Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 191. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
Sýning Margrét-
ar Elíasdóttur
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það var ekki uppörvandi að
ganga á milli galleríanna hér í borg
á sunnudaginn var. Sama sagan
alls staðar — fámennið slíkt, að
ótrúlegt var á þeim tíma, er fólk
yfirleitt sækir sýningar, síðdegis á
sunnudögum, og þar að auki höfðu
flestar sýningarnar verið opnaðar
daginn áður. Manni hlýtur að detta
í hug að hér sé að skapast sama
ástand og stundum gerist á fiski-
mörkuðum erlendis, að framboðið
sé of mikið og eftirspurnin minnki
í samræmi við það. Það er líka orð-
ið þannig hér um slóðir, að sýningar
eru í öðru hverju húsi, og tala lista-
manna í þessu dvergþjóðfélagi
skiptir hundruðum. Það er eins og
einn kunningi minn sagði við mig
nýlega: Það eru allir farnir að halda,
að þeir geti málað og kallað sig
listamenn.
Sannleikurinn er sá, að aldrei
hefur meira af nýliðum verið á ferð
í myndlist, og auðvitað eru ekki
allir meistarar, en tíðarandinn gerir
lítil skil milli þroskaðs fólks og ný-
liða, og fjölmiðlar eru afleitir með
að ýta undir skrum og auglýsinga-
fár í sambanndi við listir. Ég tala
nú ekki um, ef unglingar, sem dval-
ið hafa erlendis eiga í hlut. Þessi
atriði, sem ég hér hef nefnt virðast
sem sé á góðri leið með að eyði-
leggja sýningarstarfsemina, sem
var svo lífleg hér í borg fyrir aðeins
nokkrum mánuðum. Meira að segja
voru Kjarvalsstaðir allt að því tóm-
ir eftir hádegið á sunnudaginn var
— sjálfur Kjarval var einmana á
veggjum.
Að Kjarvalsstöðum er nú sýning
á verkum Margrétar Elíasdóttur,
. en hún hefur áður sýnt hér í borg,
lágmyndir í leir og keramík. Nú
hefur hún söðlað um, ef svo má að
orði kveða, og sýnir aðallega mál-
verk, og eru verkin 56 talsins.
Þarna á þessari sýningu kennir
margra grasa, og Margrét þreifar
fyrir sér í ýmsar áttir. Það er áber-
andi, hve hún kemur víða við, og
ég fæ ekki annað séð en að hún
standi á nokkrum krossgötum og
hafi ekki gert sér fyllilega ljóst,
hvaða stefnu á að taka. Margrét
hefur lagt gjörva hönd á margt og
er síður en svo byrjandi í fræðun-
um, enda hefur hún dvalið langdvöl-
um erlendis og ferðast víða við nám
og kennslu. Hún er nú búsett í
höfuðborg Svía og er því aðeins í
heimsókn hér heima eins og stend-
ur.
Það er annars ekki mikið að segja
af þéssari sýningu. Það er líflegt á
veggjum Vestursalarins, en ég verð
að játa það, að mér tókst ekki sem
bezt að komast í náin tengsl við
það, sem ti) sýnis er. Hvað þetta
snertir, varð ég fyrir vonbrigðum
eftir að hafa lesið upplýsingar á
öftustu sfðu sýningarskrár Margr-
étar, en svona eru nú einu sinni
hlutirnir — eitt gleður augað, annað
ekki og ekkert við því að gera.
Engu að síður var ég langt frá því
að vera dús við að sjá fullan sal
af myndverkum og engan skoð-
anda. Betur hefði mátt taka á móti
þessari listakonu, sem búsett er í
fjarlægu landi.
Myndir án orða
í Menningarstofnun Banda-
ríkjanna við Neshaga hefur staðið
að undanförnu sýning á ljósmynd-
um eftir ungan ljósmyndara, Loft
Atla Eiríksson, en hann hlaut Full-
bright-styrkinn fyrir listamenn
1986, og mun það hafa verið í
fyrsta sinn, sem þessum styrk var
úthlutað hér á landi. Loftur Atli
hefur að unanförnu dvalið við nám
í listgrein sinni við hið þekkta Pratt
Institute í New York, og nú sýnir
hann sem sagt árangurinn.
