Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986
Kjarvalsstaðir:
Kínversk mynd-
listarsýning
Á Kjarvalsstöðum opnar á
laugardaginn 15. febrúar, sýning
á hefðbundinni kínverskri mynd-
list eftir ellefu núlifandi kín-
verska listamenn. Á sýningunni
sem hingað er komin frá Kaup-
mannahöfn eru um 80 myndir.
Að sögn Þóru Kristjánsdóttur
iistráðunauts Kjarvalsstaða er sýn-
ingin afrakstur heimsóknar Ragn-
hildar Helgadóttur þáverandi
menntamálaráðherra til Kína á sfn-
um tíma og er þetta farandsýning
sem fara mun um öll Norðurlönd.
Flestir listamannanna, sem sumir
hveijir eru meðal þekktustu lista-
manna Kínverja í dag, eru tengdir
Myndlistarstofnun Saanxi í Xian,
hinni fomu höfuðborg Kínaveldis.
Myndimar em málaðar með sömu
tækni og skrautritarar nota, sem
þekktir eru fyrir að beita penslinum
á sérstakan hátt. Myndefnið er fólk
í starfí og leik, landslag, blóm og
fuglar málað á þunnan Xuan-
Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur Kjarvalsstaða og fr. Gao Yu, fyrsti sendiráðsritari við kínverska
sendiráðið í Reykjavík. MonjunbtaMOílto
pappír eða silki, sem síðan er límt
á silkirenninga.
Sýningin er haldin hér á landi á
vegum Menntamálaráðuneytisins
og sendiráðs kínverska alþýðulýð-
veldisins og flytja Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra og
Li Quinqing sendifuiltrúi Kína ávörp
við opnunina. Rétt er að taka fram
að sýningin stendur aðeins frá laug-
ardeginum 15. frebrúar og fram til
sunnudagskvölds 23. febrúar.
Föstudag 14. febrúar ki. 20.00 í Laugardalshöll
forsala fró kl. 17.00 í Laugardalshöll
Laugardag 15. febrúar kl. 18.00
í íþróttahúsi Seljaskóla
forsala fró kl. 17.00 í íþróttahúsi Seljaskóla
Að þessum landsleikjum loknum
velur Bodgan þjólfari landsliðíð ó
heimsmeistarakeppnina 1986
.TEiLTJlTia
FLUGLEIDIR
ISIAND-NOREGUR
SÍÐUSTU LEIKIR ÍSLENSKA LANDSLÐSINS
FYRIR HEIMSMEISIARAKEPPNINA.