Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
> 1986 Universal Press Syndicate
,, fifóojcou&u - e/\ eJcki gættrðu t!/t±
&J-fcarv ó. bilinn rninn?'/
V
ástf er_____
s-m
... aðsýna áhuga.
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Þá skulum við borða!
Er ekki hægt að flýta þessu.
Stöðumælirinn gengur á
bílinn minn?
HÖGNI HREKKVÍSI
»ÞÚ ektmýBytzrAOutz hér,ekki satt?
„Gluggað í Alþingistíðindi“
18. september 1981 birtist í „Vel-
vakanda" Morgunblaðsins smá-
grein eftir undirritaðan, með
þessari sömu yfírskrift, þar sem
lítillega var fjallað um málefni
ríkisútvarpsins og kemur þar meðal
annars í ljós hversu margir starfs-
menn voru þá við hina virðulegu
stofnun. Þeir voru 254. Ennfremur
segir orðrétt: „Ráðamenn stofnun-
arinnar hrópa án afláts, segja að
hún sé í fjársvelti, þarfnist meira
starfsliðs, meira fjár, rýmri húsa-
kynni o.s.frv. Húsnæði ríkisút-
varpsins var þó í apríl 1980 samtals
7174 fermetrar. Aætlað húsrými í
nýbyggingu þess er 15800 fermetr-
ar (sbr. Alþingistíðindi 14.k.
1980-81, bls 2136)“.
Menn gera sér ljóst að starfsfólki
ríkisútvarpsins hefur Ijölgað veru-
lega á fímm árum. En hve mikið?
Hve mannmörg er sú „hirð“ í dag?
Margan mun fýsa að fýsa að fræð-
ast um það. Meðal þeirra er sá sem
þetta ritar. Ennfremur, hversu
margir fréttamenn starfa nú á er-
lendri grund í þágu ríkisútvarpsins?
Eru þeir fastráðnir eða þiggja þeir
bitlinga? Þetta er nokkuð sem máli
skiptir, því að meginhluti þess sem
þeir senda frá sér er bull.
Eg legg áherslu á að fá þessu
svarað - og það sem fyrst. Eg bið
háttvirtan útvarpsstjóra, Markús
Öm Antonsson, að sjá um að svör
birtist í „Velvakanda" eða annars-
staðar. Ef hann er mjög önnum
kafínn ætti honum að vera í lófa
lagið að fá annann til hlaupa í
skarðið.
Sandi í Aðaldal 15.09. 1986
Virðingarfyllst,
Þórgnýr Guðmundsson, fyrrverandi
skólastjóri.
Magnús Þórðarson...
og Magnús Þórðarson
Magnús Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri skrifstofu NATO á
Islandi, skrifar:
Á undanfömum árum hafa annað
veifið birzt í blöðum fréttir af at-
höfnum alnafna míns, Magnúsar
Þórðarsonar, lögfræðings. Eg þekki
manninn ekki nokkum skapaðan
hlut og hef aldrei séð hann, mér
vitanlega, þótt ég hafí talað við
hann í síma vegna sendinga, sem
honum voru ætlaðar. Eg veit því
ekki, hvem mann hann hefur að
geyma, góðan eða illan eða allt þar
á milli og get að sjálfsögðu engan
dóm lagt á sakir þær, sem á hann
eru bomar.
Þótt ég sé ekki lögfræðingur,
hefur það lögnum fylgt mér, að
furðu margir virðast halda að svo
sé, og reyndar stundaði ég nám í
lögum um skeið. Eg hef haft af því
nokkurn ama síðustu árin, að okkur
alnöfnunum hefur verið ruglað sam-
an af ókunnugu fólki, en nú keyrir
fyrst um þverbak eftir síðustu blað-
afréttir. Mér hafa borizt fréttir af
því, úr mér annars ókunnum hús-
um, að þar hafí verið rætt fram og
tilbaka um hin „vondu mál“, sem
starfsmaður Atlantshafsbandalags-
ins væri nú kominn í. Fram að þessu
hef ég leitt þetta tal hjá mér, enda
talið augljóst, að starfsmaður
NATO, jafnvel þótt Iöglærður sé,
gæti ekki jafnframt verið „praktis-
erandi" lögfræðingur, sem gæti
staðið í stöðugu stímabraki við við-
skiptavini sína eða óvini, á bólakafí
í áralöngum málaferlum, íjármál-
astússi eða innheimtuþrætum.
Þetta er þó greinilega ekki svo aug-
ljóst, sem ég hugði, því að nú heyri
ég daglega nýjar sögur af vanga-
veltum ókunnugs fólks um lög-
fræðilegt lífemi mitt, og er stundum
pólítískur illvilji með í skrafí þessu.
Þótt leiðinlegt sé og afar óþægi-
legt að þurfa að fara þessa leið, sé
ég ekki annann kost betri en þann
að reyna opinberlega á prenti að
hjálpa ókunnugu fólki við að greina
okkur tvo alnafna í sundur, svo að
meiri og verri misskilningur verði
ekki en orðinn er. Veit ég þó vel,
að allt orkar tvímælis, þá gert er,
og svo er um þessa aðferð mína
hér og nú, en aðra betri finn ég
ekki. Lái mér svo hver sem vill.
