Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B - Višskipti/Atvinnulķf 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8    B
MORGUNBLAÐIÐ,   VIÐSXIPHAIVINNUIÍF   FIMMTUDAGUR28.NÓVEMBER1985
Fjármálamarkadur
Okurlánastarfsemi ískjóli
vanþróaðs fjármagnsmarkadar
OKURMÁLIÐ svokallaða á eftir eða
getur haft alvarlegar stjórnmálalegar
afleiðingar í för með sér. Andstæd-
ingar ríkisstjórnarinnar hafa margir
hverjir haldið því fram að okurlána-
starfsemi blómstri á íslandi. Og að
hún sé afleiðing af stjórnarstefnunni
og þá sérstaklega vaxtafrelsinu. Einn
stjórnarþingmaður Páll Pétursson,
formaður þingflokks framsóknar-
manna, hefur sagt að vaxtafrelsið
hafi lcitt til ófarnaoar. Hann hefur
einnig haldið því fram að háir vextir
auðveldi okrurum að starfa.
í umræðum á Alþingi um okur
fimmtudaginn 21. nóvember sagði
Páll Pétursson að háir vextir væru
stökkpallur fyrir okrara, sem þeir
nota sem afsökun til að krefjast æ
hærri vaxta. Áður hafði þing-
maðurinn tekið fram að háir vextir
hvettu til sparnaðar. Rök Páls um
að háir vextir hvetji til okurs
byggja líklega á misskilningi. Það
er hins vegar rétt að háir vextir
hvetja til sparnaðar. Jarðvegur
okrara er fjárskortur, en ekki háir
vextir.
Einn stjórnarandstöðuþing-
maður, Stefán Benediktsson, hefur
sagt að íslenski okurlánamarkað-
urinn velti um 2 milljörðum króna
á mánuði. Þingmaðurinn gerði ráð
fyrir að maður sá er nú situr í
gæsluvarðhaldi grunaður um okur,
eigi sér 10 til 12 starfsbræður á
höfuðborgarsvæðinu. Hér skal
þetta ekki dregið í efa, en miklu
liklegra er að mun fleiri einstakl-
ingar stundi starfsemi af þessu
tagi að meira eða minna leyti. Ef
þessir aðilar hafa svipuð umsvif
og sá grunaði má gera ráð fyrir
að velta okurlánara sé nálægt
þeirri tölu, sem áður er nefnd. Við
húsrannsókn hjá hinum grunaða
fann rannsóknarlögreglan um 200
milljónir króna i ávísunum auk
nokkurra milljóna í gjaldeyri. Það
er hins vegar nær ógerlegt að gera
sér grein fyrir umfangi okurlána-
viðskipta. Aðeins eitt er ljóst að
hér er um mjög ábótasöm viðskipti
að ræða og skiptir veltan hundruð-
um milljónum króna.
En hvernig fara þessi viðskipti
fram? Hverjir leita á náðir okur-
lánara og hverjir stunda þessa
starfsemi?
Hvaða háttur er hafður
á okurlánum?
*Okurlánari veitir lán gegn
tryggingu, sem getur verið af
mörgu tagi. Sá er leitar eftir láni,
þarf oft að gefa út skuldabréf.
Yfirleitt framselur hann það til
milligöngumanns — þriðja aðila.
Okurlögin ná ekki til þriðjamanns-
bréfa, enda geta menn selt eignir
sínar með afföllum. Jónatan Þór-
mundsson lagaprófessor segir hins
vegar að ef ljóst sé að um raun-
verulega lánveitingu sé að ræða,
þ.e. framsal til þriðja manns er
tilraun til að komast í kringum
lögin, þá sé um málamyndasamn-
ing að ræða. Sönnunarbyrðin að
um „sviðsetningu" sé að ræða er á
herðum ákæruvaldsins og hún
getur oft reynst erfið.
í þessu sambandi er vert að
hafa í huga að fyrirtæki sem farið
hafa út í skuldabréfaútboð hafa
ekki verið útgefendur bréfanna. í
skuldabréfaútboði Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, svo dæmi
sé tekið, var Samvinnusjóður út-
gefandi. Og þegar fyrirtæki selja
eitt eða fleiri skuldabréf eru fram-
kvæmdastjórar og/eða eigendur
útgefendur. Þeir eru skuldarar að
nafninu til, en raunverulegur
skuldari er fyrirtækið. Okurlögin
ná ekki til sölu þessara skulda-
bréfa og ekkert virðist ólöglegt við
að haga viðskiptunum á þennan
hátt.
Raunvextir skuldabréfa eru
12—18% á ári, en vextir hafa farið
lækkandi á undanförnum vikum
um 1—2%. í fyrrnefnda tilfellinu
þegar um málamyndagjörning er
að ræða eru vextir margfaldir, allt
að 200% á ári.
