Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 H Minning: Ingibjörg Jónsdóttir frá Vaðbrekku Það er gömul og ný saga að lífshamingjan fæst hvorki keypt né verður elt uppi. Hinsvegar kemur hún stundum óboðin til þ.eirra sem eru svo önnum kafnir við að vinna öðrum til nytja að þeir gleyma að biðja um neitt handa sjálfum sér. Eg hygg að Ingibjörg Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, hafí verið ein þeirra sælu manna sem hamingjan kemur til óbeðin og stendur við hliðina á í daglegum störfum. Meira en sextíu ár eru liðin síðan ég sá Ingi- björgu fyrst, þá unga, röska og einarða húsmóður á sveitabæ, sem gat sinnt í einu bömum sínum, umfangsmiklum störfum sveitahús- freyjunnar og séð um að aðkomu- bömunum leiddist ekki. Síðast hitti ég hana rúmlega áttræða. Þá ann- aðist hún bónda sinn hálfníræðan, sem var bundinn við stól. Gamli rösleikinn og einbeitnin, sami fum- t Bróðir okkar, HÖRÐUR ÁGÚST HJÖRLEIFSSON, andaðist á heimili sínu i Kaupmannahöfn hinn 7. desember síðast- liðinn. Bálför hans hefur farið fram þar. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30. Sjöfn Hjörleifsdóttir, Vilhjálmur Hjörleifsson, Hjördís Hjörleifsdóttir. t Konan mín, móðir og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, lést í Vifilsstaðaspitala 25. desember. Grimur Ögmundsson, Grétar Grímsson, Lára Jakobsdóttir. t Móðir okkar, MARGRÉT FINNSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, áður Haugum, Stafholtstungum, andaðist í sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 26. desember. Sigurður Þorsteinsson, Ágúst Þorsteinsson, Finnbogi Þorsteinsson, Ingi Þorsteinsson. t Faðir minn og afi okkar, VIGFÚS SIGURJÓNSSON, Norðurbyggð 15, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 24. desember. Sigurlaug Vigfúsdóttir, Mari'a, Soffia og SignýJóna Hreinsdætur. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, verður jarðsungin frá Egilsstaöakirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 10.30. Jarðsett verður í Eiríksstaðakirkjugarði síðdegis sama dag. Guðrún Aðalsteinsdóttir, Jón Jónsson, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Helgi Bjarnason, Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Stefán Aðalsteinsson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Hákon Aðalsteinsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Birgir Þór Ásgeirsson, Kristján Jóhann Jónsson, Svava Jakobsdóttir, Ellen Sætre, Sigriður Sigurðardóttir, Sigurlína Daviðsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhfauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður lausi dugnaðurinn og forðum lýsti enn af störfum hennar og fasi. Starfið, hvert sem það var, átti hana ævinlega alla. Þar var ekkert hik, engin æðra, engin tvídrægni í geði. Ingibjörg giftist ung Aðalsteini Jónssyni frá Fossvöllum. Þau hófu búskap á Vaðbrekku 1922 og bjuggu þar næstum hálfa öld. Hjónaband þeirra hygg ég að hafi verið einstaklega gott. Gagnkvæm virðing, kurteisi og tillitssemi ein- kenndu viðmót þeirra hvors til hins og engan veit ég hafa heyrt styggð- aryrði fara á milli þeirra. Þau eignuðust tíu börn sem öll nema eitt komust til fullorðinsára og eru enn á lífi. Um það leyti sem Ingi- björg hefði getað farið að hlakka til minnkandi