Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 33 og gegnhugsaða stíl sökkti Picasso sér niður í stöðugar umbyltingar, með breytingu stflsins sem megin- reglu. Hann vildi ekki vera háður hinu nýja miðstýrða valdi, sem kom í kjölfar listbyltingarinnar. Jaqueline og Malraux skiptust á orðum í anddyrinu um síðustu nótt Picassos. „Hann vann langt fram eftir?“ „Já,“ svarar Jaqueline, „þegar læknirinn kom um morgunnn, vildi ég fara á fætur, en Pablo hélt í hönd mér. Hann sneri sér til læknis- ins og sagði. „Þér eruð piparsveinn, læknir?“. „Já.“ „Það er rangt af yður. Það er gott að vera með konu." Ég sveipaði morgunsloppn- um um axlir mér og gekk út. Fimm mínútum seinna fann ég, að einhver var fyrir aftan mig í ganginum. Ég sneri mér við. Ég skildi. Ég heyrði ekki einu sinni lækninn segja: „Hann er dáinn“.“ • í tilefni þess hve margar myndir frá síðustu æviárum Picassos prýða „Ovæntu sýninguna" á Kjarvals- stöðum rótaði ég í gullakistu minninganna og fann þar gamla grein úr norska vikublaðinu Far- mand, sem að hluta til er uppistaða þessarar samantektar. Fannst inni- haldið um margt falla að stefi sýningarinnar. Mér þykir það dálítið merkilegt, að í öllu því upplýsingaflóði um líf og feril Picasso, sem hér hefur kom- ið á þrykk í tilefni sýningarinnar, hef ég hvergi séð minnst á félaga hans, samferðamann og ritara, Jaime Sabartés. Sá var skáld, er kom með Picasso til Parísar um aldamótin og gerðist nánasti félagi hans og hægri hönd til æviloka. Skrifaði eina bók, sem er í eigu minni á ítölsku, og eru endurminn- ingar hans um samveruna með Picasso „Buon giorno Picasso" og út kom 1953 er ég var búsettur í Róm. Meistarinn gerði um dagana ótal myndir af þessum vini sínum og margar einstæðar, enda heims- frægar. Hann varð einnig háaldrað- ur og lést fjórum árum á undan meistaranum. Picasso var einnig ekki einasta lánsamur með lífsförunauta úr röð- um kvenna, stórgáfaðra og fagurra, er hann flakkaði á milli og er jafn- vel sagður hafa verið ótrúr í bland — heldur hafði hann andríkt skáld í næsta nágrenni allt lífið, hollan ráðgjafa, sem hann hélt tryggð við til hins síðasta og á vafalítið ómælt að þakka. Oft hefur mér verið hugsað til þess, að sitthvað af mælskusnilld Picassos og lífsspeki hafi trúlega orðið til í orðaskiptum hans við skáldið Sabartés, en við megum heldur ekki gleyma, að hann um- gekkst marga af mestu andans mönnum Frakklands. mjög náið er heimsóttu hann á síðdegisstundum þá er hann hafði opið hús fyrir vini sína. Þessu vildi ég einnig koma að til umhugsunar. — Það er trúa mín, að hingað eigi eftir að rata fleiri Picasso- sýningar í framtíðinni og yfirgrips- meira úrval en þetta, en enginn skyldi þó láta tækifærið fram hjá sér fara að kynnast þessari hlið meistarans. — Þar sem Jaqueline Roque Pic- asso hefur verið í s”iJsljósinu í þessari ritsmíð og er það í ríkum mæli í sambandi við sýninguna á Kjarvalsstöðum þykir mér freist- andi að ljúka grein rninni með því að segja frá litlu en táknrænu at- viki, er kom fyrir á vinnustofu Picasso, rúmum áratug fyrir dauða hans. Lauk ég einnig við greina- flokk minn um Picasso árið 1972 með því að segja frá sama atviki en nú er tilefnið nærtækara. Jaqueline