Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 „Það læðist eitt- hvað að manni... Spjallað við Hjört Pálsson um nýtt ljóðasafn hans, Haust í Heiðmörk Haust í Heiðmörk heitir ný Ijóða- bók Hjartar Pálssonar og kemur út hjá Iðunni fyrir þessi jól. Þetta er fjórða Ijóðasafn Hjartar; hin fyrri eru Dynfaravisur (1972), Fimm- strengjaljóð (1977) og Sofendadans (1982). Hjörtur var kominn yfir þrítugt þegar fyrsta bókin kom út og hann var því spurður hvort hann hefði byrjað seint að yrkja. „Nei, ekki var 'það nú. Ég fór að fást við ljóðagerð á unglings- árum og orti til dæmis nokkuð er ég var í menntaskóla fyrir norðan. Þá birtust kvæði eftir mig í skólablöðum og öðrum þess háttar ritum. Næstu árin var hins vegar nóg að gera bæði við nám og vinnu og úr því að ég dreif ekki í því að senda frá mér bók sautján, átján ára eins og algengt er þá þótti mér ekkert að því að bíða. Ég var orðinn 31 árs þegar fyrsta ljóðabókin mín kom út en þá var ég sem sé búinn aðyrkjalengi.“ — Eru nýju ljóðin, Haust í Heiðmörk, svipuð fyrri ljóðum þínum? „Á margan hátt eru þau það. Viðfangsefnin eru til að mynda áþekk því sem ég hef áður glímt við; það er meiri spurning hvort ég nálgist yrkisefnin á einhvern hátt öðru vísi en þegar ég var yngri." — Yrkisefnin, hver eru þau? „Ja, ég hef alltaf ort talsvert mikið af lýrískum kvæðum, ef svo má að orði komast. Þarna eru ástarljóð innanum og hafa verið frá upphafi. Svo hef ég alla tíð ort mikið um heiminn og það sem er að gerast bæði nær og fjær.“ — Mörg ljóðanna í nýju bók- inni eru einmitt tengd ákveðnum stöðum. „Já, það er rétt. Eins og allir kannast við þá verða ferðalög oft til þess að maður öðlast nýja reynslu og það er einmitt ný reynsla sem heldur skáldum lif- andi. Upplifun mín af nýjum stöðum verður iðulega kveikjan að ljóðum; ég yrki ekki beinlínis um þessa staði heldur nota ég þá til þess að koma skynjun minni eða hugsun á framfæri." — Hvernig gengur þér að yrkja? Áttu auðvelt með það eða þarftu að liggja lengi yfir kvæð- unum? „Það er afar misjafnt. Það kemur fyrir að ég yrki kvæði á mjög skömmum tíma af því að eitthvað hefur haft mjög sterk áhrif á mig, en svo eru önnur sem liggja kannski hjá mér árum saman áður en mér tekst að fá þeim viðeigandi form. Þetta hygg ég að öll skáld kannist við. Stund- um fæðast hjá mér ein eða tvær línur, eins konar kjarni að ljóði, og svo getur farið drjúgur tími í að fullgera það. Ég get nefnt dæmi að eitt af styttri ljóðunum í nýju bókinni var hlutfallslega mun lengur í smíðum heldur en ýmis lengri Ijóðin. Þetta ljóð heitir Fönix og hljóðar svo: Hjörtur Pálsson Dagur í Píreus eftir Hjört Pálsson Dagur í Píreus og hönd þín á öxl mér þótt skipið fjarlægist svo að ég veit ekki hvort það er ég eða þú sem stendur á þilfarinu stendur og veifar á bryggjunni bíður eftir einhverju bíður og vonar eins og blátt Eyjahafið sem bíður eftir stjörnunum. Enn er mér spurn hvað undri þessu veldur. Enginn svarar hvers vegna ber við ský rauðan skínandi væng það er fuglinn Fönix — floginn úr ösku tilaðsyngjaáný. Þetta er stundum svolítið skrýtið," hélt Hjörtur áfram. „Ég hef rekið mig á það að ljóðin sem fæðast snögglega krefjast oft minni breytinga en hin sem verða til á lengri