Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 171. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
+
I ÞINGHLEI
Þúsund
ára þing
Aldar gamalt Alþingishús
I
Um miðbik 18. aldar átti bærinn
Vík (Reykjavík) völlinn milli Tjarn-
ar og sjávar. Hann var nefndur
Austurvöllur. Lestarmenn úr nær-
liggjandi sveitum reistu tjöld sín á
vellinum þegar þeir höndluðu í
víkinni. Hafnarstræti byggðist að
mestu á seinni hluta þessarar aldar.
Dómkirkju var valinn staður í
suðausturhorni Austurvallar 1787
en byggingu hennar lauk 1796. Þá
var ekki fjölmennið umhverfis þetta
virðulega Guðshús. Árið 1800 vóru
þrjú hundruð íbúar og sjö betur í
henni Reykjavík.
Árið 1801 var annað húsið reist
við Austurvöll, yfirréttarhús svo-
kallað. Árið eftir var byggt íbúðar-
hús við völlinn. Haraldur Árnason
rak löngu síðar verzlun í húsinu.
Síðan reis hús af húsi í Kvos-
inni. 1844 er hafin smíði Latínu-
skólans, sem enn setur svip á
umhverfí sitt. Lærðiskóli var settur
í fyrsta sinn 1. október 1846.
Árið 1879 ákveður Alþingi bygg-
ingu Alþingishúss í Reykjavík. Um
haustið er hafínn gröftur fyrir hús-
inu. Hornsteinn er lagður 9. júní
1880. Um haustið er húsið komið
undir þak. Alþingi kom í fyrsta sinn
saman í hinu nýja húsi 1. júlí 1881.
Miðað við þeirrar tíma tækni var
byggingarhraði þessa fagra og
vandaða húss ótrúlegur. Það eru
því ein öld og sex ár betur síðan
Alþingi hóf störf í þinghúsinu við
Austurvöll.
Nú tjalda engir lestarmenn á
Austurvelli, sem skartar blómskrúði
framan í fjölmenni, sem dag hvern
leggur leið sína um gamla mið-
bæinn. Þarna og í næsta nágrenni
stóð vagga höfuðborgarinnar.
Þarna stendur aldargamalt Alþing-
ishús. Staðarval þess kryndi
Reykjavík sem höfuðstað landsins.
Það má telja fyrsta húsnæði þúsund
ára Alþings, ef horft er fram hjá
gamla Lögréttuhúsinu á Þingvöll-
um, sem flutt var fúið til Reykjavík-
ur 1798.
II
Á þingskjöl, sem lögð vóru fyrir
sfðasta þing, stóð meðal annars:
„1056 ár frá stofnun Alþingis. 109.
lóggjafarþing".
Alþingi, sem kemur saman í
haust, er 1057 árum síðar á ferð
en hið fyrsta allsherjarþing, sem
háð var á Þingvelli við Oxará 930
- eða þar um bil. Alþingi var háð
á  Þingvelli  930  -  1798,  en  í
Gamalfræg hús í hjarta borgar - tjaldstæði lestarmanna um miðbik 18. aldar.
Reykjavík 1799-1800 og síðan frá
1845, er það var endurreist.
í íslandssögu Einars Laxnes (Al-
fræði Menningarsjóðs) segir m.a.
um Alþingi:
„Allsherjarþing um 930 - 1271,
með óskorað löggjafar- og dóms-
vald um allt ísland til 1262; þingið
stóð í tvær vikur, samkomutími
óviss fyrstu áratugina, var síðan
Þórsdagur (fimmtudagur) í 10. viku
sumars til 999, varð þá (til 1271)
fimmtudagur 10 vikur af sumri.
Þing hófst með þinghelgun alls-
herjargoða en lögsögumaður var
forseti Alþingis og stjórnaði þing-
störfum. Lögrétta var æðsta stofn-
un Alþingis, réð lögum og lofum,
en Lögberg miðstöð þinghaldsins.
Dómsvald var í höndum dóma ,
fjórðungs- fimmtar- og prestadóms.
Dómarnir vóru nefndardómar, lög-
gjafarvald og dómsvald aðskilið,
goðorð . Þingslit á þinglausnardag
nefndust vopnatak , menn hafa
barið saman vopnum sínum, en
vopnaburður á Alþingi var bannað-
ur 1154".
Alþingi hið forna var sótt af fjöl-
menni og þar var helzti skemmti-
staður þjóðarinnar. Ef slá má á
léttari strengi er ekki ólíklegt að
orðið gjálífí rekji rætur til jarð-
sprungna umhverfis hinn forna
þingstað.
