Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B - Ķžróttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6  B
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGAR1. OKTÓBER1985
• Halldór Áskelsson knattspyrnumaöur arsins og Þorleif ur Karlsson markakóngur, eftir útnetninguna
á laugardag.                                                             Morgunblaöiö/Guömundur Svansson
Halldór Askelsson
knattspyrnumaöur
»*                                                     °
ársins á Akureyri
— Þorleifur Karlsson markakóngur
HALLOÓR Askelsson úr Þór var
um helgina kjörinn knatt-
•pyrnumadur Akureyrar meö
miklum yfirburöum. Þaö var
Knattspyrnuráð Akureyrar sem
stendur aö kjörmu. Hlaut hann
til varðveislu í eitt ér fagra
styttu sem gullsmioirnir Si-
gtryggur og Pótur gáfu þegar
kjönð fór fyrst fram, ánð 1975.
Það kom engum á óvart að Hall-
dór skyldi verða fyrir valinu að
þessu sinni — hann lék mjög
vel með Þór í sumar og var kjör-
inn efnilegasti leikmaöur 1.
deildar af leikmönnum líðanna.
Þetta ár verður Halldóri eflaust
minnisstætt. Síöastliðiö vor var
hann kjörinn íþróttamaöur Akur-
eyrar fyrir 1984, í haust var hann
kjörinn efnilegasti leikmaöur 1.
deildar eins og áöur sagði, helg-
ina þar á eftir var hann kjörinn
knattspyrnumaöur Þórs af leik-
Akureyrar-
meistara-
titlarnir
Akureyrarmeistaratitlar      í
knattspyrnu í sumar skiptust
þannig: KA varö meistari i 6 fl. A,
B og C, 5. fl. A og C, 4. fl. A, 3. fl.
A, og flokki 30 ára og eldri.
Þór varö meistari í meistara-
flokki karla og meistaraflokki
kvenna, yngri flokki kvenna, 2.
flokki karla, 3. fl. B, 4. fl. B og 5.
fl. B.
mönnum, og nú knattspyrnu-
maöur ársins á Akureyri.
„Eftir að ég var kjörinn efni-
legasti leikmaður 1. deildar ýtti
þaö undir von mína um aö hljóta
kjör hér í dag. Ég er mjög
ánægöur meö sumariö hjá mér
— þaö var góöur stigandi í leik
minum. Ég var ekki ánægöur
með fyrstu leikina. Eftirminni-
legustu leikirnir eru hér heima
gegn FH og Fram," sagöi Halldór
á sunnudaginn.
Er það rétt aö haft hafi veriö
samband við þig frá öðrum lið-
um um að leika með þeim
næsta sumar?
„Ég get ekki neitaö því aö þaö
hefur veriö haff samband viö mig
en ég fer ekki frá Þór. Ég mun
leika meö liöinu næsta sumar."
Hvað segirðu um næsta
sumar hjé Þór?
„Þaö er algjört lágmark aö ná
Evrópusæti næsta sumar og
einnig er engin spurnin um þaö
aö viö eigum aö geta unniö ann-
an bikarinn. Deildin getur ekki
sþilast svona aftur — að 35 stig
nægi ekki til Evrópusætís. Viö er-
um ákveönir í aö halda okkar
striki á heimavelli en veröum aö
bæta árangurinn á útivelli."
Nú er þitt síðasta keppnis-
tímabil með U-21 árs landsliö-
inu liðið. Stefmrðu þá ekki á
A-landsliðið næst?
„Ég hef fengiö tækifæri meö
A-landsliöinu þegar atvinnu-
mennirnir hafa ekki verið meö.
En þaö veltur mikiö á því hver
verður með landsliöið hvort ég
fái tækifæri. Knapp hefur ekki
séö Þórsliöiö leika. Hann víröist
byggja mikiö á þeim mönnum
sem hann þekkir frá því aö hann
var hér og ég er því ekkert allt of
bjartsýnn á aö ég komist í liöiö ef
hann þjálfar liðið áfram."
Hvernig líst þér á að fá Björn
Árnason sem þjálfara Þórsliðs-
ins á nýjan leik?
„Ég er ánægöur meö að fá
Björn afur. Ég hef aldrei haft
sama þjálfara tvö ár í röö síöan
ég kom í meistaraflokk — en þaö
er gott aö fá Björn nú þar sem
hann þekkir vel til liösins."
Næstu menn í kjöri knatt-
spyrnumanns ársins á Akureyri
voru þessir: í ööru sæti varö Sig-
uróli Kristjánsson, Þór, Baldvin
Guömundsson, Þór, varö þriöji,
fjórði varö Erlingur Kristjánsson
úr KA og í 5.—6. sæti urðu jafnir
Bjarni Sveinbjörnsson úr Þór og
Jónas Baldursson úr Vask.
Markakóngur Akureyrar aö
þessu sinni varö Þorleifur Karls-
son, leikmaöur 6. flokks KA.
Hann skoraöi 12 mörk í þeim 4
leikjum sem telja — Vor, Akur-
eyrar- og Haustmóti. Samtals
skoraöi Þorleifur 54 mörk í
sumar, en eins og menn muna
kannski uröu hann og félagar
hans sigurvegarar í Eimskipafé-
lagsmótinu — óopinberu ls-
landsmóti 6. flokks — en úrslita-
keppni þess fór fram á Akureyri.
I fyrsta skipti var aö þessu
sinni afhentur Sporthúsbikarinn
því félagi sem flest stig fær sam-
tals í Vor-, Akureyrar- og Ha-
ustmótum. KA hlaut bikarinn aö
þessu sinni, hlaut 73 stig í 60
leikjum, Þór hlaut 48 stig í 60
leikjum og Vaskur hlaut 1 stig í 2
leikjum.