annríkis og barnaerils bætti hún bú sitt með tveim fóstur- sonum sem hún tók, annan árs- gamlan, en hinn tveggja ára með fárra ára millibili. Allur þessi hópur barna og fósturbarna ólst upp á Vaðbrekku og varð gerðarfólk, hús- mæður og bændur, kennarar og doktorar, skáld og hagyrðingar. Hrafnkelsdalur frá Tungusporði að Jöklu var bernskuveröld mín. íbúar hennar voru tvær fjölskyldur, fólkið heima og Vaðbrekkufólkið, flest böni en fáeinar fullorðnar manneskjur sem voi-u uppalendur okkar og fyrirvinnur. Ingibjörg gengur síðust til moldar af þessum forsjármönnum okkar, eftir langan, annasaman og farsælan starfsdag. Ég kveð Ingibjörgu á Vaðbrekku með þökk og virðingu og votta vandafólki hennar samúð mína. Benedikt Sigurðsson Hún amma mín er dáin, það er mér tilefni til að minnast hennar með nokkrum orðum. Það er vanda- verk og tæpast von til að ég komi fyllilega orðum að því sem mér finnst að ætti að standa í slíkri grein. Hversvegna? kann einhver að spyrja. Svarið er einfalt. Mér fannst hún einstök og hún hafði meiri áhrif á mig og mín lífsviðhorf en aðrir sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni. Ég fæddist á heimili hennar og afa á Vaðbrekku og þar var ég fyrstu ár ævi minnar, síðar um fermingu var ég nokkra mánuði hjá þeim á Vaðbrekku og gætti fjár. Þeir mánuðir eru ef til vill mín dýr- mætasta skólaganga sem að vísu er ekki löng. Þessa vetrardaga fékk ég að heyra af vörum þeirra, sem fædd- ust á allt öðrum tíma en við lifum í dag sögu þeirra sem hér höfðu lifað í landinu og á landinu, ég fékk tilfinningu fyrir þvi að það sem við erum í dag er afrakstur genginna kynslóða sem með svita, tárum og blóði skópu íslensku þjóðina. Amma sagði mér af móður sinni sem á miðjum aldri varð ekkja með mörg börn í uppvexti, ég fékk að heyra af baráttu ekkjunnar fyrir því að halda saman Ijölskyldunni og áfall- inu þegar fyrirvinnan, elsti bróðir- inn Stefán dó, óttanum við að leita til hreppsins, þurfa að sundra barnahópnum til vandalausra og fá á sig sveitarómagastimpilinn. Ég fékk að heyra af ömmu hennar Guðrúnu Símonardóttur og langömmu Ragnhildi Ingimundar- dóttur, en báðar fengu þær að kenna á beiskum örlögum óblíðs aldafars, fátæktar og harðinda. Þama lærði ég mína fyrstu lexíu um gildi þeirrar samhjálpar sem við þegnar velferðarþjóðfélagsins bú- um við. Auðvitað kunni amma mín fjölmargt að segja mér af bjartari hliðum tilverunnar, hún var ljóðelsk og kunni ógrynni ljóða eftir okkar bestu ljóðskáld. Engan dáði hún meira en Klettafjallaskáldið Steph- an G. Stephansson. Hún vitnaði oft til hans og fann vafalaust til skyld- leika við hann og upprunann úr jarðvegi bláfátækrar alþýðu sem engan hafði til að treysta á nema skaparann og eigin dugnað og harð- fylgi. Hjá þeim afa og ömmu var líka tilfinningin mjög rík fyrir að standa á eigin fótum öðrum óháð, það að vera upp á engan kominn veitandi en ekki þiggjandi var þeirra lífsviðr horf. Á heimili þeirra hvort sem það var á Vaðbrekku eða eftir að þau fluttu í Egilsstaði var þeirra mesta gleði að fá vini og vandamenn í heimsókn, þá skorti hvorki góðar veitingar eða gleði hjá þeim. Þann vetur sem ég var hjá þeim á Vað- brekku var spilaður lomber nær því hvert kvöld. Ef gesti bar að garði gat spilamennskan