*Það eru farnar aðrar leiðir og
ekki eins flóknar. Lántakandi gef-
ur út ávísun oftast einn mánuð
fram í tímann. Okurlánarinn lætur
hann hafa peninga' í staðinn að
frádregnum vöxtum, 15-20% á
mánuði. Til tryggingar þarf lán-
takandi að skrifa undir víxil, sem
er framseldur t.d. í banka ef engin
innistæða reynist fyrir ávísuninni.
Okrarinn lætur lántakanda gefa út
ávísunina á þann banka sem ávís-
anareikningurinn er. Með þessu
sleppur hann við að framselja ávís-
unina þegar hún er innleyst í við-
komandi banka og það getur oft
komið sér vel. Á það má benda að
óheimilt er að gefa út ávísun fram
í tímann og ef það er gert getur
handhafi hennar selt hana hvenær
semer.
* Með bestu viðskiptavinum
okurlánara eru verslunareigendur,
íslenzkur fjármagnsmarkaður
Ávöxtun
Verotryggö
veðskuldabréf
Óverðtryggö
veðskukíabréf
Ahama
sem margir hverjir flytja vörur
beint inn og selja i eigin verslun-
um. Þeir fá lán hjá okraranum til
að leysa vörur út. Okrarinn tekur
heildsöluálagninguna, sem þókn-
un. Auk þess þarf lántakandi að
greiða ýmsan annan kostnað. Ljóst
er að viðskipti af þessu tagi eru
mjög stór hluti af okurlánamark-
aðnum. Vextir af þessum lánum
geta verið allt að 200% á ári.
*Notkun greiðslukorta spilar
einnig inn í okrið. Lántakandi, sem
er handhafi greiðslukorts fær lán-
aða peninga hjá kaupmanni.
Greiðslumiði er gefinn út á upp-
hæðina og bætt við „þóknun" -
vöxtum. Greiðslukortafyrirtækin
sjá svo um að innheimta skuldina.
Hverjir taka okurlán?
Það má skipta viðskiptavinum
okurlánara í fimm hópa. í fyrsta
hópnum eru fyrirtæki sem eiga við
fjárhagsörðugleika að stríða og
eiga ekki í önnur hús að venda en
okurlánaranna. Mörg þessara fyr-
irtækja njóta ekki lánstraust, af
einhverjum ástæðum í bankakerf-
inu. Forsvarsmenn þeirra eru að
kaupa sér tíma, en oftast er aðeins
lengt í snörunni.
í öðrum hópnum eru fyrirtæki
sem velja fljótlegustu leiðina —
lán hjá okrara — þegar hafa þarf
hraðann á t.d. við að leysa út vörur
úr tolli. Forsvarsmenn þessara
fyrirtækja telja aðþau geti staðið
undir vöxtun lánanna, enda veltu-
harði varanna þá mikill. Það getur
verið mjög tímafrekt að fara leið
bankakerfisins og tíminn kostar
peninga.
í þriðja hópnum eru einstakling-
ar, sem eiga ekki annarra kosta
völ en að leita á náðir okurlánara.
Margir þeirra njóta ekki láns-
trausts hjá innlánsstofnunum —
eru í vanskilum við þær. Oft taka
þeir lánin til að standa við skuld-
bindingar sínar við banka og/eða
sparisjóði.
í fjórða hópnum eru einstakling-
ar sem eru að setja á stofn fyrir-
tæki. Eftirtektarvert er að þeir
sem taka okurlán eru flestir að
stofnsetja fyrirtæki á sviði þjón-
ustu og verslunar. Þessar starfs-
greinar hafa enga opinbera eða
hálfopinbera sjóði að leita til líkt
og iðnaður, landbúnaður og sjávar-
útvegur. Mjög erfitt og í raun óger-
legt er fyrir þessa aðila að standa
undir þeim vöxtum sem eru á lan-
unum. Morgunblaðinu er kunnugt
um allnokkra aðila sem ánetjast
hafa okurlánurum og geta liklega
aldrei staðið við „skuldbindingar"
sínar gagnvart þeim. Og eftir þvf
sem staða lántakanda versnar
tekur okrarinn hærri „þóknun".
Fimmti hópur viðskiptavina
okurlánara eru eiturlyfjasmyglar-
ar og -salar. þeir taka lán til að
fjármagna kaup á eiturlyfjum
erlendis. Hagnaðurinn af þessum
viðskiptum er margfaldur - ef
smyglið heppnast á annað borð -,
og það er kaldhæðni örlaganna að
líklega eru þetta einu lántakend-
urnir sem auðvelt eiga með að
standa við skuldbindingar sínar
gagnvart okurlánurum.
