Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 39 Borgarfjörður: Utgerð hafin frá Reykholti Kleppjárnsreykjum. FYRSTA skipið er nú komið í Reykholt, það er matsveinninn i héraðsskólanum í Reykholti sem fest hefur kaup á trefjaplastbát, „Sóma 800“. Amþór Sigurðsson í Brennubæ festi kaup á bát þessum á Dalvík nú fyrir skömmu, og hyggst gera hann út til að bytja með frá Ólafs- vík eða Amarstapa, en annars er það óráðið hvar hann rær, „líklega þar sem eitthvað verður að hafa. Það eru 40 tonn af fiski sem veiða má á þessa báta á ári og er þetta Tónleikar á ísafirði KOLBEINN Bjamason flautu- leikari og Páll Eyjólfsson gítar- leikari halda tónleika í sal Grunnskólans á ísafirði laugar- daginn 21. nóvember kl. 17.00. A efnisskrá em tónverk eftir m.a. G.F. Hándel, Atla Heimi Sveinsson, John Speight og Hjálmar H. Ragnarsson. Annað verka Hjálmars, Bagatellur fyrir flautu og gítar, er nýtt af nálinni. Helgina 28.-29. nóvember spila þeir Páll og Kolbeinn síðan á Akra- nesi og Stykkishólmi. hin besta sumarvinna og skemmti- leg útivera eftir alla innivemna á vetuma," sagði Amþór. Báturinn, sem ekki hefur fengið nafn ennþá, er búinn öllum helstu tækjum, svo sem 2 lóran C, dýptarmæli, radar og talstöðvum. Fjórar tölvustýrðar handfærarúllur fylgja bátnum. Það em nokkur tímamót í Reyk- holti þetta haustið, hefðbundinn búskapur var aflagður og var öllu sauðfé frá félagsbúinu slátrað nú í haust, og hefur presturinn, séra Geir Waage, mikinn áhuga á að leggja jörðina undir skógrækt, er verið að leita að stuðningi við skjól- beltaræktun til að byrja með því það er auðveldara að rækta nytja- skóg í skjóli en á berangri. Mannlífið hér er annars nokkuð gott og félagsmálin farin að hafa sinn tíma, kórar famir að æfa, brids-spilarar famir að stokka og svo_ mætti lengi telja. A laugardaginn ætlar Ung- mennafélag Reykdæla að halda sinn árlega gleðifund, en það er nokkurs- konar árshátíð félagsins, fimmtíu ár em síðan þessi hefð hófst í starf- semi félagsins. Þar verður margt til skemmtunar, að venju fá allir skuldlausir félagar að sjálfsögðu frítt á skemmtunina. Happdrætti verður og em 10 ferðavinningar í boði. — Bemhard Bók um systkinaröð ÚT ER komin hjá Emi og Örlygi bókin Systkinaröðin mótar manninn eftir dr. Kewin Leman í þýðingu Guðmundar Þorsteins- sonar. Á bókarkápu segir m.a.: Víst er að staða okkar í röð systkina (eða systkinaleysi) mótar okkur öll með afgerandi hætti og hefur varanleg áhrif á allt okkar líf. Þessi bók er bmnnur upplýsinga, sem geta hjálpað þér að bæta samskipti þín við aðra, hagnýta þér styrk syst- kinaraðarinnar og bæta úr veikleik- um hennar, og njóta þeirrar sérstöðu sem Guð gaf þér. Systkina- röðin er hlýleg, fyndin, einlæg og skemmtileg aflestrar, og hún hjálp- ar þér jafnframt að þekkja sjálfan Dr. Kevin Leman mmm þig betur og að sjá samskipti þín við aðra í skýrara Ijósi. Úr umferðinni í Reykjavík miðvikudaginn 18. nóvember 1987 Árekstrar bifreiða: 31 í þrem tiivikum varð slys á fólki. Kl. 8.26 varð gangandi vegfarandi fyrir bíl á Tryggvagötu. Kl. 15.08 varð umferðaróhapp á bifreiðastæði við Suðurver er bifreið lenti á sjö mannlausum bifreiðum. Talið er að veikindi ökumanns hafi valdið að svo fór. Kl. 19.35 varð gangandi vegfarandi fyrir bíl á mótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. Radarmæling: 16 ökumenn kærðir. Ökumaður var sviptur ökuréttindum á staðnum, en kl. 18.04 ók hann vestur Sætún og kom inn í radargeisla sem sýndi 111 km/klst. hraða. Leyfður hámarkshraði á Sætúni er 50 km/klst. Aðrir ökumenn sem fóru of hratt um Sætún mældust á 81—88 km/klst hraða og allt þar á milli. Um Kringlumýrarbraut var kært fyrir 95 km/klst. hraða. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka mót rauðu ljósi á götuvita og annar fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu við gatnamót. Kranabifreið fjarlægði 11 bifreiðir fyrir ólöglega stöðu. Klippt voru númer af 4 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til skoðun- arx Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur í miðvikudagsum- ferðinni. Samtals: 43 kærur fyrir umferðarbrot. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. Amþór Sigurðsson í bátnum sínum sem hefur ekki hlotið nafn ennþá. Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Skoðanakönnun Helgarpóstsins og Skáíss: Mest fylgisaukmng- hjá Kvennalistanum KVENNALISTINN fengi rúm 15% atkvæða og 10 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Helgarpóstsins og Skáíss. í kosningunum síðastliðið vor fengu konumar 10,1% atkvæða og 6 þingmenn kjöraa. Borgaraflokk- urinn tapar talsverðu fylgi samkvæmt könnuninni, en lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka. Vegna tæknilegrar skekkju í tölvuvinnslu hjá fyrirtækinu Skáís birtust rangar niðurstöður í frétt Helgarpsósts- ins í gær hvað varðar fylgi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkur- inn er þar sagður vera með 25,9% fylgi á landsvísu, en er í raun samkvæmt könnuninni með 29,8% fylgi að því er forsvarsmenn Skáiss staðfestu í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt því bætir flokkurinn við sig 2,6% fylgi frá síðustu kosningum, en þá fékk hann 27,2% atkvæða og 18 menn kjörna. Skoðunakönnunin var gerð um síðustu helgi og ef marka má niðurstöður hennar hefur Kvennalistinn bætt við sig mestu fylgi frá þvi í kosningunum síðast- liðið vor. Borgaraflokkur fengi nú 7,0% atkvæða og 3 menn kjöma, en fékk 10,9% og 7 menn kjöma í síðustu kosningum. Auk Sjálfstæðisflokks- ins bæta Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur lítillega við sig í þessari könnun. Framsókn fengi nú 19,9% atkvæða og 14 þingmenn, en fékk 18,9% og 13 þingmenn í kosningunum. Alþýðuflokkur fengi nú 16,3% atkvæða en var með 15,2%, og þingmannatala hans LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af ökumanni jeppa, sem var ekið inn á Snorra- braut á mánudagskvöld, í veg fyrir fólksbQ, sem sveigði frá og lenti á grindverki. Óhappið varð skömmu fyrir kl. 23 á mánudagskvöld. Fólksbíl var ekið norður Snorrabraut, á vinstri akrein. Jeppinn ók austur Njálsgötu Starfsemi Hispania hefst að nýju STARFSEMI kvikmyndaklúbbs- ins Hispania hefst að nýju laugardaginn 21. nóvember. Fyrsta kvikmynd vetrarins er Hemám Albaníu, sem gerð var árið 1983 og byggist á sögulegri heimild frá lö öld. Eftirtaldar kvikmyndir em vænt- anlegar til sýningar í vetun „La conquista de Albania" (A. Ungría) í nóvember, „Con el viento solano" (M. Camús) í desember, „Los golf- os“ (C. Saura) í janúar, „Volver a empezar" (J.L. Garci) í febrúar, „La muerte de Mikel" (I. Uribe) I mars, „E1 ángel exterminador" (L. Bunu- el) í apríl og „E1 puente" (J.A. Bárdem) í maí. óbreytt, 10 menn. Alþýðubandalag tapar einum manni samkvæmt könnuninni, fengi nú 11,6% og 7 menn, en var með 13,4% og 8 menn kjöma í kosningunum í vor. Aðrir flokkar eða framboð næðu ekki manni á þing ef marka má þessa könnun. Ríkisstjómin nýtur fylgis meiri- hluta þjóðarinnar í þessari könnun en samkvæmt henni styðja 56% styðja stjómina. Er það nokkuð og í veg fyrir fólksbílinn. Til að forðast árekstur sveigði ökumaður fólksbflsins honum frá og lenti við það á grindverki. Ökumaður jepp- ans stöðvaði, en ók síðan á brott. Talið er að jeppinn sé stór, mikið upphækkaður, blár að lit með hvítu húsi. Hann er með R-númer og tel- ur vitni að það byiji á tölustafnum 7. Ökumaður jeppans er beðinn um að hafa samband við slysarann- sóknadeild lögreglunnar. Þá óskar lögreglan einnig eftir að hafa tal af vitnum. minni stuðningur en kom fram í sambærilegri könnun í ágúst síðast- liðnum þegar 63,8% sögðust styðja ríkisstjómina. í könnuninni var valið handa- hófsúrtak 1.008 einstaklinga yfir allt landið samkvæmt tölvuskrá yfír símanúmer. SýninguRunu að ljúka SÝNINGU Rúnu Gísladóttur að Kjarvalsstöðum lýkur á sunnu- daginn. Á sýningunni era 104 myndverk, akrýl- og oliumálverk og kUppimyndir. Þetta er fyrsta einkasýning Rúnu en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. FÍM- sýningum 1981 og 1983, Kirkjulist- arsýningu að Kjarvalsstöðum um páska 1983 og „Reylcjavík í mynd- list“ að Kjarvalsstöðum sumarið 1986. Kökubasar og kaffisala í Hvítasunnu- kirkjunni KÖKUBASAR og kaffisala verð- ur í Hvítasunnukirkjunni Ffla- delfíu í Hátúni 2 laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Það er systrafélag Ffladelfíu sem heldur basarinn í neðri sal kirkjunn- ar. Fólki gefst kostur á að setjast niður yfir kaffibolla og ijómapönnu- kökum sem verða á boðstólum. AUur ágóði af sölunni rennur til starfsemi systrafélagsins. • • Okumaður gefi sig fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.