Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 171. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
Skinkuréttir
HEIMILISHORM
Bergljót Ingólfsdóttir
íslensk skinka er ljómandi góð,
en, því miður, fokdýr matur. Menn
kaupa vart slfkan „lúxus" í neinu
magni nema fyrir stórhátíðar eða
þegar mikið stendur til. En ef sá
gállinn er á okkur einhvern daginn,
að vera dálítið flott á því, er hægt
að búa til girnilega skinkurétti ef
keyptar eru aðeins nokkrar sneiðar.
Hér er að sjálfsögðu átt við soðna,
tilbúna skinku. Heitir skinku-brauð-
réttir eru mjög vinsælir sem
meðlæti með kaffi og ekki er ólík-
legt að nær hvert heimili á landinu
eigi sér sína uppskrift af slíkum
rétti. Það væri reyndar gaman að
frétta af hugmyndaflugi landans á
þessu sviði, eklri sfst ef vilji væri
fyrir hendi að deila uppskriftunum
með okkur hinum! En það voru
skinkuréttir sem huga átti að í
Heimilishorni dagsins.
Gratineruð skinka
2 dl. hrísgrjón (lengri gerð) soðin
í söltuðu vatni.
8 sneiðar skinka,
1 ds. aspas.
Sósan:
1 dl. majones,
Vzdl. chilisósa (helst sæt),
VuSL kaffírjómi eða rjómabland,
1 dl. rifinn ostur.
Hrísgrónin (soðin) lögð í botninn
á ofnföstu fati eða skál. Lögurínn
látinn síga vel af aspasinum áður
en einn eða fleirí stilkar eru lagðir
á hverja skinkusneið. Sneiðinni rúll-
að utan um og lagðar ofan á
hrfsgrjónin f fatinu. Majonesi, chili-
sósu og rjóma hrært saman og sett
Osta-skinku baka
PHILIPS
Aðeinsþaðbesta
er nógu gott!
í myjidinni „The Living
Daylights" hafa framleiðendur
aðeins valið PHILIPS tæki fyrir
James Bond - en þau eru yfir
eitt hundrað.
PHILIPS - 007 - GETRAUN
Við bjóðum áhorfendur James Bpnd í getraun - leikurinn er í því
fólginn að í EJíóhöllinni liggja frammi miðar þar sem þú segir til
um fjölda PHiLIPS tækja í myndinni. - Qlæsileg verðlaun:
Geislaspilarí frá PHILIPS að verömæti kr. 28.000.-
Dregið verður úr réttum lausnum 1. september 1987
Heimiiistæki hf
Gratineruð skinka
jrfír skinkurúllurnar, rifnum osti
stráð yfir og bakað i ofni í ca. 15
mín. við 225°C. Salat og gott brauð
borið með. Ætlað fyrir 4.
Osta-skinku baka
Deigið:
3 dl. hveiti,
100 gr smjörlíki eða smjör,
2-3 msk. kalt vatn.
Fylling:
200 gr skinka,
3 egg,
3 dl. mjólk,
2-3 dl. rifinn ostur,
örlítið múskat,
örlítill pipar.
Deigið er hnoðað og látið bíða á
köldum stað i 20-30 mín. Deigið
flatt út svo það hylji 22 cm form,
botn og hliðar. Skinkubitar settir í
botn bökunnar, egg, mjólk, ostur
og krydd þeytt saman og hellt yfir.
Bakað við 200°C, neðst f ofhi, í ca.
40 mín. Bakan borin fram heit með
góðu salati. Ætlað fyrir 4.
Skinkurúllur
4 sneiðar skinka,
100 gr majones,
1 tsk. kapers,
1 dl. rjómi, þeyttur,
1 tsk. sinnep,
4 tómatar,
1 egg, harðsoðið,
graslaukur,
salatblöð.
Majonesið hrært með brytjuðu
kapersi, sinnepi og rjóma. Hýðið
tekið af tómötunum, peir bryrjaðir
smátt, sömuleiðis harðsoðið eggið.