— AS.
Gull-, silfur- og bronzskórnir afhentii
„Markið g<
Gientoran
eftirminnile
— segir markakóngurinn Ómar T<
Gullskórinn var á laugardag
afhentur markahæsta leikmanni
íslandsmótsins í knattspyrnu í
þriðja skipti hér á landi. Það er
Adidas-umboðið hér á landi,
heildverslun Björgvins Schram
hf., sem stendur að afhending-
unni en Adidas hefur um árabil
verðlaunað markahæstu leik-
menn Evrópu með þessum hætti.
Að þessu sinni var það Ómar
Torfason sem hlaut gullskóinn en
hann skoradi 13 mörk í 18 leikjum
1. deildarínnar. Ragnar Margeirs-
son úr Keflavík hlaut silfurskóinn,
sem nú var afhentur í annað
skipti. Ragnar skoraði 12 mörk í
16 leikjum. Bronsskórinn var nú
afhentur í fyrsta skipti hér á landi
og hann hlaut Valsarinn Guð-
mundur Þorbjornsson. Guðmund-
ur skoradi 12 mörk eins og Ragnar
en lék alla 18 leiki mótsins.
Ólafur Schram, framkvæmda-
stjóri Adidas-umboösins, afhenti
köppum skóna í samkvæmi í veit-
ingahúsinu Nausti á laugardaginn.
í hófiö var boðiö forráöamönnum
allra 1. deildarliöanna, dómurum,
umboðsmönnum Adidas út um
land og fleirum. í hófinu afhenti Ól-
afur einnig þjálfurum eöa fyrirliöum
allra íslandsmeistara í sumar viöur-
kenningu f rá Adidas, litla styttu.
„Ég þakka fyrst og fremst mikl-
um æfingum þann góöa árangur
sem ég hef náö. Ég fór í nýtt félag
og varð aö sanna getu mína," sagði
Ómar Torfason, markakóngur fs-
landsmótsins og handhafi gull-
skósins, í samtali viö Morgunblaö-
ið.
„Ég lék í sumar nyja stööu — ég
lék varnartengiliö áöur en var sókn-
artengiliður hjá Fram. Ég hef aldrei
skoraö eins mikiö á einu keppnis-
tímabili og nú. Mest haföi ég skorað
5 mörk áöur en nú er ég búinn aö
gera 20 mörk í 29 leikjum og er
mjög ánægöur meö þaö.
Eftirminnilegasta mark sumars-
ins er fyrsta markiö gegn Glentoran
í Evrópukeppninni þar sem ég kast-
aöi mér fram og skoraöi meö skalla
— jafnaöi leikinn. Þetta var afar
mikilvægt fyrir okkur því við náöum
okkur á strik í leiknum eftir aö ég
skoraöi. Viö erum meö sókndjarft
lið hjá Fram og þaö hjálþar — það
er þaö sem áhorfendur vilja sjá. Ég
hef falliö vel inn í Fram-liöiö og
áhuginn var mikill í vor að standa
sig. Ég slapp viö meiösli í sumar og
þetta hjálpast allt að," sagöi Ómar.
„Framtiðin er mjög björt hjá
Fram næstu árin. Ásgeir verður
áfram þjálfari og flestir halda áfram
ef ekki allir þannig aö sami kjarninn
leikur áfram. Þá er 2. flokkur félags-
ins gífurlega sterkur og mikiö af
ungum leikmönnum þar sem eiga
f ramtíöina fyrir sér. Þá eru gífurlega
áhugasamir menn sem standa aö
starfinu hjá Fram. Þeir vinna mikið
og óeigingjarnt starf og styrkleiki
félagsins liggur ekki síst í þeim og
starfi þeirra.
Ég ætla aö halda áfram ( knatt-
spyrnunni eins lengi og heilsan leyf-
ir. Enda er ég ekki nema 26 ára
gamall. Knattspyrnan á íslandi er á
mikilli uppleiö, viö leikum betur en
áöur og um leiö skemmtilegri knatt-
spyrnu. Vegna þriggja stiga regl-
unnar var leikinn mikill sóknarbolti.
Gervigrasvöllurinn hefur gert þaö
aö verkum aö leikmenn komast fyrr
í leikæfingu og þá hefur veöráttan
veriö góö og þaö hjáipar. Þá er ný
og geysilega efnileg kynslóö aö
koma upp í knattspyrnunni hér.
Landsliöiö U-21 árs — íþvíeru leik-
menn frammtíðarinnar. Stórefni-
legir allir.
KR Reykjavíki
— sigraði Val, 83:75, í mjög góöi
KR VARÐ á laugardaginn
Reykjavíkurmeistari í körfu-
knattleik í meistaraflokki
karla er þeim unnu Val í úr-
slitaleik, 83:75. Staöan í hálf-
leik var jöf n, 43:43. Leikurinn
var mjög jafn og spennandi
lengst af og sýndu bæði liöin
góðan leik.
KR-ingar byrjuöu betur og kom-
ust í 22:14 er 8 mín. voru liönar af
leiktímanum, en munurinn var aldr-
ei mikill og er fjórar mín. voru til
hálfleiks komst Valur yfir, 38:37.
Eftir þaö var skipst á aö skora og
var leikurinn alveg í járnum, þó
höföu KR-ingar oftast frumkvæðið.
Þegar 5 mín. voru til leiksloka var
staöan jöfn, 70:70 og 72:72, en
KR-ingar voru sterkari á enda-
sprettinum og stóðu uppi sem
Reykjavíkurmeistarar í körfuknatt-
leik 1985. Unnu meö átta stiga
mun, 83:75.

					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12