Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
Kjarvalsyeisla
Myndlíst
Valtýr Pétursson
Eins og allir vita eru nú há-
tíðahöld í tilefni af aldarminn-
ingu Jóhannesar Sveinssonar
Kjarvals. Fjórar sýningar á
verkum hans eru á höfuðborg-
arsvæðinu, hver annarri merk-
ari, og einstakt tækifæri gefst
nú til að kynnast verkum þessa
meistara málaralistarinnar.
Allar eru sýningarnar mjög
vandaðar og mikið í þær lagt.
Fjöldi verka þeirra, sem hér
eru á ferð, hefur ekki komið
fyrir almenningssjónir áður og
er í mörgum tilfellum hrein
opinberun fyrir fólk. Ég veit
ekki, hvort menn hafa gert sér
grein fyrir feiknalegum afköst-
um Kjarvals. Um það bil 500
málverk og teikningar ásamt
vatnslitamyndum getur að líta
á þessum fjórum sýningum,
vitað er um mikinn fjölda
annarra verka, sem verið hafa
á sýningum hér áður fyrr, og
loks eru ósköpin öll af lista-
verkum eftir Kjarval sem eru
hingað og þangað um allt land
og í útlöndum.
Kjarvalsstaðir
Þar eru 212 verk til sýnis
ásamt ýmsu, er tilheyrði Jo-
hannesi, þ.e. hitt og þetta, sem
skrifa, en mér finnst eins og
að það sé að bera í bakkafullan
lækinn að staglast á því, hve
þarna sé merkilega hlutt að
finna. Allt er þarna merkilegt,
en sumt þó miklu merkilegra
en annað. Læt ég áhorfendur
um að finna það á eigin spýtur.
Ég fjölyrði ekki meir um þessa
sýningu, en henni fylgir vegleg
sýningarskrá með miklu les-
máli. -
Listasafn íslands
130 verk eru á Kjarvalshátíð
Listasafns íslands. Fyrst skal
fræga telja „Hausana hans
Kjarvals", en það eru 50 teikn-
ingar af almúgafólki íslensku,
sem gerðar voru um 1926 og
sjaldan hafa verið til sýnis,
þótt oftlega hafi verið á minnst
í rituðu máli. í þessum teikn-
ingum sýnir listamaðurinn
óvenjulega breidd í teikningu,
og stíltegundir fara eftir því,
hvernig liggur á höfundi.
Mannlýsingarnar eru ekki
það merkilegasta við þessar
teikningar að minum dómi,
heldur frábær teikning og list-
ræn átök, sem ekki eiga sinn
líka í myndlist okkar. Það er
því gleðilegt, að þessi listaverk
skuli loks aðgengileg og er stór
liður í þeirri Kjarvalsveislu,
sem nú stendur yfir. öll verk
Fyrstu snjóar (1953)
klær úti til að ná saman sem
mestu af verkum Kjarvals og
stundað mjög uppboð hér
heima og erlendis. Sum verkin
hefur hann án efa fengið á
eðlilegu uppboðsverði, en önn-
ur hefur hann orðið að greiða
mjög háu verði. Hann hefur
ekki séð í aurana í þessum til-
fellum eins og greinilega kem-
ur í ljós á þeirri stórmerku
Kjarvalssýningu, sem hann
hefur opnað í Háholti í Hafnar-
firði, og það má fullyrða, að
enginn einstaklingur hefur
sýnt Kjarval aðra eins rausn
og Þorvaldur með þessari sýn-
ingu og öllum aðbúnaði að
verkum Kjarvals. Þorvaldur er
sannur listunnandi, og það var
ekki heppnin ein, sem varð til
þess, að hann eignaðist hið
frææga Lífshlaup Kjarvals,
þegar aðrir og sterkari aðilar
hikuðu og misstu af þeim
happafeng. Það verk er nú
fullkomlega endurgert og er
þarna á sýningunni í allri sinni
mekt. Það má benda á, hve
snyrtilega og af mikilli virð-
ingu Þorvaldur hefur búið um
verkin, sem þarna eru sýnd, og
það er mikil gæfa fyrir þjóðina,
að slíkur maður skuli annast
þessi verk af þeirri smekkvísi
og hjartahlýju, sem raun ber
vitni. Stórmerkileg sýning, sem
fólk ætti ekki að láta óséða.
Einkum og sér í lagi hafði ég
ánægju af að sjá myndirnar
undir gluggum í vinnustofu
Kjarvals eftir að viðgerð hefur
farið fram, það eru mögnuð
listaverk.
