Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 37 Fimleikasýning' var meðal skemmtiatriða á útiskemmtuninni. Vinabæjamót í Siglufirði: Við heimsskautsbaug í 20 gráðu hita ÞAÐ VORU ánægjulegir sól- skinsdagarnir í Siglufirði 26.— 30. júní þegar um 250 útlending- ar gistu Siglufjörð. Þegar vinir og kunningjar töluðust við, skipt- ust á gjöfum og auðsýndu hvorir öðrum vináttu með lijartnæmu brosi og hlýju handtaki, sem allir skiidu þótt þjóðtungurnar væru 6. Þetta er í 5. sinn sem Siglfirðing- ar halda vinabæjamót, en þeir héldu fyrsta vinabæjamótið er haldið var á íslandi 1951. Norræna félagið er sá um fram- kvæmd vinabæjamótsins, leysti vandasamt hlutverk með ágætum. Bæjarstjómin veitti dyggilegan stuðning til þess er gera þurfti og fjöldi bæjarbúa tók virkan þátt í framkvæmdum og móttöku gest- anna. Öllum er þama áttu hlut að máli ber heiður og þökk. Gestgjafamir tóku á móti gestum sínum um 5-leytið 26. júní. Um kvöldið var vinabæjamótið sett í kirkjunni af forseta bæjarstjómar. Mættir vom fulltníar frá Kangasala í Finnlandi, frá Alandseyjum, Ván- ersborg í Svíþjóð, Heming í Danmörku, Husby í Suðurslesvík, en sá bær er sérstakur vinabær Heming og því boðin þátttaka, Holmestrand í Noregi og Eide í Færeyjum. Það voru kærkomnir gestir frá 7 bæjum er heimsóttu Sigluíjörð þessa sólríku sumardaga. Kveðjur voru fluttar frá vinabæjun- um, en kirkjukór Siglufjarðar söng þjóðsöngva Norðurlandanna við undirleik lúðrasveitarinnar af mik- Frá Siglufirði illi smekkvísi undir stjóm kirkjuorg- anistans Anthony Raley meðan fulltrúi hvers lands í þjóðbúningi heilsaði með þjóðfána sínum. Föstudaginn 27. vom heimsótt atvinnufyrirtæki bæjarins. Stjórn- arfundur allra Norrænufélaganna haldinn. Þá vom í fyrsta sinn hér á landi gróðursett birkitré frá öllum vinabæjunum, sem varanlegt tákn um ágæta samvinnu og vináttu, en þjóðfánar allra Norðurlandanna vom dregnir að húni og hylltir með þjóðsöngvunum við undirleik Lúðrasveitar Siglufjarðar. Þá var opnuð listaverkasýning kvenna í vinabæjunum og það er einnig í fyrsta sinn hér á landi sem slík sýning er haldin. Þama vom listaverk fögur og mörg. Leirmunir, silfurmunir, listvefnaður, málverk, klippimyndir og teikningar. Marga fysti að eiga þessa fögm listmuni og margir þeirra seldust. Um kvöldið var hátíðardagskrá í Nýja Bíói, þar sem fram komu fulltrúar frá öllum vinabæjunum með allskonar skemmtiatriði: Lúðrasveit Sigluíjarðar, Kirkjukór Siglufjarðar undir stjórn Anthony Raley, fjöldasöngur, einsöngur, þjóðlagasöngur, leikfimi, kvæða- flutningur, framsögn og upplestur. Nú var upp mnninn laugardagur- inn 28. júní. Þessi sumarhlýi og sólbjarti dagur var notaður til lengri ferðalaga. Farið var til Siglufjarð- ar, að Hólum, Glaumbæ, Sauðár- króki og að Skeiðsfossvirkjun. Sögustaðir skoðaðir og atburðir löngu liðinna ára rifjaðir upp, en veitingar boðnar af mikilli rausn Minning: Jón Björnsson Fæddur 19. júní 1903 Dáinn20.júlí 1986 Útför afa míns, Jóns Bjömsson- ar, fer fram í dag, 26. júlí, frá Egilsstaðakirkju. í hugann koma margar minningar um afa á þess- ari kveðjustund. Afi var sonur Bjöms Þorkelsson- ar bónda í Hnefilsdal, Jökuldal og Guðríðar Jónsdóttur konu hans. Árið 1930 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Önnu Grímsdóttur frá Galtastöðum í Tungu, ömmu minni og nöfnu. Afi og amma bjuggu á Skeggjastöðum uns þau bmgðu búi og fluttust f Egilsstaði árið 1966. Dætur þeirra em sex, þær em: Áslaug býr á Höfn á Homafirði, Guðríður býr á Vopnaf- irði, Auður býr á Egilsstöðum, Guðný Erla býr á Egilsstöðum, Sigríður býr í Reykjavík og Ásdís býr á Finnstöðum II í Eiðaþinghá. Ég ætla mér ekki að rekja ævifer- il afa míns heldur skrifa nokkur kveðjuorð og þakka honum allar þær góðu stundir sem ég átti með honum. Mér veittist sú gæfa að þekkja afa vel og umgangast hann mikið. Fyrstu sjö