Tómötum og eggi blandað saman
við majonesið, graslaukurinn klippt-
ur og settur út í og kryddað eftir
smekk. Salatblöð lögð á ristaðar
brauðsneiðar, salatinu skipt niður á
skinkusneiðarnar, þeim rúllað upp
og settar ofan á brauðið. Skreytt
með graslauk eða öðru.
Ætlað fyrir 4.
Eggjakaka með skinku
og-osti
6 egg,
6 msk. vatn,
'Msk. salt,
150 gr skinka,
150 gr rifinn ostur,
1 ýfdL fínt skorinn púrra eða gras-
laukur.
Egg, vatn og salt þeytt vel og
blöndunni hellt á heita pönnuna.
Látið sifiia nær alveg áður skinku-
bitar, ostur og grænmeti er sett
yfir helming eggjakökunnar á pönn-
unni, hinn helmingurinn lagður yfír.
Eggjakðku eða „ommelettu" þarf
að bera fram um leið og hún er
tilbúin. Uppskriftin er ætluð fyrir 4.
ítoœfefi tnáQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Haukur Magnússon í Boston
Mass. skrifar mér svo:
„Velvirtur Gísli.
Nýlega barst Moigunblaðið í
hendur undirrituðum. í því er
394. þáttur yðar um fslenzkt
mál. í honum er rætt um þörf á
fslenzku nýyrði fyrir hið erlenda
orð robot.
Undirritaður hefur alllengi not-
að hvorugkynsorðið vélni um
þetta hugtak. Welding robot yrði
þá t.d. logsuðuvélni eða rafsuðu-
vélni eftir þvf, sem við ætti.
Sá einstaklingur, er lyki námi
í vélnifræði, yrði að sjálfsögðu
vélnifræðingur og myndi efa-
laust verða ráðgefandi hjá þvf
fyrirtæki, sem væri að vélnivæð-
ast. Að auki yrði hann manna/
kvenna Ifklegastur til þess að
uppfræða okkur um allt, er við-
kemur vélnitækni.
Vonandi er tillegg þetta fhuga-
vert f vangaveltum um mál þetta.
í vinsemd."
Ég þakka Hauki Magnússyni
þetta bréf, sent um langan veg.
Ég held að orð það, sem hann
stingur upp á, beri vel að athuga
í þessu sambandi og kem þvf hér
með á framfæri við þá sem best
mega um það dæma. Enda þótt
endingin -ni sé algengari meðal
kvenkynsorða en hvorugkyns-
orða, má fínna ýmis dæmi um hið
sfðara, svo sem tréni, ræksni,
fræni, brýni, sýni, þjóðemi,
efni, þykkni, yxni og skæni.
Umsjónarmaður hefur um sinn
verið að hnýsast f mannanöfh fyrr
á árum, og f fyrstu lotu einkum
f Eyjafjarðarsýslu. Honum þótti
merkilegt, að bóndinn á Hrísum
í Saurbæjarhreppi 1845 hét Þor-
valdur Kristján Ágúst, þvf að
þrínefhi voru þá ærið sjaldgæf á
landi hér. Það kom reyndar á
daginn að Hrfsabóndinn þrínefndi
var fæddur í Danmörku og átti
danska móður. En faðir hans var
í slendingur, sr. Jón Jónsson, kall-
aður af sumum helsingi, af því
að hann tók stúdentspróf f
menntaskóla á Helsingjaeyri. Sr.
Jón helsingi var sonur sr. Jóns
lærða f Möðrufelli. Hann átti þtjú
börn með hinni dönsku konu sinni,
Helenu Jóhönnu Andrésdóttur
Olsen, og hétu 511 þremur nöfiium.
Er sonurinn fyrr nefndur (hann
fór seinna til Vopnafjarðar) en
dæturnar hétu Þóra Andrea Nikó-
lína og Helga Jóhanna Friðrika.
Hin sfðari fluttist austur á land
eins og bróðirinn, en Þóra Andrea
Nikólfna settist að á Akureyri og
giftist Indriða Þorsteinssyni gull-
smið og reistu Indríðahús innar-
lega á Akureyrí.