Það eru um þrír tugir mynda á
þessari sýningu, sem ljósmyndarinn
hefur valið heitið Myndir án orða,
og kennir þar sannarlega margra
grasa. Þarna er á ferð myndgerð,
sem er byggð upp á listrænum
metnaði, og ungur, framsækinn
listamaður á þarna í hlut, en hann
hefur stundað Ijósmyndun í nokkur
ár, bæði sem blaðaljósmyndari og
áhugamaður, og haldið sýningar á
verkum sínum, svo að hann er ekki
byrjandi í faginu. Því verður ekki
neitað, að hann er auðsjáanlega
leitandi fyrir sér vítt og breitt, og
segja'mætti mér, að þessi ungi Ijós-
myndari ætti eftir að mótast mjög
á komandi árum. Loftur Atli leggur
mikið upp úr myndbyggingu sinni,
og það eru listrænu tökin sem eiga
hug hans allan. Hugmyndafræðin
að baki flestra þessara verka eru
að nokkru skyld því, sem verið hef-
ur á ferð í myndlist hjá okkur á
seinni árum, og er skemmtílegt að
sjá, hvernig unnt er að nota ljós-
myndatæknina til að koma slíkum
viðhorfum til skila.
Nokkuð langt er um liðið síðan
farið var að leggja listrænt mat á
ljósmyndun hér á landi, en í þeim
efnum mun yera viss vakning um
veröld víða. Ég held, að við þurfum
ekki að hafa neinar sérstakar
áhyggjur um þróunina hérlendis í
þeim efnum og vil minna á þann
mikla fjölda ljósmyndasýninga, sem
verið hefur hér í borg á undanförn-
um árum. Það verður skemmtilegt
að sjá hvert framhaldið verður hjá
Lofti Atla. Eitt er víst, hæfileikar
eru þarna fyrir hendi.
Litir og fletir
FÍM-salurinn við Garðastræti
hefur verið lítt notaður að undan-
förnu, enda hásumar og aðsókn að
sýningum oft betri en á þeim tíma.
Nú er þar hafin starfsemi á ný og
fyrst hefur riðið á vaðið ung mynd-
listarkona, sem er að hefja sína
frumraun í sýningarhaldi. Það er
Birna Kristjánsdóttir sem komið
hefur verkum sínum fyrir í FIM-
salnum.
Birna hefur dvalið í Kaliforníu
undanfarin ár og stundað þar list-
grein sína, sem er blönduð tækni í
tekstíl — fullunnin hafa þessi verk
svo sterkan svip málverksins, að
ég leyfi mér að kalla þau myndverk
í þessum línum. Þetta er sérlega
vel heppnuð sýning, aðeins 12 verk,
og nær hvert og eitt þeirra að njóta
sín ágætlega. En það er ekki aðeins
þetta, sem er Birnu til sóma, heldur
er myndbygging afar einföld og
traust og hvergi kastað til höndum.
Mjög örugg litsjón einkennir þessi
verk, og er öllu stillt í þvílíkar skorð-
ur að manni dettur ekki í hug að
verkið getið verið öðruvísi. Það er
sannarlega góðs viti þegar slíkt
verður á vegi manns, og er sjaldséð
fyrirbæri. Þessi sýning Birnu er að
vísu nokkuð þung í litnum yfírleitt,
en það ætti að geta gtekið stakka-
skiptum á komandi tíma, því að hér
er nýliði á ferð í listinni, sem auðvit-
að á eftir að þróast og öðlast þá
reynslu, sem hverjum listamanni
er nauðsynleg.
Myndverk Birnu eru byggð á
flatarfræðilegum hugmyndum, og
því náskyld því sem margir stun-
duðu hér á árum áður og sumir
enn. Það voru myndræn gildi sem
í hávegum voru höfð og eru þau
og uppistaðan í þessum nýju verk-
um Birnu Kristjánsdóttur. Það er
þvf ekki að furða að sumum hlýni
um hjartarætur við að sjá þennan
þátt myndlistar á tuttugustu öld
koma fram í dagsljósið að nýju og
það á þann hátt, sem hann birtist
í verkum Birnu. Þetta er óvenju
sterk og heilleg sýning hjá nýliða
og lofar feikna góðu. En það er nú
einu sinni svo að um framhald er
bezt að spá sem minnstu en ef held-
ur sem horfir, er enginn vafí á að
árangur verður eftir því.
