Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985
\
Sanitas, eitt elzta starfandi
iðnfyrirtæki á landinu, áttrætt
Sanitas, eitt elsta starfandi iðn-
fyrirtæki á íslandi, er áttrætt í dag.
Það var stofnað 28. nóvember 1905
og á sér um margt skemmtilega sögu.
Hún hefst á því að ungur maður,
Gísli Guðmundsson, næstelstur sjö
systkina, barna hjónanna Jakobínu
Jakobsdóttur og Guðmundar Guð-
mundssonar frá Hvammsvík í Kjós,
ákveður að læra gosdrykkjagerð í
Danmörku, nánar tiltekið hjá
„Bispebjerg Bryggeriet".
Gísli var maður íhugull, söngelsk-
ur og blíðlyndur, fór sér í engu óðs-
lega og hafði ákafiega mikinn vís-
indaáhuga. Jókst sá áhugi enn við
dvölina í Danmörku. Þaðan snéri
hann heim auðugur að hugmyndum
en fátækur að fé.
Þá koma til sögunnar tveir at-
hafna- og dugnaðarmenn á Sel-
tjarnarnesi, Guðmundur ólafsson
í Nýjabæ og Jón Jónsson í Mels-
húsum. Þeir höfðu trú á unga
manninum, lögðu fé til framtaks-
ins og gerðust meðstofnendur
Gísla að „Gosdrykkjaverksmiðj-
unni „Sanitas" á Seltjarnarnesi við
Reykjavík", nánar tiltekið í Mels-
húsatúninu.
Þar tekur Sanitas til starfa 1905.
Gísli er þá 21 árs, titlaður „formað-
ur verksmiðjunnar" og með allan
hugann við að standa nú sem best
að öllu, ekki síst hvað heilbrigðis-
sjónarmiðin varðar, enda átti
hann sér gerlafræði að sérstöku
hugðarefni. Sanitas merkir heilsa,
heilbrigði, á latínu, og allt orðalag
fyrstu auglýsingar fyrirtækisins
(frá 1905) endurspeglar viðhorf
Gísla til heilbrigðisþátta — segir
jafnframt heilmikið um tíðarand-
ann.
Auglýsingin hefst á feitletruð-
um fullyrðingum þess efnis að
bestu gosdrykkir á fslandi komi úr
verksmiðjunni Sanitas vegna þess
að vatnið, sem í þá fari, sé sótt-
hreinsað. Síðan segir, orð- og staf-
rétt:
„Aðrar verksmiðjur láta vatnið
í flöskurnar eins og það kemur úr
jörðinni; þar getur vatnið mengast
gerlum og þeir geta orðið hættuleg-
ir heil.su manna. „Sanitas" tekur
vatnið úr uppsprettulind sem Verk-
smiðjan er reist hjá. Yfir lindinni
er vindketill (Hydrophor), sem
vatninu er dælað upp í. Þaðan er
vatninu hleypt í gegnum járnæð,
inn í loftþjettan ketil, og hitað í
honum upp yfir suðumark (13Ó°C),
úr þessum katli er vatnið látið
streyma um aðra járnæð, inn í
sýjuketil; þar sýjast það gegnum
1 V-i alin þykt lag af beinkolum;
þaðan fer vatnið um járnæð inn í
tinaðan eirketil; þar er kolsýrunni
hleypt inn í það, og úr þessum
katli er það svo látið á flöskurnar.
Hjer er því fengin fylsta vissa fyrir
því, að vatnið sje heilnæmt."
Siðan kemur kafli sem allur er
vandlega undirstrikaður. Þar seg-
ir: „Hvers vegna eru „Sanitas"-
drykkir og aldinsafar svo framúr-
skarandi bragðgóðir? Af því að
vatnið er meðhóndlað eins og að
ofan er skráð, og af því „Sanitas"
notar ávalt beztu efni: nýja ávexti;
en ekki aldinolíu eða sítrónsýru;
sykur til sætinda, en ekki Sacch-
arin eða hlaupefni."
