Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 13 Þetta mun vera elzta ljósmynd af ljósmæðrahóp. Þessar stúlkur útskrífuðust aldamótaárið. Á myndina vantar eina ljósmæðranna Sigríði Bergsteinsdóttur, en systir hennar Bergþóra er yzt tíl hægri í mið- röð. Þessa er meðal annars getið vegna þess að tvær aðrar systur þeirra Vigdís og Oddrún luku einnig ljósmæðraprófi og ekki vitað í annað skipti um fjórar svo samstíga systur Árgangurinn 1913, fyrsti hópurinn sem útskrifaðist eftir stofnun Yfirsetukvennaskólans. Með þeim á myndinni er Guðmundur Björnsson, landlæknir 1931, Jónas Jónassen og Guð- mundur Björnsson. Námstími er orðinn þrír mánuðir fyrir aldamót- in, en áratug síðar er hann lengdur í hálft ár. Hundadagakonungur- inn var áhugasamur um ljósmæðrafræðslu Því var skjóta inn í, að Jörund- ur hundadagakonungur hafði það á fjölbreyttri stefnuskrá sinni, þegar hann kom til íslands, að efla ljósmæðrafræðsluna. Talið er að Maddama nokkur Malmquist, sem var ljósmóður í bænum og gift virkisstjóra hundadagakon- ungsins í Batteríinu, hafi vakið athygli Jörundar á málinu og leitt honum fyrir sjónir að endurbætur yrði að gera á þessu sviði. Til er enn bréf sem hún skrifaði Jörgens- en þann 13.ágúst 1809, þar sem hún kvittar fyrir „hið veitta leyfi og skipun um að taka til kennslu og annast um kvenpersónur þær, sem hæfar geta talizt og til þess fallnar að læra það, sem nauðsyn- legt er og dugir til að geta sem starfað að ljósmóður vísindum.“ Virðist maddaman hafa verið hin áhugasamasta og haft ákveðnar hugmyndir um, hvernig að þessu skyldi staðið. Aukin heldur hefur hún verið tilbúin að taka að sér fræðsluna. En þetta framtak maddömmunnar og hundadaga- konungsins hefur ugglaust verið jafnt skammvinnt og valdatíð hans á íslandi. Loks kemur að stofnun skólans Yfirsetukvennaskóli íslands er síðan formlega stofnaður 1912. Háskóli íslands hafði verið settur á laggirnar árið áður. Læknaskól- inn er lagður niður og úr verður læknadeild háskólans, án þess að frá því sé gengið, hvernig eigi að leysa kennslumál ljósmæðra. Landlæknisembættið er þá ekki heldur í tengslum við kennsluna, amk ekki samkvæmt lögum. Sú kynduga staða kom því upp, eftir stofnun Háskólans, að ljósmæðra- fræðslan er í raun og veru á berangri og enginn bar að lögum að fylgja henni fram. Vitanlega átta menn sig fljót- lega á þessu og Guðmundur Bjömsson, landlæknir lagði fram tillögu um að stofnaður yrði sér- stakur skóli fyrir ljósmæður og yrði landlæknir aðalkennari hans, en skipaðar ljósmæður í Reykjavík önnuðust verklega kennslu. Eftir töluvert japl og jaml og fuður í sölum Alþingis sneri þingnefnd, sem málið var statt í, sér til for- seta læknadeildar, sem þá var Guðmundur Magnússon og spurði, hvort kennsla ljósmæðra gæti far- fram á hennar vegum. Guð- mundur Magnússon tók dræmt í það, bar við fjársvelti og kennara- skorti. Alþingismenn brugðu við, skelfingu lostnir við þá tilhugsun, ef hægt yrði að nota þetta mál til að hin fjárfreka stofnun sem margir töldu Háskólann vera, þyrfti nú ofan á annað að bæta við sig„hálaunuðum dósent eða prófessor." Lyktir urðu, að tillögur landlæknis Guðmundar Bjömsson- Myndskreyting úr bókinni. Kynfæri kvenna. ar náðu fram að ganga og skólan- um komið á laggimar. Kennslan fór fram í Farsóttar- húsinu við Þingholtsstræti 25, en síðan lengst af á heimili Þuríðar Bárðardóttur, ljósmóður að Tjarn- argötu 16. Hún var í hópi stofn- anda Ljósmæðrafélags íslands 1919, og lét málefni stéttarinnar til sín taka af skömngsskap. Þar