Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ÍSLANDS Hafði ekEri iyst á kennslustörfum - þó svoim hafí nú faríð Rætt við Jón Steffensen prófessor Kennsla I lækningum hefst á íslandi upp úr miðri 18. öld. Samkvæmt tilskipun konungs voru ákvæði í erindisbréfi Bjama Pálssonar, landlæknis, þess i efnis að landlæknir skyldi taka nemendur í læknisfræði og árið 1760 tekur Bjarni til sín fyrsta nemandann, Magnús Lýðsson. Þeir sem hann útskrifaði urðu síðan fjórðungslæknar. Kennslan hjá landlæknum var þó stopul, enda sáu þeir um hana einir. Læknar gátu takmarkað á þessum tímum, en þá var fullt upp af mönnum, sem leiðbeindu, sérstaklega prestum. Læknar þess tima gátu helst orðið að liði við handlækningar, holdsveiki var illviðráðanleg, en dálítið gátu þeir við sullaveiki, hleyptu út vatni úr sullunum, en gátu ekki læknað þá sem voru í kviðarholi. Jón Hjaltalín Jónsson hreyfir fyrstur þeirri hugmynd að stofna læknaskóla. Hann tók nemendur upp á þann máta sem var, fékk til þess konungsleyfí, þá hafði kennsla í læknisfræði hér legið niðri um skeið. Hann fékk hjálp við kennsl- una hjá Jónassen, seinna landlækni. Árin 1864-65 voru fimm menn við r.ám hjá Hjaltalín. Eftir að Lækna- skólinn tók til starfa var landlæknir forstöðumaður hans. Upp úr miðri 19. öld var safnað til sjúkrahúss í Reykjavík og 1866 tók það til starfa nálægt þeim stað sem herkastalinn er nú, í húsi, sem kallað var klúbb- húsið. Sjúkrahúsið var sjálfseignar- stofnun, sem landlæknir stjómaði, og þar fór einnig fram kennsla læknanema. Strax í upphafí kom Jónassen læknir þar til starfa. Læknaskólinn var stofnaður 11. febrúar 1866. Kennarar voru Jón Hjaltalín Jónsson, landlæknir, og læknamir Jónassen og Tómas Hallgrímsson. Nýtt sjúkrahús var stofíiað þar sem nú er Farsótt og var eins og gamli spítalinn sjálfs- eignarstofnun, í eigu sama félags. Læknaskólinn flutti þangað árið 1884. Þá var Schierbech landlækn- ir. AIls Iuku 62 menn prófí frá Læknaskólanum. Kennumm hafði fjölgað smám saman og þegar skól- inn hætti störfuðu við skólann, auk Guðmundar Bjömssonar, landlækn- is, þrír fastir kennarar og sjö aukakennarar. Þegar Háskólinn tók til starfa árið 1911 vom 10 kennar- ar í læknadeild, að mestu sama lið og síðasta árið í Læknaskólanum. Nemendur í læknadeild fyrsta starfsárið vom 27 og höfðu allir verið áður í Læknaskólanum. Árið 1902 var Landakotsspítal- inn byggður, en í gamla sjúkrahús- inu fór fram munnleg kennslan eftir það og „frílækningar", sem svo vom kallaðar (ókeypis lækningar, sem stúdentar stunduðu undir um- jón kennara sinna). Læknadeildin var þama til húsa til ársins 1913, en þá lagði sjálfseignarfélagið upp laupana og þá fluttist kennslan í alþingishúsið. Þar var hún þar til háskólabyggingin var tekin í notk- un árið 1940. Eftir að læknadeildin fluttist úr Farsótt, sem nú er kall- að, hafði deildin afnot af líkhúsi spítalans við kmfningar, en fljót- lega fluttist sú starfsemi í útihús (fíósið), sem fylgdi með þegar hús Halldórs Friðrikssonar var keypt fyrir læknadeildina. Árið 1924 innritaðist