Hvers vegna blómstra
okurlánaviðskipti?
Hvers vegna eru okurlánavið-
skipti jafnblómleg og margir gera
ráð fyrir? Þótt erfitt sé að átta sig
fyllilega á þessum markaði, eins g
áður segir, er ljóst að um verulegar
fjárhæðir er að ræða. Hafa and-
stæðingar ríkisstjórnarinnar rétt
fyrir sér þegar þeir halda því fram
að okurstarfsemi sé aðeins afleið-
ing stjórnarstefnunnar og vaxta-
frelsisins?
Allir þeir sem blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við voru
sammála um að íslenskur fjár-
magnsmarkaður sé á margan hátt
vanþróaður. Menn deila um ástæð-
ur þessa. Margir benda á að
óstjórn og ofstjórn ríkisvaldsins
og stjórnmálamanna undangengin
ár í peninga- og vaxtamálum, hafi
haft alvarlegar afleiðingar i för
með sér fyrir bankakerfið. Að
þessu verður vikið síðar. En hvað
sem þessu líður er ljóst að ekkert
eftirlit er haft með verðbréfa-
markaðnum og hugsanlegri okur-
starfsemi. Engar starfsreglur eru
til og einstaklingar og/eða félög
geta haslað sér völl í verðbréfavið-
skiptum án þess að þurfa að upp-
fylla nein skilyrði. Á meðan að
„hver sem er" getur sett á laggirn-
ar verðbréfafyrirtæki þarf sér-
stakt leyfi til verslunarreksturs.
Engin rök hníga að því að meiri
kröfur eigi að gera til verslanaeig-
enda, en þeirra er starfrækja verð-
bréfafyrirtæki. Þvert á móti.
Eftirlit með verðbréfafyrirtækj-
um virðist nauðsynlegt. Það er
ekki síst fyrirtækjunum sjálfum
til góða. í þessu sambandi er vert
að hafa í huga að sá er nú situr i
gæsluvarðhaldi grunaður um okur,
„starfræktl" verðbréfamiðlun.
Einn verðbréfamiðlari fullyrti að
hann hefði tvisvar sinnum bent
Seðlabankanum á að eitthvað væri
athugavert við starfsemi þessa
fyrirtækis, fyrst fyrir rúmum
tveimur árurn. Þá var ekkert gert.
Seðlabankinn hefur enga lögsögu
samkvæmt lögum yfir verðbréfa-
fyrirtækjum.
Eftirlit með verðbréfafyrirtækj-
um er ekki aðeins nauðsynlegt
vegna fyrirtækjanna sjálfra held-
ur og miklu fremur vegna við-
skiptavina þeirra. Margir við-
skiptavinir þessara fyrirtækja eru
einstaklingar — launþegar — er
hafa takmarkaða þekkingu á verð-
bréfaviðskiptum og treysta fyrir-
tækjunum og ráðleggingum starfs-
manna þeirra um ávöxtun spari-
fjár.
Viðskiptaráðherra Matthias
Bjarnason, sagði á Alþingi í síð-
ustu viku að frumvarp um starf-
semi verðbréfafyrirtækja yrði lagt
fyrir þingið fyrir jólaleyfi þing-
manna. Lög um verðbréfafyrir-
tæki, eins og einn verðbréf amiðlari
sagði, eiga fyrst og fremst að
tryggja stöðu viðskiptavina.
En það eru skiptar skoðanir um
gildi opinbers eftirlits með verð-
bréfamörkuðum. Einn verðbréfa-
miðlari sagðist efins um gildi opin-
bers eftirlits. Hann taldi aðhald
fjölmiðla mun vænlegra, ef þess
væri kostur, en benti á að kannski
væri það óskhyggja: „Fáir blaða-
menn hafa skilning og þekkingu á
þessum málum." Þessi sami verð-
bréfamiðlari sagði að í þessum
efnum hefði skólakerfið brugðist:
„Það eru sárafáir íslendingar sem
búa yfir þekkingu á peningamál-
um."
Beinast liggur við að Bankaeftir-
litið annist eftirlitið, eins og gert
er ráð fyrir í frumvarpi viðskipta-
ráðherra, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Verðbréfaþing íslands sem
stofnað var fyrir skömmu með
aðild Fjárfestingarfélags íslands,
Kaupþings hf, Landsbanka ís-
lands og Iðnaðarbanka íslands, er
líklegt til að stuðla að meiri festu
og góðum starfsreglum á verð-
bréfamarkaðnum. Þeir aðilar sem
eiga aðild að þinginu hafa sjálf-
viljungir gengist undir eftirlit og
skoðun Bankaeftirlitsins. Þannig
verður það nokkurs konar gæða-
stimpill   á  verðbréfafyrirtækjum
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16