað frá Ásmundar- sal kl. 17 og verður gengið að kvennahúsinu Vesturgötu 3, en þar fara fram útihátíðar- höld, lúðrasveitin spilar undir stjórn Lilju Valdimarsdóttur og stúlknakór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syng- ur. Guðrún Erla Geirsdóttir er framkvæmdastjóri hátíðar- innar, en listahátíðin er haldin í tilefni loka kvennaáratugar- ins sem hófst 1975. Undirbún- ingur Listahátíðar kvenna hefur verið í fullum gangi frá íris Elfa Friðriksdóttir er ein þeirra sem eiga verk á sýningunni á Kjarvals- stöðum. því sl. vor, og sögðu aðstand- endur hátíðarinnar á fundi með fréttamönnum í gær að þær konur sem á einn eða ann- an hátt hafa lagt hönd á und- irbúning hennar skiptu hundr- uðum. Þær sögðu tilgang há- tíðarinnar að vekja athygli á því hversu stóran þátt konur eiga í listalífinu og hvetja þær til áframhaldandi dáða. Samhliða hátíðinni verða gefnar út sýningarskrár, sem munu fást á Vesturgötu 3 og verða þar veittar nánari upp- lýsingar um hátíðina. Morgunblaöid/RAX F.h. Einar Hákonarson, listmálari, Úlfar bormóðsson, einn eiganda Gallerís Borgar, Helga Hauksdóttir, fiðluleikari og Ármann Örn Ármannsson, for- raaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Myndlistarsýiiing til styrktar byggingu nýja tónlistarhússins MYNDLISTARSÝNING til styrktar byggingu tónlistarhúss í Reykjavík verður opnuð í Gallerí Borg við Aust- urvöll í dag, fimmtudag, kl. 17. Sýn- ingin stendur aðeins í fimm daga, eða fram á mánudag, 23. september. Myndlistarmenn hafa gefið öll verk á sýningunni, en alls verða þau um 40, grafík, teikningar, vatnslita- og olíumyndir. Tiltekið lágmarksverð verður á hverju verki fyrir sig á sýningunni. Gest- ir geta síðan boðið í myndirnar og fær sá sem hæst býður. Öllum til- boðum verður skilað í þar til gerð- an pott sem opnaður verður á mánudagskvöldið 23. september, að sýningunni lokinni. Einar Hákonarson listmálari á hugmyndina að þessari sýningu. Á fundi sem haldinn var með blaða- mönnum í vikunni sagði Einar að sér fyndist við hæfi að sýna sam- stöðu með öðrum listgreinum. Með þessari sýningu vildi hann því sýna í verki stuðning myndlist- armanna við tónlistarmenn og byggingu tónlistarhúss. Ulfar Þormóðsson, einn af eig- endum Gallerís Borgar, sagði að í hópi þeirra myndlistarmanna sem gæfu verk sín á sýninguna væru allflestir virtustu listamenn landsins. Ennfremur gat hann þess að starfsmenn Morkinskinnu hefðu lagt sýningunni lið með því að innramma þau verk sem ekki var búið að ganga frá. Sýningin verður sem fyrr segir opnuð í dag kl. 17 með hljóðfæra- leik fyrir utan galleríið. Þá verður flutt tónlist innandyra laugardag og sunnudag. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12—18 og um helgina frá kl. 14—18. - FRAMEWORK Leiðbeinandi: Framework er samtengt kerfi töflureiknis, gagnasafnskerfis, Jóhann Magnússon, samskiptaforrits, grafík o.fl. rekstrarráðgjafi Tilgangur námskeiösins er að kenna undirstöðuatriði í notkun hjá Hagvangi hf. Framework. i Tínú 09 stó^ur i 93 -25. september ‘ ' W.«-17 Ánanaustum ^rðl'rKértö Leiðbeinandi: Páll Gestsson, starfsmaður Skrifstofuvéla hf. MULTIPLAN Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Við áætlanagerð getur Multi- plan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætl- anagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan - (töflureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). •Vimio9Sla&“' I 30. sepi'^ 0 M. ^nanaus^. 15 EINKATOLVUR Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur Einkatölvur verða sífellt algengari, og þurfa því æ fleiri að þekkja undirstöðuatriði er varða notkun þeirra og meðferð. Reynslan hefur sýnt, að notendur einkatölva ná betri árangri í starfi, ef þeir hagnýta sér þetta sjálfsagða hjálpartæki á réttan hátt. Markmið: Að kynna þátttakendum undirstöðuatriði vinnu við verk- efni sem einkatölvum er ætlað að vinna úr. Efni: Hvemig starfar tölvan? - Kynning á vélbúnaði - Undirstöðuað- gerðir stýrikerfis - Ritvinnsla - Gagnasafnskerfi - Töflureiknar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota einkatölvur. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 . • 1/ ■ Stjórnunarfélag Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.