Myndefni morg-
undagsins
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Jóhann árelíuz: SÖNGLEIKUR
FYRIR FISKA. Uppsetning og
útlit: Hallgrímur Tryggyason.
Fiskar: Albin Venables. Útgef-
andi: Já, Reykjavík 1987.
Jóhann árelíuz hefur áður sent
frá sér blátt áfram (1983), en nú
birtist á ljóðasviðinu Söngleikur
fyrir fiska. Jóhann er Akureyring-
ur, en hefur lengi verið búsettur
í Svíþjóð.
Það er rómantískur tónn í ljóð-
um Jóhanns árelíuzar, en slíkt er
fremur sjaldgæft hjá nýrri skálda-
kynslóð. Þó ekki alveg óþekkt.
Söngleikur fyrir fiska ber líka vitni
kaldhæðni sem ekki er óalgeng
hjá rómantískum skáldum. í heild
sinni er bókin dæmí um æskilega
þróun í ljóðagerð, markvissari
vinnubrögð, ljóð sem vilja tjá
mannlega reynslu með eftirminni-
legum hætti. En ekki sakaði að
skáldið gerði til sín strangari kröf-
ur.
„Mig knýr þörf og þrá" yrkir
Jóhann árelíuz í ljóðaflokki sem
hann nefnir samhljóm tíðaran-
dans. Þar er á tveimur stöðum
talað um „blóð mitt brjálað og
heitt". í fimmta kafla syngur eitt-
hvað í sálu skáldsins og því er líkt
við „hvítt einmana spangól/ af
svartri bæjarhellunni", en er „bón
mín til sólarinnar". Sú bón hljóðar
svo: „ég bið um surraar án skil-
mála/ og með kvöldinu bláan
skugga/ handa myndefnum morg-
undagsins/ og horfi veginn fram".
Þessi ljóðaflokkur er bjartsýnn
og þótt hann sé kannski ekki frum-
Heimsmyndin 1987
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
State of the World 1987. A World-
watch Institute Report on Pro-
gress Towards a Sustainable
Society. Lester R. Brown, Edward
C. Wolf, Linda Starke etc. W.W.
Norton & Company - New York -
London 1987.
Þetta er fjórða árbók „Worldwatch
Institute" um árangur þeirrar við-
leitni að skapa mannheimi umhverfí
sem telja mætti til frambúðar að
minnsta kosti í orði. Höfundarnir
benda á þau atriði sem brenna hvað
heitast á mannheimum og hvað er
helst til ráða í baráttunni við yfirvof-
andi hættur.
í árbók 1987 er fjallað um út-
þenslu stórborga, fólksfjölgunina,
kjarnorkunotkun, rafvæðingu þriðja
heimsins, landbúnaðarframleiðslu,
skuldir vanþróaðra og þróaðra þjóða
og mengunina.
Mengun loftsins er að breyta lofts-
laginu víða um heim. Það var 1985
að breskur rannsóknarhópur taldi sig
merkja breytingar á ósónlaginu yfir
Suðurskautinu.
Fljótlega bárust fréttir af frekari
götum á þessum hlffískildi jarðarinn-
ar, ósónlaginu. Þynnra ósónlag myndi
auka húðkrabba, hamla vissum jarð-
argróða og breyta veðurfari. 1986
töldu veðurfræðingar sig hafa fundið
ástæður til að staðfesta þá spá, að
hitastig færi hækkandi í heiminum.
Veðurfræðingar        East-Anglia-
háskólans töldu að undanfarin 134
ár hefðu árin 1980, 1981 og 1983
verið þau heitustu og að fimm af níu
heitustu árum þessa 134 ára tfmabils
hefðu verið eftir 1978. Skömmu síðar
tilkynntu bandarískir jarðfræðingar
um hækkað hitastig á jarðvegi undir
túndrunni í Norður-Alaska.
Jarðarbúar teljast vera 5 miljarð-
ar. Árið 1900 voru íbúar jarðarinnar
um 1,6 milljarður, 1950 voru þeir 2,5
milljarðar og 1986 um 5 milljarðar.
