Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JOlÍ 1987 HVAÐ ER AÐ GERAST? stund. Á sunnudag er einnig gönguferð í Reykjanesfólkvangi, frá Höskuldarvöll- um að Sogaseli, yfir Núpshlíðarháls á Vigdísarvelli. Brottförfrá bensínsölu BSl. Ferðafélagsferðir Dagsferð er i Þórsmörk á sunnudag kl. 08.00. Þá er afmælisganga nr. 3 tvískipt á sunnudag, fyrri gangan hefst kl. 10.00 á Þingvöllum og verður gengið um Leggjabrjót yfir i Botnsdal. Seinni gangan hefst kl. 13.00 og veröur gengið frá Brynjudal yfir í Botnsdal um Hrísháls. Á miðvikudaginn 15. júlí, er svo Þórs- merkurferö kl. 08.00 og kl. 20.00 er 'fc'völdganga i Bláfjöllum. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga fristunda- hópsins Hana nú, í Kópavogi, hefst við Digranesveg 12, ki. 10.00 á laugardags- morguninn. Garðar bæjarins skarta sinu fegursta blómskrúði. Skemmtilegurfé- lagsskapur og nýlagaö molakaffi. Ferðafélag íslands Þrjár helgarferðir verða farnar í þetta sinn. Ein er til Hveravalla þar sem verður gist í sæluhúsi báðar næturnar en á laugar- deginum er farið til Kerlingarfjalla. Önnur helgarferð er til Þórsmerkur þar sem verður gist í Skagfjörðsskála. Þriðja ferð- irr verður til Landmannalauga og gist í sæluhúsinu þar. Á laugardeginum er ekiö í Eldgjá og gengið að Ófaerufossi. Einnig eru dagsferðir á vegum Ferðafé- lagsins. Á laugardagsmorguninn kl. átta er lagt af stað í 14 tima ferð þar sem gengið verður á tind Heklu. Klukkan tiu á sunnudag er farið i gönguferö um Dyraveg i Grafning og klukkan eitt er ekiö í Grafninginn og gengið um lllugag- il að Vegghömrum. Á sunnudagsmorg- uninn klukkan átta er farið í dagsferð til Þórsmerkur og önnur ferð þangað verður á miðvikudaginn klukkan átta. Útivist Útivist er með helgarferöir í Þórsmörk, Landmannalaugar, þar sem farin er hringferð um Fjallabaksieið nyrðri, og á Fimmvörðuháls. Á sunnudaginn er eins- dagsferö i Þórsmörk. Þjóðleið mánaðar- ins er að þessu sinni Skipsstígur, en það er gamla leiðin frá Njarðvik til Grindavik- ur. Genginn verður hluti af leiðinni og endað i kaffi við Bláa Lónið. Þeir sem vilja geta fengið sér bað. Einnig erfyrir- huguð einsdagsferð á Sprengisand ef næg þáttteka fæst. Brottför í þessarferð- ir er frá bensínsölu BSI’. Grasagarðurinn i grasagaröi Reykjavikur í Laugardal má sjá sýnishorn af íslenskri flóru. Sum- um jurtunum hefur verið komið skemmti- lega fyrir á tilbúnum klettum með læk og foss. Þarna er einnig reynd ræktun á erlendum jurtum, trjám og runnum. Garð- urinn er opinn virka daga frá 8-22 og um helgarfrá 10-22. Félagslíf Norræna húsið Opið hús fyrir norræna feröamenn verður í kvöld, fimmtudag, en þá flytur Árni Böðvarsson fyrirlestur um merka staði á Suðurlandi. Fyrirlesturinn verður á norsku. Þá veröur sýnd kvikmyndin Surtur fer sunnan. Hún er með dönsku tali. Á laugardaginn heldurÁke Fant list- fræðingur fyrirlestur um sænska listmál- arann Hilmu af Klint. Hún er litt þekktur brautryðjandi í abstraktlist. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Félag eldri borgara Alla virka daga er opið hús i Sigtúni á vegum félags eldri borgara. Veitingar eru á boöstólum. Opið er á milli 2 og 6 síðdegis. Síminn hjá félaginu er 28812. Landsmót AA samtakanna Það verður mikið um að vera í Gaitalækj- arskógi um helgina þegar AA-samtökin verða með landsmót sitt. Á föstudags-og laugardagskvöld leikur hljómsveit Grét- ars Örvarsonar fyrir dansi. Fariö verður i fjölskylduleiki, kveiktur varöeldur og sungið. Sameiginlegt grill verður og morgunverður. Barnagæslaverðurá staðnum og ýmsar skemmtilegar uppá- komur fyrir yngstu kynslóðina. Miðaverð er 1000 krónur fyrir þá sem eru eldri en 16 ára. Ferðir á mótið verða á föstudag- inn klukkan 19 og á laugardagsmorgun- inn klukkan átta frá Tjarnargötu 3-5 og Hópferðamiðstöðinni á Ártúnshöfða á sama tíma. Á sunnudag veröur farið frá Galtarlæk klukkan 16. Kjarvalssýning Sumarsýning á verkum Jóhannesar Kjarvals opnaði nýlega á Kjarvals- stöðum. Helmingur verkanna hefur ekki verið til sýnis áður. Verið er að frumskrá þau en mikil rannsóknarvinna er eftir. Að sögn Einars Hákonarsonar, listráðunautar, er ekki búið að tfmasetja verkin og litið vitað um forsögu þeirra. Steinunn Bjarman hefur þó grófflokkað þau eftir stœrð og í númerakerfi. Þessi sýning mun standa yfir til 30. ágústs. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá klukkan 2-22 og aðgangs- eyrir er 100 krónur. Tæknihornið: Nýja Super VHS línan frá JVC. Sambyggðu myndavélina og upptökutækið verður unnt að fá af tveimur gerðum, þar sem önnur notar VHS snældur af venjulegri stærð en hin litlar snæld- ur og er því mjög handhæg og meðfærileg. Það hefur löngum nkt hálfgert upplausnarástand i tækni- vinnslu sjónvarpsstöðva vegna mismunandi sjónvarpslitakerfa í heiminum ( NTSC í Banda- ríkjunum og Japan, PAL í V-Evrópu og SECAM í Frakkl- andi og Austantjaldslöndum) og vegna mismunandi upptöku- staðla. A fyrstu árum sjónvarpsins fór sjónvarpsupptaka á myndbönd fram á fyrirferðamiklum og flókn- um tækjum sem notuðu tveggja tommu breið myndbönd. Því næst komu 1 tommu myndbönd en af tveimur mismunandi stöðlum svo að samskipti milli tækja sem not- uðu þessi mismunandi myndbönd, voru erfiðleikum bundin. Síðar varð tii U-matic búnaður sem notaði 3/4 tommu breið bönd og var einkum beitt við upptöku á fréttaefni. Þessi búnaður hefur nú að mestu verið leystur af hólmi með tækni þar sem upptökuvél og myndbandstækið eru sam- byggð eining. Þessi búnaður notar 1/2 tommu breið myndbönd eða sömu bandbreidd og venjuleg VHS-myndbönd en það er hins vegar ekki unnt að spila þau á VHS-tæki svo að einhver mynd sjáist. Það sem meira er — þessi nýju tæki til sjónvarpsupptöku fást af tveimur mismunandi gerð- um eða stöðlum, þ.e. Betacam frá Sony sem t.d. íslenska sjónvarpið notar við dagskrárgerð sína og MII frá Panasonic. Þessi búnaður byggir aftur á móti á mismunandi tækni og gengur því ekki saman. Á sama tíma fleygir samskonar upptökutækni á hinum almenna neytendammarkaði stöðugt fram og með auknum myndgæðum slíks búnaðar er sjónvarpsiðnað- urinn víða um heim farinn að gefa honum nnar gætur með það fyrir augum að nýta sér hann í stað hinna sérhæfðu sjónvarps- upptökutækja og spara sér á þann hátt veruleg útgjöld. Eftir að sambyggðu 8 mm myndbandstækin og myndavél- arnar komu á markaðinn, hafa ýmsar sjónvarpsstöðvar gert til- raunir með að nota þau tæki, til