III
í stuttu máli er saga Alþingis
þessi (stuðst við yfirlit Einars Lax-
nes):
1271-1662 er Alþingi lögþing,
löggjafarvald í höndum konungs og
Alþingis í sameiningu, samkvæmt
Gamla sáttmála.
1662-1800 er Alþingi aðallega
dómstóll. Eftir 1700 vóru dómstörf
aðalverksvið Lögréttu. Þar fór og
fram upplestur tilskipana, uppboð
á umboðsjörðum, uppboð jarða til
sölu og leigu, birting skjala svo sem
kaupbréfa, verðbréfa o.fl.
1800-1845er Alþingi lagt niður
með konungsúrskurði. I stað lög-
réttu og yfirdóms var stofnaður
landsyfirréttur, er átti setu í
Reykjavík.
1845-1874 er Alþingi ráðgjafar-
þing. Fyrirmyndin stéttarþing í
Danaveldi, en Islendingar áttu um
tíma fulltrúa á stéttaþingi Eydana
í Hróarskeldu, en slík þing vóru
sett á fót konungi til ráðgjafar um
lagafrumvörp.
1874 og síðan hefur Alþingi
verið löggjafarþing. Með stjórnar-
skrá 1874 fékk ísland löggjafarvald
í íslenzkum sérmálum. Landið varð
síðan fullvalda ríki með sambands-
lögunum 1918 - og lýðveldi frá
1944.
Norton I. keisari
af Bandaríkjunum
____Mynt____
Ragnar Borg
Nær allir halda að stjórnin í
Washington hafi verið einráð
um tilskipanir í málum Banda-
ríkjanna. Þó er það ekki svo,
því upp hafa komið einstakling-
ar, sem hafa talið sjálfum sér
trú um, og mörguni öðrum, að
þeir einir hafi réttinn til að
stjórna. Hér er sagt frá einum
slíkum:
Saga vor hefst árið 1849, er
Joshua Abraham Norton kom með
skipinu Franzeska til San Franc-
isco í Kaliforníu. Þetta var ósköp
venjulegur kaupmaður, sem kom
til bæjarins, í miðja hringiðu gull-
æðisins er gekk yfir borgina um
þær mundir. San Francisco var í
þá daga allt önnur en sú fagra
borg, sem nú stendur. Hún var
hrá og hrjúf eins og mennirnir,
sem þar bjuggu. Reyndar var
bærinn mest byggður upp af skúr-
um, kumböldum og tjöldum. Ekki
voru göturnar heldur lagðar gulli.
Öðru nær. Þær voru ein forar-
leðja og aurinn var út um allt.
Astandi gatnakerfísins var best
lýst með skilti, sem stóð við enda
einnar götunnar, en á það var
letrað: „Gatan er ófær, jafnvel
fótvissum asna." Karlmenn voru
í miklum meirihluta í bænum.
Voru komnir hvaðanæva úr heim-
inum og höfðu flestir skilið fjöl-
skyldur sína eftir, svo þeir gætu
einbeitt sér að því, að ausa gulli
upp úr árfarvegunum í hlíðum
Sierra-fjallanna.
Norton var á eftir gulli, en
hann ætlaði sér samt ekki að vera
gullgrafari. Hann varð kaup-
maður og keypti vörur úr skipum,
sem komu á hðfnina. Á þessum
tíma var lítil framleiðsla á vörum
í Kaliforníu. Nærri allt var flutt
inn og íbúum fjölgaði ört. Verðlag
var því óstöðugt og sveiflaðist upp
og niður. Slyngir kaupmenn, og
það var Norton, gátu því hæglega
fyllt vasa sína af gulli, ef þeir
keyptu, eða seldu, á réttum tíma.
Norton varð brátt virtur kaup-
maður í bænum og verslaði með
margar vörutegundir.
Arið 1852 fór þó samt svo, að
hrísgrjónafarmur, er hann keyptí
á t.ólf og hálft cent pundið, seldist
ekki á nema 3—8 cent, og Norton
varð gjaldþrota. Hann var lögsótt-
ur og hundeltur í mörg ár af
rukkurum. Bugaðist svo andlega
að lokum, af öllu mótlætinu.
Það var svo í september árið
1859, að vel klæddur, miðaldra
maður kom á ritstjórn San Fran-
cisco Bulletin og gerði boð fyrir
aðalritstjórann. Aðspurður um
erindið rétti maðurinn ritstjóran-
um handritaða yfirlýsingu, sem
hann bað um að yrði birt strax.