í lækna- deildina Jón Steffensen. Hann er fæddur 15. febrúar 1905 í Reykjavík. Að eigin sögn fór hann í bemsku til Danmerkur og var fyrst talandi á danska tungu, en flutti á þriðja ári með foreldmm sínum til Akureyrar. Faðir hans, Hefalltafhaldið tengslum við iagadeildhm Rætt við Ármann Snævarr um laganám á íslandi Lagaskóli var stofnaður á íslandi árið 1908 og starfaði í 3 ár. Forstöðumaður hans var Lárus H. Bjarnason. Fastráðinn kennari var Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson var aukakennari. Stofnun lagaskóla átti sér langan aðdraganda. Allt frá 1945 var það mikið kappsmál góðra manna að koma á fót lagaskóla hér. Helstu forvígismenn þessa máls voru Jón Sigurðsson forseti og Benedikt Sveinsson sýslumaður. Þeir báru báðir líka mjög fyrir brjósti hugmynd um þjóðskóla eða háskóla. Um þetta mál voru samþykktar bænaskrár og frumvörp hvað eftir annað á síðustu öld en konungur synjaði þeim jafnan staðfestingar. Loks 1904 voru staðfest lög um stofnun lagaskóla. Skólinn hóf starfsemi sína árið 1908 og á sér einna stytsta sögu íslenskra skóla. Þar var ekkert próf haldið og enginn nemandi brautskráður en fímmtán stúdentar alls skráðir til náms. Lagaskólinn ásamt Læknaskólanum og Presta- skólanum mynduðu stofninn að Háskóla íslands árið 1911. Fyrstu heimamenntuðu lögfræðing- amir luku námi 1912, þeir BJöm Kalman, Böðvar Bjarkan, Jón Þór Sigtryggsson og Olafur Lárusson. Þeir höfðu allir stundað mestan hluta náms síns í Lagaskólanum,. þessum skammlífa skóla, vöggu íslenskrar lögfræðimenntunar á Is- landi. Fram til stofnunar Lagaskól- ans sóttu menn lögfræðinám til Danmerkur. Sá fyrsti sem lauk full- komnu lögfræðiprófí þar var Þorsteinn Magnússon, sýslumaður, prófínu lauk hann árið 1738. Sá síðasti sem lauk lagaprófí við Kaup- mannahafnarháskóla var Jón Ólafsson, hæstaréttarlögmaður. í’rófínu lauk hann árið 1923 í sam- ræmi við aðlögunarákvæði, sem giltu frá stofnun Háskóla íslands. Tveir íslendingar luku þó prófí alllöngu síðar Lagaskólinn var til húsa í gömlu húsi við Þingholtsstræti, sem nú er brunnið, en kennsla í hinni nýju lagadeild hófst í Alþingishúsinu 1. október 1911. Lárus H. Bjamason, Einar Amórsson og Jón Kristjáns- son urðu allir prófessorar við hina nýstofnuðu lagadeild háskólans og Ólafur Lárusson nokkrum ámm síðar. Þetta var fámenn deild í upp- hafi og var þannig nokkra hríð, fór ekki að fjölga vemlega í deildinni fyrr en kom fram á fjórða áratug- inn. Upp úr 1970 og á allra síðustu ámm hefur fíölgunin orðið feikileg. Árið 1941 rann Viðskiptaháskóli íslands inn í Háskóla Islands og þá breyttist lagadeildin í laga- og hagfræðideild. Fyrstu áratugina var laganámið hér sniðið eftir danskri fyrirmynd. Hugmyndin var sú að laganámið hér skyldi ekki standa að baki því danska og m.a. vom mörg kennslu- ritin á dönsku og eftir danska lögfræðiprófessora. Það var snemma, sem þó lögfræðiprófessor- ar við Háskóla íslands fóm að semja íslenskar kennslubækur og þá kem- ur smám saman fram vemlegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.