A fyrri öldum fjölgaði fólki lítið,
sé litið á lengri tímaskeið. Þegar nær
dregur okkar tímum jókst framleiðsl-
an og heilbrigðisástand skánaði mjög,
fólkinu fjölgaði og framleiðslan jókst
jafnframt. í þróuðum ríkjum nútí-
mans dregur úr fæðingum, svo að
fólksfjölgunin verður undir hættu-
mörkum, þ.e. offjölgun. Offjölgun á
sér nú stað, einkum í þeim ríkjum
sem síst skyldi, þar sem framleiðslan
nægir ekki til að fæða stóðugt vax-
andi fjölda, því er gengið á náttúru-
gæði, skógar eru eyddir og ofbeit á
sér stað, svo að uppblástur og jarð-
vegseyðing eykst hröðum skrefum.
Oft er miðað við 3% árlega fólksfjölg-
un. í þessum ríkjum versnar ástandið
ár frá ári.
Þetta ástand veldur uppflosnun
bændanna, þeir flytja f stórborgirnar
og fylla hinn stöðugt vaxandi grúa
atvinnuleysingja. Þetta veldur stöð-
ugri spennu, óeirðum og upplausn
og oft valdatöku hersins, í viðkom-
andi ríki, eða hugmyndafræðinga
ásamt her. Þetta leiðir oftast til ger-
ræðistjórnarfars.
Lester R. Brown og Jodi Jacobson
skrifa um margföldun íbúafjölda stór-
borga í framtíðinni. Þróunin bendir
öll í stóraukna fjölgun borga og íbúa-
fjöida þeirra. 1950 bjuggu 600 millj-
ónir í borgum, 1986 var sú tala 2
milljarðar og ef svo heldur áfram
mun meira en helmingur íbúa jarðar-
innar búa í borgum strax eftir næstu
aldamót. Ástandið í borgunum er
mjög mismunandi, fer eftir fram-
leiðslugetu og skipulagi borganna.
Þótt útlitið sé svart hefur Kínverj-
um og Indverjum tekist að hefta
fólksfjölgunina og jafnframt auka
framleiðsluna, ástandið virðist verst
í Afríku og Suður-Ameríku.
Christopher Flavin skrifar um raf-
væðingu Þriðja heimsins.
Rafvæðingin var lausnarorðið í
mörgum löndum hér á árunum. Raf-
væðingin átti að flýta fyrir mótun
nútímalegra lífshátta og stuðla að
stórauknum framförum á flestum
sviðum. Iðjuverum var komið upp,
með misjöfnum árangri, oft fylgdi
þeim hrikaleg umhverfisröskun og
byggðaröskun og síðast en ekki síst
hrikaleg skuldasöfnun, sem fjölmarg-
ar vanþróaðar þjóðir sjá ekki fram
úr. Höfundur greinarinnar ályktar
að dreifing raforku um byggðirnar
sé þýðingarmeiri og ábatasamari en
stóriðjuhugmyndir.
Sami höfundur skrifar um endur-
skoðun kjarnorkunotkunar. Cherno-
byl-slysið sýndi heimsbyggðinni hvað
myndi gerast ef slíkt endurtæki sig
í stærri stfl. Það sem verra er, er að
öll líkindi benda til þess að slík slys
muni verða, engirin veit hve mörg,
en þrjú slík eða meiri slys fram að
aldamótum eru ekki ólíkleg. Margar
iðnaðarþjóðir eru nú háðar kjarnorku
sem orkugjafa, en þótt deilur um
nothæfni kjarnorku sem undirstöðu-
orku séu harðnandi og andstaða
magnist, þá er ólíklegt að kjarnorka
verði aflögð sem orkugjafi í náinni
framtíð. Höfundurinn telur að fyrr
en síðar muni þó koma að þvf að
þessi orkugjafi verði talinn of vara-
samur til þess að óhætt sé að nýta
hann og að horfið verði frá notkun
„kjarnorku í friðsamlegum tilgangi".
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til
að sjá hvað gerðist ef Chernobyl-slys
yrði í þéttbýlinu í Frakklandi eða
þýska sambandslýðveldinu. Og slys
af stærri gráðu gæti gert Evrópu
óbyggilega á einni nóttu um aldir.
Allar þessar greinar sem birtast í
þessu ársriti eru hugvekjur, vel unnar
og vandaðar. Það hefur aðeins verið
drepið á þær greinar sem tímabær-
astar eru, en þær eru það allar meira
og minna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60