ár ævi minnar bjó ég ásamt foreldmm mínum hjá afa og ömmu á Skeggjastöðum og var eftir það í sveit hjá þeim öll sumur þar til þau fluttust í íbúð f húsi foreldra minna á Egilsstöðum. Margar fallegar og ljúfar minn- ingar á ég um afa, t.d. er hann var við dagleg störf sín í sveitinni og ég stelpuhnokki skokkaði við hlið hans eða þegar hann lagði sig f rökkrinu; hvað gaman var að lúra hjá honum og hlusta á sögur og ævintýri sem hann sagði mér. Afí var mikill bókamaður og þrátt fyrir takmörkuð fjárráð kom hann sér upp góðu bókasafni. Hann hafði áhuga á allskyns þjóðlegum froðleik en fleira fann ég f bókahillum hans því afi átti bækur sem sögðu frá ókunnum löndum og framandi sið- um. Slíkum frásögum hafði hann gaman af þó ekki gerði hann víðreist um sína daga. Þær bækur sem afi tók úr bókasafni sínu og gaf mér eru þær dýrmætustu sem ég á. Sumar hafði hann bundið inn sjálfur enda var hann ágætis bók- bindari. Á sínum efrí árum var hann oftast með bók í hönd þegar ég hitti hann og þegar við höfðum heilsast leið ekki á löngu þar til við fórum að tala um bækur, enda afí fróður og skemmtilegur. Ég veit að ég tala fyrir munn allra bama- bama hans þegar ég segi að gott var að eiga slíkan afa. Bömin mín tóku líka ástfóstri við langafa og langömmu á Egilsstöð- um og minningin um afa og langafa mun ætíð lifa með mér og §öl- skyldu minni. Með innilegu þakklæti fyrir allt. AnnaOsk Lagið tekið á útiskemmtuninni hjá Rafveitu Siglufjarðar við Skeiðsfoss og síðan haldið heim. Stór hópur, á annað hundrað fóru til Grímseyjar á bárulausum sjó, við hlýjan sunnan andvara og glaða sólskin í yfir 20 gráðu hita við norð- urheimskautsbaug. Var það mál varðskipsmannanna er fluttu okkur þessa ógleymanlegu ferð, að fáir væru slíkir dásemdar dagar sem þessi. Landsýn til alls Norðurlands- ins frá Grímsey var heillandi. Móttökur eyjaskeggja og fyrir- greiðsla með ágætum. Þá var lipurð skipstjórans Birgis Jónssonar og skipshafnar hans af öllum rómuð og minnst með sérstöku þakklæti, enda fyllilega verðskulduð. Enn var sama veðurblíðan langt fram á kvöld, er notuð var eftir heimkomuna úr báðum ferðunum, til útiskemmtunar við íþróttamið- stöðina á Hóli, með varðeldi, fimleikum, þjóðdansi, þjóðlagasöng, upplestri og ávörpum. Ekki má láta ógetinna knatt- spymumannanna ungu frá Færeyj- um, Ólafsfirði og Sauðárkróki, er sýndu leikni sína og KS-inganna og Víkinganna er kepptu í 2. deild, áhorfendum til mikillar ánægju. Svo kom sunnudagurinn 29. júní. Það var gott, að hvílast til kl. 14 að hátíðarguðsþjónustan hófst. Þar komu fram leikmenn frá öllum vina- bæjunum, Lúðrasveit Siglufjarðar og kirkjukórinn, en sóknarprestur- inn sr. Vigfús Þór Árnason predik- aði. Eftir messu var öllum kirkjugestum boðið til veglegrar kaffiveislu í Safnaðarheimilinu. Klukkan 19 hófst svo lokahófið í tveim samkomuhúsum. Hótel Höfn, með um 250 matargesti og f Al- þýðuhúsinu með húsfylli af ungu og glöðu fólki, er skemmti sér af hjartans lyst, við mat og drykk og dans á eftir. Mörg skemmtiatriði voru flutt, en að lokum stiginn dans langt fram á nótt. Ánægðir og þreyttir lögðu allir sig til hvíldar fyrir brottför næsta dag. Ákveðinn var brottfarartími kl. 8.30 og kl. 9, sem stóðst eins og allt annað er fyrirhugað hafði ver- ið. Mánudagsmorguninn kvöddust allir með trega, bæði þeir er sátu heima og sáu á bak góðum gestum og vinum og þeir er brott fóru, en vildu gjaman vera lengur í góðum vinahóp og veðurblíðu. Þannig lauk þessu glæsilega, fjölmenna vinabæjamóti á Siglu- firði, sem lengi mun í minnum haft. (Fréttatilkynning.) Mótsgestir stíga um borð í varðskipið Óðin, sem flutti þá til Grímseyjar. Norðurlandafólk og fánar við íþróttamiðstöðina á Hóli. Legsteinar 'tevnti i.f. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 91-620809.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.