dregist. fram á nótt. Mér verður stundum hugsað til þessara vetrarkvölda nú þegar fólk bælir sig fyrir framan sjón- varpið og Qölskyldan þegir saman þá sjaldán hún nær því að vera öll heima í einu. Þótt þessir tímar séu liðnir þá hlýtur að mega bera fram þá ósk að íslenska fjölskyldan megi finna sér sambýlisform sem á ein- hvern hátt svarar til sambýlishátta stórfjölskyldunnar íslensku. Um ömmu mína má hafa sömu orð og Ari fróði hafði um Þuríði Snorradóttur að hún var margspök og óljúgfróð. Amma var ættfróð og kunni deili á ótrúlega mörgu fólki. Af þessum ættfræðiáhuga smitaði hún mig og hefur hann fylgt mér síðan. Öfund og illkvittni voru henni ekki að skapi og illt umtal vildi hún aldrei heyra um nokkurn mann. Hún sagði oft þegar einhverjum var hallmælt í hennar eyru: „Ekki geng- ur mér betur þótt öðrum gangi verr.“ Þetta er lífsspeki sem ég hefi reynt að tileinka mér þótt misjafnlega gangi. Á dögum gervitungla og vél- menna á öld efnishyggju, þá eru allar hugmyndir um dulræn efni, drauma og fyrirboða víðsfjarri fólki. Þessum eiginleikum kynntist ég hjá ömmu, hana dreymdi fyrir at- burðum, oftast sem snertu hennar nánustu. Þessa drauma óttaðist hún og sagðist hafa tekið ákvörðun um að gleyma þeim. Hún vissi að því sem ákveðið hafði verið af æðri máttarvöldum var ekki á hennar valdi að breyta og vildi því taka því sem að höndum bar þegar það gerðist í stað þess að hafa gruninn um óhapp eða slys á tilfinningunni dögum saman. Nú þegar ég kveð ömmu á Vað- brekku er mér efst í huga þakklæti yfir því að hafa fengið að njóta þeirrar umhyggju og ástúðar sem hún sýndi okkur barnabörnunum og börnin okkar fengu að njóta sem kynntust henni. Mér er ómetanleg sú þekking sem hún miðlaði til mín frá gegnum kynslóðum. Ef tengslin við fortíðina rofna hjá þjóðinni þá er tilvera hennar í hættu. I minning- um mínum skipar amma sérstakan sess, hennar mun ég jafnan minnast þegar ég heyri góðs manns getið. Ég vil fara hér nokkrum orðum um ætt ömmu og uppruna en eiris ég gat hér fyrr þá kunni hún góð skil á uppruna sínum. Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Tunghaga á Völlum 10. mars 1901. Foreldrar hennar voru þau Jón Pét- ursson bóndi í Tunghaga á Völlum og kona hans Jóhanna Halldóra Stefánsdóttir. Systkini Ingibjargar voru Sigrún sem fæddist 30. mars 1885 dóttir Jóhönnu og Jóns Bergs- sonar sem síðar bjó á^Egilsstöðum á Völlum, Sigrún dó ung. Stefán Pétur sem dó uppkominn barnlaus, Kristján í Skuld á Eskifirði, Pétur Björgvin skósmiður á Akureyri, Bogi vélstjóri, Halldór skósmiður á Akureyri, öll eru þau látin. Jón Pétursson dó 2. mars 1905, þá var hann 40 ára. Jóhanna varð að hætta búskap við fráfall Jóns. Elsti sonur- inn Stefán var þá uppkominn og varð aðalfýrirvinnan en hans naut ekki lengi við því hann dó um tvítugt. Jóhanna hafði einsett sér að leita ekki á náðir hreppsins, hún fór í húsmennsku í Þingmúla í Skriðdal og hafði með sér yngstu bömin en eldri drengirnir Kristján og Pétur fóru að vinna fyrir sér fyrir fermingu. Kristján fór að Karl- skála við Reyðarfjörð 14 ára gamall. Það var hans lán og fjöl- skyldunnar allrar. Á Karlskála bjó Eiríkur Bjömsson við mikla rausn. Um hann mátti segja eins og um Erling Skjálgsson að þeim sem til hans komu kom hann til