kom að Picasso, þar sem hann horfði beint til hinnar brenndandi eftirmiðdagssólar út um gluggann. Hún hrópaði til hans við- varanir, felmtri slegin, en Picasso svaraði áhyggjulaus: ,j’ai toujours le soleil dans 1’ æil depois mion enfance". Frá því ég var bam hef ég alltaf haft sólina í augum mér. Skynjum, söguna bezt í Skálholti - sagði útvarpsstjóri í ræðu á Skálholts- ” hátíð Selfossi. Skálholtshátíðin 1986 var haldin sunnudaginn 20. júli sl. og hófst með þvi að klukkum Skálholtskirkju var hringt og prestar og biskupar gengu í skrúðgöngu til kirkju og messu þar. Veður var mjög gott og tign staðarins mikil eins og ævinlega. í messunni í Skálholtskirkju predikaði sr. Gunnar Kristjánsson og sr. Ólafur Skúlason vígslubisk- up, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og sr. Sigurður Ami Þórðarson þjón- uðu fyrir altari. Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson léku á trompet* Skálholtskórinn söng undir stjóm Glúms Gylfasonar við undirleik Friðriks Stefánssonar organleikara. Raddsetningu messunnar annaðist Róbert A. Ottósson. Síðdegis hófst samkoma í Skál- holtskirkju með organleik og ávarpi sr. Guðmundar Óla Ólafssonar og söng Sigrúnar Bragadóttur og Bergþórs Pálssonar við undirleik Glúms Gylfasonar. „í Skálholti skynja íslendingar sögu sina best“, sagði Markús Om Antonsson útvarpsstjóri m.a. í ávarpi sem hann flutti á samkom- unni. Hann talaði um þýðingu Skálholts fyrir sögu landsins og samtíma sem væri mikil og helgað- ist m.a. af því að í Skálholti hefðu stofnanir haft aðsetur og verið starfræktar. Hann talaði einnig um þýðingu þess fyrir Reykjavík þegar biskupsstóllinn var fluttur þangað og um sögu Reykjavíkur og afmæli borgarinnar. Hátið á jafn stórum stað og í Skálholti minnir á tilvist hans og nauðsyn þess að staðið sé þar að málum á myndarlegan hátt. Flutn- ingur biskupsstóls að Skálholti er m.a. í fullbúnu frumvarpi til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar. En, flutningur frumvarpsins og síðan framkvæmd þeirra laga sem það boðar er meðal þeirra atriða sem eru forsenda þess að Skálholtsstað- ur nái þeirri reisn og þýðingu sem hann áður hafði og er af mörgum talin nauðsynleg. Ánægðir gestir á „Exposition Inattendue" á Kjarvalsstöðum, Guðbjörg Kristjánsdóttir listsagnfræðing- ur, Asgerður Búadóttir vefjarlistakona og Björn Th. Björnsson listsagnfræðingur. list, sem hann hafði keypt eða skipt á, varð að eins konar helli Aladdíns. Sýnishom frá fomsögunni, lista- sögunni og samtíðarmönnum lista- mannsins, sem þegar vom orðnir að sögu. Negralist frá Hebredi- og Suðurhafseyjum ber við Chardin, Le nain ásamt Cézanne og van Gogh. Og Malraux þekkir aftur myndir, sem hann hefur séð hjá málurum og samtíðarmönnum, vin- um sínum, sem hann hafði umgeng- ist. Hann hafði verið Vasari sinna tíma og líkt og vitni að endurreisn- inni gat hann sagt frá þeim, sem Picasso dáði og vom keppinautar hans. Hann staðnæmdist við mynd eft- ir Braque. „Braque dó fyrir tíu ámm. Síðast þegar ég sá hann, vitn- aði ég í Cézanne: „Ef ég vissi að dúkar mínir ættu eftir að eyðileggj- ast og komi aldrei inn í Louvre, myndi ég hætta að mála." Hinn hvíthærði, fagri Braque, sem þegar var orðinn mjög lotinn, sagði í hálf- um hljóðum og óttablandið eins og við sjálfan sig: „Ef ég vissi, að Picasso í strikum David Levine. mínar myndir yrðu brenndar, held ég, að ég myndi samt sem áður mála, já ég myndi halda áfram að mála.