En því er þetta rífjað upp hér
og nú, að á matargerðarsfðu þessa
blaðs fyrir sléttrí viku kemur f
ljós að Þóra Andrea Nikólína
samdi og gaf út matreiðslubók
og var málvönd á íslensku, þótt
hálfdönsk værí og f bæ sem þá
var enn mjög undir dönskum
áhrifum. Hún afsakar þó orðfæríð
og segir í því sambandi:
„Hinu sfðara til afsökunar get
jeg þess, að eigi var ætíð auðvelt
að velja orð á fslenzku til að þýða
rjetti og krásir útlendra, og má
vel vera að betur hefði farið að
halda hinum útlendu nöfiium með
þeirri breytingu, sem þau eru þeg-
ar farín að læðast með inn f
málið."
Það gerði Þóra Andrea Nikólfna
ekki, sem betur fór, og fara hér
á eftir fáein þeirra orða sem hún
notaði f matreiðslubók sinni 1858:
Gljásorti (Blankesværte), sáld-
brauð (Sigtebröd), vöðíúbjúgu
(Rullepölser), brauðkollur (Pos-
teier), lystarspað (Ragout) og
sfðast en ekki sfst og það sem
umsjónarmanni þykir frábært:
spaðmusl í staðinn fyrír Frikasse.
Heyrum svo enn tungutak Þ.
A.N. Jónsdóttur f samfelldu máli:
„ÖU áhöld, stærrí sem smærrí,
eiga að hafa sjer fastan sama-
stað, en flækjast ekki sinn daginn
í hverju horninu, þvf þetta veldur
bæði óreglu og því, að sitt hvað
kann að misfarast og brotna.
Annað árfðandi atríði er það, að
öllum búrsgögnum sé haldið
hreinum bæði að utan og innan.
Það er ekki nóg að katlar og pott-
ar og annað þess konar skfni eins
og sól f heiði á búrshillunni, ef
þeir eru eins og farðakoppar að
398. þáttur
innan. Það er heldur ekki nóg að
eldhús, eða búrsborðið sje eins og
hvftt traf, ef allt annað sem því
er skylt, er ekki eins umleikið.
En því er miður, að þetta brennur
víða við, og öllum er það í augum
uppi, hvernig maturínn muni vera,
þar sem svo er háttað." (Bls. 1-2.)
Á öldinni, sem leið, var tungu-
tak ýmissa mætra íslendinga
stórum lakara en þetta. Gegnir
reyndar furðu hrognamál það sem
sumir lærðir og ágætir íslending-
ar tömdu sér, að minnsta kosti í
einkabréfum. Geir biskup Vfdalfn
„góði" skrifar svo Bjarna Þor-
steinssyni (sem amtmaður varð á
Stapa) í bréfi 1811:
„Þ6 er hann (Benedikt Gröndal
Jónsson) f betrun, og skyldi hann
án dóms og laga removerast fyrir
að hafa nauðugur verið til staðar
á stiftskontoirínu meðan Jörgens-
en ríkti, meir fyrir að varðveita
gömul plðgg en að expedera hans
Fias, þá er það mikið, mikið
þungt, meðan ekki allar þar að
rennandi kildur eru tilbærilega
undirsöktar. Trúðu mér, þær eru
slæmar og blautar. En hafi jöfur
befalað svo, þá mun bezt að
þeíÖA °S þykist eg sjá mína sæng
upp búna. Klog hefur gefið gott
attest um betrun hans. En hvað
stiftskontoret hefur forestillt, er
mér sem vera ber liber clausus."
Umsjónarmaður má hafa sig
allan við til að skilja þetta og
hrekkur ekki til.
•
Úr nöldurskjóðum
1.  Á mörkum gráturs (auðk.
hér) og hláturs, var f dagskrár-
kynningu Stððvar H. Grátur
beygist ekki eins og hlátur, held-
ur eins og bátur. Maður er gráti
nær, ekki *grátri.
2. Einhver var hæst launaðast-
ur f frásögn fréttamanns ríkisút-
varpsins f Bretlandi. Ætli hann
sé ekki hæst launaður. Hitt
minnir á fiaumósa manninn sem
Iftið þótti koma til áttræðisaldurs
ömmu félaga síns. „Uss, amma
mfn komst nú á hundraðasta tug-
inn!"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64