Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 19897 23 ,ÞingvalIabóndinn,“ oiía Mannshöfuð Mannshöfuð tíma að uppgötva að meðal þeirra starfaði risi í myndlist. Þó má ekki gleyma þvi að til voru menn á íslandi á þeim tíma sem skynj- uðu sinn vitjun artíma hvað varðar Kjarval. Ég verð að segja að ég sakna þess að ekki skuli finnast svona stórhuga einstaklingar í öllu velmegunarróti okkar tíma. í dag finnast ekki íslendingar á borð við Ragnar í Smára, Mark- ús ívarsson, Ragnar Ásgeirsson, Guðbrand Magnússon og fleiri. Því miður hefur gildismat nútíma íslendingsins ruglast, þó svo allir séu að kaupa sér afruglara. Efna- leg stundarfyrirbæri, sem afreka ekkert annað en að gera fólk að vinnuþrælum og óöruggt, er sú mynd sem blasir við. Metnaðarleysi ljósvakaíjölmiðl- anna, og það nútímafrelsi sem hefur átt sér stað, virðist ganga þvert á stuðning og ræktun íslenskrar menningar. Ef fram fer sem horfír er ég ansi hræddur um að ekki verði mjög langur tími þangað til yngri kynslóðin á ís- Ungur maður, landi veit ekki hvað maður er að tala um þegár maður nefnir nafn- ið Kjarval, eða nöfn annarra af okkar andans jöfrum. Mér finnst ég ekki geta skilið svo við þetta tal, að ég skori ekki á forsvarsmenn þessara íjölmiðla um að þeir þekki sinn vitjunartíma á sama hátt og þeir heiðursmenn sem ég nefndi hér áðan, vegna þess að framtíðin er framundan og ég efast um að þeir vilji láta minnast sín sem mannanna sem eyddu íslenskri menningu. Margan hefur undrað hvers- vegna Kjarval er ekki þekktari erlendis en raun ber vitni. í sam- bandi við það verður að geta þess að hann sjálfur hafði ekki slfkan metnað fyrir sjálfs sín hönd. Reyndar sagði hann sjálfur, þegar hann var beðinn að tala um frægð- ina, að það væri alveg undir hælinn lagt hvort listamönnum áskotnaðist slík frægð og ef þeir væru verðir hennar kæmi hún hvort eð er, fyrr eða síðar. Reynar þurfti Kjarval á öllu sínu að halda stóran hluta ævi sinnar þar sem hann var land- námsmaður og frumherji í íslenskri myndlist. Þó efa ég ekki að þessi landlæga minnimáttar- kennd íslendinga fyrir öllu því sem útlenskt er, fyrir nöfnum á skemmtistöðum, fatnaði og skó- taui, þetta verður allt að heita erlendum nöfnum svo að landinn taki við því, er enn í fullu gildi. Það virðist vera betra fyrir íslenska myndlistarmenn að starfa erlendis og sýna hér heima á 2—3 ára fresti og láta orðstý sinn ber- ast, hvort sem hann er sannur eða loginn. Allavega tekur maður eft- ir því að það sem frá útlandinu kemur fær hér meiri eftirtekt þeirra sem um fjalla en þeir sem hafa eytt starfsævi sinni hér, eða þeir sem hafa þreytt þorrann hér. Menn skulu ekki gleyma því að Kjarval var orðinn fímmtugur þegar árangur hans erfiðis fór að skila sér í viðtökum hér á iandi. Flest af því sem gert var til þess að búa honum betri aðstöðu kom oftast alltof seint. Hann var kom- inn langt á áttræðisaldur þegar hlaupið var til og byggt yfir hann hús á Seltjamamesi. Honum fannst það örugglega koma of seint, enda verulega farið að halla á starfsævina og hann kom þar bara einu sinni. Mér hefur verið sagt hann hafí beðið vin sinn einn góðan fyrir lyklana. Og það fór með það hús eins og oft þegar kemur að listum að það var tekið til annarra nota. Ef ég horfi frá sjónarhóli mynd- listamanns, þá eiga íslenskir myndlistarmenn Kjarval geysi- mikið að þakka. Löngun hans var aldrei að byggð væm nein sérstök „monument" fyrir hann persÖnu- lega, heldur var áhugi hans ávallt fyrir því að byggt væri listasafn ríkisins, svo og þessi sýningarað- staða hér á Kjarvalsstöðum, sem við myndlistarmenn, allir, njótum. Ef menn vilja fræðast meira um þetta ættu þeir að lesa ævisögu hans sem Indiriði G Þorsteinsson skrifaði og kom út í sambandi við 100 ára fæðingarafmæli Kjarvals árið 1985. Þó svo að Kjarval hefði ekki áhuga á sérsafni, eða sérstöku minnismerki um sjálfan sig, annan heldur en sín stórkostlegu lista- verk, finnst mér vel við hæfi að borgaryfirvöld skuli nú hafa ákveðið að reist verði sérstakt Kjarvalssafn, þar sem verður að- staða til rannsókna á verkum hans og þar sem sýningar á verkum hans geta verið’ óslitið árið um kring til gleði fyrir komandi kyn- slóðir." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.