“ Samtímis hinni risastóm sýningu á verkum Picassos, í Grand og Petit Palais var hinni stóm mynd Braque af vinnustofunni komið fyr- ir í Louvre. Á þeim tíma vom hinir tveir fornvinir orðnir ósættanlegir andstæðingar. Samkeppnin við Matisse hófst þegar meðan fyrri heimsstyijöldin stóð yfir. Þegar Gertmde Stein og bræður hennar, með ættarpening- ana bandarísku í vasanum, upp- götvuðu hina tvo upprennandi risa franska skólans. Þá öðmm þeirra var boðið til miðdegisverðar varð Gertmde Stein að fela myndir hins, annars kom viðkomandi ekki bita niður. En meira en hálfri öld seinna, er kapella Matisse í Vence var full- búin kom Picasso. Hann keypti póstkort hjá safnverðinum, sem var kuldaleg og önug nunna. Ur einum gestanna hrökk: „Þetta er Picasso." Hún leit á hann og andlit hennar ljómaði: „Úr því að þér emð herra Picasso verð ég að segja dálítið ánægjulegt. Þeir sem hingað koma segja allir álit sitt og einn daginn hafði herra Matisse fengið nóg og mmdi: „Systir, það er einungis einn maður sem hefur rétt til að gagn- rýna mig, og þú systir, það er Picasso. Að algóðum guði undan- skildum, náttúmlega. Það mátt þú segja öllum hinum." — Picasso setti upp furðusvip og segir svo: „Hvers vegna hinn algóða Guð? Hann seg- ir varla nokkuð?" Jaqueline og Malraux standa fyr- ir framan kyrralífsmynd eftir Matisse. Hún segir: „Matisse hélt mikið upp á myndina. Hann vildi ekki draga hana til baka frá lista- verkakaupmanninum. Hún var seld. Þegar hann heyrði, að Pablo væri kaupandinn, grét hann.“ Þetta hafði svip af hatursfullu ástarsam- bandi, aðdáun og gagnkvæmum innblástursáhrifum. Líkast hártog- unargjömu frímúraríi milli tveggja listamanna. Það mun einmitt hafa verið Matisse er kenndi Picasso að meta list Afríkunegra eftir ferð þangað. Vegna ótakmarkaðra fjárráða hafði Picasso getað fest sér bæði Cézanne og van Gogh. Hann dáðist að hinum fyrmefnda, en hinn elsk- aði hann. Líkt og Lenardo rannsak- aði Cézanne náttúmna. Picasso nauðgaði henni. Hann átti ekki til hina frönsku hefð, hófsemi. Það var vottur af mára í blóði hans og kom úr móðurættinni. Hinn norski mál- arahöfðingi, Henrik Sörensen, sagði um Picasso, að márinn, eins og hin- ir mexíkönsku niðjar hans, þekkti ekki til ástar án kvikindisháttar — sadisma. Þeir elska konur og naut, og þess vegna slátra þeir þeim í stórkostlegum „corrida des toros“, nautaötum, og spretta nasavæng- ina og kviðinn upp á fögmm konum og dreifa afganginum á stóra dúka. Líf Malraux var svipað lífi Picass- os, báðir vom þeir uppreisnarmenn. Malraux var kommúnisti, en ekki íhaldssamur kommúnisti; gerði upp- reisn gegn kommúnistum og de Gaulle varð hans stóra fyrirmynd. Malrauix sá Picasso sem hliðstæðu de Gaulle, tvær ástríðufullar and- stæður, sem settu svip á tímana, en hver á sínu sviði, sem skám ekki hvort annað. Þegar aðrir lista- menn, svo sem Matisse og Braque, sökktu sér niður í sinn eigin mótaða Sig Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.