nokkurs þroska. Jóhanna flutti með börnin á Eskifjörð 1913. Þangað voru þeir komnir Kristján og Pétur Björgvin, auk þess á hún til góðra að leita þar sem var Jón ísleifsson verk- stjóri og Ragnheiður kona hans, en Jón Isleifsson og Jón Pétursson vom systkinasynir. Á Eskifirði átti Ingibjörg heima allt til þess hún giftist og fluttist í Vaðbrekku, þangað fór Jóhanna með henni og þar lést hún. Jóhanna Halldóra Stefánsdóttir var fædd 14. mars 1857. Foreldrar hennar vom Stefán Jónsson frá Grófargerði á Völlum og Guðrún Símonardóttir frá Hvammi í Lóni. Þau vom fyrstu árin í vinnumennsku í Fellum og í Fljótsdal. 1860 flytja þau í Hall- ormsstað og þar er Stefán bóndi í nokkur ár. Frá Hallormsstað fluttu þau í Strönd á Völlum og þar bjuggu þau þar til Guðrún lést. Þau áttu nokkur börn sem öll dóu á barns- aldri nema Jóhanna og Guðmundur sem dó um fertugt 1920 þá vinnu- maður á Hákonarstöðum á Jökuld- al. Hann kvæntist ekki og átti ekki böm. Guðrún Símonardóttir dó 21. nóvember 1872 41 árs. Stefán Jóns- son hefur hætt búskap eftir dauða konu sinnar, 1. janúar 1878 deyr hann og er þá vinnumaður í Tung- haga sagður vera 52 ára. Stefán á Strönd var sonur Jóns bónda í Grófargerði á Völlum Eiríkssonar bónda á Útnyrðings- stöðum á Völlum Narfasonar. Móðir Stefáns á Strönd var Sigríður dótt-' ir Péturs Gíslasonar bónda á Víkingsstöðum, en.Pétur var sonur Gísla bónda á Finnsstöðum í Eiða- þinghá Nikulássonar af ætt Finn- boga gamla í Ási í Kelduhverfi. Guðrún Símonardóttir var dóttir Símonar Halldórssonar og Ragn- hildar Ingimundardóttur, þau hófu búskap í Hvammi í Lóni 1822 og bjuggu þar til 1840 að þau fluttu í Klaustursel á Jökuldal. 1843 kem- ur Símon vinnumaður í Bessastaði og deyr hann 12. ágúst 1843 48 ára. Símon var sonur Halldórs Þor- leifssonar sem kallaður var hinn ríki og bjó í Þórisdal í Lóni. Ragnhildur Ingimundardóttir var dóttir Ingimundar Jónssonar sem um skeið bjó í Hvalnesi í Lóni, en fluttist með sonum Ásmundar Helgasonar, þeim Hallgrími og Ind- riða austur í Skriðdal, en Ingimund- ur var tengdur þeim bræðrum á ýmsa vegu, fyrsta kona hans var Ingibjörg systir Indriða og Hallgríms og fyrsta kona Indriða á Borg var Guðrún systir Ingimund- ar. Móðir Ragnhildar var miðkona Ingimundar Jónssonar, Sigríður dóttir Salómons Jónssonar í Hval- nesi og konu hans Guðrúnar Konráðsdóttur, Símon og Ragn- hildur áttu a.m.k. 4 dætur og 1 son. Steinunni sem giftist Jóni Guð- laugssyni og bjuggu þau á Gnýs- stöðum í Vopnafjarðarheiði, moðal barna þeirra var Stefanía síðari kona Þórðar bónda Þórðarsonar á Gauksstöðum á Jökuldal, Guðrún 'Símonardóttir var eins og greint hefur verið hér fyrr kona Stefáns Jónssonar- á Strönd, Halldóra Símonardóttir giftist Ólafi Ög- mundssyni bónda á Tókastöðum í Eiðaþinghá, meðal barna þeirra var Tryggvi sem bjó á Víðivöllum í Fljótsdal. Ingibjörg Símonardóttir var 1860 vinnukona á Hallormsstað 35 ára. Sigríður Símonardóttir er 1842 vinnukona á Eiríksstöðum á Jökuldal og fer þá vinnukona í Víðvallagerði í Fljótsdal. Þann 11. desember 1852 eignast hún dóttur með giftum bónda, Sveini Pálssyni á Bessastöðum í Fljótsdal. Barnið var Margrét sem síðar varð hús- freyja í Brekkugerði í Fljótsdal og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.