tíma. Þá er eins og það læðist eitthvað að manni, meira eða minna fullmótað ..." — Hvenær yrkirðu? „Ja, mín ljóðagerð hefur alltaf mótast af því að hingað til hef ég stundað borgaralega atvinnu, ef svo má að orði komast, og því má segja að ég hafi aðallega ort á hlaupum milli þess sem ég stundaði mína vinnu. Þetta hefur eflaust sett sitt mark á ljóðin; maður yrkir varla samfellda ljóðabálka um tilekið efni við þessar aðstæður, svo ég nefni dæmi. Nú er ég hins vegar ekki lengur í fastri atvinnu og mig langar til þess að láta reyna á það hvort ég geti lifað af ritstörf- um og skyldri sýslu. Ef það lán- ast hef ég hug á því að takast kannski á við viðameiri verkefni. En þú spurðir hvenær ég yrki. Ef útí það er farið þykir mér oft gott að yrkja á kvöldin og jafnvel nóttunni þegar kyrrð er dottin á. Svo hefur síðsumarið og haustð yfirleitt nýst mér vel til ljóða- gerðar.“ — Þú nefndir að þú hefðir ekki ort samfellda ljóðabálka um afmarkað efni. En kemurðu eigi að síður auga á eitthvert tema sem gengur gegnum megnið af ljóðum þínum? „Ef til vill. Ef ég ætti að lýsa ljóðum mínum mætti segja að þau séu flest öll tilbrigði við sama stef; leitina að jafnvægi milli innri og ytri veruleika. Hugurinn leitar oft að því að finna frið, að maðurinn sættist við sjálfan sig og umhverfi sitt. Ytra tilefni ljóðanna er fjarska ólíkt en ég held að þetta sé sá þráður sem einkennir þau flest. Það er svo annarra að dæma um það hvernig mér hefur tekist til.“ — Þú ætlar að freista þess að helga þig ritstörfum. Ertu þá einkum með hugann við ljóða- gerð? „Ja, ljóðagerð hefur alltaf staðið hjarta mínu næst og ég hef til dæmis jafnan haft mest yndi af því að lesa ljóð, umfram aðrar tegundir bókmennta. Það væri því freistandi að geta feng- ist sem mest við ljóðin. Á hinn bóginn á ég ekki von á því að margir lifi hér á landi af ljóða- gerðinni einni og ég hugsa að ég muni þess vegna sinna ýmsu öðru. Eg hef til að mynda lengi fengist við þýðingar og nú fyrir jólin kemur út þýðing mín á bók Doris Lessing, Minningar einnar sem eftir lifði. Sömuleiðis hef ég tekið að mér að sjá um útgáfu ýmissa bóka og ætli verði ekki framhald á slíku stússi. Ég veit hins vegar ekki hvort ég fer að leggja fyrir mig aðrar greinar bókmennta en ljóðagerð, vissu- lega hef ég áhuga á einhverjum tilraunum í þá átt en það er alltof snemmt að segja til um hvað úr því verður." Hjörtur var loks beðinn um að velja eitt ljóð úr nýju bókinni, Hausti i Heiðmörk, til þess að birta með þessu spjalli. Eftir stutta umhugsun valdi hann ljóð- ið Dagur í Píreus. „Mér þykir svolítið vænt um þetta kvæði,“ sagði Hjörtur. „I því er ég að velta fyrir mér í hverju skynjun mannsins er fólg- in en slíkar hugleiðingar eru eitt af því sem einkennir þessi ljóð og sum af mínum eldri ljóðum. Kannski má segja að það sé eins konar hliðarþema við þetta stef sem ég nefndi áðan, leitina að jafnvægi." Neytendasamtökin: Vara við hættu- legum olíulömpum í TILEFNI af umfjöllun um hættu- lega lampaolíu vilaj Neytendasam- tökin koma á framfæri ábendingum, sem samtökunum hafa borist frá neytendum. Á markaði eru margar gerðir lampa til nota með olíu. Sumar gerðir þessara lampa eru ákaflega varasamar til notkunar á heimil- um, þar