Ritstjórinn var mannlegur, vel
gefinn og hafði umfram allt
kímnigáfu og birti því yfirlýsing-
una.
Þar sagði, að meirihluti ibúa
Bandaríkjanna hefði falið Norton
að taka völdin í landinu og væri
því öðrum ráðamönnum stefnt til
ráðstefnu í Hljómleikahöllinni í
San Francisco, til að heyra hvaða
stefnu taka skyldi í innanlands-
og utanríkismálum. Undir yfirlýs-
ingunni stóð:
Norton I.
Keisari Bandaríkjanna.
Það einkennilega gerðist að
menn kipptu sér ekkert upp við
það, að lýðveldið væri liðið undir
lok. Eftir nokkra daga varð Nor-
ton ljóst, að menn höfðu ekki
minnsta áhuga á keisaradæminu,
og lét því birta aðra yfiriýsingu,
þar sem sagði, að þjóðþingið í
Washington væri hér með leyst
upp.
Norton I. keisari sést hér á ljós-
mynd í einu af sínu fínu
uniformum.
íbúar San Francisco fögnuðu
Norton keisara, þótt hann væri
greinilega ekki með öllum mjalla.
Hann var hvarvetna aufúsugest-
ur. Borðaði ókeypis á fínustu
veitingahúsum og ferðaðist frítt
fxirmu Stmt*.i.
NORTON  I.
SU> *>/t*r //¦ *M> 4*0? //!, ,«•« v jfiftjj <£ent*
/n //r yrttt /\'S//. t/*// t/t/nrj/ tt/ ? /„,  „t,/ /,tt  ,/tt/tttttt /ttni
t/tt/r>;  //tf /iititrt/nt/ ,it„/ in/titS /,  /, ,,tt,t,/i//,  ti/ //„¦ ,/,/„ ti t/ //,
/t/t/i/, "/ mn/ttlt//. ttt/,: r.'/' /ritt; / /i" i>»/  ¦ 'H,,i,/ II/tlll/ll//,  llt  '//,/,/ /,ih
(//rtrn ulll/r' 'ttt -'/ ,//tt//iiin/nti,/ *„/------*X   "~T~"~~~j—'t~ ~-----_  !¦
Seðil þennan eða skuldabréf undirritaði Norton I. keisari með
eigin hendi hinn 29. ágúst áríð 1874. Skuldabréfið ber 7% árs-
vextí og var innleysanlegt áríð 1880.
með almenningsfarartækjum.
Honum var fylgt til bestu sæta í
leikhúsunum og gestirnir risu úr
sætum í virðingarskyni. Færustu
klæðskerar saumuðu á hann
skrautleg einkennisföt og keppt-
ust hver um sig við að sýna fram
á að keisarinn klæddist fötum frá
þeim. Keisarinn fékk því fötin
ókeypis, en klæðskerarnir fína
auglýsingu.
Norton skipti sér af mörgum
málum og lét almenning fylgjast
vel með í dagblöðunum hvað hann
aðhefðist á hverjum tíma. Til þess
að standa undir kostnaðinum við
keisaradæmið lét Norton prenta
skuldabréf, sem innleysanleg
væru árið 1880. Hann undirritaði
þau svo sjálfur. Flest voru þau
upp á 50 cent. Norton gaf svo
einnig út samskonar bréf, innleys-
anleg 1890. Hann seldi bréfin
þannig, að hann fór í „opinbera
heimsókn" í fyrirtæki og tjáði
forstjórum þeirra um leið, að nú
yrði að borga skattinn. Flestir
sluppu með að kaupa skuldabréf
fyrir 50 cent. Norton I. var örlát-
ur og margir þekktir menn
kynntust honum, svo sem Mark
Twain og Robert Louis Stevenson.
Norton I. keisari andaðist 8.
janúar 1880. Fjölmenni var við
jarðarför hans og átti lögreglan
fullt í fangi við að halda rnann-
fjöldanum í skefjum.
Það er auðvitað í gegnum
myntfræðina, sem við getum rifj-
að upp þessa sögu, því enn eru til
á söfnum í Bandaríkjunum eintök
af skuldabréfum Nortons I. keis-
ara. Þótt myntsafh Seðlabankans
og Þjóðminjasafnsins við Einholt
4 eigi ekki svona skuldabréf, er
þar samt margt áhugavert að sjá.
Hinu má svo heldur ekki gleyma,
að gull íslandsbanka var að mestu
leyti í bandarískum gulldollurum
og þeir eru nú í vörslu Seðlabank-
ans, en ekki til sýnis.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64