Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VBXSQPIT/XIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 B 7 Viðskipti og atvinnulíf Markaðssetning sjávarafurða Sambandsins efld í Evrópu ^ Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. FramkvKmdastjóraskipti áttu sér stað á skrifstofu Sambandsins í Hamborg um miðjan október. Tómas Ó. Jónsson, fv. framkvKmdastjóri Bílvangs sf., tók við af Steinari G. Magnússyni, sem tók aftur við fram- kvKmdastjórastarfi sínu bjá Jötni hf. á íslandi. Hamborgarskrifstofan hefur verið rekin í 28 ár og starfsemi hennar er aðallega fólgin í markaðs- setningu á landbúnaðar- og sjávaraf- urðum, vörukaupum og fjármögnun. Frá og með nKStu áramótum hefur verið ákveðið að breyta starfstil- högun skrifstofunnar og leggja meiri áherslu á markaðssetningu sjávaraf- urða en hingað til hefur verið gerL Helgi Sigurðsson hefur verið skipað- ur starfsmaður sjávarafurðadeildar f þessu sambandi og mun heyra beint undir sjávarfurðardeildina heima. Hann hefur starfað á skrifstofu Sambandsins í Hamborg í tvö ár. „Þessi verkaskipting mun veita mér meiri tíma til að fást við önnur verkefni skrifstofunnar," sagði Tómas í samtali við Mbl. „Mark- aðssetning sjávarafurðanna er mjög mikilvægt starf og þessi skipulagsbreyting mun styrkja og efla þann þátt í starfsemi okkar hér.“ Tómas sagðist ekki álíta að fall Bandaríkjadollara undanfarið væri enn farið að hafa áhrif á Evrópumarkað, „en það verður að gæta þess á hverjum tíma að fá sem mest fyrir afurðir okkar, hverjar sem þær eru,“ sagði hann. Sambandið flytur út æðardún og kindakjöt til V-Þýskalands. Verðið á æðadúninum hefur hækk- að verulega og er nú 1.250 v.þýsk mörk fyrir kílóið, eða tæpar 20.000 ísl. kr. „Verðið fór upp í 1.500 mörk fyrir nokkrum árun en þá sprakk markaðurinn og verðið féll niður í 700 til 750 mörk fyrir kíló- ið. Það hefur farið síhækkandi síðan en nú óttast margir að svipað ástand sé að skapast aftur og markaðurinn þoli ekki mikið hærra verð. Það er farið að verða vart við að framleiðendur séu hættir að kaupa dúninn nú þegar.“ tslenski æðardúnninn er notað- ur í sængur- og skjólfatnað. Allur æðardúnn þykir mjög góður en hann er rándýr og annar dún- fatnaður er á markaðnum fyrir neytendur á viðráðanlegra verði. Tómas sagði að Kanadamenn flyttu t.d. mikinn æðardún inn til Evrópu en samkeppnin væri aðal- lega háð við innflytjendur á öðrum og ódýrari dúni, t.d. frá Kína og öðrum Austurlöndum. Alls má flytja inn 600 tonn af kjötskrokkum til Evrópubanda- lagslandanna á ári. Sambandið hefur selt rúmlega 250 tonn af kjöti til V-Þýskalands á þessu ári en megnið af kvótanum er selt til Danmerkur. Ráðamenn í Brussel hafa haft umsókn um innflutning á stykkjakjöti til Evrópubanda- lagslandanna til umfjöllunar nokkuð lengi. Tómas sagði að nú stæði til ferð dýralæknis og full- trúa viðskiptavina Sambandsins í Evrópu til íslands til að kanna aðstæður þar og það væri liður í afgreiðslu þessa máls. „Það skiptir miklu máli þegar maður er bundinn við ákveðinn kvóta hvort að hann á við dýrasta partinn af skepnunni eða allan skrokkinn,“ sagði Tómas. „Hingað til höfum við bara mátt flytja inn kjötskrokka í heilu lagi en okkar markaðsstaða myndi bætast mjög ef við gætum flutt inn niðursneitt kjöt. Eins ber að hafa í huga að neytendur hér eru mun vanari fersku kjöti en frosnu og það hefur sín áhrif á okkar sölu.“ ab Tómas Óli Jónsson Lofttæmingjoftskipti. Nú beinist athyglin að pökkun á fiski. Sjálfvirkar og hálfsjálf - virkar vélar frá Boss og Dixie Union. Aukið verðmæti, betri sala. Lofttæmingarpökkun (vacuum) á kjöti og öðrum matvælum hefur sannað gildi sitt. Nú beinast augu manna einkum að pökkun á ferskum fiski. Pökkun í lofttæmdar umbúðir eða umbúðir með hentugum loftblöndum eykur geymsluþol matvæla stórlega. Hún tryggir girnilegt útlit vörunnar, aukið verðmæti og betri sölu. Úrval af stórum og smáum lofttæmingarvélum. Plastprent býður vélar sem eru auðveldar í notkun og henta jafnt til loftskipta sem lofttæmingar. Enn fremur framleiðum við, einir á Islandi, lofttæmipoka. Úrval annarra pökkunarvéla. Plastprent selur úrval annarra pökkunarvéla af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt höfum við í 26 ár framleitt alls konar plastum- búðir úr eigin filmu, með og án áprentunar. Það er því engin tilvilj- un að flestallir Islendingar meðhöndla daglega vörur sem pakk- að er í umbúðir frá okkur. Plastpökkun er framtíðarlausn. ___ Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og auglýsingargildi. Forysta Plast- prents byggist á tækniframförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leysum við pökkunarvanda íslenskra fyrir- tækja. BMWað yfirtaka hátækni- fyrirtæki? FYLKISSTJÓRNIN í Bayern hefur vakið máls á því að koma á tengslum milli v-þýska bíla- framleiðandans BMW og Mess- erschmitt-Bölkow-Blohm— MBB, flugvéla- og vopnafram- leiðanda. Slík tengsl mundu opna BMW dyrnar að hátækn- inni á svipaðan hátt og aðrar stórar bilaverksmiðjur hafa verið að gera undanfarið, Daimler Benz með yfirtöku AEG og General Motors í Bandaríkjunum með yfirtöku á HAI. Forsvarsmenn BMW hafa tekið vel í þessar hugmyndir en segjast ekki munu sætta sig við minna en meirihluta í MBB, sem aftur kann að vefjast tals- vert fyrir núverandi eigendum MBB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.