Að lokum kemur svo feitletruð
rúsína í pylsuendann: „Hvers
vegna má treysta því að „Sanitas"
vandi sem bezt alla gosdrykkja-
gerðina? Af því að landlæknir
Guðmundur Björnsson er eftirlits-
maður verksmiðjunnar."
Landlæknir í árlegar
eftirlitsferðir
Það er all dásamlegt að ekki
einungis er tiltekið að landlæknir
sé eftirlitsmaðurinn, heldur er
hann nafngreindur. — Ekkert er
verið að tíunda það, að hann kom
nákvæmlega einu sinni á ári, þá
Fyrsta verksmiðja Sanitas í Melshúsatúninu á Seltjarnarnest.
með hæfilegum fyrirvara. Að auki
var Guðmundur Björnsson land-
læknir bæði tengdur Gísla, Odd-
fellowbróðir hans og heimilisvin-
ur. — Þetta voru ljúfir timar.
„Já, hvort ég man eftir Guð-
mundi Björnssyni landlækni,"
sagði Fríða Guðmundsdóttir (f.
1905), sem nú dvelst á Elliheimil-
inu Grund, örverpi þeirra hjóna
Jakobínu Jakobsdóttur og Guð-
mundar Guðmundssonar, og ekkja
eftir Baldur Sveinsson bankarit-
ara. „Þegar landlæknir kom í þess-
ar árlegu eftirlitsferðir sínar, þá
mátti maður hvergi vera nærri. —
Hann var fremur lágvaxinn, fyrir-
mannlegur og manni minnisstæð-
ur. Það var litið upp til hans. Og
þegar Guðmundur kom átti alltaf
að vera til handa honum, úti á
kontór, Sanitas-kontór, brennivín
og hákarl. Ég man það vel.
Og Guðmundur var tengdur
okkur þannig að mágur minn,
maður Guðbjargar systur, Páll
Kolka læknir og hann voru
náfrændur..."
Árið 1907 er framleiðsla Sanitas
eftirfarandi: „Sítrón og Límónaði,
fl. teg; Sódavatn; Appólínarisvatn;
Sæt saft í tunnum, Kirseber, Hind-
ber og Bláber; Súr saft í tunnum."
Rétt til gamans má geta þess
að súra saftin kostaði þá 50 aura
potturinn (1 lítri) í heildsölu og
60 aura í smásölu. Var þá miðað
við saft selda í tunnum sem svo
var mælt úr.
Árið 1909 skrifar Gísli Guð-
mundsson, „formaður verksmiðj-
unnar", orðsendingu, dagsetta 18.
september, til „Hr. Páls Nikulás-
sonar, Verzlunarstjóra í Flatey".
Þá kemur í ljós að súra saftin
hefur hækkað smávegis í verði frá
árinu 1907. Kostar hún nú heila
55 aura í heildsölu, „pr. pt. í tunn-
um". — Hún mátti sín einhvers
krónan þá.
Post Scriptum Gísla segir eftir-
farandi: „Sökum rúmleysis í „Skál-
holti" sendi jeg vörurnar með
„Laura", og til að spara útskipan
er hálfankeri í öðrum kassanum.
Borgunarskilmálar í lengra lagi 3
mánuðir fyrir innihald og endur-
sendingu umbúða." Sendingin
kostaði kr. 94,55... Talsími „San-
itas" var 109.
Þegar Gísli skrifar þetta eru
„forðabúr og afgreiðsla í Lækjar-
götu 10 (kjallaranum). Reykjavík",
húsi Þorsteins Tómassonar járn-
smiðs. Þar er Guðmundur Guð-
mundsson, faðir Gísla og þeirra
systkina, almáttugur og nýtur
mikillar hylli. — Ekki ráðstöfuðu
allirgosiíþádaga.