sem börn eru eða koma. Lampar þessir eru gjarnan settir saman af þrem hlutum: Stétt, glerglasi og kveik, sem stungið er ofan í glasið. Á lampa sem sýndur var Neyt- endasamtökunum voru þessir hlut- ir ekki fasttengdir og þurfti aðeins litla viðkomu til þess að glerhúsið ylti af stéttinni og olían flóði um allt. Ef kveikurinn er logandi stafar af þessu mikil brunahætta. Neytendasamtökin hvetja fólk til þess að hafa þessa þætti í huga er það velur lampa af þessari gerð. FréttatilkynninR. Helgistund í Fríkirkjunni JÓLAHELGISTUND verður í Frí- kirkjunni í Reykjavík, í kvöld, föstu- dagskvöld 20. desember, kl. 20.30. Kristileg skólasamtök og Kristilegt stútentafélag standa fyrir þessari jólahelgistund. Margt verður á dagskrá t.d. helgileikur, kórsöngur, fjöldasöng- ur og tónlist. Tilvalið að koma og slappa af í erli jólaundirbúnings- ins. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Seljendur - Laugarnesi Höfum mjög góöan kaupanda aö raöhúsi í Laugarnesi — Lækjum (sem næst sundlaugunum). Ef þú vilt selja vinsamlegast haföu samband. s.62-1200_________________ Kárí Fanndal Guðbrandsaon Lovísa Kristjánsdóttir Björn Jónsson hdl. GARÐUR Skipholti 5 Orðanefnd Eðlisfræðifélags íslands, frá vinstri: Einar H. Guðmundsson, Leó Kristjánsson, Þorsteinn Vilhjálms- son, formaður nefndarinnar, Sveinbjörn Björnsson, Jakob Yngvason og Páll Theodórsson. Orðanefnd Eðlisfræðifélags íslands: Orðasakrá um eðlisfræði, stjörnu- fræði og skyldar greinar ORÐANEFND Eðlisfræðifélags Is- lands hefur gefið út í fjölriti „Orða- skrá um eðlisfræði, stjörnufræði og skyldar greinar - Drög“. í ritinu, sem er tölvuunnið, eru um 3.500 uppflettiorð sem flest hafa verið þýdd úr ensku á íslcnsku og er ritið miðað við þarfir almennra notenda. „Orðanefndin hefur unnið þetta verk á fjórum árum og vonumst við til þessi að útgáfan nýtist þeim, sem þurfa að fja.lla sérstak- lega um þessar greinar f námi eða starfi," sagði Þorsteinn Vilhjálms- son formaður nefndarinnar. „Hér er einungis um drög að ræða, sem við í nefndinni vonumst til að fá einhverjar athugasemdir og við- brögð við en stefnt er að prentaðri útgáfu ritsins í vor.“ Orðin í skránni eru flokkuð eftir fræða- sviðum og innbyrðis samhengi þeirra sýnt með tilvísun. Alloft er að finna fleiri en eitt íslenskt orð um sama hugtakið. Sem dæmi um orð í orðaskránni má nefna, „hljóðsjá“, sem er til- laga nefndarinnar um þýðingu á alþjóðaorðinu „sonar" og er upp- haflega skammstöfun á ensku orðasambandi. Orðið er myndað með hliðsjón af alþekktum nýyrð- um eins og smásjá og ratsjá og váar til þess að í þessu tæki er stuttum hljóðbylgjum beitt til að skoða viðfangsefnið. Þá er orðið „stærðarþrep“ hugmynd nefndar- innar um þýðingu á enska orða- sambandinu „order of magnitude" og dönsku „störrelsesorden" í stað stærðargráðu, sem nefndinni þyk- ir hvorki falla vel að íslensku né lýsa vel hugtakinu. Orðaskráin sem er 180 blaðsíður er gefin út í takmörkuðu upplagi og hafa Raunvísindadeild Vísinda- sjóðs, Eðlisfræðifélag Islands, Raunvísindastofnun Háskólans og Verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans stutt útgáfuna. Orða- skráin er til sölu í Bóksölu stúd- enta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.