Hvort hún dugar að fullu veit ég
ekki, og víst er ég minnugur orða
rómvetja hinna fomu, „semper
aliquid haeret" (alltaf loðir eitthvað
við).
Þar eð ég hef gamla og góða
reynslu af því, að brefasending um
hendur Velvakanda er greiðasta
boðleiðin að þjóðinni, bið ég Velvak-
anda nú um að birta þennann
boðskap: Magnús Þórðarson hjá
Atlantshafsbandalaginu er ekki
Magnús Þórðarson lögfræðingur.
Yíkverji skrifar
Nú um helgina lýkur sýningunni
á Kjarvalsstöðum, sem opnuð
var í tilefni af tveggja alda afmæli
höfuðborgarinnar og heitir:
Reykjavík í 200 ár, svipmyndir
mannlífs og byggðar. Þetta er eink-
ar glæsileg sýning eins og fram kom
í umsögn Valtýs Péturssonar um
hana hér í blaðinu á sínum tíma.
Raunar kemst skoðandinn að því
strax eftir að hann hefur stjgið
fæti inn í fyrsta salinn, að hann
hefur líklega ætlað sér alltof
skamman tíma til að öðlast sæmileg
kynni af því öllu, sem á boðstólum
er.
Ljósmyndir em meginuppistaða
sýningarinnar og eru þær að sögn
Magnúsar Tómassonar, sem annað-
ist framkvæmdastjórn fyrir hönd
sýningarnefndar, að mestu leyti
fengnar úr Þjóðminjasafni, Árbæj-
arsafni og Ljósmyndasafni. Er
ýmist um að ræða kópíur eftir
glerpötum eða filmum eða eftirtök-
ur af gömlum Ijósmyndum þegar
filma eða glerplata er glötuð. Hefur
verið gengið þannig frá þessum
myndum í tilefni sýningarinnar, að
þær er nú unnt að varðveita á þann
veg, að auðvelt ætti að vera að
skipta þeim upp í minni flokka og
efna til sýninga til dæmis í skólum
eða annars staðar, þar sem við á
hverju sinni.
Með því að efna til sýningarinnar
hefur saga Reykjavíkur ekki aðeins
verið kynnt þeim, sem leggja leið
sína í Kjarvalsstaði, heldur einnig
safnað á einn stað ómetanlegum
gögnum um sögu borgarinnar, sem
nýtast komandi kynslóðum.
XXX
*
Isýningarskránni kemst Magnús
Tómasson meðal annars svo að
orði:„Því fer fjarri að öllum ljós-
myndurum Reykjavíkur séu gerð
skil á sýningu þessari og sakna
sjálfsagt ýmsir bæði ágætra mynda
og myndasmiða. Verður það einkar
ljóst, þegar sýning sem þessi er
sett saman, hversu brýnt það er að
halda til haga og safna saman í
aðgengilegt form myndefni, jafnt
löngu iiðins tíma sem og nýlegs.
Er til muna erfiðara að nálgast
myndir undanfarinna áratuga en
þær sem elstar eru því þær hafa
margar ratað inn á söfnin."
Fáir menn hafa líklega tekið
fleiri myndir úr reykvísku borgarlífí
undanfama áratugi en Ólafur K.
Magnússon, ljósmyndari Morgun-
blaðsins, og gæti sýning á þeim
verkum þakið stóra veggi á Kjar-
valsstöðum. Þar er um jafn merkar
heimildamyndir úr samtímanum að
ræða og þær, sem sýna fortíðina
og síðustu forvöð er að kynnast í
heild á Kjarvalsstöðum nú.
að er fleira en tæplæga 600
ljósmyndir til sýnis á Kjarvals-
stöðum. Til dæmis er skemmtilegt
að skoða líkönin, sem gerð hafa
verið og sýna þróun byggðarinnar
allt frá 1786. Þá sýnir borgarskipu-
lag ýmislegt af sínu starfssviði en
Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðu-
maður þess, er formaður sýningar-
nefndar. Hann ritar grein í
sýningarskrána og segir meðal ann-
ars, þegar hann lítur til framtíðar-
innar:
„Eg sé fyrir mér mikla möguleika
í að nýta reynslu gróðurhúsabygg-
inga sem hluta af íbúða-, þjónustu-
og iðnaðaruppbyggingu. Við höfum
hitann og gróðurhús eru mjög ódýrt
húsform. Stór gróðurhús mynda
veðurhjúp, en inni í þeim má reisa
ódýrar einingar, herbergiskassa
vegna hljóðeinangmnar og einkalífs
ef um einbýli er að ræða, íbúðaein-
ingu ef um þéttbýli er að ræða o.
s. frv. Ifyrir ýmsan smáiðnað,
fíniðnað og þjónustu mætti reisa
stór gróðurhús með „lagnarennu"
og síðan byggja menn sínar eining-
ar eftir þörfum inni í veðurhjúpn-
um.“
Verði þessi framtíðarsýn að veru-
leika yrði verulegur hluti mynda
af borgarlífinu á 300 ára afmæli
höfuðborgarinnar líkega „inni-
myndir"?