^Gamli pabbi var 58 ára þegar
ég fæddist," sagði Fríða, „og hann
var nú aldeilis umsvermaður
vegna þessa með gosdrykkina. Við
bjuggum þá á Bræðraborgarstíg
31, öll fjölskyldan, en verksmiðjan
var í Melshúsatúninu. Og við Loft-
ur bróður eltum Gísla á röndum.
Ég man það líka, að þegar
spænska veikin geisaði var óskap-
lega mikil ásókn í sódavatnið. Það
linaði víst einhvern veginn þján-
ingarnar. Ég man líka eftir gos-
drykk sem hét Basta — dökkt gos,
svipað maltöli en miklu betra.
Basta var víst framleitt fram að
1923, eða eitthvað svoleiðis, en nú
er uppskriftin löngu týnd. Basta
þótti mér langbest.
Gísli til náms
í gerlafræöi
Gísli var okkur systkinum sínum
meira en gengur og gerist með
bræður," bætti hún svo við, íhugul.
„Hann var okkur miklu fremur
eins og faðir; alltaf að reyna að
hafa vit fyrir okkur Lofti; litla
bróður og litlu systur. — En það
tókst nú ekki alltaf. Það var dálitið
erfitt að hafa stjórn á okkur Lofti.
Við vorum nefnilega prakkararnir
í fjölskyldunni. — Æ, hann Loftur
með sitt dásamlega skap og hug-
myndaflug..." sagði eftirlifandi
prakkarinn — f íngerð, lítil og stór-
kostlega sjarmerandi, svo maður
leyfi sér nú dönskuslettu.
Árið 1905, þegar Sanitas er sett
á laggirnar, er Loftur „litli bróðir",
sem síðar varð þjóðkunnur ljós-
myndari, þrettán ára, mikill að-
dáandi bróður síns, Gísla, og stöð-
ugur fylgifiskur hans, alltaf með
annan fótinn í verksmiðjunni.
Það var ekki löngu eftir stofnun
þess fyrirtækis, að í ljós kom að
„formaður verksmiðjunnar" mátti
ekkert vera að því að helga sig
gosdrykkjaframleiðslu einvörð-
ungu, heldur hélt til náms í Kaup-
mannahöfn á nýjan leik. Því sinni
til þess að nema gerlafræði hjá
kunnasta sýklafræðingi Dana, í þá
daga, prófessor Salomonsen.
Þaðan lá leiðin til frekara náms,
á því sviði; til Þýskalands, Austur-
ríkis og Frakklands. Meðal annars
var Gísli við Pasteur-stofnunina.
Hann var jafnframt mikill áhuga-
maður um tungumál; lagði stund
á nám í mörgum þeirra jafnhliða
vísindaiðkun sinni.
Ekki gat Gísli þó helgað sig
náminu óslitið, heldur varð að
mennta sig þegar færi gafst. Hann
varð einkaeigandi Sanitas tiltölu-
lega fljótlega eftir stofnun fyrir-
tækisins, að álitið er. ok Sanitas
varð að sinna. Árið 1912 kvæntist
hann svo Halldóru Þórðardóttur,
frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi.
Þeim hjónum fæddist dóttír árið
1913, Guðrún Jóna, og sonur, Guð-
m.undur, árið 1915.
Þess skal getið að Guðrún Jóna
var skírð eftir þeim sæmdarhjón-
um Guðrúnu Brynjólfsdóttur og
-v"T-
!anr
SANITAS
ReykiavíK
jm^w#wvtfmtowmm*i!*^
avin
m
Kampavín var sem sé framleitt á tslandi í eina tfð — að vísu var það
dálítið óvenjulegt
Jóni Jónssyni í Melshúsum, vel-
unnurum Gísla. Guðmundur mun
eiga nafn að rekja til afa síns og
til nafna hans Ólafssonar, stór-
bónda og annars velgjörðarmanns
Gísla.
Gisli var mjög félagslyndur og
athafnasamur á mörgum sviðum.