Enn er ein sýning ótalin í
þessum hópi, en mér hefur ekki
var að finna í vinnustofu
meistarans. Hattar, penslar og
alls konar pappírar, og meira
að segja hefur Gullmávurinn,
einkaskúta Kjarvals, verið
sóttur austur á hérað og stend-
ur nú með fullum seglum, eins
og áður fyrr i vinnustofu hans.
Safn ljósmynda, sem stækkað-
ar hafa verið, er einnig mjög
skemmtilegt að sjá, og í fyrir-
lestrarsal er stutt myndband
um list og líf Kjarvals. Hefur
Þóra Kristjánsóttir útbúið það.
Ég vil benda fólki á að skoða
þessa hluti vel og vandlega, og
það mun hafa mikla ánægju
af. Ekki má gleyma saltfiskin-
um, hvítum og lystilegum, og
rauður snýtuklútur er bundinn
í fjögur horn með túbum og
málaradóti. Með þann farang-
ur lagði Kjarval oft á tíðum til
atlögu við fyrirmyndir sínar
úti um landið. Allt er þetta
vitnisburður um mikinn húm-
anista og ætti að verða fólki
minnisstætt um langan aldur.
Raunverulega kynnist fólk
svolítið persónulega við ein-
stæða manngerð með því að
veita þessum hlutum eftirtekt.
Það mætti margt og mikið
um þetta sýningu spjalla og
Fantasía (1943)
Kjarvals í eigu Listasafnsins
eru á þessari sýningu. Þau
nægja til að fylia húsnæði
safnsins, og sýningin er í heild
sinni hin fegursta. Ég bendi
ekki á neitt sfstakt listaverk í
þessu safni, en þar er margan
gimstein að finna og eiginlega
furðulegt, hvað verkin eru jöfn
og góð í heild sinni.
Listasafnið hefur gefið út
ágæta bók með öllum þessum
verkum, og er mikill fengur að
þeirri bók, sem er fyrst og
fremst myndabók með verkum
Kjarvals, en texti er ekki lang-
ur. Frágangur allur á þessari
Kjarvalsbók er til fyrirmynd-
ar, eins og raunar á annarri
bók, sem kom út hjá Listasafni
íslands á þessu ári í tilefni
afmælis safnsins sjálfs, sem
einnig varð hundrað ára á
þessu ári, en þess var líka
minnst með útgáfu afar fal-
legrar bókar.
Kjarval í Listasfni íslands
kom mér nokkuð á óvárt, og
vissi ég ekki, að svo mikið úrval
verka eftir meistarann væri
þar að finna. Ég hafði verulega
ánægju af að sjá sýninguna,
sem er bæði fróðleg og stórfal-
leg.
Hrafnabjörg (1930)
Þorsteinn Kjarval (1926)
Háholt
Þorvaldur Guðmundsson,
sem lengi hefur safnað verkum
eftir Kjarval, hefur opnað sýn-
ingu á verkum úr safni sínu
og minnist á þann hátt Kjar-
vals, vinar síns. Á sýningunni
munu vera hátt á annað hundr-
að verk. Þorvaldur á sitt prfvat
gallerí, er hann lánar stundum
fyrir sýningar listamanna. Það
er ágætt húsnæði og i stærra
lagi, en samt er það svo, að
vart hýsir það hið frábæra og
merkilega safn listaverka eftir
Kjarval, sem Þorvaldur hefur
varið fimmtíu og fimm árum í
að ná saman. Ég held, að full-
yrða megi, að annað eins safn
er ekki til í einkaeign, enda
hefur Þorvaldur haft allar
unnist tími til að heimsækja
hana enn sem komið er. Sú
sýning er í menningarstöð
Hafnfirðinga og skiljanlega,
vegna húsnæðis, ekki af sömu
stærðargráðu og þær aðrar,
sem hér hefur verið fjallað um.
Ég hlakka til að sjá hana.
Já, það er mikil Kjarvals-
veisla þessa dagana, og svo er
það ævisaga meistarans í
tveimur bindum, rituð af Ind-
riða G., svo að fjórar bækur
hafa séð dagsins ljós á aldaraf-
mæli Jóhannesar Sveinssonar
Kjarvals. Og þá má ekki
gleyma hinum ágætu þáttum
Björns Th. Björnssonar, sem
fluttir voru í útvarpið tvo sein-
ustu sunnudaga.
Sá, sem þetta skrifar, hefur
um langt árabil margt og mikið
ritað um meistara Kjarval og
verk hans. Oft hafa lýsingar-
orðin orðið nokkuð sterk og
hrifning komið róti á hlutina,
en engu að síður stend ég fast
við hvert orð, sem ég hef látið
falla í slíkum hugleiðingum og
gæti jafnvel bætt þar við, ef
eitthvað er. Hrifning mín af
manni og verkum hefur enn
færst i aukana, ef ég þekki
mína eigin loftvog.