var skólinn til húsa þar til hann fékk samastað í Landsspítala- byggingunni 1930. Guðmundur Bjömsson var svo sem ráð hafði verið fyrir gert aðalkennari við skólann, en fyrstu ljósmæðumar sem kenndu var vom Þómnn Björnsdóttir, Þórdís Carlquist Jónsdóttir og Þuríður Bárðardótt- ir. Vert er að geta þess að sama ár og skólinn tók til starfa, gaf landlæknir út sóttvarnarbók og sótthreinsireglur. Einnig var nú beint sjónum að því að veita ljós- mæðmm fræðslu um, hvemig fylgjast mætti með heilsufari verð- andi mæðra og eftiriiti með ungbömum. Landsspítalastof nunin varð skólanum til fram- dráttar Skólanum var að sjálfsögðu sett reglugerð og á næstu ámnum eft- ir stofnun hans.em öðmhveiju gerðar breytingar á námsefni og tilhögun eins og gengur. Þegar Ljósmæðrafélagið er stofnað 1919 hefur það greinilega á stefnuskrá sinni að efla starf skólans, bæta námsbókakost og beita sér fyrir meiri fjárveitingum til skólans. Vemlegar breytingar verða eft- ir að Alþingi samþykkir fmmvarp Ásgeirs Ásgeirssonar um skólann 1924 og minnzt hefur verið á. FYumvarpið hafði verið samið í samráði við stjórn Ljósmæðrafé- lagsins. Námstíminn er lengdur, inntökuskilyrði hert og fleira. I þeim lögum er starfsheitið ljós- móðir formlega ákveðið í stað yfírsetukonunnar. I því horfi hélst svo menntun ljósmæðra til 1930, þegar Lands- spítalinn tók til starfa. Kennslan var flutt þangað, og hin verkelga kennsla fór vitanlega fram á fæð- ingardeild spítalans. Guðmundur Björnsson hvarf nú frá, vegna veikinda. Hann hafði útskrifað yfir 200 ljósmæður í embættistíð sinni. Auk þess sem öll aðstaða skól- ans gerbreyttist hefur það ugg- laust verið honum til framdráttar, að þáverandi landlæknir Vilmund- ur Jónsson, hafði tekið sæti á þingi og flutti hann nú fmmvarp á Al- þingi. Helztu nýmæli vom, að yfirlæknir og yfirljósmóðir fæð- ingadeildar skyldu vera aðalkenn- aramir. Einnig var gert ráð fyrir, að nemendur fengju áfram að kynnast ljósmæðrastörfum í heimahúsum, nemar fengju styrk, sem næmi fæðiskostnaði, hús- næði, vinnuföt og þjónusta endurgjaldslaust. Námstími var lengdur í eitt ár. I Ljósmæður á íslandi 2.bindi segir, að snarpar umræður hafi orðið á þingi. Ýmsum hafí þótt óþarfi að lengja námið. Einn þing- maður staðhæfði að þá fengjust aðeins lélegar stúlkur til starfans „sem minna gerir heimilum til, þó að séu í burtu árlangt." En fmm- varp Vilmundar náði fram í þeirri mynd, sem hann hafði ætlað sér. Og með þeim varð mikil breyting á aðstöðu nemenda og þeir og skólinn fengu nú fastan samastað. Byg’ging’aframkvæmd- ir dragast á langinn - Þegar gluggað er í sögu skólans þessi 75 ár, virðist einsætt, að Ljósmæðrafélagið hefur alla tíð borið hag hans fyrir bijósti og studdi hann á ýmsa lund. Gerði samþykktir og sendi út áskoranir, þar sem ótvíræður metnaður um skólann kemur fram. Þó að mönn- um væri ljóst, að úrbóta í þessum efnum væri þörf, hefst ekki bygg- ing Ljósmæðraskólans og fæð- ingadeildar Landsspítalans fyrr en 1946. Þó að lög um skólann, 'sem Vil- mundur Jónsson hafði beitt sér fyrir upp úr 1930 væru merk í sjálfu sér, þurfti öll starfræksla skólans að vera í stöðugri end- umýjun. Ljósmæðrafélagið hvetur til þess, að efnt sé til námskeiða og einnig er áhugi á að lengja námið. En hvað sem því leið voru ekki gerðar breytingar á lögum um skólann fyrr en 1964 og hefur þá trúlega flestum þótt það orðið tímabært og vel það. í samantekt Helgu Þórarinsdóttur sem einkum er stuðzt við hér segir, að ýmis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.