Aðeins rétt tvítugur var hann
kjörinn í skólanefnd Seltirninga.
Hann var virkur i Framfarafélagi
Seltjarnarness, formaður þess
lengi vel og stofnaði söngflokk fé-
lagsins.
Forstöðumaður efnarannsókna-
stofnunar í Reykjavík varð hann
1916. Og Gísli var, ásamt Jóni
Kristjánssyni prófessor, hvata-
maður að stofnun smjörlíkisgerðar
í Reykjavík; smjörlíkisgerðarinnar
Smára, Mjólkurfélags Reykjavíkur
og sælgætisgerðarinnar Nóa hf.
Rannsóknir Gísla vöktu mikla
athygli, sérstaklega þær, er hann
gerði á skyri og mjólk, og svo
saltkjöti og fiski. Hann las mikið
og ýmislegt athyglisvert birtist
eftir hann á prenti. Gísli andaðist
1928, 44 ára, og hafði þá verið
formaður Iðnaðarmannafélagsins
síðustu fjögur árin.
„Það var svo einkennilegt," sagði
Guðrún dóttir hans, „að þrátt fyrir
öll sín störf og áhugamál, þá hafði
pabbi alltaf tíma til þess að sinna
okkur krökkunum. — Hann rækt-
aði líka alls konar grænmeti, og
við tíndum ætisveppi. Það var upp
úr 1920, þegar hvorugt var algengt
hér..."
Sanitas á Smiðjustíg 11
Árið 1916 var verksmiðjan San-
itas flutt í kjallarann í húsi Gísla,
Smiðjustíg 11, og Guðrúnu er
minnisstætt að fólkið kom alltaf
upp í kaffi. Sama ár seldi Gísli
Lofti bróður sínum fyrirtækið.
Loftur var þá 24 ára. Kunnugir
telja að Jens Waage, bankastjóri
íslandsbanka, hafi greitt götu
bræðranna í þeim efnum.
Áður hafði Loftur unnið í kjöt-
verslun Tómasar Jónssonar og
stofnað, ásamt öðrum manni, eigin
verslun í Aðalstræti, þar sem
Morgunblaðshúsið er nú. Loftur
seldi þó fljótlega sinn hlut í versl-
uninni en átti Sanitas til ársins
1924.
Loftur mátti nú tæpast vera að
því að sinna gosdrykkjagerð, enda
þurfti hann ekki að hafa áhyggjur
af Sanitas. Árið eftir kaupin kom
nefnilega til starfa hjá honum
afburða áreiðanlegur maður og
duglegur, Sigurður Waage.
Loftur, kátur og hugmyndarík-
ur, var önnum kafinn við sín
margvíslegu áhugamál. Ber þar
fyrst að telja ljósmyndun, og
þeirra erinda fór hann hreint um
allt, ekki síst í flugferðir. Tók hann
þá litlu systur, Fríðu, með sér.
Annars átti að heita að hún ynni
á skrifstofu Sanitas, svona stöku
sinnum. Loftur átti mótorbát, og
Fríða segir þau systkinin hafa
haft staka unun af því að gera at
í sundfólkinu í Nauthólsvík.
Loftur fékkst við tónsmíðar og
eru þó nokkur verk hans til á
prenti. Til dæmis komu Fánasöng-
ur Væringja og Ljúflingar út 1917.
Hann var einn stofnenda knatt-
spyrnufélagsins Vals, 1911, og
potturinn og pannan í ýmsu öðru.
Árið 1921 fór verksmiðjueigandinn
til Danmerkur, þess erindis að
nema ljósmynda- og kvikmynda-
gerð.
Sanitas var áfram á Smiðju-
stígnum þar til 1923 að Loftur
flutti fyrirtækið að Lindargötu 9,
er þá var 1, en Loftur byggði fyrsta
áfanga þess húss. Árið 1924 selur
hann svo Sigurði Waage, sem þá
var 22 ára, fyrirtækið, setur á stofn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64