dæmis til upptöku á sjónvarps- fréttum á vettvangi. Fyrir fram- leiðendur 8mm tækjanna, svo sem Sony, Canon, Aiwa og Kodak, hefur sá möguleiki að geta selt þessi á sjónvarpsstöðvamarkaðin- um, verið kærkominn bjarghring- ur. Sala á 8mm vélunum á almennum neytendamarkaði hef- ur ekki verið sá sem framleiðend- urnir væntu og ástæðan er auðvitað styrk staða VHS mynd- bandstækjanna á þeim markaði. En nú eru frekari blikur á lofti fyrir framleiðendur 8mm tækj- anna — og ekkert látt á staðlaöng- þveitingu fyrir sjónvarpsiðnaðinn - því að í augsýn er nýtt og endur- bætt VHS-kerfi - Super VHS. Japanska fyrirtækið JVC sem á heiðurinn að upphaflega VHS- kerfínu, hefur tilkynnt að síðar í þessum mánuði muni það setja á markað heima í Japan sambyggða myndavél og upptökutæki sem byggir á nýja Super VHS kerfinu en í aprílmánuði sl. setti JVC á markað Super VHS myndbands- tæki sem ætlað er til upptöku á sjónvarpsefni og heimanota. Nýja VHS kerfíð er hins vegar ekki alveg samhæft við eldra VHS kerfíð. Super VHS tæki geta að vísu spilað venjulegar VHS-spólur en hins vegar er ekki unnt að spila myndefni sem tekið hefur verið upp á Super VHS á gömlu myndbandstækjunum. Þetta er talið tákna að JVC og þau sjö fyrirtæki önnur sem framleiða VHS-tæki séu að búa sig undir kynslóðaskipti á tælqabúnaði fyrir almenna neytendamarkaðinn sem hingað til hefur notað venjuleg VHS-tæki en hann telur nú um 100 milljónir notenda. Nýja VHS-kerfið var nýverið kynnt fyrir fagblaðamönnum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi og það er samdóma álit þessa gagmýna hóps að Super VHS slái út allt sem fyrir er á markaðinum á þessu sviði. Myndin er tærari en áður hefur þekkst og myndgæðin reyndar meiri en núverandi sjón- varpslitakerfi heimsins ráða við með góðu móti. Samt er Super VHS ætlað á almennan neytenda- markað en ekki fyrir atvinnu- mennina í sjónvarpsiðnaðinum. Hins vegar má gera ráð fyrir að sjónvarpsstöðvamar muni sýna þessu nýja kerfí verulegan áhuga og þá kann loksins að vera runn- in upp sú stund þegar almenning- ur og sjónvarpsiðnaðurinn geta sameinast um tækni og búnað. Hápunktur kynningarinnar á nýja Super VHS kerfínu segja þó blaðamennirnir hafa verið sýnis- hom af því hvemig yfirfærsla á 35mm leikinni kvikmynd yfir á Super VHS myndbandssnældu skilaði sér á skjáinn, þegar hún var spiluð á Super VHS mynd- bandstæki. Þeir fullyrða að myndgæðin séu slík að það tákni í reynd byltingu fyrir myndbanda- leigumarkaðinn, þegar almennt verður farið að gefa út kvikmynd- ir á nýja VHS kerfinu. Almenn- ingur geti þá váenst þess að sjá leiknar kvikmyndir með mynd- gæði langt umfram það sem gerist °g gengur í venjulegum sjón- varpsútsendingum eða afspilum þeirra á venjulegum myndbands- tækjum. Reyndar segja blaða- mennirnir að framleiðendur sjónvarpsviðtækja standi nú frammi fyrir því að þróa nýja kynslóð slíkra tækja fyrir neyt- endamarkað til að unnt sé að nýta til fullnustu yfírburði Super VHS hvað varðar myndgæðin. Samkvæmt upplýsingum Faco, umboðsaðila JVC hér á landi, má búast við að Super VHS tæki verði komin hér á markað upp úr miðju næsta ári. Björn Vignir Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.